Morgunblaðið - 03.04.1993, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRIL 1993
Ast er...
Að hlusta aftur og aftur
á skilaboðin hans á sím-
svaranum þínum
TM Reg. U.S Pat OH,—all rights reserved
• 1993 Los Angeles Times Syndicate
Snyrtistofur eru sann-
arlega ekki jafn góðar og
hér áður fyrr
HÖGNI HREKKVÍSI
/.HÖSWI .'HÖÖMI' HVCR CR
þeSSI HöéiNI ?"
Auðvitáð lifi ég í fortíð-
inni. Það er miklu ódýrara!
BEÉF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
„Rækt mun við þetta lögð“
Frá Aðalheiði Sigurbjörnsdóttur:
MÖRGUM er tamt að nefna at-
vinnuleysi í sömu andrá og eitt-
hvað mannskemmandi og sálar-
drepandi fyrirbæri. í þeim tilfellum
þar sem manneskjan lifir og hrær-
ist fyrir vinnuna eingöngu og
sinnir fáu öðru ella, getur þetta
auðvitað átt við þegar hópur verð-
ur atvinnulaus og bölmóður magn-
ast í allri fjölmiðlaumræðu ... en
á hinn bóginn gengur þetta hugar-
far ekki gefi fólk sér tíma fyrir
eitthvað annað en vinnu og þá er
spurt iim lifibrauð en ég spyr ...
skiptir það máli hvaðan gott kem-
ur? Það lifa allir á einhveiju og
nú á tímum er það bara alls ekk-
ert óheiðarlegt að vera atvinnulaus
því sumir geta ekki unnið, aðrir
fá ekki starf við hæfi og nokkrir
vilja ekki vinna fyrir aðra. Það er
til vinna (þó ekki sé alltaf fyrir
lifibrauði) sem er líka vinna og
ekki síður mikilvæg eins og það
til dæmis að vinna í sjálfum sér -
þroska tilfinningar og efla félags-
þroska samfélagsvitund o.s.frv.
Oft heyrist sagt: Hann sat aldr-
ei aðgerðarlaus eða henni féll aldr-
ei verk úr hendi. Þetta er gömul
tugga sem rtú er orðin að merking-
arleysu. Með allskonar spakmæl-
um hefur landinn verið að ala á
samviskubiti þess sem ekki starfar
með striti heldur með viti. Menn
mega þó ekki gleyma að ætla sér
af. Ekki er alltaf að marka verks-
ins mál því menn gera margt sem
miður er eiga að dylja hvað býr í
þeirra innsta eðli. Nú á atvinnu-
leysistímum reynir sérstaklega á
frumkvæði fólks til að skapa sér
atvinnutækifæri sjálft og hvað er
þá að því að draga sig í hlé og
hugleiða, safna í sarpinn og koma
ferskur og nýr eftir reynslu af
öðrum sviðum eftir að hafa þreifað
sig áfram, reynt nýjar leiðir og
jafnvel uppgötvað ný sannindi svo
ekki sé talað um - þróa hugmynd-
ir - hugsanir og skoðanir.
„Mér er nær að halda að bót
verðí eigi ráðin á hinum alvarleg-
ustu samfélagsmeinum fyrr en
maðurinn kemst upp á lag með
að láta sér lynda að vera iðjulaus
rétt eins og iðja. Sá tími kemur
að sú kunnusta þyki eitt af megin-
skilyrðum hversdagslegrar ham-
ingju. Gífurlegt þrek þarf til að
vera iðjulaus. Latur maður er síst
af öllu fær um það. Letinginn
flöktir. Sá sem kann að vera iðju-
laus er stöðugur eins og fjall.
Hann virðir fyrir sér útúr kyrrð.
Hið hljóða í sálinni hefur tekið
völd. Þá ljúkast upp nýir heimar.
Þá lærist að una við það sem býr
í manninum sjálfum:
Að hlusta fremur en tala, skoða
fremur en aðhafast. Eg hygg þetta
sé þeim mönnum eðlilegt sem kall-
aðir eru vitrir. Og maður verður
skáld þó hann yrki ekki, gefur sér
næði til að láta sér detta í hug,
finna hugmyndir líða hjá eins og
skýjaflota yfir bláa heiðríkjuna og
ræktar þann mjúkleika hugans
sem er óumflýjanlegt skilyrði fyrir
innspírasjón - sem er ijúfari og
gjafmildari en elia ef hann truflar
ekki návist hennar með því að
reyna ða hneppa hana í viðjar orða
og forma. í því efni á það við að
sá fær allt sem einskis biður.
Rækt mun við þetta lögð í framtíð-
inni þegar hin grófa lífsbarátta
er úr sögunni og maðurinn á ekki
við neitt að glíma nema sjálfan
sig. Þá liggur ekkert á, eftir engu
að hlaupa og mönnum skilst að
athöfn og iðjuleysi eiga að réttu
lagi að skiptast á eins og svefn
og vaka.“
Þessi orð hér að ofan eru tekin
úr bókinni „Að sjá öðruvísi“ eftir
Sighvalda Hjálmarsson, úr kaflan-
um - afrakstur iðjuleysisins.
