Morgunblaðið - 18.03.1993, Qupperneq 52
j>REFALDUR 1. vinningur
MOKGUNBLAniD. ADAIJTRÆTI C. 101 REYKJA VÍK
StMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
200maim-
virki opin
fyrir ifl-
vu*kjum
Tvær trillur fórust í innsig’lingunni að Akranesi í aftakaveðri í gær
Í«»Í|Ég wttBi
Morgunblaðið/Carsten Kristinsson
Leitað úr lofti og á landi
TF SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir Leyni, þar sem brak
úr Akureynni fannst. Björgunarsveitarmenn gengu fjörur í gær og leit
heldur áfram í birtingu í dag. Leitarsvæðið er um 20 km. A innfelldu
myndinni eru félagar í Björgunarsveitinni Hjálpinni með dulu sem talin
er vera úr Akurey.
Morgunblaðið/Sverrir
Tveir sjómenn fórust
og eins er enn saknað
TVEIR sjómenn fórust og eins er saknað eftir að tveir fimm tonna
bátar, Akurey AK 134 og Markús AK 42 sukku í innsiglingunni til
Akraness skömmu eftir hádegi í gær. Aftakaveður gekk yfir um
þetta leyti, suðvestan 6-8 vindstig og gekk á með dimmum éljum
og fjöldi báta á sjó.
Ásrún AK 3 var samsíða Mark-
úsi er hann fékk á sig brot. Tveir
menn voru á Markúsi og tókst skip-
vetjunum á Ásrúnu að ná þeim úr
sjónum. Mennirnir voru úrskurðað-
ir látnir þegar komið var með þá
á sjúkrahúsið á Akranesi.
Vorum samsíða bátnum
„Við vorum samsíða bátnum
þegar þetta gerðist. Ég sneri mín-
um bát frá. Skömmu síðar sáum
við öðrum manninum skjóta upp
úr sjónum en hinn hékk í rekkverk-
inu,“ sagði Skarphéðinn Arnason,
skipstjóri á Ásrúnu AK.
„Við renndum á milli bátsins og
mannsins í sjónum og náðum hon-
um upp með haka. Þegar við nálg-
uðumst þann sem hékk í rekkverk-
inu tók sig upp annað brot og allt
fór í kaf,“ sagði Skarphéðjnn. Hann
og félagi hans, Rúnar Óttarsson,
náðu manninum um borð og héldu
þegar til hafnar.
Fimmtán manns úr Björgunar-
sveitinni Hjálpinni og Hjálparsveit
skáta á Akranesi tóku þátt í leit-
inni að sjómanninum sem saknað
er af Akurey. Laust fyrir kl. 15 í
gær fann TF SIF, þyrla Landhelg-
isgæslunnar, mannlausan gúmbát
Akureyjar og rak hann síðan upp
í fjöru ásamt braki úr bátnum.
Leit að manninum verður haldið
áfram í dag. Ekki er hægt að birta
nöfn sjómannanna þriggja að svo
stöddu.
Sjá ennfremur fréttir og
viðtöl á bls. 22-23.
Kaup Draupnissjóðsins á hlutabréfum í Samskipum
Riftunar krafist á kaup-
unum en málshöfðun ella
STJÓRN Draupnissjóðsins, sem keypti hlutabréf í Samskipum á sl.
ári af Sambandinu fyrir milligöngu Landsbréfa, telur rétt að láta
reyna á ábyrgð seljenda bréfanna, starfsmanna Samskips og ábyrgð
verðbréfamiðlarans með málshöfðun gerist þess þörf. Telur stjórnin
að ekki hafi að öllu leyti verið staðið að sölu bréfanna eins og ætlast
er til í lögum. Þetta kom fram á aðalfundi Draupnissjóðsins sem hald-
inn var í gær. Kom fram að stjórnin fól Brynjólfi Kjartanssyni hrl.
að gera greinargerð um hugsanlega ábyrgð aðila málsins og í fram-
haldi af þeirri greinargerð var honum falið að skrifa seljanda hluta-
bréfanna bréf og krefjast riftunar á kaupunum. Engin viðbrögð hafa
borist frá seljanda.
„AÆTLAÐ er að á öllu landinu
séu um 200 mikilvæg mannvirki
opin fyrir hugsanlegum hermd-
arverkum. Af þeim hafa 30 svo
mikla þýðingu, að skemmd hvers
og eins mundi leiða af sér meiri
háttar röskun á þjóðlífinu. í öðr-
um löndum er öryggis slíkra
mannvirkja ávallt gætt,“ segir í
skýrslu nefndar utanríkisráð-
herra um öryggis- og varnarmál.
