Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 43 HANDKNATTLEIKUR / HMISVIÞJOÐ ■ RÚSSAR lögðu íslendinga að velli í gær með sömu markatölu og Sovétmenn gerðu í HM í Tékkó- slóvakíu 1990 - í Bratislava, 19:27... ■ RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Amaldsson dæmdu leik Tékka og Svisslendinga í Halm- stad í gærkvöldi, þar sem Tékkar unnu, 24:23, eftir að Svisslending- ar voru fímm mörk yfír. ■ RÚSSAR, Svíar og Þjóðveijar eru þeir einu sem ekki hafa tapað leik í HM, en þessar þjóðir leika í milliriðli 2. Þjóðverjar og Svíar mætast í dag. ■ FRAKKAR eru gott sem komn- ir í úrsiit með því að leggja Spán- veija að velli í gær, 23:21. Þeir þurfa nú aðeins að vinna Egypta til að ná úrslitaleiknum. ■ FRAKKAR töpuðu fyrsta leik sínum í HM, gegn Svisslendingum, en síðan fóru þeir á beinu brautina. I GUÐMUNDUR Hrafnkelsson var útnefndur besti leikmaður ís- lendinga og Talant Dujshebaev var útnefndur besti Rússinn. ■ KEN Jörgenson, leikmaður danska liðsins, fór úr axlarlið í gær í leik gegn Ungveijum og er lík- legt að hann verði ekki meira með. 44,1% sóknar- nýting Islenska liðið fékk 19 sóknir í ■ fyrri hálfleik og nýtti 9 (47,36% nýting), en 10 af 24 sóknum eftir hlé gengu upp (41,6%) og sóknamýtingin í leiknum því 44,1%. Strákarnir gerðu sex mörk af línu, fímm eftir gegnumbrot, fjögur með langskotum, þijú úr vítaköstum og eitt eftir hraðaupphlaup. • Sigurður Sveinsson gerði 5/3 mörk úr 7/4 skotum og var með 71,4% skotnýtingu. Hann var með fjórar stoðsendingar, fískaði eitt víti og tapaði boltan- um þrisvar. •Patrekur Jóhannesson var með fímm mörk í 10 tilraunum (50%), átti eina stoðsendingu og tapaði boltanum einu sinni. •Geir Sveinsson gerði þijú mörk í fjórum tilraunum (75%) og átti eina stoðsendingu. Fiskaði tvö víiti. •Gunnar Gunnarsson skaut tvisvar og skoraði í bæði skipt- in, 100% nýting, átti tvær stoð- sendingar og missti boltann ijór- um sinnum. •Valdimar Grímsson gerði tvö mörk í þremur tilraunum (66,6%), átti eina stoðsendingu og fékk eitt víti, en tapaði bolt- anum einu sinni. •Júlíus Jónasson var með eitt skot og eitt mark. Hann „stal“ boltanum tvisvar og fískaði eitt víti. •Héðinn Gilsson gerði eitt mark í fímm tilraunum (20%), fékk eitt víti og tapaði boltanum einu sinni. •Konráð Olavson lét veija eina skot sitt og tapaði boltanum einu sinni. •Guðmundur Hrafnkelsson varði 6/4 langskot, 3/1 af línu, 2/1 eftir hraðaupphlaup, 2/1 úr homi og eitt gegnumbrot eða 14 skot og þaraf sjö til mót- heija aftur. Fyrírliðinn góður Morgunblaðið/RAX Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, hefur staðið sig mjög vel á heimsmeistaramótinu. Hér er hann með knöttinn í leiknum í gær, en Rússinn Andrej Antonevic virðist ekki alveg með á nótunum. Geir Sveinsson: Sóknar- leikur okkar ekkiá- sættan- legur Þetta var mun skárra en gegn Þjóðverjum. Það vita allir hvað það var hörmulegur leikur. Nú gekk betur en til að leggja Rússa að velli þurfum við að ná svo til gallalausum leik. Vömin hjá þeim er rosalega sterk og við náð- um því miður ekki nógu mörgum mörkum af níu metrunum til að» draga þá út og aðeins í sundur," sagði Geir Sveinsson fyrirliði eftir leikinn í gær. „Þeir gera 12 mörk úr hraðaupp- hlaupum og það er geysilega erfítt að eiga við þá í þeim. Ég efast um að vömin hefði lagast þó við hefð- um breytt henni eða sett annan mann inná í hana. Við ræddum um það í hálfleik að vera svolítið ákveðnari við Kudinov og það varð raunin. Sóknarleikur okkar er ekki ásættanlegur, og í raun frekar slak- ur á köflum. Við erum að skora fæst mörk í okkar riðli og raunar einnig ef við miðum við hinn milli- riðilinn. Þeir gera síðustu fjögur mörkin og ég er ekki sáttur við það. Ef við hefðum tapað með