Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 47

Morgunblaðið - 18.03.1993, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993 47 Bannið hundahald í þéttbýli lagi að varða við barnaverndarlög en ekki sérstök lög um smekklegar nafngiftir. Þjóðin komst ágætlega af án slíkra laga í meira en þúsund ár. Ýmis önnur ákvæði manna- nafnalaganna eru löggjafanum lítt til sóma, t.a.m. ákvæði sem skerðir mannréttindi fólks af erlendum uppruna, þess efnis að gefa verði börnum þeirra útlendinga sem ger- ) ast íslenskir ríkisborgarar íslensk nöfn. Hætt er við að heyrðist hljóð úr heimóttarhorni íslenskra fjöl- | miðla ef Kanadamenn tækju upp á því að banna Vestur-íslendingum að heita Egill og Grettir. Það er mesta armæða hversu seint íslend- ingum ætlar að lærast að ganga uppréttir í samfélagi þjóðanna. Alþingismenn hafa sett ófram- kvæmanleg lög sem skerða sjálf- sögð mannréttindi og láta sér síðan sæma, sumir hverjir, að veitast að því fólki sem falið var að fram- fylgja lögunum og reyndi að gera það eftir bestu samvisku og í góðri trú um fulltingi framkvæmdavalds- ins. Þessum sömu alþingismönnum væri sæmra að reyna að hemja bannfýsn sína og hugsa áður en þeir setja landsmönnum lög. Von- andi verður sú raunin þegar þeir afnema núgildandi mannanafnalög ) og setja ný. HALLDÓR ÁRMANN SIGURÐSSON, dósent, forstöðumaður Málvísindastofnunar Háskóla íslands. Frá Einari Vilhjálmssyni Hundgá, hundaskítur og hunds- bit er sá menningarauki sem hundaeigendur í Garðabæ bjóða samborgurum sínum, með góðfúsu leyfi bæjaryfirvalda. Fyrir nokkrum árum voru engir hundar hér eða í nágrannabæjum, nema leitarhundar skáta. Þetta hefur breyst og nú er svo komið að vegfarendur í Garðabæ geta vænst þess, að á þá ráðist stórir grimmir hundar, eins og dæmin sanna. Hundaeigendur virða engar reglur og láta margir hunda sína ganga lausa og smábörn eru látin leiða stóra, grimma hunda sem þau ráða ekki við. Börn á leið í skóla hafa orðið fyrir áreiti hunda og dæmi eru um konu sem heim- sótti ættingja í Garðabæ síðastlið- ið sumar og þorði vart út úr húsi fylgdarlaust vegna ágangs stórra grimmra hunda, sem gengu að staðaldri lausir í hverfinu. Æski- legt væri að banna hundahald í þéttbýli og lágmarks krafa að hundar hverfi af almannafæri og hundaeftirlitsmenn látnir sjá svo um. Mjög skortir á um eftirlit með hundahaldi og fjöldi hunda orðinn mikill í bænum. Sagt er að hvolpar seljist jafn- vel á hundruð þúsunda og hvolpa- sala orðin mikill gróðavegur, ekki síst vegna þess að hundabúskapur er talinn eiga hægt með að kom- ast hjá því að tíunda til skatts. Umhverfisráðherra hlýtur að láta þetta hundahald til sín taka. Spyija má hvort eðlilegt hafi verið að flytja til landsins öll þessi hundakyn. Nægði ekki að hafa íslenska hundinn, auk sérþjálfaðra hunda fyrir löggæslu og björgun- arsveitir. Þetta hundaæði, sem hefur gripið þjóðina, má rekja til þess, að nokkrir „góðborgarar“ fengu sér hunda, þrátt fyrir að hunda- hald væri bannað og óvirtu þannig lög og reglur. EINAR VILHJÁLMSSON Garðabæ. Pennavinir Tékkneskur 26 ára karlmaður með áhuga á fjallaklifri og auk þess mikinn íslandsáhuga: Radek Korec, DP-Druzba 187, Petrvald U Karvine, 735 41, Czechoslovakia. Ghanastúlka, 23 ára, með áhuga á bréfaskriftum, íþróttum og tón- list: Rosemond Quarshie, P.O. Box 1124, Oguaa City, Cape District, Ghana. LEIÐRÉTTIN G AR RangT föðurnafn Undir mynd sem birtist með grein um maraþon til styrktar eyðnisjúkum og birtist hér í blaðinu þriðjudaginn 9. mars sl. misritaðist föðurnafn eins ungmennanna. Heit- ir sá Pétur Johnson en ekki Jón- son. Morgunblaðið biðst velvirðing- ar á mistökunum. ÍMARK leiðrétting Í síðasta viðskiptablaði þar sem birt var opna með útnefningum á at- liyglisverðustu auglýsingum ársins 1992 slæddist inn villa í flokknum umhverfisgrafík vegna auglýsing- arinnar Þad eyðist sem af er tekið. Þar segir að auglýsandi sé Hér & Nú auglýsingastofa og framleiðandi sé Endurvinnsla málma. Það rétta er að sjálfsögðu að auglýsandi er Endurvinnsla málma en framleið- andi er Hér & Nú auglýsingastofa. Þá var rangt farið með framleið- anda fyrir auglýsinguna Gott er að eigagóðan aðí flokki óvenjulegustu auglýsinganna. Framleiðandinn er starfshópur í íslandsbanka, Lækjar- götu 12 og Eiðistorgi en ekki aug- lýsingastofan Ydda eins og fram kom í textanum. V^terkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! VELVAKANDI LJUFSTUNDI LÆKJAR- BREKKU Nokkrum sinnum á ári geri ég mér dagamun og fer á veit- I ingahús og fæ mér að borða. Núna síðast varð Lækjar- brekka fyrir valinu og átti ég | þar ljúfar stundir með mat og drykk. Maturinn var frábær, á góðu verði og þjónustan mjög góð. Að mínu mati er Lækjarbrekka eitt fallegasta veitingahús í Reykjavík. 