Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 mmmn « SMy/clu þeirnvjnA e.Hirþér." Ást er t-ií góðu fréttir dagsins TM Reg. U.S Pat Off —all rights reserved ® 1993 Los Angetes Times Syndicate Ég verð að segja konunni þinni það til hróss, að hún kann svo sannarlega að láta fólki líða eins og það væri heima hjá sér. Var nýja heimilishjálpin hér í dag? HÖGNI HKEKKVlSI V EP þfcTTA RVKSUSAN SEAt É0 HEVRI ? " JKtirgtiCiÞIaMfe BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Neðanbeltishögg í „box- hring markaðsfræðinganna“ Frá Ómari Þ. Ragnarssyni: Olafur M. Jóhannesson, vígreifur riddari baráttu gegn spiilingu í flöl- miðlum, svo að jaðrar orðið við þrá- hyggju, ritar grein í Morgunblaðið 11. marz undir nafninu „Boxhring- urinn". Þar raðar hann saman eftir- farandi atriðum: 1. Box komið í tísku á ljósvaka- miðlum, einkum á Stöð tvö. 2. Ómar heimsækir Bubba í box- myndasafn. 3. Ómar ræðir við Ingva Hrafn um box á undan veðurfréttum. 4. Visasport heimsækir Bubba í æfingasal og stúdíó. 5. Bubbi spilar lag í stúdíóinu, sem Skífan á eftir að gefa út á plötu með GCD í sumar. 6. Nýkviknaður boxáhugi. 7. Hliðstæða: Bókaforlag færði sig yfir á Bylguna eftir aðfínnslu ÓMJ. Síðan spyr ÓMJ: Er þetta allt „tilviljun eða vel heppnað mark- aðsátak?u (letubreyting mín) og klykkir út með orðunum: „Box- hrinjpir markaðsfræðinganna. “ OMJ væri vart að eyða dýrmætu rými Morgunblaðsins í þessi skrif ef hann teldi ekki miklar líkur á því, að hér væri um að ræða mark- aðsátak Skífunnar, þaulhugsað samsæri og svívirðilegt „plott“ Jóns Ólafssonar. Hann þarf ekki að nefna að Jón er stjómarmaður í Islenska útvarpsfélaginu. Það vita allir og skilja fyrr en skellur í tönn- um. Athygli mína vekur, að ÓMJ snið- gengur það, sem mestu máli skipt- ir, að tveir þingmenn hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema 36 ára hnefaleikabann, sem er eins- dæmi í heiminum. Þetta hefði ÓMJ átt að vita, en það passar bara ekki inn í „plott- ið“, sem hann er að ýja að, enda lítil hætta á andmælum við mann í þeirri aðstöðu, sem hann nýtur í skjóli daglegrar Ijósvakamiðlaum- fjöllunar í einum voldugasta fjöl- miðli landsins. Um það gildir líka hugmynd Nix- ons: „Let the bloody devils deny it, “ látum helvítin þræta fyrir það. Skítt með hversu fjarstæðar dylgj- umar eru, hinn göfugi tilgangur helgar meðalið og sakborningamir gera málið enn verra með því að reyna að verjast. En ef hann heldur það, skjátlast honum. Því að þegar um ítrekaða atlögu að starfsheiðri er að ræða, kemur að því að það verður að bera hönd fyrir höfuð sér, eða öllu heldur kvið, því að höggin em fyrir neðan beltisstað. En við skulum samt hafa þetta á léttu nótunum og til þess að varpa ljósi á neðanbeltishnefaleika ÓMJ skulum við skoða, hvert ályktunar- aðferðir hans leiða okkur, ef við beitum þeim á staðreyndir málsins og spyijum í hans stíl: Er eftirfarandi „Tilviljun eða vel heppnað markaðsátak?1 1. Ingi Björn og Kristinn leggja fram boxfrumvarpið á Alþingi ein- mitt núna, þegar það kemur sér best fyrir nýju plötuna frá Skífunni og gefa fréttamönnum afsökun fyr- ir „nýkviknuðum boxáhuga“. Jón i Skífunni og markaðsfræðingar hans á bak við þingmennina? 2. Boxáhugi minn er ekki „ný- kviknaður“. Hann kviknaði árið 1952, er faðir minn sendi mér í sveitina íslenska bók um meistara hnefaleikanna, sem ég las í tætlur í fásinninu. An áhugans, sem þá vaknaði og hélst, hefði ég ekki kom- ist á snoðir um boxmyndasafn Bubba. Jón í Skífunni var ófæddur 1952, en var ekki lestur boxbókar- innar í sveitinni samt liður í mark- aðsátaki Skífunnar? 3. Árið 1938 var bókin gefin út sem kom þessu af stað. Tengsl milli útgefendanna og ættingja Jóns í Skífunni? 