Morgunblaðið - 18.04.1993, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993
Margrét S. Bjarna-
dóttír - Minning
Fædd 26. október 1902
Dáin 10. apríl 1993
Margrét Sigurlína Bjamadóttir
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund 10. apríl sl. Margrét var
fædd í Kötluholti í Fróðárhreppi á
Snæfellsnesi og ólst þar upp í
hópi tíu systkina sem öll eru látin
nema eitt, Bjami Jóhannes. For-
eldrar hennar voru hjónin Bjami
Sigurðsson og Ingibjörg Gunn-
laugsdóttir. Móður sína missti
Margrét, þegar hún var á 13. ári
og eftir það vora yngstu systkinin
með pabba sínum í .Kötluholti,
ásamt seinni konu, Kristjönu að
nafni. Margrét ólst upp í föðurhús-
um til tvítugs, en þá fór hún til
Reykjavíkur og vann þar við ýmis
störf, meðal annars í fiskvinnslu
hjá Thor Jensen.
Margrét talaði oft um upp-
vaxtarár sín og alltaf var bjart
yfir þeim minningum og þó að lífs-
baráttan hafi verið hörð gætti
aldrei kala til þeirrar tíðar í frá-
sögn hennar. Hún sagði að þau
hefðu alltaf haft nóg að borða, en
að hún hefði gengið berfætt öll
sumur því að ekki vora til skór á
'allan bamahópinn. Einnig sagði
hún okkur frá því þegar þau systk-
inin vora send til að snara rjúpu
í matinn.
í Reykjavík kynntist hún eigin-
manni sínum, Kristjáni Kristjáns-
syni, sem þá var nemi í Stýri-
mannaskólanum. Þau giftu sig 13.
júní 1925. Hún fór síðan með hon-
um til Flateyrar og þar bjuggu
þau til haustsins 1963, er þau
fluttust suður til Reykjavíkur. Á
Flateyri vora þau með smá búskap
** eins og gerðist í þá daga. Kristján
var á sjónum eða sem landróðra-
maður. Margrét vann við físk-
vinnslu með húsmæðrastörfunum.
Hjónaband Margrétar og Kristjáns
var einstaklega farsælt og þau
hjón mjög samhent. Þau eignuðust
fjögur böm, tvær dætur og tvo
drengi. Böm þeirra era: Anna,
- fædd 1925, gift Vilhelm Þorsteins-
syni, búsett á Akureyri og eiga
þau fímm böm; Sigurður Ásgeir,
fæddur 1928, giftur Emu Jens-
dóttur, búsettur í Reykjavík og
eiga þau fjóra syni; Ingibjörg
Margrét, fædd 1934, fyrri maður
hennar var Fred Nelson og áttu
• þau fímm böm, seinni maður A1
Duhon en hann er nú látinn. Hún
er búsett í Nýju Mexíkó í Banda-
ríkjunum; Guðmundur Kristján,
fæddur 1944, giftur Matthildi
Kristjánsdóttur, búsettur í Reykja-
vík og eiga þau fjögur börn.
Þegar Margrét missti mann sinn
árið 1979 átti hún mjög erfítt um
tíma að sætta sig við það. Mar-
grét var hannyrðakona mikil og
hafði næmt auga fyrir hvers konar
útsaumi og öðrum hannyrðum og
liggja eftir hana ótalin verk sem
verða til gleði fyrir afkomendur
hennar. Og er eiginlega óskiljan-
legt hversu miklu hún afkastaði
þegar þess er gætt að hún vann
utan heimilis mestan sinn búskap.
Margrét var dul kona sem ekki
flíkaði tilfinningum sínum, en var
í þess stað raungóð með afbrigð-
um. Veit ég að hún hjálpaði oft
þar sem þess þurfti með, en vildi
ekki að um það væra höfð mörg
orð. Ég kynntist Margréti fyrst
þegar ég kom til Reykjavíkur til
að hitta Guðmund, son hennar.
