Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 31 Valdemar Helgason leikari - Minning Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. (Einar Ben.). Á sunnudeginum hringdi Atli í mig og sagði mér að Nanna blessun- in hefði dáið þá um nóttina. Langt er síðan ljóst var hvert stefndi og þrátt fyrir að þessi tíðindi hefðu ekki beinlínis komið á óvart, finnur maður alltaf fyrir vissum tómleíka og vanmætti þegar dauðann ber að garði. Elsku Jakob, Atli og Stefán. Ein- hvers staðar stendur skrifað að það sé jafnan dimmast undir dögunina. Hetjuleg barátta við illvígan sjúk- dóm er nú að baki. Nýr dagur boð- ar nú komu sína, nýir tímar taka við. Hornsteinn er á brott numinn og það hriktir í undirstöðum. En fetið ótrauðir í fótspor Nönnu- heit- innar; látið mótlætið styrkja ykkur og efla. Virkið mótbyrinn til góðra verka og verið minnugir þess styrks sem móðir ykkar sýndi þegar svart- nættið var sem dimmast. Lærið af henni. { hjörtum ykkar mun ætíð bær- ast sá strengur sem tengir ykkur við hana. Minnist þess að rétt eins og áður, vakir hún yfir sérhveiju spori ykkar, ykkur til heilla. Kær- leikurinn á sér engin takmörk, hvorki í tíma né rúmi. Nú er það ykkar að miðla því fjölmarga góða og yndislega sem frá móður ykkar kom. Haldið merki hennar hátt á loft, stoltir yfir því að vera hennar, um leið og hún verður stolt af því að vera ykkar. Sem móðir hún býr í bamsins mynd; það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. Og víkja skal hel við garðsins grind, því guð vor, hann er sá sterki. (Einar Ben.) Ykkur strákar, Gullu, Steinunni, Nönnu Elísu svo öllum vinum og vandamönnum öðrum, votta ég mína innilegustu samúð. Guð blessi ykkur og minninguna um sómakonuna Nönnu Snædal. Þorsteinn Gunnar. Er við sjálfstæðiskonur í Vor- boða í Hafnarfirði kveðjum í dag eina af félagskonum okkar, Nönnu Snædal, viljum við þakka henni einlæga vináttu og samstarf. Nanna var mikil sjálfstæðiskona, hún var félagslynd, hafði gaman af starfinu, sem hún tók ríkan þátt í á sinn óeigingjarna hátt. Hún gegndi ýmsum trúnaðar- störfum innan félagsins og fyrir flokkinn í heild, hún átti sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og í skólanefnd grunn- skóla Hafnarfjarðar til hinsta dags. Er veikinda hennar varð vart sat hún í stjórn Vorboða. Þar hafði hún sinnt ritarastörfum um tveggja ára skeið og er altalað hvað fundargerðir hennar voru vel unnar og ítarlegar og frágangur aðdáunarverður þar sem hún hafði svo fallega rithönd. Þrátt fyrir veikindin bauð hún stjórn félagsins heim til sín til stjórnarfundar haustið 1991, þá er hún hafði nýlega flust í skemmtilega íbúð sína að Álfa- skeiði 44 hér í bæ. Hún hafði ný- lokið spítalavist sem henni fannst hið minnsta mál og talaði á léttum nótum um heilsu sína. Hún var ein af þeim einstöku manneskjum sem geta gefið ómælt af góðmennsku og gleði til samferðamanna og sjá alltaf það bjartasta og besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Þessir eiginleikar hennar hjálpuðu henni mikið í hetjulegri baráttu við sjúk- dóm þann sem nú hefur lagt hana að velli. Sonum hennar, tengdadóttur, barnabarni og Guðlaugu mágkonu hennar vottum við okkar innileg- ustu samúð. Blessuð og varðveitt sé minning