Morgunblaðið - 03.04.1993, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 03.04.1993, Qupperneq 51
;nr -rq(i / q - i - , / í_rn / n-L/, t T'CÍlPIC'ÍÍ nin A io:/'!r)UnW MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 SKIÐAMÓT ISLANDS Á AKUREYRI Besti árang- ur Kristins l^ristinn Björnsson frá Ólafs- firði keppti á sterku al- þjóðlegu svigmóti í Svíþjóð á fimmtudag og varð þriðji. Meðal keppenda voru margir af bestu skíðamönnum Svía sem hafa tekið þátt í heimsbikarmótunum í vetur. Kristinn hlaut 25 fís- stig (alþjóðleg styrkstig) sem er langbesti árangur hans í vetur; hann átti best áður 32 fis-stig. Sigurvegari í mótinu var Niklas Nilsson frá Svíþjóð og landi hans, Mats Eriksson, varð ann- ar. Kristinn keppir ekki á Skíða- móti íslands, en valdi þess í stað norska meistaramótið sem fram fer um helgina. Hann reiknaði með að komast í fyrsta ráshóp í sviginu, en þar keppa allir bestu skíðamenn Norðmanna. Kristinn hefur verið við nám í skíðamenntaskóla í Geilo og lýkur þaðan námi í vor. Hann hefur þegar fengið boð um að æfa með skólaliðinu næsta vetur vegna frammistöðu sinnar. Landsbank\ww Morgunblaðið/Valur Gullf silfur og brons í sömu fjölskyldu að er næsta fátítt að ein og sama fjölskyldan hreppi gull, silfur og bronsverðlaun á Skíðalands- móti. En á Skíðamóti íslands á Akureyri í gær náðu systkinin, Vilhelm, Brynja Hrönn og Hildur, þessum árangri. Vilhelm sigraði í stórsvigi karla og systur hans, urðu í öðru og þriðja sæti í svigi kvenna. Foreldrar þeirra eru Þóra Hildur Jónsdóttir og Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á togaranum Bald- vini Þorsteinssyni. Hildur fylgdist með bömunum sín- um í Hlíðarfjalli í gær en Þorsteinn var við veiðar á Kópanesgranni út af Vestfjörðum. Hann fylgdist þó með gengi krakkanna í gegnum farsíma. Þorsteinn var sjálfur keppnismaður á sínum yngri árum og eins systir hans, Margrét. Það má því búast við að umræðu- efnið á heimilinu snúist að einhverju leyti um skíða- íþróttina. KNATTSPYRNA Caniggia fbann? JT’ Itölsk blöð sögðu frá því á mið- vikudaginn að einn leikmaður Róma hafí fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn Napolí 21. mars. Ekki var sagt frá því hvaða leikmaður hafí fallið á prófinu, en í gær var sagt frá því að það væri Argentínumað- urinn Claudio Caniggia. Sagt var að kókaín hafí fundist í þvagsýni hans. „Þetta er hræðilegasta stund lífs míns. Ég hef ekki tekið nein ólögleg lyf. Ég bíð eftir að fá nánari upplýs- ingar um málið,“ sagði Caniggia, sem fer aftur í lyfjapróf á þriðjudag- inn. Caniggia á yfír höfði sér sex mánuða til tveggja ára bann, ef lyfjaprófið verður jákvætt. Þá myndi hann missa af HM-keppninni í Bandaríkjunum, ef Argentína leik- ur þar. HSÍ fékk tveggja millj. kr. styrk Handknattleikssamband ís- lands fékk tveggja milljón króna styrk úr Afrekmannasjóði ISÍ vegna þátttöku í heims- meistarakeppninni í Svíþjóð. Níu íþróttamenn eru á styrk frá Afrekmannastóði. Fjórir eru í a-fiokki - með 80 þús. kr. styrk á mánuði: Einar Vilhjálmsson, Vésteinn Hafsteinsson og Sig- urður Einarsson, fijálsíþrótta- menn og Bjarni Á. Friðriksson, júdókappi. Fimm eru í b-flokki, með 40 þús. kr. styrk. Pétur Guðmundsson og Martha Ernst- dóttir, fijálsíþróttamenn, Krist- inn Björnsson og Daníel Jakobs- son, skíðamenn og Freyr Gauti Sigmundsson, júdómaður. Vilhelm hóf keppni eins og henni lauk ífyrra — meðsigri