Það er óhætt að segja að mér var
tekið opnum örmum. Ég hafði þá
fengið mér leigt herbergi úti í bæ,
en þau vildu ekki heyra annað
nefnt en ég flyttist til þeirra í
Sörlaskjól 72 þar sem þau bjuggu
í tveggja herbergja íbúð. Við
bjuggum hjá þeim í fjögur ár, á
meðan við voram að koma undir
okkur fótunum og eignast íbúð.
Þar fæddist fyrsta barnið okkar
og Margréti munaði ekkert um að
passa það svo að ég gæti unnið
úti. En þá vann hún sjálf úti hálf-
an daginn. Þar sem íbúðin var
ekki stór létu þau okkur eftir
svefnherbergið en sváfu sjálf í
stofunni. Ég er eiginlega alveg
undrandi á því í dag hvernig þau
þoldu okkur svona lengi. Ég man
að ég var ekki alltaf sammála
tengdaföður mínum. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum, en
okkur Margréti varð aldrei sund-
urorða. Það þakka ég henni því
að hún var einstök geðprýðis-
manneskja og gerði alltaf gott úr
öllu. Ég man t.d. að Margrét sagði
oft við mig þegar ég hjálpaði til
við húsverkin: „Láttu þetta eiga
sig, þú færð nóg af þessu þegar
þú ferð sjálf að búa.“ Hún var
sjálf dugnaðarforkur og ósérhlífín.
Margrét var trúuð kona, þótt
hún kysi að geyma þær skoðanir
með sjálfri sér. Hún var ekki að
keppa í lífsgæðakapphlaupinu,
heldur skipti það hana mestu máli
að börnunum hennar vegnaði vel.
Margs góðs er að minnast og
margt að þakka nú að leiðarlokum.
Ég vil þakka tengdamóður minni
fyrir allt sem hún gerði fyrir mig
og ég veit að bömin hennar þakka
henni allt. Hún var góð móðir. Ég
veit að nú líður henni vel.
Ég vil fyrir hönd bama hennar
þakka öllu starfsfólki á Elli- og
hjúkranarheimilinu Grand fyrir
umönnun hennar seinustu árin.
Matthildur.
Margrét Sigurlína Bjamadóttir
lézt á Elli- og hjúkranarheimilinu
Grand í Reykjavík 10. apríl sl. í
hárri elli, rúmlega níræð.
Útför hennar verður gerð frá
Fossvogskapellu, mánudaginn 19.
apríl kl. 15.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AUÐUR HARALDSDÓTTIR,
Grettisgötu 90,
sem lést þann 10. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 19. apríl kl. 10.30.
Ari Pálsson,
Míldríður H. Kay, Tryggvi Eiríksson,
Haraldur Arason, Jenný B. Sigmundsdóttir,
Halldóra Aradóttir
og barnabörn.
t
Föðursystir okkar,
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Furugerði 1,
Reykjavík,
áður til heimilis Vonarstræti 3, Iðnó,
lést í öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, 16. apríl.
Fyrir hönd vandamanna,
Erla Bjarnadóttir,
Guðrún Jósteinsdóttir.
Margrét fæddist og ólst upp í
Kötluholti á norðanverðu Snæ-
fellsnesi (Kunnum sögustað úr
Eyrbyggju) í hópi tíu systkina.
Móður sína missti hún ung að
áram. Eins og títt var um börn
og unglinga á þeim árum varð
skólagangan ekki löng, far-
kennsla, brot úr vetri um þrjú til
fjögur ár. Foreldrar hennar vora:
Bjarni Sigurðsson, fæddur 18. júní
1863, dáinn 14. apríl 1947, bóndi
og sjómaður jöfnum höndum, og
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fædd
25. maí 1865, dáin 25. júní 1916,
þegar Margrét dóttir hennar, sem
hér er minnst, er á fermingar-
aldri. Þau hjón Bjarni og Ingibjörg
bjuggu á Höfða og í Kötluholti.