4. Box var bannað á íslandi fyr- ir 36 árum. Án bannsins hefði ekki verið hægt að leggja fram boxfrum- varp á hárréttu augnabliki fyrir markaðsátak Skífunnar. Það skyldi þó ekki vera að Jón í Skífunni hafí komið þessu í kring, þá eins árs? 5. I mest lesna blaði landsins er þess sérstaklega getið í dálki ÓMJ á vægast sagt langsóttum forsend- um, að Skífan gefi út plötu með GCD í sumar? „Tilviljun eða vel heppnað markaðsátaký sem ÓMJ tekur þátt í með okkur öllum hin- um? Já, hvað getur ekki komið út, þegar beitt er ályktunaraðferð ÓMJ, sem getur hitt fyrir hvern, sem er? Því að þessi skrif ÓMJ vekja at- hygli á og augiýsa títtnefnda plötu, og „markaðsátakið“ hefði aldrei náð þessu hámarki, ef ekki hefði til komið undraverð hæfni hans til að sjá skrattann í hveiju homi. Vel- kominn í „Boxhring markaðsfræð- inganna", Ólafur minn, en reyndu samt að boxa svolítið ofar næst. Er það ekki alveg frábært, að það lítur út fyrir að þú sért ekki að auglýsa GCD og Skífuna, ein- mitt þegar þú ert að gera það og jafnvel betur en nokkur annar! Ég á heldur engin orð um snilld Jóns í Skífunni að stjórna mér og þér og okkur öllum eins og strengja- brúðum önnur en orðin, sem hljóma þessa dagana í handboltalýsingun- um: hvílík snilld, hvílkur leikur! ÓMAR Þ. RAGNARSSON, sjónvarpsfréttamaður. Víkveiji skrifar að fer ekkert á milli mála, að það er handknattleikur sem er þjóðaríþrótt íslendinga númer eitt. í siðustu viku fylgdist mikill meirihluti þjóðarinnar með því af miklum áhuga fyrst hvemig Iandsl- iðsstrákamir okkar töpuðu fyrir Svíum, og af jafnmiklum ef ekki meiri áhuga þegar þeir unnu Ung- veija á fimmtudaginn var. Spennan var ekki jafn rafinögnuð á meðan þjóðin beið úrslitanna á laugardag, í landsleiknum gegn Bandaríkja- mönnum, enda vora sjálfsagt 95% þjóðarinnar búin að gefa sér ís- lenskan sigur fyrirfram í þeim leik, hver varð enda raunin. Spennan hefur þó sjálfsagt ekki verið jafn- mikil í neinum leikjanna og nú síð- degis í fyrradag, þegar þjóðin virt- ist í raun og veru halda að strákam- ir hefðu eitthvað í landslið Þýska- lands að segja, enda urðu vonbrigð- in að sama skapi mikil við sjö marka tap íslenska landsliðsins. Þá var ekki lengur hrópað „íslenskar hetj- ur“ eða jafnvel „sannkallaðar þjóð- hetjur", heldur ríkti hálfgerð þögn í kjölfar þýskrar rassskellingar, nema einstaka hjáróma rödd vildi kenna dómurunum um íslenskar ófarir. xxx Annars telur Víkveiji það vera mjög skemmtilegt að þjóðin skuli geta sameinast á jafn ákafan hátt og raun ber vitni í stuðningi sínum við landsliðið í handbolta, þegar vel gengur. Eftir að íslenska landsliðið hafði í frækilegum leik lagt það ungverska að velli síðast- liðinn fímmtudag, var Víkveiji um stund staddur á mannamóti, þar sem að minnsta kosti fjórar kyn- slóðir vora saman komnar. Yngstu gestirnir voru líklega svona fjög- urra ára gamlir og þeir elstu í kring- um áttrætt. Allir höfðu horft á beinu útsendinguna, þegar „strák- arnir okkar“ lögðu Ungveija og stóðú uppi með þriggja marka sigur í leikslok. Allir virtust hafa svo mikið vit á handknattleik, að það var eins og múgur og margmenni af landsliðsþjálfuram væri þarna kominn á hrafnaþing til að bera saman bækur sínar um leikaðferðir, leikfléttur, vamartaktík, 6-0 vörn, 4-2 vöm, klippingar á homamönn- um og svo framvegis og svo fram- vegis. Aldur og kyn skipti engu máli — allir höfðu sitt til málanna að leggja. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari gæti greinilega leitað í smiðju til þjóðarinnar þegar hann snýr heim með landsliðsstrák- ana, sérstaklega ef flengingum annarra landsliða á landsliðinu okk- ar linnir ekki í bráð. Víkveiji sá skemmtilega frétt um litla hugaða stúlku í Langholtsskóla hér í blaðinu í síð- ustu viku, sem með aðstoð móður sinnar sagði skólastjóraveldinu í Reykjavík óbeint stríð á hendur og ákvað ásamt flestum bekkjarsystk- inum sínum að taka þátt í Lestrar- keppninni miklu. Það er ánægjulegt þegar börn með stuðningi foreldra sinna segja kerfiskörlum og -kerl- ingum stríð á hendur eins og gerð- ist í þessu tilviki, því skýringar Reykjavíkurskólastjóranna á því að grannskólar Reykjavíkur gætu ekki tekið þátt í þessari keppni eins og grunnskólar um land allt geta fá engan veginn staðist. Reykjavíkur- skólamir þurfa ekkert lengri tíma til þess að skipuleggja sína þátttöku en aðrir skólar, og keppninni er ekki hrandið af stað til þess að hleypa hefðbundnu skólastarfí í bál og brand. Mistökin sem aðstand- endur keppninnar gerðu, voru ein- faldlega þau að þeir snera sér ein- vörðungu til Skólastjórafélags ís- lands, en ekki til Skólastjórafélags Reylqavíkur — og við það fór síðar- nefnda félagið í fýlu. Af hveiju má ekki einfaldlega nefna hlutina þeim nöfnum sem þeir heita, í stað þess að skýla sér á bak við hallærislegar og ómarktækar skýringar eins og þær sem þegar hafa verið gefnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.