VILHELM Þorsteinsson frá Akureyri byrjaði keppni á Skíðamóti íslands eins og hann lauk því í fyrra — með sigri. Hann varð ífyrsta sinn íslandsmeistari á sfðasta landsmóti í samhliðasigi og í gær bætti hann öðrum titli við, í stórsvigi. „Það má segja að þessi ís- landsmeistaratitill sé meiri alvörutitill því samhliðasvigið hefur allt- af verið hálfgerð aukagrein. Ég get ekki sagt að sigurinn hafi komið á óvart þvf ég hef æft erlendis í fimm mánuði í vetur og vissi því að ég ætti góða möguleika,11 sagði Vilhelm. Vilhelm náði besta brautartíman- um í báðum umferðum stór- svigsins. Hann hafði 0,75 sek. í for- ■■■■■■■ skot á Amór Gunn- ValurB. arsson frá ísafirði Jónatansson eftir fyrri ferð og var skrifarfrá o,94 sek. á undan Akureyrí samanlagt eftir báð- ar umferðir. Ömólfur Valdimarsson frá Reykjavík varð þriðji, rúmlega tveimur sek. á eftir Vilhelm. Þessir þrír voru í nokkrum sérflokki. „Ég reiknaði með harðari keppni, sérstaklega frá Ármenningunum sem hafa verið við æfingar í Frakklandi í vetur. Ég hef aldrei verið í eins góðri æfíngu og núna. Ég var í Geilo í Noregi og æfði þar með skólanum sem Kristinn Bjömsson er í. Nú er stefnan að komast í landsliðið sem verður valið í lok mánaðarins. Ef það tekst mun ég æfa á fullu í allt sum- ar og reyna að komast á Ólympíuleik- ana í Lillehammer næsta vetur,“ sagði Vilhelm. Hann sagði að æfíng- amar f vetur hafí kostað mikla pen- inga en hann hefði unnið sér þá inn með því að fara á sjó með föður sín- um, Þorsteini Vilhelmssyni skip- stjóra. Arnór Gunnarsson, sem er frændi Vilhelms og var með honum í Geilo, sagði að hann hefði næstum því keyrt á portvörð í fyrri umferð og það hefði kostað hann dýrmætan tíma. „En ég er ánægður með síðari umferðina og nú er bara að standa sig í sviginu," sagði Amór. Ömólf- ur Valdimarsson kom nokkuð á óvart með því að ná þriðja sæti því hann hefur lítið sem ekkert æft í vetur vegna náms f læknisfræði. „Ég hef aðeins æft í hálfan mánuð og get því vel við unað.“ Valdemar Valde- marsson, sem varð íslandsmeistari í stórsvigi 1990 og keppir nú fyrir Neskaupstað, var með fjórða besta tímann eftir fyrri ferð en keyrði út úr brautinni í síðari umferð er hann átti aðeins þijú hlið eftir í markið Morgunblaðið/Valur Jónatansson Vilhelm Þorsteinsson og Harpa Hauksdóttir. Harpa í fótspor föður síns Harpa Hauksdóttir frá Akureyri náði að feta í fótspor föður síns, Hauks Jóhannssonar, er hún varð íslandsmeistari í svigi. Hún hafði mikla yfirburði og var rúmlega fimm sekúndum á undan næsta keppanda. Systumar Brynja Hrönn og Hildur, Þorsteinsdætur höfnuðu í öðru og þriðja sæti og fjórða Akureyrarstúlk- an, Sandra B. Axelsdóttir, varð í 4. sæti. Haukur Jóhannsson var einn besti skíðamaður landsins fyrir 20 árum og varð margfaldur íslandsmeistari og það má því segja að eplið falli ekki langt frá eikinni. „Það hefur alltaf verið markmiðið að feta í fót- spor pabba. Þetta var ótrúlega auð- velt og skemmtilegt. Ég átti alveg eins von á sigri, en tnaður veit aldrei fyrirfram. Ég er búin að æfa mun meira en allar hinar stelpumar í vet- ur og á þvi að hafa forskot, annars væri eitthvað að. Það hefði að vísu verið skemmtilegra að sigra ef Ásta Halldórsdóttir hefði verið með, en það er enginn sem tekur af mér þennan titil," sagði Harpa. Systumar Brynja Hrönn og Hildur nældu í silfrið og bronsið og það kom nokkuð á óvart að yngri