Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 11 Tríó Reykjavíkur ásamt Alta Heimi Sveinssyni. Tríó Reykjavíkur ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Tríó Reykjavíkur hélt tónleika í Hafnarborg Hafnfirðinga sl. sunnudag. Á efnisskránni voru verk eftir Beethoven, Mend- elssohn og frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Tónleik- amir hófust á fyrsta tríóinu, op. 1, nr. 1, eftir Beethoven. Þetta tríó, ásamt tveimur öðrum, er fyrsta útgefna tónverk meistar- ans en margt hefur verið ritað um þessi snilldarverk. Tríó Reykjavíkur flutti verkið í heild mjög vel og mátti nú merkja það samspil, sem aðeins verður til með langri samvinnu. Þetta kom mjög vel fram í fyrsta þættinum en þó með mestum glæsibrag í hæga þættinum, sem var meist- aralega vel útfærður. Scherzo- kaflinn var háskálega hraður og skemmtilega leikið með glettnina í lokaþættinum. Frumflutt var tríó í fjórum þáttum eftir Atla Heimi Sveins- son. Fyrstu þrír þættimir eru fremur stuttir en markvissir í gerð og á köflum er unnið með lítið tónefni, sem birtist oftast í stuttum en vel mótuðum tón- hendingum. Lokaþátturinn er viðamestur og eins og fyrri kafl- arnir, mjög ljós, hvað snertir framsetningu tónhugmynda, skemmtilegur áheymar og var í heild mjög vel fluttur. Tónleikunum lauk með tríói í c-moll, op. 66, eftir Mendelssohn. Það sem einkennir þau kammer- verk eftir Mendelssohn, þar sem hann notar píanóið, er hversu mjög hann leikur með það um- fram önnur meðleikandi hljóð- færi. Þetta kom greinilega fram í þessu tríói og var leikur Hall- dórs Haraldssonar í heild mjög góður. Guðný Guðmundsdóttir átti þarna og góðan leik og var samleikur hennar og Gunnars Kvarans í hæga þættinum, þar sem strengirnir eins og tala sam- an, einstaklega fallegur. Eins og fyrr segir, er sam- virkni félaganna í Tríói Reykja- víkur að ná því marki, sem er aðal góðrar kammertónlistar og voru þessir tónleikar í heild sér- lega góðir. Tilbrigði við myndir Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ulf Gudmundsen: September Blues. Jelling Bogtrykkeris For- lag 1992. Listhópurinn Cobra sem Svavar Guðnason starfaði með er víða kunn- ur. Stefna þeirra var eins konar af- strakt-expressjónismi. Málarinn Knud Nielsen hafði málað í sama anda áður en Cobra varð til. Hann sýndi með Cobra, en þróaðist í aðrar áttir í list sinni. En síðar tók hann aftur að fást við afstrakt-expressjón- isma. Enski listsagnfræðingurinn Peter Shield sem ritað hefur mikið um Cobra segir: „Knud Nielsen er ekki verri fyrir það að hann kom seinna. Seinna er ekki of seint. Hvað hann sjálfan varðar kom hann nákvæm- lega á réttum tírna." í nýlegri bók um Knud Nielsen, September Blues, með inngangi og ljóðum eftir Ulf Gudmundsen, má sjá uppskeru þess að málarinn hélt til strandar og lét heillast af hafí og sandi, veðrum og vindum, fuglum og skýjum. Knud Nielsen er djas- sunnandi svo að það þótti hæfa að líkja myndum hans við Blues. Milli myndlistar og skáldskapar hafa löngum ríkt gagnkvæm tengsl. Ulf Gudmundsen er meðal þeirra skálda sem sýnt hafa myndlist áhuga, hann hefur skrifað bækur og greinar um marga myndlistarmenn (m.a. Alfreð Flóka, en Flóki mynd- skreytti líka ljóð eftir Gudmundsen). í ljóðunum um Knud Nielsen reynir Gudmundsen að fanga úð málarans, ljóð hans eru tilbrigði við myndimar og spegla kynni listamannanna tveggja. Ulf Gudmundsen hefur oft hlustað á blues heima hjá Knud Nielsen í Vindelev Kro í nágrenni Jelling, en þar réka Nielsen og kona hans krá sem einnig er sýningarsalur. Nielsen hefur ekki látið hjá líða að fræða Gudmundsen um taóisma og zen- búddisma, mikilvægi þess að hér og nú gerast hlutimir. Breið pensilför Nielsens kalla fram ævintýri hugarflugsins. Gudmunds- en yrkir fáorð ljóð. Ein af hinum lit- ríku og einkennilegu fígúrum sands- ins er túlkuð þannig: Rauður litur Mmins og hafs Zen-munkur þokast hægt yfir sandinn með blues í labbtækinu sínu Iðnsögusafnið mikla Bókmenntir Sigurjón Björnsson Haukur Már Haraldsson, Ög- mundur Helgason: Hugvit þarf við hagleikssmíðar. Safn til iðn- sögu Islendinga, VI. bindi. Hið íslenzka bókmenntafélag 1992, 446 bls. Iðnsaga íslendinga sígur jafnt og þétt áfram undir ritstjóm Jóns Böðvarssonar og em bindin nú orðin sex, en bækurnar sjö, því að eitt bindið er í tveimur bókum og