Morgunblaðið - 18.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 87. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS • • Turgnt Ozal forseti Tyrk- lands látinn Ankara. Reuter. TURGUT Özal, forseti Tyrklands, lést á sjúkrahúsi í Ankara í gærmorgun. Özal, sem var 66 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús í flýti í kjölfar þess að blóðþrýstingur hans lækkaði skyndilega sem leiddi til hjarta- truflana. Talsmaður (jzal Özals sagði að hugsan- lega hefði þreyta verið valdurinn að veikindum forsetans en hann var ný- kominn úr tveggja vikna ferð um Mið- Asíu. Árið 1987 gekkst hann undir mikla hjartaaðgerð. Árið 1988 er Özal var forsætisráðherra var honum sýnt banatilræði á þingi Föðurlandsflokks- ins. Özal var aðstoðarforsætisráðherra 1980-1982, forsætisráðherra Tyrklands 1983-1989 og forseti Tyrklands frá nóvember 1989 til dauðadags. Husamettin Cindoruk, forseti tyrk- neska þingsins, mun gegna embætti forseta þar til þingið kýs arftaka Özals. Maójakkinn ekki í tísku MAÓJAKKINN, sem um áratuga skeið var helsti klæðnaður milljóna Kínveija, virðist nú endanlega vera kominn úr tisku. Að sögn blaðsins Beijing Daily hætti stærsta fyrirtækið á sviði maó- jakka framleiðslu í fyrra þar sem allar birgðageymslur voru fullar. Nú hefur fyrirtækið lækkað verð á jökkunum um 60% til að reyna að örva eftirspurn. Þá hafa stór vöruhús orðið að loka sérdeild- um fyrir jakkana vegna lítillar aðsóknar. Clinton boðið á saxófónhátíð Á NÆSTA ári verða 100 ár liðin frá því Adolphe Sax, sem fann upp saxófóninn, fæddist. Mikil hátíðahöld verða vegna þessa í fæðingaborg hans, Dinant í Belg- íu. Haldin verður mikil saxófónhátíð, þar sem um þúsund bestu saxófónleikarar heimsins munu koma fram og hefur m.a. Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, verið boðið. Vonast skipuleggjendur há- tíðarinnar til að forsetinn, sem er mikill unnandi saxófóntónlistar, verði á ferð um Evrópu á þessum tíma og geti skot- ist til Dinant í leiðinni. SNJOMOKSTUR Morgunblaðið/Sverrir Tveir sakfelldir, tveir sýknaðir í Rodney King-málinu Hervörður á götum úti vegna ótta við óeirðir Los Angeles. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KVIÐDÓMUR í borginni Los Angeles í Bandaríkjunum sýknaði í gær tvo lögreglu- menn af ákæru um að hafa misþyrmt blökkumanninum Rodney King. Tveir lög- reglumenn voru hins vegar fundnir sekir. Óttuðust yfirvöld síðdegis í gær að óeirðir myndu bijótast út í borginni sökum þessa. Málið þykir eitt það merkasta í sögu banda- rískra dómsmála. Áhugamaður tók upp á myndband er lög- reglumennimir fjórir þeir Stacey Koon, Tim- othy Wind, Laurence Powell og Theodore Bris- eno, börðu á Rodney King við handtöku í marsmánuði árið 1990 og hrakyrtu hann. Lög- reglumennirnir voru sýknaðir af dómstól í apríl í fyrra og brutust þá út mestu óeirðir í sögu Bandaríkjanna sem kostuðu 53 menn líf- ið. í kjölfar þess ákvað George Bush, þáver- andi Bandaríkjaforseti að málið skyldi tekið upp að nýju. í kviðdómnum sátu níu hvítir menn, tveir blökkumenn og einn maður af spænskum uppruna. Mikill viðbúnaður hefur verið í borginni undanfama daga af hálfu lögreglu. Öryggis- gæsla í Los Angeles hafði verið aukin til muna á föstudagskvöld að staðartíma er sú tilkynning barst að kviðdómurinn hygðist gefa út yfirlýsingu. Lögreglumönnum á vakt var ekki leyft að fara til síns heima og voru í gær tífalt fleiri lögreglumenn að störfum en á venjulegum laugardegi. Þá em sveitir frá þjóð- varðliði og sjóhemum einnig reiðubúnar að láta til sín taka, gerist þess þörf. Öryggisráðið lýsir Srebrenica griðasvæði Hótar hertum aðgerðum Sameinudu þjóðunum, Sarajevo, London. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti aðfaranótt laugardagsins yfirlýs- ingu þar sem bærinn Srebenica í Bosníu er sagður griðasvæði undir vernd Samein- uðu þjóðanna. Var umsátursliði Serba skipað að hafa sig á brott ella yrðu refsiaðgerðir hertar til muna. Talstöðvaáhugamenn í Srebrenica sögðu í gær að hart væri barist í bænum sjálfum. Bílalest á vegum SÞ hélt í kjölfar yfirlýsing- arinnar til Srebrenica með matvæli og lyf en henni var snúið við er fregnir bárast af hörð- um stórskotaliðsárásum á þeirri leið sem hún átti að aka. RÁÐHERRAR ÓÁNÆGÐIRENLÉTU G0TTHEITA VGRÐBRÉÍ48ALI Í WALL STRÍEt LIFIÐ í LANDINU Ljósmyndasamkeppni fréttaritara Morgunblaðsins 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.