Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 41 i ( ( ( ( ( < i í Morgunblaðið/RAX Hver vill fá boltann? Sigurður Sveinsson gerði fimm mörk í gær gegn Rússum í Stokkhólmi, og hefur gert 30 alls í keppninni til þessa. Hér sendir hann knöttinn frá sér en rússneskar hendur gimast hann greinilega... ÚRSLIT Körfuknattleikur ÍBK-KR 88:62 íþróttahúsið í Keflavík, úrstitakeppni ís- landsmótsins í körfuknattleik, þriðjudaginn 16. mars 1993. Gangur leiksins: 3:0, 3:4, 11:4, 24:12, 32:22 46:32, 54:39, 70:41, 80:51, 88:62. Stig IBK: Kristín Blöndal 20, Hanna Kjart- ansdóttir 14, Sigrún Skarphéðinsdóttir 13, Olga Færseth 9, Elínborg Herbertsdóttir 8, Guðlaug Sveinsdóttir 8, Þórdis Ingólfs- dóttir 6, Björg Hafsteinsdóttir 6, Lóa Björg Gestsdóttir 2, Lovísa Guðmundsdóttir 2. Stig KR: Anna Gunnarsdóttir 18, Guðbjörg Norðflörð 13, Hildur Þorsteinsdóttir 9, Guð- nln Gestsdóttir 6, Hrund Lárusdóttir 6, Sólveig Ragnarsdóttir 3, Ama Harðardóttir 3, Kriotín Jónsdóttir 2, María Guðmunds- dóttir 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Helgi Bragason. Ahorfendur: Um 150. Valur - Fram 24:20 Valsheimilið, 1. deild kvenna í handknatt- leik — úrslitakeppni, 1. leikur, þriðjudaginn 16. mars 1993. Mðrk Vals: Hanna Katrín Friðriksen 11/5, Irena Skorabogatigh 4, Sigurbjörg Krist- jánsdóttir 3, Guðrún Rebekka Kristjánsdótt- ir 3, Arna Garðarsdóttir 2, Eyvor Jóhannes- dóttir 1. Mörk Fram: Díana Guðjónsdóttir 6/6, Steinunn Tómasdóttir 4, Margrét Blöndal 3, Ólafía Kvaran 2, Margrét Elíasdóttir 2, Hafdis Guðjósdóttir 2, Kristín Ragnarsdótt- ir 1. • Valur byijaði vel í leiknum og hafði fimm marka forskot í hálfleik, 13:8. Fram- stúlkur náðu að minnka muninn niður f tvö •uörk en nær komust þær ekki og sigur Vals nokkuð ömggur þó svo að írena hafi verið tekin úr umferð megnið af síðari hálf- leik. Vamarleikur Vals var mjög öflugur °g mikið skorað úr hraðaupphlaupum og það réð úrslitum öðru fremur. Annar leikur liðanna fer fram í Laugardalshöll annað- kvöld. Knattspyrna England 8-liða úrslit bikarkeppninnar: Sheff. Utd. - Blabkburn...........2:2 Ward 2 (80., 111.) - Uvingstone (47.), Newell (104.). 23.920. BSheffield United vann samanlagt 5:3 og mætir Sheffleld Wed. eða Derby í undanúr- slitum. 1- deild: Bamsley — Notts County.............0:0 Birmingham — Sunderland............1:0 Cambridge — Peterborough...........2:2 Grimsby — Tranmere.................0:0 Skotland Skoska bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Clydebank — Aberdeen...............3:4 ■Aberdeen mætir Hibemian f undanúrslit- um Urvalsdeild: Celtic — Hibernian.................2:1 StJohnstone — Falkirk..............1:0 Næsta heimsmejstara- keppni verður á Islandi - segir Jón Ásgeirsson formaður Handknattleikssambands íslands að sem er nýjast að frétta af viðræðum okkar við Erwin Lanc og félaga hjá IHF er að við viljum fá nánari upplýsingar um hvemig leika eigi keppnina heima ’95. Þetta gemm við vegna þess að liðum er íjölgað og það er ekki til reglugerð um hvemig á að leika. Það er hins vegar ljóst að það verða 24 lið heima, ekki 16 eins og núverandi stjóm hafði áhuga á að reyna}“ sagði Jón Ásgeirsson formaður HSI í gær. Aðspurður um hvort Japanir hefðu áhuga á að halda keppnina sagði Jón: „Þeir hafa víst orðað það en alls ekki sóst eftir því samkvæmt því sem þeir segja okkur. Annars fundum við formlega með þeim í hádeginu á morgun [í dag] og þá skýrist þetta nánar. Ánnars hef ég heyrt utan af mér að bæði Þjóðverjar og Frakkar séu tilbúnir til að halda keppnina ’95. Á fundum okkar með IHF höfum við lagt áherslu á að gerðd? verði breytingar á tekjuskiptingunni því það er miklu dýrara að halda keppni með 24 liðum en 16 eins og gefur að skilja. Það er alveg ljóst að það kemur ekkert í veg fyrir að keppnin verði haldin heima, nema ef við hættum sjálfir við, og það stendur ekki til. Það virðast vera efasemdir hjá mörgum um að við getum haldið mótið með 24 liðum en við höfum ekki einu sinni nefnt það. Það kæmi mér ekki á óvart að Þjóðverjar væru tilbúnir til að