Morgunblaðið - 30.03.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.03.1993, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Út fyrir 200 niílumar Samningur um kaup Útgerð- arfélags Akureyringa á 60% hlut í þýzka útgerðarfyrirtækinu Mecklenburger Hochseefischerei í Rostock var undirritaður fyrr í mánuðinum. Undirritunin, sem fór fram á Akureyri, var niður- staða tæplega tveggja ára ferlis, sem segir athyglisverða sögu. Ráð hf., ráðgjafarfyrirtæki þriggja einstaklinga, sem meðal annars höfðu starfað að ráðgjöf við sjávarútvegsfyrirtæki, hóf fyrir rúmum tveimur árum um- leitanir við stofnanir Evrópu- bandalagsins um kaup á fisk- veiðikvóta af bandalaginu. For- svarsmenn fyrirtækisins fóru út í þetta verkefni meðal annars vegna umræðna hér heima um skertan aflakvóta, of stóran fiskiskipaflota og fleiri vanda- mál, sem hrjá íslenzkan sjávar- útveg. Ekki varð af kvótakaup- um af EB í það skiptið, en verk- efnið beindi hins vegar sjónum Ráðsmanna að útgerðarfyrir- tækinu í Rostock, sem þá hét Rostocker Fischfang Rederei (RFFR). Það var áður hluti geysistórs ríkisrekins sjávarút- vegsfyrirtækis í Austur-Þýzka- landi, en var komið á einkavæð- ingarlista þýzku stjórnarinnar. Rekstur fyrirtækisins gekk ekki vel, en Ráð hf. sýndi áhuga á fyrirtækinu, náði samstarfí við stjórnendur þess um að stokka upp reksturinn og gera margvís- legar áætlanir um endurskipu- lagningu hans, þannig að fyrir- tækið gæti skilað hagnaði. Síð- ast en ekki sízt tóku þeir að sér að reyna að fínna fyrirtækinu nýja eigendur úr hópi íslenzkra útgerðarfyrirtækja og nýta þannig reynslu íslendinga af togaraútgerð til þess að rétta fyrirtækið af. Síðastliðið sumar lagði Ráð hf. síðan áætlanir sínar um rekstur RFFR fyrir nokkur ís- lenzk fyrirtæki og kom þeim í samband við Treuhandanstalt, einkavæðingarfyrirtæki þýzku stjórnarinnar og eiganda RFFR. Grandi, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og ÚA hófu viðræður við Treuhandanstalt og seint á síðasta ári undirritaði ÚA vilja- yfírlýsingu um kaup á 60% hlut í fyrirtækinu. Samningar hafa nú tekizt um að ÚA greiði fyrir hlut sinn 240 milljónir króna, sem er ótrúlega gott verð miðað við að eigið fé fyrirtækisins er 1.300 milljónir. Mecklenburger Hochseefísch- erei á átta frystitogara. Fyrir- tækið hefur veiðiheimildir, sem nema 20-30.000 tonnum, eink- um í karfa, makríl og síld. Með- al annars hefur fyrirtækið veiði- heimildir í grænlenzkri lögsögu og stundar veiðar á Reykjanes- hrygg. Ætlunin er að þau skip fyrirtækisins, sem veiða á mið- um nálægt Islandi, hafi Akur- eyri sem þjónustumiðstöð, leggi þar upp afurðir sínar, sem unnar eru um borð, og sæki þangað vistir og veiðarfæri. Fiskurinn yrði síðan fluttur á markaði er- lendis með íslenzkum skipafélög- um. Eignaraðild ÚA í þýzka fyr- irtækinu mun þannig hafa í för með sér aukin umsvif hér á landi, burtséð frá væntanlegum hagnaði útgerðarfélagsins af rekstrinum. Frá sjónarhóli Þjóðveija er samningurinn, sem var undirrit- aður á Akureyri, einnig mjög hagstæður. Þýzk