Morgunblaðið - 03.04.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 37
Jtteöður
r
a
morgun
ASKIRKJA: Ferming og altaris-
ganga kl. 11. Ferming og alt-
arisganga kl. 14. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta Grafarvogssafnaðar kl.
10.30. Fermingarguðsþjónusta
Árbæjarsafnaðar kl. 14. Altaris-
ganga. Organleikari Sigrún
Steingrímsdóttir. Barnaguðs-
þjónusta verður í Ártúnsskóla
og Selásskóla kl. 11. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnastarf
kl. 11 í Bústöðum. Fermingar-
messa kl. 10.30. Fermingar-
messa kl. 13.30. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi
Matthíasson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Fermingar-
guðsþjónusta kl. 13.30. Altaris-
ganga. Ath. breyttan messu-
tíma. Organisti: Daníel Jónas-
son. Samkoma ungs fólks með
hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jón-
asson.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðar-
heimilinu við Bjarnhólastíg kl.
11. Fermingarguðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 10.30. Séra
Þorbergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11. Fjöl-
skylduguðsþjónusta. Prestur
sr. María Ágústsdóttir. Kór
Vesturbæjarskólans syngur
undir stjórn Kristínar Valsdótt-
ur. Skírn. Kl. 17. Föstumessa
með altarisgöngu. Prestur sr.
Hjalti Guðmundsson. Organisti
Marteinn H. Friðriksson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jó-
hannsson.
FELLA- OG HOLAKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 í
umsjá Sigfúsar Ingvarssonar.
Fermingarguðsþjónusta kl. 14.
Prestur sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Organisti Violeta
Smid. Prestarnir.
GRAFARVOGSPRESTAKALL:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Fé-
lagsmiðstöðinni Fjörgyni. Ferm-
ingarguðsþjónusta í Árbæjar-
kirkju kl. 10.30. Organisti Sigur-
björg Helgadóttir. Vigfús Þór
Árnason.
GRENSÁSKIRKJA: Fermingar-
messa og altarisganga kl. 10.30
og kl. 14. Prestar sr. Halldór
S. Gröndal og sr. Gylfi Jónsson.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu-
stund kl. 10. Sr. Sigurður Páls-
son flytur erindi um Biblíuna.
Messa kl. 11. Altarisganga.
Barnastarf á sama tíma. Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Mótettu-
kór Hallgrímskirkju syngur. Org-
anisti Hörður Áskelsson. Aftan-
söngur kl. 17. Sr. Sigurður Páls-
son. Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur. Organisti Hörður
Áskelsson.
HJALLAPRESTAKALL: Messu-
salur Hjallasóknar Digranes-
skóla. Barnaguðsþjónusta kl.
11. Organisti Oddný Þorsteins-
dóttir. Sóknarprestur.
KÁRSNESPRESTAKALL:
Barnastarf í safnaðarheimilinu
Borgum kl. 11. Fermingar-
messa í Kópavogskirkju kl. 14.
Kór Kópavogskirkju syngur.
Organisti Stefán R. Gíslason.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl.
10. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Guðspjall dagsins:
(Lúk. 19.) Innreið Krists
í Jerúsalem.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
10.30. Ferming. Prestarnir.
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Kirkjubíllinn fer um Hlíðar og
Suðurhlíðar á undan og eftir
messu. Messa kl. 13.30. Ferm-
ing. Prestarnir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Fermingar-
messa kl. 11. Prestur sr. Flóki
Kristinsson. Organisti Jón Stef-
ánsson. Kór Langholtskirkju
(hópur II) sýngur.
LAUGARNESKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Drengjakór
Laugarneskirkju og Schola
Cantorum syngja. Drengjakór-
inn syngurfrá kl. 10.45. Prestur
sr. Jón D. Hróbjartsson. Organ-
isti Ronald Turner. Barnastarf á
sama tíma í umsjá Þórarins
Björnssonar. Heitt á könnunni
eftir guðsþjónustu. Fermingar-
messa kl. 13.30. Prestar sr. Jón
D. Hróbjartsson og sr. Sigrún
Óskarsdóttir.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11. Munið kirkjubílinn. Ferm-
ingarmessur kl. 11 og kl. 14.
Prestarnir.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Prestur sr. Sol-
veig Lára Guðmundsdóttir.