halda keppnina ef við hættum við. Erwin Lanc tók á móti okkur með óskum um að fá skriflega staðfestingu frá okkur um að fyrir- hugaðar framkvæmdir á Laugardals- höllinni verði gerðar, og það fær hann. Hann var mjög þungur á bár- unni fyrst en lagaðist svo; sagði okk- ur reyndar að þetta væri í fyrsta og síðasta sinn sem HM í handknattleik yrði haldin í svona litlu landi. Aðstaðan fyrir blaðamenn verður góð. Það þarf að gera breytingar á Höllinni en þær verða gerðar. Það gæti orðið eitthvert vandamál í minni húsunum því það er gert ráð fyrir 300 blaðamönnum. Blaðamannamið- stöðin verður í húsi 1 í Laugardaln- um.( Fimm þjóðir öruggar Fimmr þjóðir hafa nú þegar tryggt sér farseðilinn á heimsmeistara- keppnina á íslandi 1995. Átta fyrstu sætin í HM í Svíþjóð gefa farseðil til íslands og níunda sætið ef lsland er í einu af átta efstu þjóð- unum. Rússar, Svíar og Þjóðveijar hafa tryggt sér farseðil úr milliriðli II og Frakkar og Spánvetja úr milliriðli I. Danir geta tryggt sér farseðilinn með því að gera jafntefli við íslend- inga á morgun. Svisslendingum nægir jafntefli gegn Spánveijum til að komast til íslands. Rúmenum nægir jafntefii gegn Tékkum til að tryggja sér ís- landsferð, en Tékkar þurfa að leggja Rúmena að velli til að ná sér í farseðiiinn og taka Svisslendinga með sér á kostnað Rúmena. KORFUBOLTI / ÚRSLITAKEPPIMI KVEIMIMA ÍBK-stúlkur unnu KR stórt Keflavíkurstúlkur unnu öruggan sigur 88:62, gegn vesturbæ- jarliði KR í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni um íslandsmeistatatitil- inn í Keflavík í gær- kvöldi, en það lið sem fyrr sigrar f þrem leikjum hreppir titilinn. Liðin mætast að nýju í Reykjavík annað kvöld en þriðji leikurinn verður í Keflavík á þriðjudag. „Stelpurnar voru ákveðnar í að gera vel og það tókst. Það gekk nánast allt upp hjá Björn Blöndal skrilar frá Keflavík okkur, allt liðið tók þátt í leiknum og ég eðlilega ákaflega ánægður með þessi úrslit, “ sagði Sigurður Ingimúndarson þjálfari ÍBK. KR-stúlkurnar voru iangt frá sínu besta í gærkvöldi og þær voru ofurliði bomar þegar í upphafí en í hálfleik var staðan orðin 46:32. Ekki gekk þeim betur í síðari hálf- leik því um miðjan hálfleikinn var munurinn 29 stig, 70:41 og þá fékk varalið ÍBK að spreyta sig það sem eftir lifði. Stuttu síðar játaði Stefán Amarson þjálfari KR sig sigraðan og lét varalið sitt Ijúka leiknum. „Það vantaði alla baráttu og kraft i stelpurnar. Keflavík em með gott lið sem verður ekki sigrað með hangandi hendi og við verðum því að taka á öllu okkar í næsta leik,“ sagði Stefán Arnarson. Góð liðsheild einkenndi leik ÍBK að þessu sinni og komu allar stúlk- urnar við sögu. Best í liði KR var Anna Gunnarsdóttir en í liðið vant- aði Helgu Þorvaldsdóttur sem var veik. ■ GUNNAR Gunnarsson var í öðru sæti eftir riðlakeppnina yfír þá sem jgefið hafa flestar stoðsend- ingar. 1 fyrsta sæti var Magnus Andersson frá Svíþjóð með 12 slíkar en hann hafði átt þijár send- ingar sem misfómst. Gunnar var með 11 stoðsendingar og enga mis- heppnaða sendingu. ■ GÚSTAF Bjamason sat meðal áhorfenda í gær en þá átti kappinn afmæli. Varð 23ja ára og á framtíð- ina fyrir sér í handknattleiknum. ■ ÞAÐ mun vera dýrt að ieika í Globen ef marka má það sem einn sænskur blaðamaður sagði í gær. Hann sagði að greiða þyrfti unn- eina milljón ÍSK fyrir daginn í höll- inni þannig að handknattleikssam- bandið ríður ekki feitum hesti frá keppninni hér. ■ ÁHORFENDUR hafa ekki ver- ið margir hér í Stokkhólmi, og þó þeir hafí verið á fimmta þúsund týnast þeir algjörlega í þessu gímaldi. ■ SVÍAR segjast sjá eftir því að leika milliriðilinn í Stokkhólmi. Miklu betra hefði verið að leika í Gautaborg enda var mikil stemmn- ing þar og fleiri áhorfendur. Eskilstuna-ríðillinn Keppni um 13.-16. sætið: Austurríki - S-Kórea........32:29 Noregur - Bandaríkin........41:15 STAÐAN: Noregur...........2 2 0 tí 71:43 4 Austurríki........2 2 0 0 63:48 4 S-Kórea...........2 0 0 2 57:62 0 Bandaríkin........2 0 0 2 34:72 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.