lítur út fyrir að svo verði um fleiri. Geysimikill fróðleikur er hér saman kominn, sem nýtast mun mörgum og er vissulega betur geymdur en gleymdur. Vera má að einhveijum bók- menntamönnum þyki fremur lítið koma til rits um söðlasmíði, vagna- og bifreiðasmíði, ryðbætur og rétt- ingar, bólstrun, bílamálun, glerslípun og speglagerð, svo og um menntunar- og félagsmál þeirra sem þessa iðju stunda. Þeim hinum sömu kann þá að finnast það vel við hæfi að einn af jólabó- kaleikmönnum Morgunblaðsins, eins og einn bókmenntafræðingur orðaði það af fagmannlegri hóg- værð sinni á dögunum, skrifí um- sögn um rit sem þetta. Ég skal svo sem viðurkenna að ég bjóst ekki við mikilli skemmtan þegar ég fékk þessa bók til umsagnar. En öðru vísi fór. Greinargóðar frá- sagnir af sögu og þróun iðngreina, vöxtur þeirra og hnignun ásamt lýsingu handverksins með öllum þeim orðaforða sem þar er að fínna er í raun hinn skemmtilegasti lest- ur fyrir þá sem á annað borð kunna að meta fræðandi efni. Lesturinn hcifði a.m.k. þau áhrif á mig að ég ákvað að eignast fyrri bækum- ar til að lesa á komandi vetrar- kvöldum. Ögmundur Helgason cand. mag. ritar fyrsta hluta bókar, um 60 bls. Fjallar hann um söðla- smíði, hvers kyns reiðtygja- og aktygjasmíði. Fyrir utan sögu og Ein af myndum Knud Nielsens í September Blues. Önnur mynd kallar fram eftir- farandi þanka þróun greinarinnar er frábærlega nákvæm lýsing á vinnubrögðum við iðnina, handbrögðum öllum og áhöldum, einkum hnakkasmíði eins og hún var stunduð fram yfír þessa öld. Þessi frásögn hefði ekki síður sómt sér vel í riti um þjóð- hætti eða þjóðmenningu. Þarna er að fínna mikinn fjölda orða sem nú eru fallin eða að falla í gleymsku. Ritgerð Ögmundar er ágætlega vönduð og vel skrifuð eins og vænta mátti. Helst saknar maður þess að ekki skuli gerð meiri grein fyrir þeim mismunandi gerðum reiðtygja sem söðlasmiðir hafa smíðað á síðustu áratugum. Haukur Már Haraldsson iðn- skólakennari ritar annað efni í bókinni. Fyrst er prýðilegur þáttur um vagnasmíði (41 bls.) Er saga þeirrar iðngreinar rakin uns hún leið undir lok við tilkomu bílaald- ar. Tímabært var að rita þennan þátt því að líklegt er að áður en langt um líður verði erfítt að safna saman þeirri vitneskju sem hér er saman dregin. Skemmtilegar eru ýmsar frásagnir af notkun hest- vagna í ferðalögum. Lengsta umfjöllun bókarinnar er um bifreiðasmíði, einkum um yfírbyggingar bfla. Er afar fróð- legt að rifja upp hvernig sú iðn- grein þróaðist og þá ekki síður að skoða þær mörgu gömlu myndir sem fylgja. Dapurlegt er hins veg- ar hvernig iðngreininni hnignaði einmitt þegar hún hafði náð góð- um þroska. Hefur það vafalaust verið þjóðhagslegt slys hvemig Haukur Már Ögmundur Haraldsson Helgason þau mál fóru. Sitthvað fleira er um bifreiðar í stuttum köflum og ítarlega er gerð grein fyrir mennt- unarmálum og félagsmálum bif- reiðasmiða. Þá kemur einkar forvitnileg frá- sögn af sögu glergerðar, glergerð, glerslípun, speglagerð og mörgu þar að lútandi. Kannski má það helst að finna að þar sem þessi kafli íjallar engan veginn um sam- göngutæki eins og hinir kaflarnir hefði hann átt betur heima í öðru samhengi. Síðasti bókarkaflinn nefnist Þættir úr sögu Félags bifreiða- smiða. Þar er sagan rakin í heild sinni frá upphafí. Talsvert af efni þessa kafla var komið áður í bók- inni, svo að endurtekningar gætir. í bókarlok era miklar skrár og vandaðar. Tilvísanaskrá er fyrir einstaka efnisþætti. Myndaskrá er þar og svo og nafnaskrá. Geysi- mikill fjöldi mynda, ljósmynda, teiknaðra mynda og skýringar- mynda. Talsvert margar frásagnir era í innfelldum römmum á dekkri granni. Texti er prýðilega vandaður og prentvillur fann ég afar fáar. * m m * <& » M « « » * « » m » m s m m st « m m m ðrruim VERO RÐEINS FRÁ KR. 784.000 Einn best útbúni bíllinn Litblær Návist Hugleiðsluró Og í viðbót ein spuming: Hver er veruleikinn í raun? Danir hafa lengi kunnað að meta list fantasíunnar, hinar djarf- legu tilfínningar sem staðfesta að lífíð er ekki bara í gráu. m m a’ m m » m m m s m • m I sínum flokki. Framhjóladrifinn og öflugur. Leitið nánari upplýsinga og fáið að reynsluaka þessum skemmtilega bíl. pnny BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13.* SfMI: 68 12 00 • BEINN SlMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.