Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDAGL'R 18. APRÍL 1993
KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga kvikmyndina Forever Young
með hinum ástralska Mel Gibson í aðalhlutverki. Þessi rómantíska ævintýramynd
Qallar um tilraunaflugmann sem er frystur árið 1939 og vaknar 53 árum síðar
Einn sá vinsælasti
á hvíta tjaldinu
MEL Gibson er vafalítið einn vinsælasti
kvikmyndaleikari nútimans, en þessi 37 ára
gamli ástralski leikari hefur eignast fjölda
aðdáenda um víða veröld allar götur síðan
hann lék í Mad Max, sem tíeorge Miller
(Lorenzo’s Oil) leikstýrði.
ftir að hafa lokið menntaskólaprófí í Ástralíu
stundaði hann nám í Leiklistarskóla ríkisins í
Sydney (NIDA), og að loknu prófí þaðan fékk
hann hlutverkið í Mad Max sem umsvifalaust
gerði hann að stjömu á hvíta tjaldinu.
Þrátt fyrir velgengnina í Mad Max innritaðist Gibson
á nýjan Ieik í NIDA til frekara náms og einnig til að
afla sér reynsiu sem sviðsleikari. Hann fluttist síðan
til borgarinnar Adelaide þar sem hann gekk til liðs við
Ríkisleikhús Suður-Ástralíu og fékk hann mikið lof
fyrir frammistöðu sína á sviði.
Gibson snéri sér fljótlega aftur að kvikmyndaleik og
fyrir hlutverk sitt í myndinni Tim hlaut hann verðlaun
áströlsku kvikmyndastofnunarinnar sem besti leikari í
aðalhlutverki. í kjölfarið fylgdu svo stríðsmyndirnar
Attack Force Z og Gallipoli, sem Peter Weird leik-
stýrði, en fyrir leik sinn í henni fékk hann aftur verð-
laun áströlsku kvikmyndastofnunarinnar sem besti leik-
arinn.
Persónan sem Gibson lék í Mad Max öðlaðist líf á
nýjan leik i höndum hans í Kvikmyndinni The Road
Warrior (1982) og aftur í Mad Max Beyond the Thund-
erdome (1986), en í þeirri mynd lék Gibson á móti
Tinu Tumer. í millitíðinni lék hann aftur undir stjóm
Peters Weirs, og þá í myndinni The Year of Living
Dangerously á móti Sigoumey Weaver. Einnig lék hann
á sviði í Sölumaður deyr eftir Arthur Miller og í kvik-
myndinni The Bounty þar sem hann Iék Fletcher Christ-
ian.
Fyrsta bandaríska kvikmyndin sem Mel Gibson lék
í var The River þar sem hann lék á móti Sissy Spac-
ek. Því næst lék hann fanga sem dregur eiginkonu
fangavarðar á tálar (Diane Keaton) í myndinni Mrs.
Soffel, og árið 1987 lék hann í fyrsta sinn hinn hvik-
lynda Martin Riggs í myndinni Lethal Weapon. Síðan
lék hann á móti Michelle Pfeiffer, Kurt Russel og Raul
Julia í Tequila Sunrise, og árið 1989 var hann mjög
afkastamikill, því þá lék hann í Lethal Weapon 2, gam-
anmyndinni Bird on a Wire með Goldie Hawn, Air
America og síðan Hamlet sem kvikmynduð var í Skot-
landi og Englandi. Rólegri tími fylgdi svo í kjölfarið en
í fyrra var Lethal Weapon 3 fmmsýnd.
Vinsældir Mel Gibson hafa skilað sér í góðum tekjum
fyrir hann, því núorðið tekur hann ekkert hlutverk að
sér fyrir minna en 12 milljónir dollara. Það eru þó
ekki aðeins peningamir sem freista hans, en hann Iegg-
ur orðið mikla áherslu á að myndimar sem hann leikur
í séu vandaðar í alla staði. Næsta sumar verður frum-
sýnd fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir, The man
Without a Face, en í henni leikur hann einnig aðalhlut-
verkið. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Isabelle
Holland og fjallar um samband fyrrverandi kennara
sem skaddast hefur í andliti og 14 ára gamals drengs.
Ungur að eilífu
KVIKMYNDIN Forever Young með Mel
Gibson í aðalhlutverki hefur verið tekin
til sýninga hjá Sambíóunum, en þetta er
rómantísk ævintýramynd með vísinda-
skáldsögulegu ívafi. I myndinni leikur
Gibson bandarískan tilraunaflugmann
sem skömmu fyrir síðarí heimsstyijöld-
ina verður fyrir áfalli þegar hann missir
sína heittelskuðu skyndilega og býðst
hann þá til að taka þátt í tilraunaverk-
efni þar sem hann er frystur með þeim
afleiðingum að hann vaknar ekki úr dva-
lanum fyrr en 53 árum síðar. Ráðvilltur
í heimi sem hann þekkir ekki kemst hann
í kynni við 11 ára gamlan dreng og
móður hans, sem á vissan hátt gefa hon-
um annað tækifærí í lífinu.
