Morgunblaðið - 18.03.1993, Síða 30

Morgunblaðið - 18.03.1993, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 VMA frum- sýnir Fyrir austanmána Leikklúbburinn Locos í Verk- menntaskólanum á Akureyri frumsýndi á mánudagskvöld í Gryfju skólans leikritið „Fyrir austan mána“ eftir Caryl Churcill í þýðingu og leik- sljórn Jóns Bjarna Guðmunds- sonar leikara hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikritið er tvíþætt og gerist fyrri hlutinn í Afríku árið 1880 og sá síðari í London hundrað árum síðar, eða 1980, en sögu- persónur upplifa þetta tímabil þó einungis sem 25 ár. Þetta verk hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi þannig að um íslandsfrumsýningu er að ræða hjá leikhópnum. # Morgunblaðið/Rúnar Þór Fynr frumsýningu KRAKKARNIR í leikhópnum Locos í Verkmenntaskólanum á Akureyri frumsýndu á mánudagskvöld leikritið „Fyrir austan mána“. Samningar í höfn um leigu á þrotabúi niðursuðuverksmiðju K.Jónssonar Heimsmeistarkeppnin Reynt að fámillirið- il norður „ÉG fagna þessu mjög, þetta er gott tækifæri til að kynna bæinn,“ sagði Gísli Bragi Hjart- arson bæjarfulltrúi Alþýðu- flokks um þá samþykkt bæjar- sljórnar að fela fulltrúum íþróttafélaganna og íþróttafull- trúa að vinna að því að fá millir- iðil í heimsmeistarakeppninni í handknattleik til Akureyrar. Bæjarstjórn samþykkti ályktun bæjarráðs um þetta efni á fundi nýlega en þar segir að leggja beri ríka áherslu á að fá til Akureyrar, eða Norðurlands einn riðil og milli- riðil í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, sem haldin verður á íslandi í apríl 1995. Hermanni Sigtryggssyni íþrótta- fulltrúa Akureyrarbæjar hefur verið falið að vinna að þessu máli ásamt fulltrúum íþróttafélaganna Þórs og KA. Reynt að ráða flesta starfsmenn KJ á ný Lausafé og birgðir keypt en fasteignir og framleiðslutæki leigð í fjóra mánuði NÝTT fyrirtæki, Strýta hf., tekur við rekstri þrotabús K.Jónsson- ar og co í dag, fimmtudag, og hafa fyrrum starfsmenn K.Jónsson- ar verið boðaðir til vinnu. Niðursuðuverksmiðja K.Jónssonar var lýst gjaldþrota á fimmtudag í síðustu viku og hafa farið fram viðræður síðan um stofnun nýs félags er tæki við rekstrinum tíma- bundið. Eigendur Strýtu hf. eru Landsbankinn, Kaupfélag Eyfirð- inga og Samheiji. Hið nýja félag hefur keypt lausafé og birgðir þrotabúsins, en það mun leigja fasteignir og fram- leiðslutæki þess í fjóra mánuði. Vonast er til að á þeim tíma, eða fyrir miðjan júlí í sumar komi fram aðilar sem reiðubúnir eru að taka við rekstri félagsins að loknum leigutímanum. Aðalstarfsemi Strýtu verður rækjuvinnsla og framleiðsla á kavíar og skyldum afurðum og mun fyrirtækið selja afurðir sínar bæði innanlands og utan. Jón Þór Gunnarsson forstöðu- maður sjávarútvegssviðs KEA sagði að leitast yrði við að ráða til starfa sem flesta fyrrverandi starfsmenn niðursuðuverksmiðju KJónssonar og co, en fyrir gjald- þrotið störfuðu um 70 maniís hjá fyrirtækinu. Starfsmennirnir voru í gær boðaðir til vinnu í dag, en einhveijir komu í verksmiðjuna þegar í gær til að þíða upp hrá- efni til vinnslunnar. „Það er mikilvægt fyrir bæjar- félagið og þar af leiðandi okkur að rekstur þessarar verksmiðju sé í gangi. Við vitum að það getur farið illa með reksturinn ef hann stöðvast viðskiptalega séð, fjár- munir rýrna og viðskipta tapast og erfitt gæti verið að koma þessu af stað aftur,“ sagði Jón Þór. Hlutafé Strýtu er 3 milljónir króna, KEA leggur fram 500 þús- und og Landsbankinn og Sam- heiji til helminga það sern- á vant- ar eða 1.250 þúsund krónur. Góð kynning Gísli Bragi sagðist fagna þessari samþykkt, um góða kynningu á bænum gæti orðið að ræða ef af yrði, en búast