Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 39 Skattar leiði til betra lífs Frá Páli V. Daníelssyni: Skattar eru nauðsynlegir til að standa undir ýmsum sameiginleg- um þörfum borgaranna. Þó þykja þeir oft hvimleiðir og óréttlátlega skipt niður. Mörgum finnst að þeir sjálfir verði illa úti, náunginn sé sá sem hafi miklu breiðara bak til að bera skattana. Hvaða sjónarmið eiga að ríkja? Beinir skattar eru e.t.v. mest umdeildir. Flestum finnst að svo- kallaðar nauðþurftartekjur eigi að vera skattlausar. Hins vegar er ein- staklingsbundið hvað nauðþurftar- tekjur eru. Nauðsynlegt er þó að slík skattbyrði lendi í miklu ríkari mæli á þeim tekjuháu, annað lýðst ekki í lýðræðisþjóðfélagi, ekki síst þegar við efnahagserfiðleika er að fást. Óbeinu skattamir þurfa að vera í takt við þá beinu. Nái skatt- stiginn langt niður á tekjur verða óbeinu skattarnir á þær vörur sem eru lífnauðsynlegar að vera lægri. Nauðsynlegt er að slíkt samspil beinna og óbeinna skatta sé fyrir hendi. Háir skattar á hættulegar og ónauðsynlegar vörur Við höfum skýrslur um neyslu vara sem eru heilsu fólks skaðleg- ar, eins og áfengi og tóbak. Tekjur þjóðfélagsins af þessum vörum eru hvergi nærri nógu miklar til að standa undir þeim kostnaði í þjóðfé- laginu, beinum og óbeinum, sem neysla þeirra veldur. Fijálshyggjan, sem vill að tekjur hverrar greinar standi undir kostnaði, hefur brugð- ist í þessu efni og er því líkast að hún sé haldin fíkn eða alkóhólisma. Hún kemst því vart undan því að hressa sig svolítið upp og taka á vandamálinu. Maður á dag árið um kring Skýrslur sýna að ekki minna en á fjórða hundrað manns hér á landi látast á ári hveiju fyrir aldur fram af völdum áfengis- og tóbaksneyslu. Það er nálægt einum íslendingi á dag. Við virðumst sætta okkur við þetta. Er það af því að við höfum ekki fyrir okkur í fréttum þær kval- ir, líkamlegar og andlegar, sem fólk líður áður en að lokum kemur? Veldur þessu þögn fjölmiðlamanna um þetta mesta hneyksli í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar? Er það neyt- endaverndin sem af einhveijum ástæðum gerir meira úr því ef skemmd kartafla kemst í verslun en ef maður lætur lífið af völdum neyslu tóbaks og áfengis? Hvað hugsar fólk almennt? Er þetta í lagi bara ef það er ekki ég eða íjöl- skylda mín sem fyrir áfallinu verð- ur? Auknir skattar í þessum efnum er hægt að ráða mikla bót með aukinni skattlagn- ingu og ábyrgð þeirra aðila sem stunda viðskipti með áfengi og tób- ak. 30-50% hækkun á sköttum í þessu sambandi mundi draga úr notkun varanna, e.t.v. gefa auknar tekjur en umfram allt minnka heil- brigðiskostnað, en ekki er íjarri lagi að áætla að þriðjungur hans sé af völdum neyslu þessara vímu- efna. Einnig mundi margt breytast til batnaðar á öðrum sviðum þjóð- lífsins, sem úr kostnaði drægi. Aðrar vörur Margar aðrar vörur gætu að skaðlausu hækkað í verði, sykur- neysla og gosdrykkjuþamb t.d. mætti minnka að skaðlausu. Aug- lýsingar um hreysti, gjörvileika og lífshamingju í því sambandi eru svo gróf ósannindi að við lög ætti að varða að birta slíkar auglýsingar. Þar ætti betur við offita, slappleiki og óhamingja. Að stjórna með sköttum Það er hægt að stjóma ýmsum þáttum í efnahagslífinu með skött- um í einni eða annarri mynd. Það er hægt að taka skattana í þágu heilbrigðs lífs með því að skatt- leggja miklu minna þá vöru og það lífsmynstur sem býður upp á heil- brigði og velferð. Margs konar þekking er fyrir hendi til að geta byggt upp hollt og gott lífsmynst- ur. Við eigum mikið af vel mennt- uðu fólki sem að því gæti unnið. Það hlýtur að verða keppikefli að bæta hag og heilsu þegnanna, ekki fýrst og fremst með því að gera við fólk þegar skaðinn er skeður, heldur með því að koma í veg fyrir sjúkdóma og hvers konar óáran. Þeir sem það skilja eiga góða fram- tíð fyrir sér, bæði einstaklingar, hópar og þjóðfélag. PÁLL V. DANÍELSSON viðskiptafræðingur. LEIÐRÉTTING Dóttir Bjarkar I myndatexta í greininni Hótelstjóri í Færeyjum í Morgunblaðinu á föstudag segir að með hjónunum Jóhannesi Jóhannesson og Björk Hákansson standi dóttir þeirra, Freyja. Hún er hins vegar dóttir Bjarkar og heitir Freyja Magnús- dóttir. Tófa varð Tóta I minningargrein Vilhjálms Bjarna- sonar um Ágúst Sigurðsson