Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 20

Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Þakið rofið RJÚFA varð þak hússins Fagraness við EUiðavatn, til að slökkva eldinn. Eldur kviknaði í einbýlishúsi við Elliðavatn Hundar vöruðu eig- endur sína við hættunni FJÖGURRA manna fjölskylda slapp naumlega út úr logandi húsi við Elliðavatn í fyrrinótt. Tveir hundar fjölskyldunnar vöktu hana af vær- um svefni og logaði þá mikiU eldur í húsinu. Talið er Uklegt að eldur- inn hafi kviknað út frá rafmagni. Slökkviliðinu var tilkynnt um eld- inn kl. 4.06 um nóttina. Þegar það Neisti komst í spónahrúgu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kaliað að húsi við Hverfisgötu laust fyrir hádegi í gær, þar sem mikil reykjarlykt fannst i húsinu. Slökkviliðsmenn þefuðu sig áfram niður í kjallara og fundu upptök reyk- jarlyktarinnar. I kjallaranum hafði skömmu áður verið unnið við slípi- rokk opg virðist sem neisti frá honum hafi hrokkið niður á milli gólfborða. Undir gólfborðinu hafði safnast spónahrúga, vegna fyrri trésmíða í kjallaranum og þar hafði glóðin hreiðrað um sig. Slökkviliðinu gekk greiðlega að hindra útbreiðslu elds. Engar skemmdir urðu á húsinu. kom á staðinn logaði töluverður eld- ur í húsinu Fagranesi við Elliðavatn. Fjögurra manna Qölskylda, hjón með tvö böm, var nýlutt í húsið og vakn- aði um nóttina við mikla gá frá tveimur hundum heimafólks. Þegar slökkviliðið kom á vettvang voru tveir reykkafarar sendir inn í húsið. greiðölega gekk að slökkva eldinn, sem var mestur í eldhúsi. Þó þurfti að ijúfa þak hússins og klæðn- ingu af veggjum til að komast fyrir glóð. Fagranes er timburhús með steyptum kjallara. Miklar skemmdir urðu á íbúðarhæðinni, sérstaklega í og við eldhúsið, en sót og reykur barst um allt hús. Slökkviliðið hafði vakt við húsið fram til kl. 10 í gærmorgun. Rann- sóknarlögregla ríkisins kannar nú eldsupptök, en samkvæmt upplýs- ingum hennar er talið líklegast að kviknað hafi í út frá rafmagni í eld- húsi. „Bókinni lokað“ í dag í Lestrarkeppninni miklu Margir frá- bærir lestr- arhestar LESTRARKEPPNINNI miklu lýkur í dag og „bókinni lokað“ formlega í beinni útsendingu á Rás 2 kl. 16.30. Þá eiga öll eyðublöð um lestur nemenda að hafa borist í hendur kennara bekkj- ardeilda. Stefán Jón Hafstein, framkvæmda- stjóri keppninnar, sagði að sér sýndist að keppn- in hefði gengið framar öllum vonum, þrátt fyr- ir leiðinlegt bakslag í upphafi, þegar skólar í Reykjavík hættu við þátttöku. „Mér sýnist vera ótrúlegur árangur lijá einstökum nemendum," segir Stefán, „kæmi mér ekki á óvart þó að margir hefðu lesið 15-20 bækur - til dæmis stefnir 11 ára stelpa í Hafnarfirði hraðbyri í 30 bækur fyrir keppnislok." Allstaðar að berast fréttir af lesandi börnum og mikill keppnisandi ríkir í skólum landsins. Á Héraði hafa þau lesið í blíðviðrinu í Hallormsstaðaskógi. Skíðaferðir og árshátiðir hafa aðeins dregið frá lestr- inum, þó ekki á ísafirði, þar sem lesið er uppi í skíðabrekkum. Frá Lundarskóla i Axarfirði bárust þær fréttir að inflúensa hefði seinkað prófum hjá eldri bekkjum, sem voru því á kafí í próflestri þessa dagana, en skólinn er engu að síður með í keppninni. Bókasöfn staðið sig vel Bókasöfn hafa tekið vel við sér, eins og bókasöfn- in á Akranesi og í Vestmannaeyjum sem boðið hafa fríkort í tengslum við keppnina. Nokkur skóla- bókasöfn hafa látið senda sér bókakassa með spennu- og ástarsögum til að koma til móts við auknar þarfir elstu nemenda. Að barn og bók nái saman Stefán segir frá 6 ára strák í fyrsta bekk, sem var óánægður með Lestrarkeppnina af því hann var ekki orðinn læs - aðeins hálfnaður með stafrófið og rétt byrjaður að kveða að. Einnig kom upp dæmi um barn, sem átti erfitt með að lesa vegna fötlunar. „Við útilokum hvorki þau stautfæru né hin sem þurfa að láta lesa fyrir sig. Aðalatriðið er að barn og bók nái saman.