Nönnu Snædal. F.h. Sjálfstæðiskvennafélagsins Vorboða, Valgerður Sigurðardóttir. Fleiri minningagreinar um Nönnu Snæland bíða birtingar og niunu birtast næstu daga. Hinn 10. þ.m. lést á sjúkrahúsi hér í borginni Valdemar Helgason leikari. Hann fæddist í Gunnólfsvík í N-Múlasýslu hinn 15. júlí 1903 og var því nær níræður þe'gar hann andaðist. Foreldrar hans voru hjón- in Helgi Sigurður Pálsson bóndi og Arndís Karitas Sigvaldadóttir. Ung- ur að árum fluttist hann með for- eldrum sínum að Árseli i Sauðanes- hreppi í N-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Valdemar lauk gagnfræða- prófi frá Akureyri árið 1928. Hann flyst þá til Reykjavíkur og stundaði íslenskunám við Háskóla íslands í tvo vetur. Hér í borginni vann hann svo sitt ævistarf. Hann var skrif- stofumaður hjá Ríkisskip á árunum 1930-1932 og sölumaður og full- trúi hjá Áfengisverslun ríkisins á árunum 1932-1962 og fulltrúi hjá ÁTVR þangað til hann lét af störf- um fýrir aldurs sakir. Valdemar lék sitt fyrsta hlutverk í ímyndunarveikinni eftir Moliére hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1931 og þar leikur hann til ársins 1950, en það ár hóf Þjóðleikhúsið starfsemi sína. Þar leikur hann meira eða minna í fjölda ára. Síðasta hlutverk sitt hjá Þjóðleikhúsinu lék hann árið 1985. Hann var aldrei fastráð- inn leikari þar, en stundaði skrif- stofustörf jafnhliða leiklistinni. Það var hlutskipti margra okkar eldri leikara á þessum árum. Auk þess lék Valdemar fjöldamörg hlutverk í Ríkisútvarpinu. Þá kom hann fram í Sjónvarpinu eftir að það tók til starfa og í íslenskum kvikmyndum. Þegar Félag íslenskra leikara var stofnað í september 1941 var hann einn af 16 stofnfélögum þess og er hann síðastur þeirra, sem hverf- ur yfir móðuna miklu. Valdemar var mjög góður og áhugasamur félagsmaður og var ritari FÍL á árunum 1948-1957. Hann sat í stjórn og varastjórn Finnlandsvina- félagsins SUOMÍ og einnig í stjórn Félags Þingeyinga í Reykjavík frá árinu 1942-1952. Eftirlifandi eig- inkona Valdemars er Jóhanna Björnsdóttir og eignuðust þau einn son, Arnald að nafni. Valdemar var víðlesinn maður og þá sérstaklega í íslenskum bók- menntum. Allur sögulegur fróðleik- ur og þá einkum saga lands og þjóð- ar var honum mjög kær. Hann tal- aði kjarnyrt mál og má segja að hann 'nafi verið málvöndunarmaður í þess orðs bestu merkingu. Afbök- un tungunnar var honum ekki að skapi. Rödd hans var skýr og hljóm- mikil og barst vel jafnvel þótt oft væri skvaldur í áhorfendasal á sýn- ingum fyrir börn. Þeim fækkar nú óðum þeim ágætu listamönnum í leikarastétt sem settu svip sinn á íslenska leik- menningu síðastliðna hálfa öld. Einn þeirra var Valdemar Helga- son. Hann var minnisstæður öllum þeim, sem þekktu hann best. Fáir hafa túlkað betur íslenska almúga- manninn og einkum þá, er voru „eitthvað sér á parti“, eins og stund- um er sagt. Af minnisstæðum hlut- verkum Valdemars má t.d. nefria: Hjálmar tudda í Manni og konu, Jón Jónsson úr Kjósinni í Islands- klukkunni og margar fleiri þekktar manngerðir í íslenskum leikverkum. Valdemar var jafnvígur á skop og alvöru í túlkun sinni þó oftar félli það í hans hlut að sýna skoplegu hliðarnar á þeim manngerðum, sem hann fór höndum um. Hann lék í fjöldamörgum barnaleikritum á sviði Þjóðleikhússins. Minnisverð- astur verður hann samt þar í hlut- verki Stóra-Kláusar, en þar lék hann aðalhlutverkið á móti Bessa Bjarnasyni. Samleikur þeirra félaga var frábær. Þar lék V aldemar vonda karlinn, sem öll börn í áhorfendasal skelfdust. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að leikstýra Valdemar í fjölda mörgum barnaleikritum á sviði Þjóðleikhússins og einnig hjá Ríkisútvarpinu. Samvinna okkar var ætíð mjög góð. Ég minnist nú þeirra samverustunda með mikilli ánægju og þakklæti. Þar fór sér- stæður og góður listamaður, sem ávallt var hægt að treysta. Ég sendi eftirlifandi aldraðri eig- inkonu hans, frú Jóhönnu Bjöms- dóttur, Arnaldi syni þeirra hjóna og öðrum nánum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Klemenz Jónsson. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Valdemar Helgason er látinn, tæplega níræður að aldri. Hann starfaði í íslensku leikhúsi í meira en hálfa öld og vár af þeirri kyn- slóð sem nú er óðum að hverfa, en lagði sitt af mörkum til þess að gera íslenskt leikhús að atvinnuleik- húsi og koma því til vegs og virðing- ar. Valdemar hóf leikferil sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó árið 1931, þá ungur maður að nálgast þrítugt og þar lék hann á þriðja tug hlutverka allt þar til hann var kall- aður til starfa í Þjóðleikhúsinu við opnun þess 1950. Valdemar lék í opnunarsýningum Þjóðleikhússins, m.a. hlutverk Jóns varðmanns Jóns- sonar í íslandsklukkunni og það var reyndar líka síðasta hlutverkið, sem hann lék á fjölum Þjóðleikhússins árið 1985. Hann gekk reyndar aftur seinna til liðs við sitt gamla félag, Leikfélag Reykjavíkur, og lék þar nokkur hlutverk um það leyti sem Leikfélaginu var breytt í atvinnu- leikhús, svo að segja má, að hann hafi lagt sitt af mörkum við stofnun og eflingu tveggja helstu atvinnu- leikhúsa landsins. Valdemar Helgason skóp á svið- inu ótal eftirminnilegar persónur á ferli sínum. Hann var hinn íslenski sveitamaður par excellence: bænd- ur, hreppstjórar, sýslumenn og kraftakarlar voru ófáir í hlutverka- safni hans. Meðal minnisstæðustu hlutverka hans eru Hjálmar tuddi í Manni og konu og Jón sterki í Skugga-Sveini. Það er reyndar at- hyglisvert, þegar ferill Valdemars er skoðaður, hve oft honum var falið að leika þessa íslensku karla aftur og aftur, þegar leikritin voru tekin til sýningar á nýjan leik, svo sterk og sönn var persónusköpun hans á þessu sviði. Valdemar var lágur maður vexti en þéttur á velli og hafði þrótt- mikla og kröftuga rödd. Það var ekki tilviljun, að meðal hlutverka hans voru menn eins og Jón sterki og Stóri-Kláus. En hann gat líka verið blíður, mjúkmáll eða jafnvel smeðjulegur á sviðinu og hafði reyndar einstakt lag á að vera ísmeygilegur og andstyggilegur á skemmtilegan og eftirminnilegan hátt. Valdemar var af þeirri kynslóð, sem ekki átti þess kost að helga sig leiklistinni einvörðungu. Hann starfaði lengstan hluta starfsævi sinnar hér í Reykjavík samhliða leiklistarstörfum sem skrifstofu- og sölumaður hjá Áfengis- og tóbaks- ferslun ríkisins. Þar átti ég því láni að fagna að starfa með honum um árabil, unglingur, sem leit upp tii þessa reynda leikara sem skapað hafði svo