Organisti Hákon Leifsson. Sig-
ríður Guðmundsdóttir guð-
fræðinemi prédikar. Barnastarf
á sama tíma í umsjá Eirnýjar
og Erlu.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta laugardag kl. 11. (Ath.
breyttan dag.) Fermingarguðs-
þjónustur kl. 10.30 og kl. 14.
Altarisganga. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Sóknarprestur.
ÓHÁÐI söfnuðurinn: Ferm-
ingarguðsþjónusta kl. 11. Lauf-
ey Sigurðardóttir leikur á fiðlu.
Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja undir stjórn
Kára Þormar organista. Safnað-
arprestur.
FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Organisti Pavel Smid. Cecil
Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Pálmasunnudag messa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Messa kl.
14 og ensk messa kl. 20. Pálma-
vígsla og helgiganga verður á
undan hámessunni kl. 10.30.
Laugardaga messa kl. 14 og
ensk messa kl. 20. Aðra rúm-
helga daga messur kl. 8 og kl.
18.
KFUM og KFUK:
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Pálmasunnudag pálmavígsla í
safnaðarheimilinu kl. 11 og
helgiganga til messu ef veður
leyfir. Helgistund kl. 20.30. Alla
rúmhelga daga messa kl. 18.30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Filad-
elfía: Hátíðarsamkoma kl.
16.30 vegna 20 ára afmælis
Samhjálpar. Barnagæsla.
Barnasamkoma á sama tíma.
Öllum opið.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Helgunarsamkoma og sunnu-
dagaskóli sunnudag kl. 11.
Flokksforingjarnir Thor Narve
og Elbjörg Kvist stjórna og tala.
Kl. 19.30 bænasamkoma.
Hjálpræðissamkoma kl. 20.
Elna Fredhoy frá Noregi talar
guðs orð. Áslaug Haugland
stjórnar.
GARÐASÓKN: Sunnudagaskóli
í Kirkjuhvoli kl. 13. Fermingar-
guðsjjjónustur í Garðakirkju kl.
10.30 og kl. 14. Bragi Friðriks-
son.
VÍÐISTAÐASÓKN: Fermingar-
guðsþjónustur kl. 10 og kl. 14
í Víðistaðakirkju.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Fermingarmessur kl. 10.30 og
kl. 14. Gunnar Gunnarsson leik-
ur á flautu. Organisti Helgi
Bragason. Báðir prestarnir
þjóna.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði:
Fermingarguðsþjónusta kl.
10.30-14. Einar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
KAPELLAN, St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga
daga messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa kl.
8.30. Rúmhelga daga messa kl.
8.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkju-
skóli í dag í Stóru-Vogaskóla kl.
11 í umsjá Bjarna Franks og
Sesselju.
KEFLAVIKURKIRKJA: Ferm-
.ingarguðsþjónustur kl. 10.30 og
kl. 14. Sóknarprestur.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 16.
YTRI-Njarðvíkurkirkja: Ferm-
ingarmessa pálmasunnudag kl.
10.30. Baldur Rafn Sigurðsson.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Fermingarguðsþjónustur í
Lágafellskirkju pálmasunnudag
kl. 10.30 og kl. 13.30. Jón Þor-
steinsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Fermingar-
messa pálmasunnudag kl.
10.30 og kl. 14. Hjörtur Magni
Jóhannsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Ferm-
ingarmessa pálmasunnudag kl.
13.30. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Fermingar-
messa pálmasunnudag kl.
10.30 og kl. 14. Svavar Stefáns-
son.
STOKKSEYRARKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma í kirkjunni í dag laugardag
kl. 11.30 í umsjá Hauks Jónas-
sonar. Kirkjuskóli yngstu barn-
anna í safnaðarheimilinu Vina-
minni kl. 13 í umsjá Axels Gú-
stafssonar. Fermingarguðs-
þjónustur á sunnudag kl. 11 og
kl. 14. Á mánudag altarisganga
fermingarbarna og aðstand-
enda þeirra kl. 19.30. Björn
Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta verður í
Borgarneskirkju kl. 11. Sóknar-
prestur.
HVAMMSTANGAKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Síð-
asta barnasamvera fyrir páska.
Byrjum aftur sunnudaginn 18.
apríl á sama tíma. Kristján
Björnsson.