“ Allir fá viðurkenningu Bókasamband ísiands verðlaunar þá bekkjardeild Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Lesið í skíðabrekkunum BÓKIN á lofti á meðan beðið er eftir lyftunni í skíðabrekkunum á ísafirði sem mest les í hveijum árgangi. Hver nemandi fær tvær bækur. Allar bekkjardeildir sem taka þátt í keppninni fá viðurkenningarskjal. „Enda keppnin haldin með þeim formerkjum, að þeir einir tapa sem ekki eru með,“ segir Stefán. —Verður ekki gífurleg vinna að fara í gegnum öll eyðublöðin? „Eg á alls ekki von á því. Stór og vaskur hópur nemenda í tölvunámi við Menntaskólann í Kópavogi ætlar að taka að sér tölvuúrvinnsluna. Þau eru í viðbragðsstöðu eftir eyðublöðunum," segir Stefán, sem býst við gögnum frá 200 grunnskólum landsins og í stærstu skólunum gætu verið 20-30 bekkjar- deildir. „Það væri einnig mjög vel þegið að fá frétt- ir um, hver hefði lesið mest í hveijum skóla.“ Kennarar eða umsjónarmenn bekkjardeilda eru hvattir til að skila eyðublöðum sem fyrst til skóla- stjóra, sem sendir inn niðurstöður viðkomandi skóla. Skilafrestur er til 25. mars. Póstfang keppninnar er: Pósthólf 1090, 121 Reykjavík. AF INNLENDUM VETTVANGI RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR Flókið ferli þegar atvinnu- leysisbætur eru ákveðnar Atvinnuleysistryggingasjóður greiddi í fyrra rúmlega 1,8 millj- arð í bætur og sjóðnum er markaður tæplega 2 milljarða tekju- stofn á þessu ári. Bein framlög til bóta nema 1.464 milljónum, en að auki leggja sveitarfélögin fram 500 milljónir, sem sjóðurinn útdeilir til atvinnuskapandi verkefna. Þegar sótt er um atvinnu- leysisbætur hefst töluvert flókið ferli og margir koma þar nærri. Sem dæmi um það ferli, sem hefst þegar atvinnulaus maður sækir um bætur, má taka mann í Reykjavík. Hann snýr sér til Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur- borgar og fær þar plögg, sem hann biður fyrrum vinnuveitanda sinn að útfylla. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda unninna dagvinnustunda undanfama tólf mánuði. Til að eiga rétt á fullum bótum þurfa stundimar að vera a.m.ki 1700, sem samsvarar 42,5 vinnuvikum, þar sem unnið er 40 stundir í viku. Stéttarfélagið aflar gagna Þessi plögg fer sá atvinnulausi aftur með á Ráðningarskrifstof- una, þar sem þau em stimpluð einu sinni í viku. Eftir tvær stim- planir snýr hann sér til stéttarfé- lags síns, þar sem plögg hans eru skoðuð og reiknað út hvaða bætur honum ber. Stéttarfélagið sendir síðan umsóknina, ásamt öðrum nauðsynlegum gögnum sem það hefur aflað, til úthlutunarnefndar, sem leggur blessun sína yfir út- reikningana, éða gerir athuga- semdir. Úthlutunarnefnd fer yfir Úthlutunarnefndir hafa með höndum úthlutun bótafjár fyrir hvert félag eða félagasamband og em skipaðar fulltrúum stéttar- félaga og vinnuveitenda. Á öllu Iandinu em þær 119, þar af 40 í Reykjavík. Algengt er að ein nefnd starfi fyrir hvert stéttarfé- lag, en smærri félög hafa samein- ast um nefndir og landssambönd hafa mörg eina nefnd, til dæmis Landssamband