120641-7869 ÓMÖGULEGUR MIÐBÆR Sonja hringdi og var mjög óánægð með það hvernig búið er að fólki sem þarf að sinna . erindum í miðbænum. F Hún er orðin fullorðin og langar að nýta sér þá þjónustu ) sem miðstöð aldraðra á Vestur- götu 3 hefur upp á að bjóða. Erfitt er að finna bílastæði ) þarna og einhveiju sinni þegar hún lagði bílnum á Vesturgöt- unni fyrir framan húsið fékk hún sektarmiða sem hljóðaði upp á eitt þúsund krónur. Hún var óánægð með þetta og hafði samband við Bílastæðasjóð sem benti henni á að nota bílastæði í kjallara hússins við Vestur- götu. Ekki tókst betur til en svo að þegar hún átti næst ferð um miðbæinn og ætlaði inn í þessa bílageymslu rak hún bíl- inn utan í húsið og stór- skemmdi hann og viðgerðin á bílnum kostaði hana tugi þús- unda. Henni finnst aðkoman að þessari bílageymslu mjög óað- gengileg; þar sé þröngt um vik bæði utan geymslu sem innan. Hún vildi því koma með þá tillögu, að fullorðið fólk sem ætlar í Félagsmiðstöðina á Vesturgötu 3 hafi forgang að bílastæðunum á Vesturgötunni fyrir framan húsið og það geti auðkennt bíla sína með ein- hvers konar skírteini sem ein- ungis aldraðir hafi aðgang að. Þau mættu vera í gluggum bif- reiðanna eða á mælaborðinu, þar sem þau sjást. Öll aðkoma í miðbænum er með versta móti og kvaðst hún vera hætt að nýta ýmsa þjón- ustu í miðbænum, svo sem á hárgreiðslustofu, því hún geti ekki hugsað sér að þurfa að þjóta út eftir klukkutíma með rúllur í hárinu til að bæta við peningum í stöðumælinn. Það sé engin furða að miðbærinn sé að lognast útaf. GÆLUDÝR Köttur í óskilum Kolsvartur, ómerktur, hálf- stálpaður högni, mjög kelinn, fannst neðst við Laugaveg sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 16863 og vinnusíma 11712. K-BYGGING LANDSPÍTALA Velvakandi góður! Það er mikið talað um að flýta opinberum framkvæmd- um, sem nauðsynlegar teljast, til að sporna gegn atvinnu- leysi. í þessu sambandi ætti K-byggingu Landspítala, sem komin er nokkuð á veg og leys- ir mikinn vanda fullbúin, að vera fremst í forgangsröð. Á tímum verkefnaskorts er hægt að fá mjög hagstæð verktilboð. Þar ofan í kaupið eru fjármunir, sem ella færu í atvinnuleysisbætur, betur komnir í framkvæmd -sem þessari. Ríkið (og borgin) fær og góðan hluta kostnaðar til baka í sköttum. Fjárfesting, sem þegar er til staðar, kemst betur og fyrr í gagnið. Drífum í því að ljúka K- byggingu, bæði til að fjölga störfum á höfuðborgarsvæðinu og leysa viðamikinn húsnæðis- vanda í heilbrigðiskerfinu. Eldri borgari. Rýmingarsala Leðurskór frá 500 Strigaskór frá 390 Stígvél frá 990 ÓkcyiNS lögfræðiaðstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, élag laganema. Fæddir 59 hittumst í Risínu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 20. mars kl. 19.00. Farið verður aftur í tímann í myndum og máli, þetta voru frábærirtímar. Mætum öll, skráning í síma 689689 og 13282. Aðalfundur ÍSLANDSBANKI Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 1993 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 29. mars 1993 og hefst kl. 16:30. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 19. gr. samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Önnur mál, löglega upp borin. ■ Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu í samræmi við ákvæði 16. greinar samþykkta bankans gera skriflega kröfu um það til bankaráðs, Kringlunni 7 (3. hæð), í síðasta lagi 22. mars 1993. ■ Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Ármúla 7 (3. hæð), Reykjavík, 24., 25. og 26. mars kl. 9:15 -16:00 sem og á fundardegi kl. 9:15- 12:00. ■ Ársreikningur félagsins fyrir árið 1992 sem og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað og tíma. ■ Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja atkvæðaseðla og aðgöngumiða sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Reykjavík, 3. mars 1993 s Bankaráð Islandsbanka hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.