systirin, Brynja, var á undan Hildi. María Magnúsdóttir frá Ólafsfirði var talin sigurstangleg fyrir svigið, en hún féll úr keppni í fyrri ferð; krækti fyr- ir stöng í miðri braut og var þar með úr leik. Veður og skíðafæri var eins og best verður á kosið í Hlíðarfjalli, sól og hægur vindur. Brautirnar vom harðar þannig að þær grófust ekki mikið. í dag keppa stúlkurnar í stór- svigi og strákamir í svigi. ■ VALDIMAR Pálsson, fyrrum leikmaður Þórs í knattspymu, sem lék með Dalvík sl. keppnistímabil, hefur gengið til liðs við 1. deildar- liðs Vals. ■ GRÍMUR Hergeirsson, hand- knattleiksmaður, sem hefur leikið með norska félaginu Elverum, mun ekki leika með Selfyssingum í úrslitakeppninni, eins og fyrirhug- að var. Grímur viðbeinsbrotnaði í leik um helgina. ■ GUÐMUNDUR Benediktsson, sem leikur með Ekeren í Belgíu, er meiddur og getur ekki leikið með knattspyrnulandsliðinu skipað 18 ára leikmönnum gegn Rúmeníu. B DAÐI Pálsson frá Vestmanna- eyjum tekur sæti Guðmundar. Unglingaliðið leikur í Plopeni í Rúmeníu á miðvikudaginn. B ANDREAS Dörhöfer, hand- knattleiksmaður hjá Gumm- ersbach í Þýskalandi, hefur samið við Grosswallstadt og leikur með félaginu næsta vetur. Sigurður Bjarnason leikur sem kunnugt er með Grosswallstadt. B DÖRHÖFER er örvhent skytta og fyrmm landsliðsmaður. Hann* hefur gert 1.435 mörk í 277 leikjum með Gummersbach, og hefur Jochen Fraatz hjá Essen einn gert fleiri mörk í Þýskalandi en Dörhöfer. B ÁSTÆÐA þess að Dörhöfer flytur sig um set er að hann fékk góða vinnu hjá Deutsche Bank í Frankfurt, en Grosswallstadt er í grenndinni. B GUNNAR Petterson er hættur sem þjálfari norska karlandsliðsins í handknattleik. Skv. fréttum ytra er ástæðan sú að Petterson sætti sig ekki við launalækkun sem norska handknattleikssambandið bauð honum í nýjum samningi; hann átti að lækka úr andvirði fjög- urra milljóna íslenskra króna í þtjár. KARFA / NBA NewYorká sigurbraut ^■atrick Ewing fór á kostum þeg- ■ ar New York Knicks vann sinn^* fímmtánda heimaleik í röð - 91:83 gegn Cleveland Cavaliers. Ewing, sem var útnefndur leikmaður NBA- deildarinnar í mars, skoraði 30 stig og tók tólf fráköst. Hann skoraði sextán stig í fyrri hálfleik, en í leik- hléi hafði New York yfir 45:32. Þetta var fjórði sigurleikur New York í röð og þrettándi sigurleikur- inn í síðustu fimmtán leikjum fé- lagsins. John Starks, sem skoraði 22 stig og átti ellefu stoðsendingar, kom mikið við sögu í leiknum. Þegar Cleveland náði að minnka muninn í 76:70 þegar sex og hálf mín. var til leiksloka, tók Starks til sinna-^r ráða og skoraði tvær þriggja stiga körfur, 83:72. New Jersey Nets lagði Miami Heat að velli, 95:82, og vann þar með sinn áttuna heimasigur í röð. Derrick Coleman skoraði 21 stig og tók tíu fráköst fyrir heimamenn. Houston Rockets vann Milw- aukee Bucks 121.115. Hakeem Olajuwon skoraði 24 stig og Vernon Maxwell 21 fyrir Houston, en Eric Murdock skoraði 22 stig fyrir Milw- aukee og Anthony Avent skoraði 21 stig og tók þrettán fráköst. Alonzo Mourning skoraði 30 stig fyrir Charlotte Hornets, sem lagði Orlando Magic á útivelli, 102:93, eftir að félagið hafði tapað fimm leikjum í röð. Shaquille O’Neal lék ekki með Orlando, en hann var í leikbanni fyrir að slá Alvin Robert- son í leik gegn Detroit sl. þriðju- dag. O’Neal varð einnig að greiða 640 þús. ísl. kr. í sekt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.