margt skemmtilegt á svið- inu. Valdemar hafði á þeim árum þann starfa að selja ilmvötn, rak- spíra og aðra litríka og lokkandi vökva og það var alltaf einhver spennandi dulúð, sem fylgdi honum og herberginu hans þarna á skrif- stofunni, þótt hann væri í raun af- skaplega blátt áfram og jarðbund- inn við n'ánari kynni. Þeim mun merkilegra var að sjá þennan dagf- arsprúða og allt að því hversdags- lega mann, eflast og opnast um leið og hann sté á fjalirnar. En slíkt er nú einu sinni eðli góðs lista- manns. Persónur þær sem Valdemar Helgason gæddi lífi og lit á íslensku leiksviði urðu á annað hundrað tals- ins. Hann þótti afbragðsgóður út- varpsleikari oglék einnig í nokkrum kvikmyndum. í Þjóðleikhúsinu einu urðu hlutverk hans hartnær 70. Nokkur hafa verið nefnd, en sér- staða hans sem leikara, vaxtarlag, rödd og önnur persónueinkenni, juku á fjölbreytni og trúverðugleika allra þeirra sýninga, sem hann tók í. Við, sem störfuðum með honum í leikhúsinu, minnumst hans með eftirsjá og söknuði. Það er sjónar- sviptir að jafn elskulegum, sam- viskusömum og dyggum þjóni Ieik- listargyðjunnar og Valdemar var. Fjölskyldu hans og ættingjum sendum við samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson. Menn eru stundum að velta fyrir sér þjóðareinkennum á leiklist. Oft hefur reynst erfítt að fóta sig í slík- um samanburði. Þó fer vart á milli mála, að grískur harmleikur, fluttur af Grikkjum sjálfum, er brot af grískri þjóðmenningu sérstaklega, þó hann sé einnig hluti af alþjóð- legri mennningu. Kínversk ópera er alþjóðleg menning, af því að al- þjóðir geta notið hennar, en það leika þó fáir eftir að flytja hana, þannig er hún fyrst og fremst þjóð- leg fyrir sérkenni sín. Leikrit Osc- ars Wildes leikin á ensku eru óum- deilanlega mjög „bresk“ leiklist; sama máli gegnir um Racine og Corneille, eins og Frakkar leika verk þessara öndvegishöfunda sinna í þjóðleikhúsi sínu; þannig fara engir að án þess innantóm eftiröpun verði úr. Eru einhver sérkenni á íslenskri leiklist? I augum umheimsins er ís- lensk leiklist ekki nein þekkt stærð í líkingu við þessi dæmi. Meira að segja myndu frændum vorum á Norðurlöndum, sem þó einna helst fylgjast með leikhúsi okkar, vefjast tunga um tönn, ættu þeir að lýsa sérkennum íslenskrar leiklistar. Nema við látum okkur nægja að kalla óvenjumikla leikhúsaðsókn hjá okkur og óvenjumikið framboð inn- lendra leikrita miðað við hausatölu sérkenni? Auðvitað kemur listþroski fram á margan máta og ekki síst í því að flytja á viðhlítandi hátt helstu verk erlendra leikbókmennta. En er það nóg? Þetta á að sjálfsögðu við bæði um tiltölulega hefðbundnar sýningar og hinar, þar sem brotið er upp frá hefð, og hvort tveggja gagnast okkar áhorfendum, eftir því hversu vel er gert. En felast einhver sérkenni í þessu. Sjaldnast. Eru sérkenni þá eitthvað, sem er öðruvísi og snýr meira út á við, til annarra landa, sem tilbrigði við eða andstæða hins alþjóðlega menning- arsamnefnara? Menn þykjast hafa tekið eftir að í þessu efni verður leikritun og leik- túlkun að haldast í hendur og mun það nær alkunna. Sérkenni í leiklist spretta upp og þroskast þar aðeins sem byggt er á þjóðlegum grunni. Síðan má í okkar tilviki deila um það, hvort