Stundin er runnin upp - við
getum verið þakklát fyrri kynslóð-
um sem stóðu í hinni grófu lífsbar-
áttu til þess að auðvelda komandi
kynslóðum lífið - en okkar tíma
lífsbarátta er líka erfið en hún er
öðruvísi og við verðum að gera
okkur grein fyrir því á hvaða tíma
við lifum. Þróunin heldur áfram
og allt stuðlar þetta að (samverk-
andi til góðs) því að við verðum
meiri menn. Það er sárt til þess
að vita að atvinnulausir upplifi sig
sem hálfa menn og ættu þeir að
sækja heim upplýsingar til Islands
um sína líka erlendis sem hafa
löngu sögu að segja í þessum efn-
um.
Það má finna bæði kvöl og
sælu við hvert hlutskipti - og það
sem í fyrstu reynist erfitt gæti átt
eftir að verða manns mesti gleði-
gjafí þegar fram líða stundir. (Ég
tala af reynslu ogþekkingu). Sjálf-
ur J.F.K. fullyrti að iðjuleysi væri
of erfitt hlutskipti fyrir sig - hann
valdi þá auðveldu leið að sinna
stjórnmálum. (Mín skoðun).
Ég vil leggja það til að atvinnu-
lausir efli og rækti sín áhugamál
og þeir sem eiga í tómstundavand-
ræðum fari að líta í kringum sig,
því „Forvitnir eru alltaf að
smakka“ eins og pizzusalinn orð-
aði það - já áhuginn er fyrir öllu
og trúlega það sem mun halda í
okkur lífinu þegar upp er staðið.
Skoði maður vel - þá kemur mað-
ur líka auga á ýmislegt. Hér á
landi er sitthvað að gerast á mörg-
um vígstöðvum og flestir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
- settu þig í spor öldunganna og
hinna óvinnufæra - hvað yrði um
fólkið ef það hefði ekki áhuga-
mál? Eða eins og Gísli Brynjólfsson
skáld orðaði það: „Það er undar-
legt að maður skuli alltaf verða
að vinna sér inn peninga, eins og
maður hafí ekki nóg annað að
gera.“
AÐALHEIÐUR
SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
ljóðskáld og myndlistarkona.
Yíkveiji skrifar
A
Ibyijun vikunnar tók sumartími
gildi á meginlandinu. Þá er
klukkan í Vestur- og Mið-Evrópu
orðin tveimur klukkustundum á
undan klukku íslendinga, sem
hafa sama tímann allt árið. Það
er spurning hvort þessi tímamis-
munur kemur ekki niður á alþjóð-
legum samskiptum stofnana og
fyrirtækja, en meirihluti símtala
og faxsendinga til útlanda fer til
meginlands Evrópu. Kunningi
Víkveija benti honum á þá stað-
reynd, að þegar íslendingar eru
mættir í vinnuna, búnir að fá sér
kaffí og vaknaðir — um tíuleytið
á morgnana — eru meginlandsbú-
ar á leiðinni í hádegismat. Þeir
koma aftur til vinnu á milli ellefu
og tólf, en þá eru íslendingar á
leiðinni í mat. Þegar íslendingar
mæta aftur til vinnu eftir matinn
— kl. eitt til tvö, eru megin-
landsbúarnir farnir að tygja sig
til heimferðar. Kannski er kominn
tími til að taka upp sumartíma.
xxx
Orðalag og orðaval í auglýsing-
um hættir aldrei að koma
Víkveija á óvart. Fyrir skömmu
auglýsti bílasala nokkur stærsta
„innisal" á landinu. Hvemig ætii
útisalurinn hjá bílasalanum líti út?
xxx
Iútvarpsauglýsingu fyrir herra-
kvöld Hauka í Hafnarfirði var
„leynigestur“ kvöldsins sagður
vera Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra. Ekki er gestur-
inn sérstaklega leynilegur þegar
hann er auglýstur í útvarpinu!
xxx
Víkveiji fylgdist með þættinum
Tæpitungulaust í Ríkissjón-
varpinu í vikunni, sem nú er að
líða. Þar tóku fréttamennirnir Pét-
ur Matthíasson og Helgi E. Helga-
son á móti Steingrími Hermanns-
syni, formanni Framsóknarflokks-
ins og fyrrum forsætisráðherra.
Skilningur Víkveija á þessum
þætti var sá, að taka ætti viðmæl-
endur fréttamanna „á beinið".
Fréttamenn ættu að vera óvægnir,
vel undir búnir og ekki láta pólitík-
usana komast upp með neinn
moðreyk. Sú reyndist alls ekki
raunin. Þeir Helgi og Pétur virtust
gjörsamlega óundirbúnir og Stein-
grímur óð yfír þá án þess að svara
spumingum þeirra beint eða vera
krafinn nánari skýringa. Hann
komst upp með að halda því fram
að erlendar skuldir hefðu aukizt í
tíð núverandi ríkisstjórnar án þess
að þar kæmi fram að erlendar
skuldir hefðu aukizt sem hlutfall
þjóðartekna vegna samdráttar í
útflutningi. Fleiri slík dæmi mætti
nefna. Þar sem Víkveiji er, eins
og aðrir landsmenn, skyldaður til
þess af Alþingi að greiða afnota-
gjöld af þessari sjónvarpsstöð,
fínnst honum það lágmark að
starfsmenn hennar séu starfi sínu
vaxnir. í þessum þætti talaði einn
maður tæpitungulaust, viðmæl-
andi frettamannanna. I allri um-
ræðunni um spamað á ríkisfjöl-
miðlunum stingur Víkveiji því upp
á því að í næstu tæpitungulausum
þáttum, verði engir spyrlar. Gestur
þáttarins fái hins vegar að halda
hálftíma ræðu ótruflaður. Þannig
kemur hann sjónarmiðum sínum
betur á framfæri.