Nefndarmenn fjalla m.a. í skýrslu
sinni um innra öryggi á íslandi og
benda á að alþjóðleg hryðjuverka-
starfsemi sé nýtt og erfitt öryggis-
l^Eandamál. Er minnt á að hermdar-
verkamenn hafi sökkt hvalveiðiskip-
um í Reykjavíkurhöfn og því séu það
mikilsverðir öryggishagsmunir að
veija landið í þessu tilliti.
Trilla fékk
á sig brot
jt Vogrum.
TRILLAN Þytur GK frá Vogum
fékk á sig brot á Faxaflóa í gær-
morgun.
Feðgarnir Guðbergur Sigursteins-
son og Magnús Guðbergsson, sem
róa á trillunni, sögðu í samtali við
Morgunblaðið að þetta væri versta
veður sem þeir hefðu lent í og hefði
litlu munað að illa færi en þeir hefðu
þó ekki verið í hættu þar sem trillan
hefði haldið fullu afli.
Þytur er trébátur og varð fyrir
nokkrum skemmdum.
- E.G.
-----» ♦ ♦-----
Búnaðarbankinn
"636 millj.
á afskrift-
arreikning
BÚNAÐARBANKINN lagði alls
636 milljónir á afskriftarreikning
á sl. ári samanborið við 354 miljj-
ónir árið áður. Að auki voru
vaxtatekjur bankans færðar niður
um 300 milljónir í varúðarskyni.
Afskriftarreikningur bankans
nam um áramótin alls um 1.056
milljónum og hækkaði úr 672
"'inilljónum frá fyrra ári. Tap bank-
ans á sl. ári nam alls um 31 millj-
ón eftir skatta.
Jón Adólf Guðjónsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, segir að í uppgjöri
sl. árs hafi verið farið mjög vel yfir
yfír öll útlán og mjög langt gengið
í því að leggja til hliðar fyrir vafa-
sömum útlánum. Ekki séu jafn háar
upphæðir lagðar á afskriftarreikning
á þessu ári. Hann segir þessi auknu
framlög á afskriftarreikning skýra
að mestu leyti slaka afkomu bank-
ans. Einnig sé 135 milljóna framlag
verna lífeyrisskuldbindinga íþyngj-
anUi.
Eigið fé Búnaðarbankans á sl. ári
nam alls um 3.414 milljónum og er
eiginíjárhlutfall samkvæmt svo-
nefndum BlS-reglum áætlað á bilinu
10-10,5% eða nokkuð yfir tilskyldum
8% mörkum reglnanna.
Sjá Bl: „Tap Búnaðarbankans
Y var 31 milljón“
Draupnissjóðurinn keypti hluta-
bréf í Samskipum á sl. ári að nafn-
| virði 15 milljónir á genginu 1,12 eða
| fyrir 16,8 milljónir. „Það er skoðun
Draupnissjóðsins að mikilvægt sé,
ekki síst í upphafí hlutabréfavið-
skipta á opnum markaði að haldið
sé til streitu lagaákvæðum sem ætlað
er að vernda rétt fjárfesta í hlutafjár-
sölu á markaði," sagði Ragnar Ón-
undarson, stjórnarformaður í ræðu
sinni á aðalfundinum. „Við getum
ekki fallist á að þeir sem leita til
sparifjáreigenda komist upp með að
láta villandi upplýsingar í té og við
getum heldur ekki fallist á að vottun
söluaðila séu innantóm orð. Þrátt
fyrir hina almennu viðskiptareglu að
lagðar séu ríkar skyldur á kaupendur
t.d. fasteigna og lausafjár um skoðun
hins keypta, hafa nú verið í lög leidd-
ar sérstakar kröfur til seljenda og
söluaðila hlutabréfa á opnum mark-
aði að erlendri fyrirmynd.
Þrátt fyrir að ekki sé skemmilegt
að gera misheppnaða fjárfestingu að
opinberu máli telur stjórn Draupnis-
sjóðsins að rétt sé að láta reyna á
ábyrgð seljenda bréfanna, starfs-
manna Samskips og ábyrgð verð-
bréfamiðlarans með málshöfðun ger-
ist þess þörf.“