Lífsbaráttan var hörð á þessum
áram. Ung fór Margrét að vinna
fyrir sér. Um tvítugt fór hún til
Reykjavíkur til þess að freista
gæfunnar og vinnur m.a. í físki
hjá Thor Jensen. Á sínum fyrstu
misseram í Reykjavík kynnist hún
Kristjáni J. Kristjánssyni frá Flat-
eyri við Önundarfjörð, en hann var
þá í Stýrimannaskólanum og lauk
fískimannaprófi 1924. (Kristján
var móðurbróðir undirritaðs, bróð-
ir Lovísu, sem gift var Ibsen Guð-
mundssyni bátsformanni á Suður-
eyri við Súgandafjörð). Fljótlega,
og reyndar við fyrstu kynni, felldu
þau Margrét og Kristján hugi sam-
an og gengu í hjónaband á fögram
og sólríkum sumardegi vestur á
Flateyri, heimkynnum brúðgu-
mans, hinn 13. júní 1925. Dagur
þessi, sem var svo fagur og bjart-
ur og Flateyrin og Önundarfjörð-
urinn skörtuðu sínu fegursta í
veðurblíðunni, var eins og góður
fyrirboði um sambúð og hjónaband
Möggu og Stjána, en svo vora þau
jafnan kölluð af okkur ættfólki
þeirra og vinum. Þau vora einstak-
lega samhent hjón, og samtaka
og samlíf þeirra frá upphafi til
leiðarloka fullt af birtu og sól-
skini, svo að sjaldan eða aldrei bar
þar skugga á. Var það mjög haft
á orði í hópi þeirra, sem þau gerzt
þekktu og þótti eindæmi, hversu
samhuga þau vora í öllu, sem þau
tóku sér fyrir hendur.
Kristján Jónas, maður Margrét-
ar, var'yngstur sex bama Krist-
jáns Bjama Guðmundssonar og
Önnu Guðmundsdóttur, sem
bjuggu á Flateyri. Kristján Bjami
tók ungur stýrimannspróf og var
sjómaður og stýrimaður á ýmsum
skipum framan af ævi. Hann var
sonur Guðmundar í Hrafnseyrar-
húsum, Jónssonar prests á Álfta-
mýri, Ásgeirssonar prófasts í Holti
í Önundarfírði (bróður Þórdísar,
móður Jóns Sigurðssonar forseta).
Anna var dóttir Guðmundar bónda
í Breiðadal í Önundarfirði, Guð-
mundssonar hreppstjóra á Hóli á
Hvilftarströnd, Pálssonar hrepp-
stjóra á Höfða í Dýrafirði.
Margrét og Kristján Jónas hófu
búskap sinn á Flateyri og vora í
sambýli með foreldram hans,
Önnu og Kristjáni Bjarna. Sam-
býli þetta reyndist hið bezta og
varð langvarandi, sem er nokkuð
óvenjulegt, þegar um svo náin
skyldmenni er að ræða. Hversu
giftusamlega þetta tókst var ekki
sízt geðprýði Margrétar að þakka.
Kristján Bjami tengdafaðir henn-
ar, var mikið ljúfmenni, svo mikið
að segja mátti um hann að hann
væri hugljúfí hvers manns, sem
honum kynntist. Anna var kona
mikillar gerðar, skapið mikið, sem
hún að jafnaði fór vel með; hún
var ekki allra, þótti hennar gat
verið stór, en hún var trölltrygg,
þar sem hún tók því og mátti í
rauninni ekkert aumt sjá án þess
að koma því til hjálpar. Anna fékk
strax mikið álit á hinni fallegu
tengdadóttur sinni, Margréti, og
með þeim urðu miklir kærleikar
og trygg vinátta, sem entist meðan
báðar lifðu.