stjórnvöld líta svo á að þekking og reynsla ís- lendinga af útgerð geti orðið til þess að rekstur Mecklenburger Hochseefischerei verði arðbær, skapi atvinnu og viðhaldi sterkri stöðu sjávarútvegs í sambands- landinu Mecklenburg-Vorpomm- ern, sem fyrst og fremst byggir afkomu sína á hvers konar mat- vælaframleiðslu. Af sögunni um kaup ÚA á Mecklenburger Hochseefischerei má því draga margvíslegan lær- dóm. í fyrsta lagi sýnir hún okk- ur mikilvægi þess að sýna frum- kvæði og „hugsa út fyrir 200 mílurnar", ef svo má segja. Að- standendur Ráðs hf. sáu ekki ástæðu til að takmarka sig við íslenzkan sjávarútveg, heldur eygðu þeir tækifæri til að nýta sérþekkingu íslendinga í þágu sjávarútvegs í öðrum ríkjum. A grunni eigin þekkingar á málun- um og með talsverðri útsjónar- semi tókst þeim að koma kaup- unum í kring. í öðru lagi færir sagan heim sanninn um að sé þor og áræði athafnamanna fyr- ir hendi, er hægt að ná hagstæð- um samningum. Útgerðarfélag Akureyringa reið á vaðið og gerði góð kaup. í þriðja lagi sýn- ir hún að samstarf við erlenda aðila í sjávarútvegi getur aukið tekjur þjóðarbúsins og aukið umsvif. I fjórða lagi má draga þá ályktun af afstöðu hinna þýzku viðsemjenda, að þekking og reynsla íslendinga af sjávar- útvegi sé þekkt og eftirsótt. Þótt ekki blási byrlega í ís- lenzkum sjávarútvegi sem sakir standa, er engin ástæða til að einblína á vandamálin heima fyrir og sitja með hendur í skauti. Sérþekking og reynsla íslendinga af fískveiðum og -vinnslu er í auknum mæli að verða alþjóðleg verzlunarvara. Á undanförnum árum hafa einka- aðilar og stjórnvöld í æ fleiri ríkj- um leitað til íslands eftir sam- starfsaðilum í sjávarútvegi. Þar má til dæmis nefna Namibíu, Chile, Óman og Mexíkó. Grund- völlur þess að samstarf takist, er hins vegar að menn horfi for- dómalaust og fullir sjálfstrausts út á við og leitist við að breyta íslenzku hugviti, þekkingu og dugnaði í útflutningsverðmæti. Framtíðarvaxtarbroddur ís- lenzks sjávarútvegs liggur á fleiri miðum en innan 200 míln- anna. Hrafni Gunnlaugssyni dagskrárstjóra á sjónvarpinu sagt upp störfum Tveggja vinninga sigur Frakka LANDSKEPPNI Islendinga og Frakka í skák lauk á laugardag með sigri Frakka, sem hlutu 51 vinn- ing gegn 49 vinningum Is- lendinga. Keppnin var einnig einstakling- skeppni og veitt voru 10 verðlaun. Úrslitin urðu þessi: 1. -2. Jóhann Hjartar- son og Bachar Kouatly, 7 v. hvor. 2. -3. Karl Þor- steins og Manuel Apicella, 6V2 v. hvor. 5.-9. Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Iosif Dorf- man og Jean-Rene Koch 5'/2 v. hver. 10.-11. Olivier Renet og Eric Prie, 5 v. hvor. Jóhann H'artarson Fyrsta skóflustungan HERRA Sigurbjörn Einarsson biskup tók fyrstu skóflustunguna að hinni nýju kirkju Digranessóknar á sunnudag. Við hina há- tíðlegu athöfn bauð Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar, gesti velkomna, séra Þorbergur Kristjánsson sókn arprestur Morgunblaðið/Kristinn flutti ritningarorð og bæn og kirkjukórinn söng tvo sálma. Hin nýja kirkja mun standa á mótum Digranesvegar og Hlíðavegar í Kópavogi. Framkvæmdir við bygginguna hófust strax en áformað er að vígja kirkj- una í nóvember á næsta ári. Ráðherra hefur áhyggjur af lögmæti uppsagnarinnar HRAFNI Gunnlaugssyni, dagskrárstjóra á Sjónvarpinu, var í gær sagt upp störfum. Astæðan er gagnrýni Hrafns á starfsmenn stofnunarinnar, sem fram kom í sjónvarpsþætti í síðustu viku. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segir að hann hafi áhyggjur af Ijáningarfrelsinu, þegar opin- berum starfsmönnum sé sagt fyrirvaralaust upp fyrir að gagnrýna stofnun þá, sem þeir starfi fyrir. Þá kveðst hann hafa áhyggjur af því, hvort uppsögnin geti verið ólögmæt. Útvarpsstjóri sendi frá sér fréttatil- „Útvarpsstjóri hefur í dag sagt Hrafni kynningu í gær, sem er svohljóðandi: Gunnlaugssyni upp störfum, sem Iðnmenntakerfið gagnrýnt á Alþingi „Á UNDANFÖRNUM árum hafa kvartanir einstakra iðn- greina um skilvirkni iðnmenntakerfisins orðið æ háværari og hafa þær sótt stíft á ráðuneyti menntamála að menntunin í þessum greinum verði bætt. Hérna á ég við iðngreinar eins og prentiðn, málmiðnað, bílgreinar og rafiðnað. Að mati for- svarsmanna þeirra er námið sem opinbera skólakerfið býður upp á allsendis ófullnægjandi og þeir fullyrða að því fari fjarri að nýútskrifaðir iðnnemar uppfylli þær hæfniskröfur sem fagmenn og atvinnurekendur gera til þeirra,“ sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra í þingræðu í gær. Þá var fram haldið umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um að bæta við nýju lagaákvæði í lög um framhaldsskóla sem heimili ráð- herra að efna til tilraunastarfs I starfsnámi og víkja frá'ákvæðum framhaldsskólalaga ef nauðsyn kref- ur. Um þetta tilraunastarf skal haft fullt samráð við fulltrúa atvinnurek- enda og launþega í viðkomandi starfsgrein. I ræðu menntamálaráðherra í gær kom skýrt fram að þetta frumvarp væri ekki flutt af tilefnislausu. Ráð- herra greindi frá harkalegri gagn- rýni sem komið hefur fram á iðn- menntakerfíð. Ráðherra sagði rétt að byijað yrði á að gera tilraunir með virka þátttöku atvinnulífsins í iðnnámi og skipulagningu í stað þess að kollvarpa núverandi fyrirkomu- lagi. Það kom glöggt fram í umræð- um í gær að þingmenn stjórnarand- stöðu töldu einnig að starfsmennta- kerfí framhaldsskólanna væri í um- talsverðum vanda en stjórnarand- stæðingar voru samt mjög efins um að frumvarp menntamálaráðherra væri besta lausnin. dagskrárstjóra Innlendrar dagskrár- deildar Sjónvarpsins. Uppsögnin er gerð samkvæmt þriggja mánaða umsömdum uppsagnarfresti, en frek- ara vinnuframlags er ekki óskað." Hrafn fékk uppsögnina í hendur í gær, en hann kom til starfa hjá sjón- varpinu 10. mars, eftir fjögurra ára leyfi. Heimir Steinsson útvarpsstjóri vildi ekki svara því hver væri ástæða upp- sagnarinnar. „Ég legg ekkert frekar til málsins að sinni en mun tjá mig að eigin frumkvæði síðar ef ástæða þykir til,“ sagði hann. Varð ekki við tilmælum Olafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að honum hefði borist orðsending frá útvarpsstjóra