BREIÐABÓLSSTAÐARKIRKJA:
Hátíðarmessa vegna 100 ára
vígsluafmælis kirkjunnar á
pálmasunnudag kl. 14. Herra
Bolli Gústavsson, Hólabiskup,
prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sóknarpresti; kirkjukórar
úr Víðidal og frá Hvammstanga,
Vatnsnesi og úr Vesturhópi
leiða söng og flytja kórverk auk
þátta úr þýskri messu, og kvint-
ettinn Voces Thules syngur
messuþætti frá 16. öld. Kirkju-
kaffi í Vesturhópsskóla efrir
messu. Kristján Björnsson.
Minning
Páll Sigurgeirsson,
Fiijum íKöldukinn
Fæddur 22.- september 1925
Dáinn 26. mars 1993
Páll Sigurgeirsson, bóndi og bif-
reiðastjóri á Fitjum í Köldukinn,
lést hinn 26. þessa mánaðar eftir
langa og stranga sjúkdómsbaráttu.
Hann var því á 68. aldursári sem
ekki telst hár aldur, auk þess sem
hann bar aldur sinn ávallt svo vel
að hann leit út fyrir að vera miklu
yngri. Þeim mun sviplegra er frá-
fall hans.
Páll var sonur hjónanna Sigur-
geirs Pálssonar og Kristínar Hólm-
fríðar Jónsdóttur sem voru búendur
á Granastöðum í Kinn. Hann ólst
upp í stórum systkinahópi. Bræður
hans, sem komust á legg, voru Jón
í Arteigi og Klemens í Artúni. Syst-
urnar voru fjórar: Stefanía og Sig-
ríður, báðar látnar, og Ólína og
Alfheiður sem búa í Reykjavík.
Reyndar var hópurinn stærri ef
frændsystkinin eru talin með, en á
Granastöðum bjuggu einnig bræður
Sigurgeirs, Jón og Vilhelm. Um
skeið bjuggu í gamla Granastaða-
bænum hátt í 20 manns sem litu á
sig nánast sem eina fjölskyldu.
Sigurgeir Pálsson lést árið 1945
þegar yngri systkinin voru enn á
barnsaldri. Hann hafði þá hafið
byggingu nýbýlis í landi Grana-
staða, Ártúns, og kom það í hlut
eldri systkinanna að ljúka bygging-
unni, taka við búskap og halda
heimili móður þeirra sem átti lengi
við vanheilsu að stríða. Hafa þeir
bræður æ síðan haldið sig á heima-
slóðum og löngum verið orðlagðir
fyrir samheldni, dugnað og hagleik
sem þeir áttu kyn til. Staðurinn
hefur blómstrað og nú búa afkom-
endur Sigurgeirs og Kristínar þar
í fimm íbúðarhúsum.
Páll stundaði nám í Héraðs-
skólanum á Laugum, en vann síðan
við búskap og vörubílaakstur. Síð-
ari árin annaðist hann akstur skóla-
barna í Hafralækjarskóla í Aðaldal.
Árið 1974 steig Páll mikið gæfu-
spor þegar hann kvæntist Margréti
Jónsdóttur frá Fljótshólum í Árnes-
sýslu. Þau reistu sér fljótlega nýbýl-
ið Fitjar þar sem þau bjuggu sér
myndarlegt heimili ásamt sonum
sínum, þeim Sigurgeiri, sem nú er
tvítugur, Þorvaldi 18 ára og Gesti
á tíunda ári. Þau hjón voru sérlega
góð heim að sækja, gestum var
tekið af alúð og rausnarskap. Páli
fylgdi jafnan glaðværð og oft gust-
aði hressilega af honum þegar hann
lét skoðanir sínar í ljós, enda hafði
hann viðkvæma og ákafa lund.
Ekki leyndi sér að ástríki og ein-
drægni ríkti með þeim hjónum og
kom það best í ljós þegar heilsu
Páls tók að hraka. Þá var Margrét
honum ómetanlegur styrkur.
Páll mágur minn var vandaður
og traustur maður, rækti störf sín
af trúmennsku og kostgæfni og var
vinur vina sinna. Góðvild hans og
hjálpsemi fengu margir að reyna.
Og þegar grimmur sjúkdómur svarf
að honum síðustu árin, sýndi hann
ótrúlegt baráttuþrek og þolgæði svo
að eftir var tekið.
Páll hafði því til að bera mann-
kosti sem allir geta verið stoltir af.
