Morgunblaðið - 18.03.1993, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
Hjálpargögn
í gegn
SERBAR í Bosníu leyfðu í gær
tveim bílalestum með hjálpar-
gögn á vegum Sameinuðu þjóð-
anna til Sarajevo og Gorazde
að aka inn í Bosníu. Eftir sem
áður er SÞ meinað að flytja
mat og aðrar vistir til umset-
inna múslima í borginni Sre-
brenica þar sem skortur er á
brýnustu nauðsynjum. Philippe
Morillon, yfírmaður friðar-
gæsluliðs SÞ, er enn í Sre-
brenica og hyggst dvelja þar
þangað til Serbar láta undan.
Eftirlitmeð
mannréttindum
UT ANRÍKISRÁÐHERRAR
Eystrasaltsríkjanna þriggja
samþykktu í gær tillögu Rússa
um að skipaður yrði sérstakur
fulltrúi til fylgjast með því að
mannréttindi séu í heiðri höfð
í öllum löndum við Eystrasalt.
Á fundi hins nýstofnaða
Eystrasaltsráðs í Helsinki voru
réttindi minnihlutahópa mjög
til umræðu en Rússar eru
helmingur íbúa Lettlands og
þriðjungur í Eistlandi.
Bókanir undir-
ritaðar
FULLTRÚAR 18 aðildarríkja
hins væntanlega Evrópska
efnahagssvæðis undirrituðu í
gær bókun um nauðsynlegar
breytingar á samkomulaginu
um svæðið sem gera þurfti
vegna þess að Sviss hætti við
þátttöku. Fulltrúi íslands í
Brussel var Hannes Hafstein.
Heittrúar-
múslimar felldir
TÓLF manns féllu í gær er
vopnaðir lögreglumenn í
Egyptalandi réðust á leynileg-
ar stöðvar hóps herskárra heit-
tníar-múslima í borginni Ass-
iut, rúma 300 km sunnan við
Kaíró. Múslimarnir vilja að
stofnað verði islamskt lýðveldi
í landinu og eru taldir hafa
staðið fyrir morðárásum á er-
lenda ferðamenn sem þeir
segja að svivirði trúarbrögð
landsmanna. Tekjur af ferða-
þjónustu eru afar mikilvægar
fyrir Egypta.
Frakkar úthýsa
Mobutu
FRÖNSK stjómvöld hafa
bannað Mobutu Sese Seko,
forseta í Zaire, að koma til
Frakklands en þar á hann
miklar eignir, m.a. á Rívíer-
unni. Frakkar krefjast þess að
Mobutu komi til móts við kröf-
ur um aukið lýðræði en hann
neitar að sætta sig við umbóta-
sinnaðan forsætisráðherra,
Etienne Tshisekedi, sem ráð-
stefna um stjómarfarsumbæt-
ur í Zaire styður.
Engholm í fall-
hættu
KRÖFUR verða æ háværari í
Þýskalandi um að Björn Eng-
holm, kanslaraefni fiokksins og
leiðtogi, segi af sér. Kristilegir
demókratar segja að enginn
trúi þeim fullyrðingum Eng-
holms að hann hafi ekkert vitað
um samsæri ráðamanns úr röð-
um jafnaðarmanna í heimaríki
flokksleiðtogans, Slésvík-Holt-
setalandi, um að sverta mann-
orð Uwe Barschels, kristilegs
demókrata og þáverandi for-
sætisráðherra ríkisins, með
gróusögum fyrir nokkmm
árum. Barschel fannst síðar
látinn á hóteli í Sviss.
Finnland
Enn skylda
að læra
sænskuna
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunblaðsins.
SÆNSKA verður áfram skyldu-
fag í finnskum grunnskólum.
Finnska ríkisstjórnin tók nýlega
ákvörðun þess efnis eftir at-
kvæðagreiðslu þar sem tíu voru
með og sex á móti. Var þessi nið-
urstaða mikill ósigur fyrir Riittu
Uosukainen menntamálaráðherra
sem hefur beitt sér fyrir því að
gera sænskunám valfijálst í
grunnskólum.
Frá því í byijun áttunda áratugar-
ins hafa öll finnsk börn lært tvö
erlend tungumál auk móðurmálsins.
Annað þeirra hefur verið sænska
(finnska í skólum sænskumælandi
Finna) og hitt aðallega enska.
Uosukainen menntamálaráðherra,
sem er finnskukennari að mennt,
hefur viljað kenna börnum ensku en
að sænska verði valfag.