í gær- morgun, um að ákveðið hefði verið að segja Hrafni upp störfum. „Ég hafði strax samband við útvarpsstjóra og aftur um kl. 12.30, að loknum ríkisstjórnarfundi. Þá bað ég hann um að fresta aðgerðinni, en ég vissi að hann ætlaði að skýra fram- kvæmdastjóm ríkisútvarpsins frá henni á fundi kl. 13.30. Útvarpsstjóri varð ekki við þessum tilmælum mín- um og við því er ekkert að segja. Ég hafði hins vegar áhyggjur af af- leiðingum þessa máls. Utvarpsstjóri fullvissaði mig að vísu um að hann hefði haft samráð við lögmann stofn- unarinnar og hann hefði talið þessa aðgerð lögmæta, en ég hef mínar efasemdir um það. Ég geri þó ráð fyrir að útvarpsstjóri hafi þaulhugsað málið.“ Tjáningarfrelsi Menntamálaráðherra sagði að sér fyndist uppsögnin harkaleg viðbrögð við gagnrýni, hvort sem hún væri réttmæt eða ekki. „Mér finnst um- hugsunarvert hvort það sé eðlilegt að vísa Hrafni fyrirvaralaust úr starfi vegna ummæla í sjónvarpsþætti um starfsmenn stofnunarinnar, þótt þau kunni að vera nokkuð hörð. Honum er ekki veitt nein aðvörun, heldur rekinn og ég hef áhyggjur af tjáning- arfrelsinu í því samhengi," sagði ráð- herra. Enginn þrýstingur í yfírlýsingu frá útvarpsstjóra, sem vitnað var til í fréttum Sjónvarpsins á sunnudag, kemur fram að starfs- menn hafi ekki krafist þess að út- varpsstjóri leysti „deildarstjóra nokk- urn“, eins og þar segir, frá störfum. „Alkunna er reyndar, að slík kröfu- gerð yrði til þess eins að festa hlutað- eigandi deildarstjóra í sessi,“ segir í yfirlýsingunni. „Reynslan hefur ítrek- að sýnt, að undirskriftasafnanir og fjöldaáskoranir innan Ríkissjónvarps- ins bera ekki tilætlaðan árangur." Þá segir, að starfsmenn ræði málið af fullri alvöru í sinn hóp, en hafist að öðru leyti ekki að, heldur bíði átekta, uns umræddur deildarstjóri komi heim. „Hvorki einstaklingar né samtök hafa reynt að beita útvarps- stjóra neins konar þrýstingi af þessu tilefni. Mun hann ráða málinu til lykta eftir beztu vitund samkvæmt þeirri ábyrgð, sem honum er falin." Halldóra J. Rafnar, formaður út- varpsráðs, sagði að það hefði gengið á ýmsu í Sjónvarpinu, en hún teldi ekki rétt að tjá sig um málið á þessu stigi, því réttara væri að útvarps- stjóri gerði það. Málið væri enda al- farið á valdi hans, en ekki útvarps- ráðs. Sigmundur Örn Arngrímsstm, að- stoðarmaður dagskrárstjóra, gegnir stöðu dagskrárstjóra innlendrar dag- skrárdeildar fyrsta kastið en staðan verður auglýst fljótlega. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson í gær vegna þessa máls. Útlit er fyrir að erfiðleikar Miklagarðs rýri eignarhlut Sambandsins Engar tryggingar fyrir eftirlaunasamningum FYRRVERANDI forstjórar og framkvæmdasljórar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga hafa engar tryggingar fyrir þeim eftirlaunaréttindum sem þeir hafa áunnið sér hjá fyrir- tækinu. Stjórnendur Sambandsins hafa talið það eiga eignir fyrir þessum skuldbindingum en rýrnun á eignarhlut Sam- bandsins í Miklagarði hf. vegna erfiðleika þess félags er talin geta breytt þeirri