þessi fáu sígildu leikrit sem við höfum eignast og þessi bráðum mörgu nýju leikrit, sem við erum að eignast, standi undir þeim kröfum. Með þjóðlegt er þá átt við hugtakið í víðum skilningi, því að fyrirbærin þróast sjaldnast í „þjóð- legri“ einangrun. Og síðan kemur spurningin, hvort leikhúsfólkið hafi lagt nægilega rækt við þessa hlið málsins. Oll þessi gömlu umhugsunarefni rifjast upp nú þegar Valdemar Helgason er allur. Hann skapaði á leikferli sínum margar skarpar og skemmtilegar mannlýsingar, en minnisstæðastar verða nokkrar, sem hann átti í íslenskum verkum. Þarna var Jón sterki í Skugga- Sveini, Hjálmar tuddi í Manni og konu og Jón Jónsson varðmaður í íslandsklukkunni, persónur sem hann lék margoft í ýmsum sýning- um vegna þess að aðrir þóttu ekki koma til greina væri hann tiltækur. Hann hitti þar á tón sem maður, í ljósi þess sem hér var að framan um rætt, hyllist til að kalla svo ein- staklega íslenskan, í framsögn og fasi, í orði og anda. Má mikið vera, ef nokkur útlendingur gæti leikið þannig eftir. Jón sterki er íslensk útgáfa af 11 capitano úr Commedia dell’arte, hugleysinginn, sem dreymir um að vera hetja og tekur stórt upp í sig til þess að upphefja sig, ef ekki í annarra, þá að minnsta kosti í eigin augum. Hjálmar tuddi er lítilmagni, miklu næmari og klók- ari — af ætt parasita eða sníkju- manna í hinni sígildu gleðileikja- hefð, útsmoginn og pínulítið ill- gjarn, af því öðrum vegnar betur en honum, flár og fagurgalandi, þegar færi gefst, orðheppinn í sin- um litla heimi, en þó fyrst og fremst aumkvunarverður í örlögum sínum, sem hann hefur deilt með mörgum íslendingnum um aldir. Loks er það þessi makalausi varðmaður úr Kjós- inni, veraldarvanur heimspekingur með allt á hreinu og stenst þó ekki glýju gullsins. Allir þessir lestir og veikleikar eru auðvitað ekkert sérís- lenskt fýrirbæri, en liturinn og áferðin var það, tónfallið og takt- arnir, einhver lífsupplifun, sem ekki varð sótt til útlanda. Valdemar Helgason var Skaft- fellingur, fæddur 1904. Hann hóf að leika með Leikfélagi Reykjavíkur 1931, fluttist í Þjóðleikhúsið 1950 og lék þó jöfnum höndum í báðum húsum síðustu leikár sín, síðast Jón Jónsson varðmann í afmælissýn- ingu Þjóðleikhússins á íslands- klukkunni 1985. Leikferillinn spannaði þannig 54 ár. Hlutverka- fjöldinn var orðinn mikill og hlut- verkin eðlilega margbreytileg. Hann lék sjaldan aðalhlutverk, en eigi að síður varð hann í krafti upprunalegrar leikgáfu og meitl- aðra persónulýsinga í hópi helstu leikara sinnar kynslóðar, og hverfur nú af sviðinu, sem síðasti fulltrúi hennar. Ég þakka Valdemar Helgasyni góð kynni og samvinnu. Fari hann í friði. Sveinn Einarsson. Tökum að okkur crfidrykkjur í ný uppgerðum Gyllta salnum. Hláðborð og nýlagað kaffi kr. 790,- Hótel Borg sími 11440. Minningarkort Minningarkort minningarsjóðs Ragnars H. Ragnar, til styrktar húsbyggingu tónlistarskóla ísafjarðar fást hjá eftirtöldum aðilum á ísafirði: Bókaverslun Jónasar Tómassonar, skrifstofú Vátryggingafélags íslands, skrifstofu tónlistarskólans, sími 94-3926 á skrifstofutíma og laugardaginn kemur kl. 10-13. Utan skrifstofutíma má hringja í Ingu í síma 94-4071.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.