Morgunblaðið - 03.04.1993, Side 17

Morgunblaðið - 03.04.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 17 Aðhald gegn ágengni löggjafans eftir Ásdísi Erlingsdóttur Allar starfsstéttir í mannlegu samfélagi þurfa aðhald, t.d. þurfa verkamenn aðhald verkstjóra, læknar yfirlækna, blaðamenn rit- stjóra og löggjafinn Alþingi þarf ekki síður aðhald en aðrar starfs- stéttir landsins. En til þess að al- þingismenn fái aðhald þarf m.a. að breyta 11. grein stjórnarskrárinnar og gera forseta íslands ábyrgan í stjórnarathöfnum og forseti velji ráðherra sem sitji ekki á Alþingi. Ef þessi stjórnlagabreyting verð- ur að veruleika mun framkvæmda- valdið vera í umsjá forseta íslands og mun forseti vera sem fram- kvæmdastjóri ásamt ráðherrum til að fylgja eftir í framkvæmd þeim lögum er Alþingi setur. Alþingi er löggjafinn og löggjafarstörfin eru grundvallarstörf alþingismanna og lögin eiga þeir sjálfir að semja ásamt ráðgjöfum sínum, í staðinn fyrir að fá lögin eins og á færi- bandi frá ráðuneytunum. Við þær breytingar munu starfskraftar sér- hvers ráðuneytis nýtast betur í umsjá sérhvers ráðherra sem situr ekki á Alþingi. Forseti íslands og ráðherrar munu skipa embættis- menn á vegum ríkisins, m.a. banka- ráð ríkisbankanna. En vandamálið sem erfítt verður að leysa er í sam- bandi við þá aðstöðu sem alþingis- menn hafa skapað sér í ríkisbönk- um, að gera þá að kosningasjóði sínum til að halda þingsætum. Hér þarf að grípa inn í milliliður sem er óháður kjördæmapoti því að vissulega þarf að hlúa að byggðar- lögum og atvinnuskapandi fyrir- tækjum, en á ábyrgan hátt, en ekki spreða jafnvel milljörðum upp á von og óvon sem þjóðin verður að gjalda fyrir og greiða. Þessu kerfi verður að breyta áður en alþingismenn setja þjóðina á hausinn. Óháður kjördæmapoti Forseti íslands mun verða óháður kjördæmapoti en alþingismenn verða að láta sig hafa það, þar sem þeir eru fyrst og fremst kjörnir fyr- ir ákveðið kjördæmi en forseti ís- lands fyrst og fremst kjörinn fyrir þjóðarheildina. Forseti íslands mun fýlgjast grannt með því að lagasam- þykktir Alþingis séu samhljóma lagagreinum endurbættrar stjórn- arskrár og halda vöku sinni og vera á verði gagnvart hagsmunum og sjálfsákvörðunarrétti byggðarlag- anna, strjálbýlis og þéttbýlis í land- inu. Lagasmíð alþingismanna á ekki að segja til um hvað fólk eigi að vilja og framkvæma, m.a. í búsetu eða brauðstriti, t.d. ætti ekki að sameina sveitarfélögin án sam- þykkis sérhvers sveitarfélags og ekki að hefta eða banna hefðbundin störf eins og hjá smábáta- eða stærri báta eigendum. Slík aðför er að mínu mati brot á mannréttind- um og mannlegri reisn til að sjá fyrir sér og sínum. Athafnafrelsið er dýrmætt og frumkvæði einstak- iinga til að að bjarga sér þarf að lögvernda gegn auðhringamyndun- um en nýstofnuð samkeppnisnefnd er nýmæli hér á landi og er í rétta átt, enda þykir slík tilhögun sjálf- sögð í alvöru réttarfarsríkjum. 26. greinin Dýrmætasta lagagrein núgild- andi stjómarskrár er að mínu mati 26. greinin sem meðal annars veitir löggjafanum aðhald í veigamiklum málum og greiðir veginn fyrir sjálfsákvörðunarrétt fólksins í land- inu. En það stendur hvergi í stjóm- arskránni að forseti íslands verði að segja af sér neiti hann að skrifa undir lög sem þjóðin samþykkir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og í 25. grein stjómarskrárinnar segir: „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta." Þessi lagagrein iofa góðu fyrir forseta íslands ábyrgum í stjómarathöfn- um. „Það er mín skoðun að forsetar lýðveldisins hafi hingað til fetað í sömu fótsporin í stjórn- arathöfnum í þeirri við- leitni sinni að halda stjórnskipan landsins gangandi, en þegar upp er staðið hafa þeir engu skilað af sér til ávinn- ings fyrir sjálfsákvörð- unarrétt 1 brauðstriti þjóðarinnar.“ Vöklin eru sæt! Það getur hver séð sem vill að æðstu stjómvöld landsins hafa verið aðhaldslaus í stjómarathöfnum í gegnum árin og hafa ekki þurft að vera ábyrg gjörða sinna gagnvart þjóðinni á neinn hátt, vegna glopp- óttra stjómskipunarlaga landsins. Það er mín skoðun að forsetar lýðveldisins hafí hingað til fetað í sömu fótsporin í stjórnarathöfnum í þeirri viðleitni sinni að halda stjórnskipan landsins gangandi, en þegar upp er staðið hafa þeir engu skilað af sér til ávinnings fyrir sjálfsákvörðunarrétt í brauðstriti þjóðarinnar. En maðurinn á Bessa- stöðum, forseti íslands Vigdís Finn- bogadóttir, hefír aftur á móti leikið stærra hlutverk en forverar í for- setaembætti til að vekja á sér at- hygli og breytt yfírbragði forseta- embættisins á leikrænan hátt sér að kostnaðarlausu. Löggjafinn Al- þingi og ráðherrarnir, fram- kvæmdavald löggjafans, munu halda áfram meðan stætt er að endurtaka orð fyrirrennara sinna allt frá árinu 1944, að það sé nauð- synlegt að endurskoða stjómar- skrána og nefndir skipaðar á nefnd- ir ofan og þar við situr, því að völd- in em sæt og þægilegast að hugsa: Er á meðan er. Höfundur er húsmóðir i Garðabæ. Ásdís Erlingsdóttir ----—nama------- Sýning um heigina Fíat er kominn aftur og nú á f rábæru verði Sýnum Fíat Uno Arctic, sérbúinn fyrir norðlægar slóðir, í fyrsta sinn á íslandi. Enginn vestur-evrópskur eða japanskur bíll býðst á hagstæðara verði. Uno Arctic er betur búinn en nokkru sinni fyrr og fer vel með fjárhaginn. Verð frá: 687.000 Opið laugardag fra 10-17 og sunnudag frá 13-17. kr. á götuna. Uno arctic -fyrir norðlœgar slóðir ITALSKIR BIIAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.