stöðu. Sigurður Markússon stjórnar- formaður Sambandsins vill ekkert tjá sig um þetta mál að öðru leyti en því að leggja áherslu á að allir þeir sem eigi þessi réttindi sitji við sama borð, ef það komi á daginn að eignir hrökkvi ekki fyrir öllum eftirlaunaskuldbindingum. Sambandið sjálft hefur skuldbind- ingar gagnvart eftirlaunum Erlend- ar Einarssonar fyrrverandi forstjóra, Guðjóns B. Ólafssonar að hluta á móti Iceland Seafood og íslenskum sjávarafurðum hf. og nokkurra framkvæmdastjóra að hluta eða öllu leyti. Sigurður vildi ekki svara þvi hvort Sambandið hefði bolmagn til að standa við þessa samninga. Sambandið var búið að afskrifa hluta hlutafjáreignar sinnar í Mikla- garði hf. en samkvæmt upplýsingum blaðsins er útlit fyrir að þeir erfíð- leikar fyrirtækisins sem komið hafa í ljós að undanförnu rýri eignarhlut þess enn frekar svo ekki er víst að það eigi fyrir öllum skuldbindingum. Fyrrverandi forstjórar og fram- kvæmdastjórar Sambandsins fá þó að öllum líkindum hluta eftirlauna sinna og eru auk þess í Samvinnulíf- eyrissjóðnum. Sambandið ábyrgt fyrir eftir- launum dótturfélaganna Hlutafélögin sem stofnuð voru um rekstur deilda Sambandsins yfírtóku eftirlaunaskuldbindingar Sam- bandsins gagnvart þeim mönnum sera verið höfðu stjómendur deild- anna. Sigurður sagði að það hefði verið hluti af þeim samningum sem Sambandið gerði við stofnun þessara félaga. Hann sagði að þær hvíldu á félögunum þó þau væru seld, eins og til dæmis Samskip hf. Jötunn hf. var aftur á móti selt í hlutum og fylgdu eftirlaunaskuldbindingamar ekki þeim eignum, að sögn Sigurð- ar. Hann sagði ljóst að ef þessi félög stæðu ekki við samningana féllu eftirlaunaskuldbindingamar aftur á Sambandið sem upphaflega gerði samningana um þá. Niðurstaða ráðgjafahóps um setflutningarannsóknir í Mývatni Námaleyfí Kísiliðjunnar verði bundið við Ytriflóa í 8-10 ár Rannsóknirnar benda til að ekki sé tímabært að hefja dælingu úr Syðrifióa NIÐURSTÖÐUR sérfræðinganefndar sem skipuð var á síð- asta ári til að kanna frekar setflutninga í Mývatni og áhrif þeirra á lífríki vatnsins eru bæði jákvæðar og neikvæðar fyrir Kísiliðjuna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins benda niðurstöðurnar til þess að ekki sé tímabært að hefja dælingu úr Syðriflóa eins og forráðamenn verksmiðjunnar telja nauðsynlegt og að námaleyfið verði áfram takmarkað við Ytriflóa í nokkur ár. Leyfið rennur út í lok mars á síðasta ári var náma- leyfí Kísiliðjunnar takmarkað þannig að vinnsla var bundin við Ytriflóa í eitt ár og rennur námaleyfið því út nú um mánaðamótin. Það kemur ekki að sök þar sem verksmiðjan á hrá- efni til vinnslunnar fram í maí, en þá þarf að hefja dælingu úr vatninu að nýju. í ráðgjafahópi sem skipaður var til að kanna setflutninga í vatninu voru þeir Páll Jensson vélaverkfræð- ingur, formaður, Árni Snorrason vatnaverkfræðingur og Sigurður S. Snorrason vatnalíffræðingur. Niður- staða hópsins var kynnt stjórn verk- smiðjunnar og Náttúruverndarráði fyrir helgi og í dag, þriðjudag, verður hún kynnt