Morgunblaðið - 03.04.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.04.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁPRÍL 1993 fclk f fréttum NEMEND ALEIKHÚ S FS Sýningin hitti í mark hjá áhorfendum Leikfélag nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðumesja, Vox Arena, frumsýndi gamanleikinn „Hreinn umfram allt“ („The Imp- ortance of Being Earnest“) eftir Oscar Wilde á sal skólans föstu- dagskvöldið 26. mars og fékk sýningin feiknarlega góðar við- tökur hjá áhorfendum og greini- legt að sýningin hitti í mark. Leik- félagið Vox Arena var stofnað árið 1981 og árið eftir stóð félag- ið að sinni fýrstu sýningu sem var Gildran eftir Robert Thomas. Engin starfsemi var hjá félaginu þar til árið 1986 en síðan hefur það verið með leiksýningar á hverju ári. Nú voru viss tímamót í sögu Vox Arena því þetta var í fyrsta skipti sem leikfélagið sýnir verk í húsnæði skólans en leikur- inn var sýndur í hinum nýja sal sem tekinn var í notkun í haust. Stjórn uemendafélagsins lét sig ekki Biöndai vmstri til hægri eru: Ingvar Evfiöra Ú frunisymnguna, frá FS Maddý AndrésdóttirÍjaldkeri nínemendafélags mað“r to«‘ «W».ari ASZM.Si^,ðM»« Skólafólk á frumsýningu. F.v.: Ester Hjartardóttir nemandi í Verzlunarskóla íslands, Hrund Hólm nemi í FS og Kristín Gunnarsdóttir nemi í FS. Eftir vel heppnaða frumsýningu. Frá vinstri eru: Heiða Rafnsdóttir, þá Maríurnar þijár, María Guðmundsdóttir, María Rut Reynisdóttir, María Júlía Pálsdóttir og Burkni Birgisson. Þorsteinn Bachmann leikstjóri er fyrir miðri mynd og hægra megin við hann ér Gísli Níels Einarsson. Bylting í háreyðingu ONETOUCHVAXTÆKI Auðveld langtíma eyðing á óæskilegum hárum með heitu vaxi. Einfalt og hreinlegt í notkun. Pakkningin inniheldur hitatæki, tvær stærðir af vaxfyllingum og vaxborða. Útsölustaðir: flestar snyrtivöruverslanir, apótek og snyrtivörudeildir stórmarkaða. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Það ætti að verða páskaiegt á heimilum þessara stúlkna. ss Páskaskraut í Vogum Að undanförnu hefur æskulýðs- ráð í Vogum staðið fyrir öflugu æskulýðsstarfi í félagsheim- ilinu Glaðheimum, þar sem tekið er í margvísleg spil og farið í leiki og nokkur kvöld hafa krakkarnir föndrað fyrir páskana. Á myndinni sjást ungar Vogastúlkur með páskaföndur sem þær unnu á þess- um kvöldum og munu síðan nota til að skreyta heima hjá sér um páskana. FYRIRSÆTUR Elite-kóngnrinn genginn út Það var engu líkara en um tískusýn- ingu væri að ræða þegar hinn fimm- tugi John Casablancas, eigandi Elite- skrifstofunnar, gekk að eiga hina 17 ára brasilísku Aline Wermelinger nú fyrir stuttu. Þegar athöfninni var lokið tóku rúmlega tuttugu ljósmyndarar að mynda hjónin í móttökusalnum, sem allur var skreyttur liljum og orkídeum. John Casablanca, sem hefur sjálfur kallað sig glaumgosa á undanförnum árum, hefur tvívegis áður verið giftur og á börnin Cecile, 22 ára, og Julian, 14 ára, hvort með sinni konunni. Áline Wermelinger hefur aftur á móti vart komið nálægt karlmönnum og er trúuð, saklaus ung kona, að eigin sögn. í ágúst síðastliðnum var hún valin til að taka þátt í Elite-keppninni og í þeim til- gangi flaug hún til New York í septem- ber. Henni tókst ekki að sigra í keppn- inni en vann hins vegar hjarta Casablanc- as, sem segir að þegar þau fóru að vera saman hafi tilfinningin verið eins og að vera í framhaldsskóla. Hann segist hafa skilað Aline heim snemma á kvöldin og þau hafi sofið hvort í sínu hótelherberg- inu. Þremur mánuðum eftir að þau kynnt- ust fór John Casablancas til Cordeiro, þar sem Aline bjó, til að hitta foreldra hennar, föðurinn José Augusto, 49 ára bókhaldara, og móðurina Ednu 47 ára saumakonu. Þau urðu strax hrifin af væntanlegum tengdasyni — enda jafn- aldrar hans. Aline hefur bæði gefið skólann og fyr- irsætustörfin upp á bátinn tii að geta John Casablancas segist ekki geta lofað að hjóna- band þeirra Aline Wermel- inger endist, enda er 33ja ára aldursmunur á þeim. fýlgt eiginmanni sínum eftir og snúast alfarið í kringum hann. Þetta eru hans kröfur, en í staðinn segist hann von- andi geta gefið henni ást og tryggð, því hann viðurkennir að enn renni heitt, ólgandi blóð í glaumgosaæðum hans. „Ég er ekki að segja að hljóna- bandið endist um alla ævi, en hver veit?“ segir hinn nýgifti John Casablancas með bros á vör. COSPER Megum við fá lánaða óbijótanlegu dúkkuna þína í smá- stund?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.