mætti við að allt að 400 manna hópur dveldi í bænum í upp undir 10 daga. Þá þyrfti að prófa þá staði sem notaðir verða ári fyrir keppnina þannig að búast mætti við hópi ferðamanna hingað strax á næsta ári yrði þetta að veru- leika. -----♦ ♦ ♦--- Skemmuþak- ið illa farið ÓSK um viðgerð á þaki íþrótta- skemmunnar var vísað til endur- skoðunar á fjárhagsáætlun Ak- ureyrarbæjar síðar á árinu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Þakið er mjög illa farið, heldur ekki vatni og getur innan tíðar orðið stórhættulegt gestum hússins verði ekkert að gert, að því er fram kem- ur í bókun íþrótta- og tómstundar- áðs. Bæjarstjórn Fasteigna- skattar ör- yrkja lækka BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- ur samþykkt starfsreglur um lækkun fasteignaskatts af eigin íbúðum tekjulítilla örorkulífeyr- isþega á árinu 1993. Fasteignaskattur verður lækkað- ur um 18.500 krónur hjá einstak- lingum með tekjur allt að 900 þús- und krónur og hjá hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að 1.200 þúsund krónur. Þá var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar tillaga frá byggingadeild um viðbótarfjárveitingu til fram- kvæmda við sambýli fyrir aldraða við Skólastíg 5, en hækka þarf fjár- v§itingu til verksins um 2 milljónir króna, þar sem fyrirséð var að kostnaður muni fara fram úr áætl- un að minnsta kosti sem nemur þeirri upphæð. Einnig samþykkti bæjarstjórn að kaupa lóðina við Strandgötu 13, en kaupverð er rúmar 2 milljónir króna. Endurvinnslusvæði verður við Réttarhvamm í framtíðinni Akureyrarbær leggxir húsnæði fram sem hlutafé SAMÞYKKT hefur verið að Akureyrarbær muni leggja fram rúmlega helming af húsnæði sínu við Réttarhvamm sem hlutafé í nýtt fyrirtæki, Urvinnsluna hf. en stofnfundur félagins verður haldin í næstu viku. A svæðinu við Réttarhvamm er gert ráð fyrir að starfi fyrirtæki á sviði endurvinnslu í framtíðinni. Söluverð hússins við Réttar- hvamm liggur ekki fyrir, að því er fram kom í máli Sigurðar J. Sigurðssonar formanns bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Hann sagði ekki óeðlilegt að bær- inn legði fyrirtækinu lið, þar sem um væri að ræða brautryðjendur, en félagið mun endurvinna nýtan- lega hluti úr pappír og plasti, sem annars væri ekið á haugana. Björn Jósef Arnviðarson (D) sagði það hins vegar stríða á móti sinni pólitísku tilfinningu að bærinn tæki þátt í atvinnurekstri- „og ég er því ekki tilbúinn til að samþykkja að bærinn taki þátt í enn einu fyrirtækinu. Hingað og ekki lengra," sagði Björn Jósef. Endurvinnslusvæði Svæðið kringum Réttarhvamm ofan Hlíðarbrautar hefur verið tekið frá í skipulagi undir starf- semi á sviði endurvinnslu, þar hefur Gúmmívinnslan starfað um nokkurra ára skeið og fyrirhugað er að ásamt nýju fyrirtæki Ur- vinnslunni muni Endurvinnslan flytja starfsemi sína. Auk þess að taka á móti tómum flöskum og dósum gegn skilagjaldi hefur Mbl Morgunblaðið/Rúnar Þór Endurvinnslusvæðið INNAN skamms er þess að vænta að þrjú fyrirtæki sem stunda endurvinnslu verði starfandi á þessu svæði við Réttarhvamm, Gúmmívinnslan, Úrvinnslan og Endurvinnslan. komið til tals að Endurvinnslan annist mótttöku spilliefna fyrir Akureyrarbæ. Stofnfundur Úrvinnslunnar verður haldinn á fimmtudag í næstu viku og eru hluthafar í félaginu tæplega 20 talsins. Gert er ráð fyrir að hlutafé verði 15 milljónir króna, en reiknað er með að stofnkostnaður nemi á bilinu 22 til 25 milljónum króna. í fyrstu mun fyrirtækið framleiða kubba fyrir vörubretti úr pappír og plasti, en árlega eru fluttir inn rúmlega 2,5 milljónir trékubba til vörubrettaframleiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.