Norrænt hitamál
Sænskukennsla hefur verið mikið
hitamál undanfarið í finnskum fjöl-
miðlum, á þjóðþingi Finna og síðast
en ekki síst á þingi Norðurlandaráðs
í Ósló. Voru Finnar þar svo mikið í
sviðsljósinu vegna meintrar and-
stöðu við kennslu norrænna mála
(þ.e.a.s. sænsku) að Esko Aho for-
sætisráðherra varð að lýsa því yfir
í Ósló að staða sænskunnar í finnsk-
um skólum yrði tryggð áfram. Hefur
ríkisstjómin nú lagt blessun sína
yfir þessa stefnu.
Enska mikilvægust
Samkvæmt könnun sem gerð var
á vegum háskólans í Jyvaskyla hefur
sænskukunnátta Finna farið stöðugt
vaxandi undanfarin ár þrátt fyrir
sívaxandi andstöðu við að læra mál-
ið. Þykir þetta benda til þess að
Finnar eigi auðvelt með að tileinka
sér málið en einnig til þess að þó
nokkur eining sé um notagildi þess.
Skoðanakönnun meðal nemenda
sýnir að enska er álitin mikilvæg-
asta fagið en sænskan lendir í átt-
unda til níunda sæti með eðlis- og
efnafræði.
I hálfa stöng
Reuter
PALESTÍNSKIR útlagar á berangri í suðurhéruðum Líbanons flagga fána Sameinuðu þjóðanna í hálfa stöng
í tilefni þess að liðnir eru þrír mánuðir síðan ísraelar ráku þá af hernumdu svæðunum vegna gruns um
undirróður. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, segir að ekki verði að komið til móts við kröfur um
að taka strax aftur við mönnunum sem eru um 400. Landnemar gyðinga á hernumdu svæðunum kveiktu
í bensínstöðvum í gær til að mótmæla því sem þeir kalla linkind gagnvart hermdarverkamönnum. Palest-
ínskir skæruliðar hafa myrt sex gyðinga undanfarnar vikur.
Stjórn Carls Bildts
heldur velli í Svíþjóð
Sfnkkhólmi. Reut.er.
Stokkhólmi. Reuter.
RÍKISSTJÓRN Carls Bildts, forsætisráðherra Svíþjóðar, hélt velli
þegar greidd voru atkvæði um vantrauststillögu á stjórnina í gær.
Bildt bar þá grundvallaratriði efnahagsstefnu sljórnarinnar upp til
atkvæða og lýsti því yfir áður, að ef tillögurnar féllu myndi hann
boða til kosninga þegar í stað. Alls greiddu 175 þingmenn atkvæði
með sljórninni, 150 á móti en 24 þingmenn flokksins Nýs lýðræðis
sátu hjá.
í sjónvarpsviðtali að lokinni at-
kvæðagreiðslunni sagði forsætisráð-
herrann að hann vonaðist til að hún
hefði hreinsað pólitískt andrúmsloft
í landinu. Mikil óvissa hefur ríkt um
stöðu stjórnarinnar, sem er minni-
hlutastjórn fjögurra borgaralegra
flokka, alit frá því að þingmenn Nýs
lýðræðis greiddu atkvæði gegn
stjórninni í mikilvægu máli í síðustu
viku.
Nýtt lýðræði, sem stendur utan
stjórnar, hefur farið fram á að
stjórnin hafi nánara samráð við
flokkinn varðandi stefnumótun í
helstu málum því annars sé alls óvíst
um stuðning þingmanna hans. Þessu
hafa stjórnarflokkarnir hafnað með
öllu. Þegar Bildt var spurður í gært
hvort hættan á kosningum væri liðin
hjá sagði hann svo ekki vera. Sam-
skiptum stjórnarinnar við Nýtt lýð-
ræði væri hvorki hægt að lýsa sem
náinni samvinnu né illskeyttum deii-
um.
Ian Wachtmeister, annar leiðtoga
Nýs lýðræðis, tók í svipaðan streng
og sagði að það ætti eftir að bera
mörg mál undir þingið á næstu
mánuðum þar sem stjómin þyrfti á
stuðningi þingmanna flokksins að
halda. „Stjórn þarf á meirihluta að
halda. Við sitjum ekki á þingi til að
sitja hjá. Auðvitað viljum við hafá
áhrif,“ sagði Wachtmeister.
Brazauskas Litháensforseti hefur ekki þungar áhyggjur af Rússlandi
Jeltsín verður ekki steypt
ALGIRDAS Brazauskas, forseti Litháens, vill ekki gera mikið úr
erfiðleikunum í stjórnmálalífi nágrannaríkisins Rússlands. Hann
telur að Borís Jeltsin verði þar áfram við völd en bendir á að
æskilegt væri að halda kosningar sem fyrst til að stuðla að mynd-
un stjórnmálaflokka þar í landi. Brazauskas var áður leiðtogi komm-
únista í Litháen en hafði forystu um að flokkurinn sliti tengslin
við sovéska flokkinn og tæki upp sósíaidemókratíska stefnu. Flokk-
urinn vann stórsigur í þingkosningum sl. haust og Brazauskas var
kjörinn forseti 14. febrúar síðastliðinn.