Megi það verða öllum eftirlifandi
ástvinum hans til huggunar og
gleði.
Páll Bjarnason.
í dag kveðjum við móðurbróður
okkar Pál Sigurgeirsson á Fitjum í
Köldu-Kinn, sem lést eftir erfiða
sjúkdómslegu 26. mars sl.
Páll var fæddur á Granastöðum
22. september 1925, sonur hjón-
anna Kristínar Jónsdóttur og Sigur-
geirs Pálssonar, sem þar bjuggu.
Var hann þriðji í röð sjö barna sem
upp komust, en þrjú dóu í bernsku.
Á Granastöðum var þríbýli og
margmennt. Systkinin ólust upp við
fremur kröpp kjör þess tíma og
þurftu snemma að leggja sitt af
mörkum, lærðu ung að vinna. Fað-
ir þeirra féll frá á miðjum aldri
1945, en það ár stofnuðu þau nýbýl-
ið Ártún í landi Granastaða með
móður sinni Kristínu.
Samhliða félagsbúskap í Ártúni
stundaði Páll alla tíð akstur. Hann
var um skeið mjólkurbílstjóri, vann
við vegagerð, greip í fólksflutninga
og sá um akstur skólabarna hin
síðari ár.
Þessum starfsvettvangi tengjast
fyretu minningarnar um frænda
okkar. Leið hans lá oft um Húsa-
vík. Þar sátum við um ferðir hans
og slepptum engu færi á að fljóta
með honum í bílnum. Á þessum
árum var ekki bíll á okkar heimili
og var oft leitað til Palla um akst-
ur, hvort heldur um var að ræða
heimsókir í Kinnina eða aðra snún-
inga. Var hann alltaf aufúsugestur
heima.
í bílstjórastarfinu nutu eiginleik-
ar hans sín vel. Honum var greið-
vikni í blóð borin, dugnaður og sam-
viskusemi einkenndu öll hans verk.
Hann var varfærinn ökumaður,
enda var ferill hans áfallalaus.
Hann var hagleiksmaður og
framfarasinnaður, lék allt í hendi
er að vélum laut, sem kom sér vel
í starfi hans.
Páll var glaðsinna maður og fé-
lagslyndur, átti létt með að kynnast
fólki. Hann hafði ríka réttlætis-
kennd og var ódeigur í baráttu þar
sem hann beitti sér. Gat verið bráð-
ur í hita leiksins en ekki langrækinn
og góður vinur í raun.
Árið 1973 kvæntist Páll Mar-
gréti Jónsdóttur frá Fljótshólum í
Árnessýslu. Með því varð mikil
breyting á högum hans, og duldist
engum hvað það var honum mikið
ánægjuefni að stofna til fjölskyldu.
Þau reistu nýbýlið Fitjar í landi
Ártúns og bjuggu þar sjálfstæðu
búi síðan. Þau eignuðust þijá syni,
Sigurgeir f. 1973, sem siglir á far-
skipum, Þorvald f. 1975, við nám
í Bændaskólanum á Hvanneyri og
Gest f. 1983.
Sambúð þeirra varð skemmri en
skyldi. Fyrir tæpum þremur árum
kenndi Páll þess sjúkdóms, sem nú
hefur dregið hann til dauða og hafa
þessi ár síðan verið honum og fjöl-
skyldunni mjög erfið. Hann þurfti
að gangast undir hveija stóraðgerð-
ina á fætur annarri, sem mikil
áhætta fylgdi. í þessari baráttu
sýndi hann fádæma æðruleysi og
ótrúlegt þrek allt til síðustu stund-
ar. Engu að síður hlaut það að taka
á fjölskylduna að fylgjast með sjúk-
dómsstríði hans, sem oft var kvala-
fullt, og batavonin dvínandi eftir
því sem tíminn leið.
Margrét og synirnir hafa mikils
misst, þar sem genginn er ástríkur
eiginmaður og faðir. Megi minning-
in um hans óbilandi baráttuþrek
verða þeim aflgjafí á þessum erfiðu
tímum og um alla framtíð.
Um leið og við kveðjum frænda
okkar með þökk, vottum við og fjöl-
skyldur okkar Margréti og sonun-
um, svo og öðrum ástvinum dýpstu
samúð.
Páll, Sigurgeir og Hólmfríður.