vömbifreiðastjóra og Farmanna- og fískimannasam- bandið. Nefndimar úrskurða um bótarétt einstaklings og fara yfir vafaatriði, sem upp kunna að koma. Má þar nefna, að fyrir- tæki, sem atvinnulaus maður hef- ur starfað hjá, getur hafa verið lagt niður og erfiðleikum bundið að fá_ staðfestingu á vinnufram- lagi. í þeim tilfellum er t.d. stuðst við launaseðla. Blessun sjóðsins Þegar nefndirnar hafa tekið afstöðu til gagna stéttarfélaganna um bótagreiðslur eru upplýsingar sendar Tryggingastofnun ríkisins, þar sem Atvinnuleysistrygginga- sjóður er til húsa, eða til sýslu- manna úti á landi, sem em um- boðsmenn Tryggingastofnunar. Þar er enn farið yfír gögnin. Ef gerðar em athugasemdir em gögnin send úthlutunamefndum að nýju, sem yfirfara þau og leið- rétta í samræmi við athugasemd- irnar, enda bera nefndimar ábyrgð á hverri greiðslu. Endan- leg samþykkt Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, eða sýslumanns, veldur því, að stéttarfélögin fá senda í ávísun eina upphæð, sem er sam- tala þeirra bóta sem félagið deilir út til atvinnulausra félagsmanna sinna. U msýsluþóknunin Strangt til tekið ber úthlutun- amefndunum sjálfum umsýslu- þóknun fyrir öflun gagna og nauð- synlegan útreikning. Þar sem þær hafa falið stéttarfélögunum þá vinnu rennur þóknunin til þeirra. Á síðasta ári nam þóknunin allt að 5% af upphæð útgreiddra bóta. Það er þó ekki algilt, því óska þarf sérstaklega eftir slíkum greiðslum og hafa sum félög ekki nýtt þann rétt. Önnur hafa fengið lægri greiðslu en sem nemur 5%, þar sem þau hafa óskað eftir greiðslu á beinum útlögðum kostnaði og hann þá ekki náð svo háu hlutfaili. Fyrir skömmu ósk- aði sjóðurinn upplýsinga frá stétt- arfélögunum um sannanlegan út- lagðan kostnað þeirra vegna þess- arar vinnu. Á grundvelli þeirra upplýsinga ákvað stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóðs á mánudag að lækka hlutfallið. Á þessu ári mun hámarkshlutfallið því nema 4'/2%, en getur farið allt niður í 3%. Sjóðnum er enda gert að spara 100 milljónir á þessu ári og þar sem ekki stendur til að lækka bæturnar verður að skera niður kostnaðinn. Tveir milljarðar á þessu ári En hvaðan koma svo pening- arnir, sem bæturnar eru greiddar af? Atvinnuleysistryggingasjóði er markaður tekjustofn sem nem- ur 0,15% af stofni tryggingar- gjalds og á móti greiðir ríkissjóður þrefalda þá upphæð í sjóðinn. Á þessu ári er gert ráð fyrir að sjóð- urinn fái með þessu móti 1.464 milljónir króna. Á síðasta ári námu greiðslur atvinnuleysisbóta úr honum hins vegar rúmlega 1,8 milljarði. Inn í þeirri tölu er ekki greiðsla á eftirlaunum til aldr- aðra, sem sjóðurinn greiðir, en 709 milljóna aukafjárveitingu þurfti til að endar næðust saman í fyrra. Ekki rertna allar greiðslur úr sjóðnum til einstaklinga í formi bóta. Ákveðið var, með samning- um við sveitarfélögin í október, að þau greiði 500 milljónir í sjóð- inn á þessu ári. Sveitarfélög með 300 íbúa eða fleiri greiða 1.950 krónur á íbúa og minni sveitarfé- lög 1.170 krónur. Þessa upphæð er eymamerkt þannig, að hún rennur öll til atvinnuskapandi verkefna. Þar með lækka beinar atvinnuleysisbætur um sömu upp- hæð, því sjóðurinn notar pening- ana til að greiða sveitarfélögum upphæð, sem svarar til atvinnu- leysisbóta, fyrir hvert starf sem skapast vegna sérstakra verkefna þeirra. Alls eru því framlög til Atvinnuleysistryggingasjóðs tæp- ir 2 milljarðar á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.