„Ég tel að það sé ekki hægt að
segja að ástandið í Rússlandi sé
óstöðugt,“ segir Brazauskas. „Ég
held að Jeltsín forseti muni áfram
fara með völdin í landinu. En ég
tel æskilegt að hraða myndun
stjórnmálaflokka í Rússlandi. Það
væri og hyggilegt að draga það
ekki of lengi að efna til kosninga.
Fulltrúaþing Rússlands hefur
nefnilega ekki reynst gagnleg
stofnun. Það má draga lærdóm af
þróuninni í Litháen. Eftir tveggja
ára umbrotaskeið fékk þjóðin loks
tækifæri til að kjósa stjórnmála-
flokka til valda eftir eigin höfði.“
Brazauskas var spurður hvort
hann teldi að sjálfstæði Litháens
stafaði hætta af þróuninni í Rúss-
landi. „Nei, það tel ég ekki,“ svar-
aði hann. „Það er útilokað að rétt-
trúaðir kommúnistar á borð við
þá sem sátu í fangelsi eftir valda-
ránstilraunina í Moskvu komist til
valda.“
En hvar vill forsetinn þá stað-
setja menn eins og Rúslan Khasb-
úlatov þingforseta og Alexander
Rútskoj varaforseta? „Það er erfitt
fyrir mig að lýsa mönnum sem ég
þekki ekki persónulega. Rútskoj
er að mínu mati leiðtogi raunsæs
og jákvæðs stjórnmálaafls í Rúss-
iandi. Þetta afl, Borgarasamband-
ið, gæti verið upphafið að nýjum
stjórnmálaflokki þótt erfitt sé að
dæma um það á þessari stundu. Á
meðan ég var leiðtogi Lýðræðis-
lega verkamannaflokksins höfðum.
við samskipti við þessa hreyfingu
þar sem Rútskoj og [iðnrekandinn
Arkadíj] Yolskíj eru í forsvari. En
eins og áður segir þá yrðu kosning-
ar gott tækifæri til að festa ný
lýðræðisöfl í sessi — ekki í stað
Jeltsíns, heldur honum við hlið.“
Ofuráhersla á Jeltsín?
Er þá rangt af vestrænum ríkj-
um að leggja allt sitt traust á Jelts-
ín? „Þrátt fyrir allt er hann eini
lýðræðislega kjörni valdhafinn í
Rússlandi og því er rétt að hann
sem slíkur fái mest allan stuðning-
Morgunblaðið/Kristinn
Algirdas Brazauskas
inn. Auk þess fæ ég ekki séð hver
gæti ógnað honum ef efnt yrði til
nýrra forsetakosninga á næst-
unni.“
Brazauskas var því næst spurð-
ur hvort hann væri sáttur við þá
aðstoð sem Litháen hefði fengið
erlendis frá. „Ég er þakklátur fyr-
ir þá hjálp sem við höfum fengið,
það þarf ekki að fjölyrða um það
að efnahagsástandið hjá okkur er
mjög erfitt. Við þurfum mjög á
aðstoð að halda og nú þegar stjórn-
málaástand í landinu er orðið stöð-
ugra er ekki ástæða til að ætla
annað en að auka mætti slíkan
stuðning. Á hinn bóginn hefur
borið á því að við Litháar nýttum
okkur ekki þá aðstoð sem bauðst.
Stundum vorum við svo seinir að
endurskipuleggja að tækifærunum
var glutrað niður. Reynsluleysið í
viðskipum háir okkur og kynning-
arstarfið erlendis mætti vera
betra.“
Ekki hægt að stroka út
fimmtíu ár
Landbúnaður er mikilvægasta
atvinnugrein Litháens en þar eru
vandamálin gífurleg og framleiðsla
hefur dregist stórlega saman. For-
setinn vill m.a. kenna því um
hvernig fyrri valdhafar í Litháen
breyttu eignarhaldi jarðnæðis eftir
að landið fékk sjálfstæði. „Það
gilti sú regla að gömlu eigendurn-
ir frá því fyrir sovétstjórn fengu
landið sitt aftur. Oft á tíðum er
þar um smáskika að ræða, allt
niður í fimm hektara. Eigendurnir
búa í borgunum og landbúnaður
hefur víða lagst af vegna þessa.
Ég vil alls ekki mælast til þess að
við hverfum aftur til samyrkjubú-
skapar. En breytingarnar á fimm-
tíu árum voru of miklar til þess
að unnt væri að stroka þær út. í
samyrkjubúskapnum bjó efna-
hagsleg geta sem hefði átt að nýta
að einhveiju marki."
Viðtal: Páll Þórhallsson