í Morg- unblaðinu á sunnudag misritaðist nafnið á vinu þeirra beggja, tíkinni Tófu. Viðkomandi eru beðnir vel- virðingar á mistökunum. Rangt föðurnafn í frétt um íslandsmeistaramótið í þolfimi í Morgunblaðinu á þriðjudag var ranglega farið með föðumafn Þórönnu Rósu Sigurðardóttur ís- landsmeistara í kvennaflokki. Er beðist velvirðingar á því. Pennavinir Þýsk stúlka vill skrifast á við 16-18 ára unglinga. Með áhuga á körfubolta, sundi o.fl.: Sveiya Drewes, Siidenstrasse 5, W-2222 Marnerdeich, Germany. Ghanastúlka, 21 árs, með áhuga á dansi: Linda Ama Sam, P.O. Box 1124, Oguaa City, Cape District, Ghana. VELVAKANDI ENNTIL HEIÐARLEGT FÓLK Anna Einarsdóttir vill koma á framfæri þakklæti til þess sem fann veskið hennar fyrir utan verslunina Póstval í Súð- arvogi sl. laugardag. Hún hafði misst veskið sitt þegar hún fór út úr bílnum sínum á bflastæð- inu, uppgötvaði það inni í versl- uninni og hélt hún hefði týnt því. En þegar hún kom út á bílastæðið sá hún að einhver sem hafði lagt bláum Daihatsu Charade við hliðina á hennar bíl, hafði fundið veskið og stungið því undir húninn á bíl- hurðinni á hennar bíl. Svona heiðarleika ber að þakka og vonar hún að viðkomandi sjái þessi orð frá henni. ÞAKKIR Kærar þakkir til ungu mann- anna sem hjálpuðu manninum mínum heim þegar hann datt í hálku í Efstasundi. Eiginkonan GÓÐIR ÚT VARPSÞÆTTIR Eg vil hér með koma á fram- færi ánægju minni með leik- þættina „Með krepptum hnefa“, þar sem rakin er saga ævintýramannsins og ofurhug- ans Jónasar Fjelds. Þessir út- varpsleikþættir eru nú fluttir í ríkisútvarpinu og eru í senn hnitmiðaðir, spennandi og vel leiknir. Einnig er kímnin þar ekki langt undan. Efniviðurinn sjálfur er ekki heldur af lakara taginu. Sögur Övre Richter Frich um Jónas Fjeld voru vinsælar á sínum tíma og eiga þær vissulega er- indi í útvarp í dag. Bækurnar um Jónas Fjeld voru alls sex talsins og voru þær gefnar út undir merkjum Hjartaássútgáf- unnar á Akureyri árin 1944 til 1950. Af einstökum bókum má nefna „Nótt í Mexico" og „Hina ógnandi hnefa“. Allt eru þetta skemmtilegir reyfarar sem eiga varla sinn jafnoka nema ef vera skyldi sögurnar um Basil fursta. Vinsælar alþýðubók- menntir á borð við Basil furtsta, sögurnar um Jónas Fjeld og t.d. Leyndardómar Parísar- borgar hafa á sér einkar heill- andi blæ og eru um leið vitnis- burður um hvað íslenska þjóðin las á fyrri hluta aldarinnar. Utvarpshlustandi ÞAKKIRTIL SÓLARINNAR Ég vil senda útvarpsstöðinni Sólinni þakkir fyrir þátt sem er á dagskrá á fimmtudögum og heitir Vörn gegn vímu. Þetta var mjög góður þáttur en jafn- framt mjög átakanlegur. » SKJ TAPAÐ/FUNDIÐ Fjallahjól tapaðist EINS árs gamalt, 20“ fjalla- hjól tapaðist frá Seljabraut, Breiðholti, þann 12. marsl. sl. Hjólið er af gerðinni Trek 820, það er hvítt með gráum yijum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 670683. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA fannst á leið- inni milli Norræna hússins og Stúdentagarðanna sl. laugar- dag. Upplýsingar í síma 10669. GÆLUDÝR Lukka er týnd LUKKA, sem er íjögurra ára læða, svört með hvíta bringu, tapaðist frá Efstahjalla, Kópa- vogi, 28. febrúar sl. Þeir sem kynnu að hafa orðið hennar varir eru beðnir að hringja í síma 42535 eða 643606. AÐALSAFNAÐARFUNDUR GARÐASÓKNAR verður haldinn sunnudaginn 21. mars 1993 kl. 1530 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Messað verður í Garðakirkju kl. 1400 Biskup íslands hr. Ólafur Skúlason predikar. SÓKNARNEFD SÝNING 18. - 20. mars Tilboðsverð meðan á sýningu stendur Fimmtudag 18. mars kl. 10.00-19.00 Föstudag 19. mars kl. 10.00-19.00 Laugardag 20. mars k|. 10.00-16.00 Séríræðingur trá verksmið'iunm verður á staðnum Nýkomin sending af glæsilegum fiísum á gólf og veggi. I I I I M II I I I I I I I i t n i i i i i i i i i i i StórhöfSa 17, viö Gullinbrú sími 67 48 44 HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Míele UPPÞVOTTAYÉL? MIELE G579SC: 8 ÞVOTTAKERFI, 3 HITASTIG, HNÍFAPARASKÚFFA OG MIELE GÆÐI. TILBOÐSVERÐ: 89.522,- KR. STG VENJULEGT VERÐ: 108.872,- * ■ Jóhann SCNDABOKC I I • IIH Opnunartími mánudaga t Lokað á laugardögum. *Verð miðast við gengi L10. 1992. CO Metsölubladá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.