sveitarstjórn Skútustaða- hrepps, veiðiréttarhöfum og hérðaðs- nefnd og þá verður síðdegis fundur með starfsfólki Kísiliðjunnar. Á meðan á rannsókn ráðgjafahóps- ins stóð var efnistaka Kísiliðjunnar takmörkuð við Ytriflóa, en forráða- menn verksmiðjunnar telja afar mikil- vægt að fá leyfi til kísilnáms í Bolum, enda telja þeir að hráefni í Ytriflóa þijóti eftir 3-5 ár. í Bolum er álitið að sé svæði sem endist í 60 til 70 ár og að útflutningsverðmæti geti numið um 50 milljörðum króna. Áfram í Ytriflóa Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær benda niðurstöður ráðgjafahópsins á set- flutningum í Mývatni og áhrifum þeirra á lífríki þess til þess að náma- leyfi Kísiliðjunnar verði áfram tak- markað við Ytriflóa í 8-10 ár og að ekki sé tilefni til að færa dælingu kísilkúrs yfír í Syðriflóa, enda séu straumar þar með öðrum hætti en í Ytriflóa. Fjölsóttur Iðnskóladagur IÐNSKÓLINN í Reykjavík hélt sinn hefðbundna Iðnskóladag á sunnudag og var úölmennt að vanda. Á degi þessum er starf- semi skólans kynnt almenningi en nú stunda tæplega 1.700 nemendur nám við skólann að degi til og 237 eru í kvöld- skóla. Meðal þess sem boðið var upp á má nefna kynningu radíóamatöra og sýningu Flugmódelfélagsins. Ekki er annað að sjá en yngstu gestirnir, þar á meðal þær Lára Guðmunds- jdóttir og Hulda Björnsdóttir, hafi skemmt sér bærilega á degi þessum. Undirskriftasöfniin hafín til vamar Brákarsundi Borgamesi. MYNDAÐUR hefur verið stuðningsmannahópur Brákar- sunds í Borgarnesi og undirskriftasöfnun til verndar Brákar- sundi er að fara af stað. Mikil umræða er meðal bæjarbúa í Borgarnesi um örlög brúarinnar yfir Brákarsund og fyrir- hugaða vegfyllingu út í Brákarey. Bæjarstjórn Borgarness mun taka afstöðu til tillögu skipulagsnefndar um lagningu vegfyllingar út í Bráka- rey og að brúin verði gerð að göngu- brú, á bæjarstjórnarfundi 14. apríl næstkomandi. Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri sagði að í þessari viku yrði fundað með þingmönnum Vest- urlands og þar yrði þetta mál til umræðu. Náttúruverndarnefnd á móti vegfyllingu Náttúruverndarnefnd Mýrasýslu fundaði um Brákarsundsmálið sl. laugardag. Álit nefndarinnar hefur ekki verið kunngert en spurst hefur að hún leggist gegn vegfyllingu. Bjarni Valtýr Guðjónsson, formaður nefndarinnar, vildi ekki staðfesta það en sagði fréttaritara að nefndin hefði verið einróma í afstöðu sinni - og að álit hennar byggðist á söguleg- um grunni. Hvatamenn stuðningshóps til verndar Brákarsundi eru þeir Björn Jóhannsson, Guðmundur Guðmars- son, Halldór Brynjúlfsson og Sveinn G. Hálfdánarson. Að sögn Björns Jóhannssonar er undirbúningur að myndun þessa hóps rétt að byija en ljóst sé að hann verði þverpólitískur. Sagði Bjöm að ekki væri verið að vinna gegn bæjárstjóminni með myndun þessa hóps, heldur ætti að ná fram meirihlutavilja bæjarbúa í Brákarsundsmálinu með undir- skriftasöfnun. Einnig væri fyrirhug- að að kanna viðhorf fleiri en Borg- nesinga til þessa máls. TKÞ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.