Flugkennsla
Daniel kennir hinum unga vini sínum að fljúga.
Ástin blómstrar
Veröldin hrynur skyndilega hjá Daniel þegar
kærastan hann fellur skyndilega frá.
Sagan hefst árið 1939, en þá
leikur lífíð við tilraunaflug-
manninn Daniel
McCormick (Mel Gibson)
og skemmtir hann sér konunglega
við allt sem hann tekur sér fyrir
hendur. Hann er í draumastarfínu
sem flugmaður á B-25 sprengju-
flugvél og í tygjum við konuna sem
hann hefur elskað frá unglingsár-
unum, Helen (Isabel Glasser), og
Harry (George Wendt), er besti
vinur hans og félagi, en hann er
með afbrigðum snjall vísindamað-
ur.
Þannig leikur lífíð við Daniel sem
hefur öðlast allt sem hugur hans
gimist, en þó á hann við ákveðið
vandamál að stríða. Þessi maður
sem getur óhræddur horfst í augu
við hvetja hættuna á fætur annarri
í starfi sínu fer nefnilega allur í
hnút þegar hann leiðir hugann áð
málum sem eru tilfínningalegs eðl-
is og ef hann þarf að tjá tilfínning-
ar sínar verður hann alveg Iqaft-
stopp. Þannig fær hann brauðfætur
aðeins við tilhugsunina um að biðja
Helenar og í hvert skipti sem það
hvarflar að honum ákveður hann
að sá gjömingur að bera upp bón-
orðið geti beðið morgundagsins.
En allt í einu dynur óhamingjan
yfír í lífí Daniels við skyndilegt frá-
fall Helenar. Hann verður nú að
horfast einsamall í augu við lífið
og tilveruna, vitandi að hann hafði
aldrei tjáð einu konunni sem hann
hefur elskað tilfinningar sínar til
hennar á fullnægjandi hátt. Harmi
lostinn ákveður Daniel að taka þátt
í leynilegu tilraunaverkefni á sviði
lághitafræði þar sem líkami hans
er frystur, og fyrir slysni fellur
hann í dvala sem varir í 53 ár.
Hann vaknar á nýjan leik einn og
yfirgefinn árið 1992, og í breyttum
heimi og umhverfí sem hann þekk-
ir ekki er hann vægast sagt mjög
ráðvilltur.
Fljótlega kemst Daniel í kynni
við 11 ára gamlan dreng, Nat Coo-
per (Elijah Wood), sem misst hefur
föður sinn og móður hans (Jamie
Lee Curtis). Hjartnæmt samband
þeirra leiðir Daniel þá staðreynd
fyrir sjónir að þó tíminn bíði ekki
eftir neinum manni þá gildi það
sama ekki um hina einu sönnu ást.
Höfundur handritsins að Forever
Endurvakinn
Þeir félagar Nat og Felix hrökkva í kút þegar þeir uppgötva til-
veru Daniels sem legið hefur í dvala í 53 ár.
Young er hinn 24 ára gamli Jeffrey
Abrams, en hann hreifst af þeirri
hugmynd að fjalla um mann sem
skyndilega er kastað inn f veröld
sem hann þekkir ekki. Hann ákvað
hins vegar að nota ekki þennan
efnivið til þess að gera venjulega
tímaflakksmynd heldur raunveru-
lega ástarsögu. Abrams skrifaði
handritið þegar hann var að vinna
við annað verkefni sitt sem var
kvikmyndin Regarding Henry með
Harrison Ford í aðalhlutverkinu.
Hann var að vinna við klippingu
þeirrar myndar þegar honum barst
sú fregn að Mel Gibson vildi taka
að sér aðalhlutverkið í Forever
Young og kom það honum algjör-
lega úr jafnvægi.
Leikstjóri forever Young er Steve
Miner, en hann hafði getið sér gott.
orð fyrir að leikstýra bæði róman-
tískum ástarmyndum og myndum
með börnum í aðalhlutverkum, en
þungamiðjan í Forever Young ér
það samband sem myndast milli
Daniels og hins 11 ára gamla Nats
Coopers, sem fínnur í Daniel þann
föður sem hann hefur aldrei eign-
ast. Steve Miner hlaut á sínum tíma
bandarísku leikstjóraverðlaunin
fyrir að stjórna fyrsta þættinum í
hinni vinsælu sjónvarpsþáttaröð
Bemskubrek og stjómaði hann gerð
þeirra þátta og leikstýrði á árunum
1988-1989, en þá féllu honum
einnig tvenn Emmy-verðlaun í
skaut. Meðal kvikmynda sem hann
hefur leikstýrt eru Wild Hearts
Can’t Be Broken, sem er rómantísk
mynd byggð á sönnum atburðum,
og gamanmyndimar Soul Man og
House. Meðal sjónvarpsmynda sem
hann hefur gert eru þættimir um
æskuár Elvis Presley, sem sýndir
hafa verið í sjónvarpi hér á landi.
Vinsæll
MEL Gibson tekur til hend-
inni í kvikmyndinni Forever
Young sem Sambíóin hafa
tekið til sýninga.