aðeins minni mun hefði maður eflaust verið mun sáttari. Fjögur til fímm mörk hefði verið betra en átta mörk er of mik- ið,“ sagði Geir. Hörkuleikur Munurinn liggur í hraðaupphlaupunum - sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari eftirtapið í gær Þetta var hörkuleikur, en við verðum allir að leika 100% ef við eigum að geta unnið þá, enda eru þeir Ólympíumeistarar," sagði Pat- rekur Jóhannesson sem stóð vel' fyrir sínu þegar hann kom inná í síðari hálfleik. Varstu ekki farinn að bíða eftir að fá að koma inná? „Nei, nei. Maður bíður bara eftir sínu tækifæri og reynir að nýta það þegar manni er sagt að fara inná,“ bætti Patrekur við. Rússar léku rosalega sterka vöm og fengu með henni mörg hraðaupphlaup og í þeim liggur munurinn í kvöld,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari. Þegar hann var spurður hvort ekki hefði hvarflað að honum að breyta um vamaraðferð eða setja Patrek inná fyrr, bæði í sókn og vöm sagði hann: „Vömin var góð hjá okkur í fyrri hálfleik og hún var ekki áhyggjuefni. Munurinn á liðunum liggur í hraðaupphlaupun- um. Það hentar Patreki mjög vel að leika gegn Rússum þar sem þeir standa og veija öll hoppskot. Ef til vill hefði ég átt að setja hann inn fyrr en við fáum á okkur 5 til 6 mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og þar lá munurinn. Patrek- ur er enn óþekkt stærð og hann þarf að klára sitt dæmi með 21 árs liðinu og annað slíkt áður en hann er tilbúinn á HM ’95.“ Ertu með þessu að segja að þú treystir honum ekki til að leika hér á HM? „Nei, ég er ekkert að segja að ég treysti honum ekki. Éins og ég var að segja hefði ég ef til vill átt að setja hann fyrr inn en munurinn lá í hraðaupphlaupunum. Héðinn náði ekki að klára að hoppa yfír þá, síðan gekk erfíðlega hjá Júlíusi og þá kom Patrekur. Hann hefur fengið sín tækifæri í vetur og það hefur ef til vill gengið upp og nið- ur. Ég get ekki verið 100% ömggur um að Patrekur komi með svona leik eins og í kvöld.“ Varstu aldrei að hugsa um að breyta um vöm? „Við prófuðum að taka menn úr umferð en það gekk mun verr. Við lékum við þá í Lotto keppninni í Noregi og prófuðum 3-2-1 vörn þar og réðum ekkert við þá. Þeir gera 12 mörk úr hraðaupphlaupum og þar liggur þetta einfaldlega. Nú kemur ekkert annað en sigur til greina gegn Dönum og þá leikum við um sjöunda sætið. Það er árang- ur sem er allt í lagi, en ekki eins góður og maður var ef til vill að vonast eftir. Ef við hefðum klárað Þjóveijaleikinn hefðum við leikið um fimmta sætið. Það hefði verið hægt. Fyrirfram óttaðist ég ekki Þjóðveija, ég hélt að Ungveijar yrðu að keppa um þetta sæti við okkur. Ég sé ekkert lið sem getur sigrað Rússa. Ég sagði í upphafi að Rúss- ar og Frakkar myndu leika til úr- slita og ég held það rætist," sagði Þorbergur. Við lékum mjög vel ^ - sagði Maxímov, þjálfari Rússa Það besta við íslenska liðið er að það berst alltaf alveg til loka hvers leiks og ég var alls ekki viss um sigur fyrr en alveg undir lokin,“ sagði Vladímir Maxímov þjálfari Rússa eftir leikinn. „Við lékum mjög vel í kvöld en þrátt fyrir það var ég ekki viss um sigur fyrr en í lokin. Ég held að allir leikmenn mínir hafí gert sitt besta og ég hafði gaman af leiknum. Allir leikir hafa sín sérein- kenni, það eru engir tveir leikir eins, og ég hafði mikla ánægju af þessum. Þetta var góður leikur. Á Ólympíuleikunum voru 80% leikmanna Rússar en nú erum við bara með Rússa en það er samt vandamál að finna eitthvert tungu- mál sem allir geta talað. Vandamálið hjá okkur núna er að við höfð- um bara viku til að æfa fyrir keppnina en sovésku liðin, sem kepptu í gamla daga, höfðu allan þann tíma sem þjálfarinn vildi,“ sagði þjálfarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.