Það var til þess tekið og rómað
af öllum, sem til þekktu, hversu
vel Margrét reyndist tengdaforeld-
ram sínum, þegar þeir vora farnir
kröftum og ellin var að koma þeim
á kné. Allt frá fyrstu kynnum unz
yfír lauk reyndist hún þeim sem
bezta dóttir. Hin börnin þeirra,
systkini Kristjáns manns hennar,
vora fyrr farin. Hólmfríður, sú
elzta, gift búhöldi að Heimabæ í
Amardal við Djúp, Þuríður og
Lovísa giftar bátsformönnum í
Súgandafírði, Jón sjómaður í Súg-
andafírði og Vilhjálmur í Reykja-
vík farmaður alllengi hjá Eimskip
og um skeið hjá Ríkisskip.
Þau Margrét Bjamadóttir og
Kristján Jónas Kristjánsson vora
miklar auðnumanneskjur og áttu
bamaláni að fagna. Börnin þeirra
fjögur hafa getið sér hið bezta orð
meðal samborgaranna þau era:
Anna, fædd 12. september
1925, húsmóðir á Akureyri, gift
Vilhelm Þorsteinssyni fyrrum
togaraskipstjóra hjá „Útgerðarfé-
lagi Akureyringa“ og seinna fram-
kvæmdastjóra þar. Þau eiga fimm
börn.
Sigurður Ásgeir, fæddur 15.
ágúst 1928, fyrram togaraskip-
stjóri hjá BÚR og seinna verk-
stjóri þar. Hann er kvæntur Ernu
Guðrúnu Jensdóttur. Þau eiga
fjögur börn.
t
KIRSTEN BRIEM
Sólvallagötu 7,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 20.
apríl kl. 15.00.
Eggert Briem,
Nanna Briem, Sverrir Briem.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
MARGRÉT BJARNADÓTTIR
frá Flateyri,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. apríl kl. 15.
Anna Kristjánsdóttir, Vilhelm Þorsteinsson,
Sigurður Á. Kristjánsson, Erna Jensdóttír,
Guðmundur Kr. Kristjánsson, Matthildur Kristjánsdóttir,
Ingibjörg M. Kristjánsdóttir Duhon,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Ingibjörg Margrét, fædd 7. des-
ember 1934 verzlunarkona í Nýju
Mexico, var gift Fred Nelson, era
börn þeirra fimm. Seinni maður
Ingibjargar var A1 Duhon, sem er
látinn.
Guðmundur Kristján, fæddur
4. ágúst 1944, stýrimaður og nú
seinna skipstjóri hjá Eimskip,
kvæntur Matthildi Herborgu
Kristjánsdóttur skrifstofukonu.
Þau eiga fjögur böm.
í þessum systkinahópi ólst einn-
ig upp, í skjóli afa síns og ömmu,
Kristjáns Bjarna og Önnu, Sigríð-
ur Jónsdóttir (Sigrid Renda), fædd
2. október 1928, gift Matthew
Renda fasteignasala. Þau eru bú-
sett á Palm-Beach á Florida og
eiga tvö böm. Segja má einig um
Sigríði að hún hafí alizt upp í skjóli
Möggu og Stjána, sem afa síns
og ömmu, því að þau komu fram
við hana og unnu henni sem sínum
eigin bömum.
Það var mikið gæfuspor Krist-
jáns J. móðurbróður undirritaðs,
þegar hann gekk að eiga Mar-
gréti S. Bjamadóttur. Hún bjó
honum, bömum þeirra og tengda-
foreldram sínum aðlaðandi og fag-
urt heimili. Hún var listfeng og
mikil hannyrðakona og hafði yndi
af blómum og öllum fögram hlut-
um. Blómin hennar þrifust vel og
rósailminn lagði um allt hús hen-
anr vor og sumar. Hún var elskuð
og virt af öllum, sem hana þekktu
og að sjálfsögðu mest af sínum
nánustu. Dóttursynir hennar tveir
á Akureyri, þeir Samheijamenn
kunnu, skírðu einn togara sinn
nafninu Margrét..Hefur togari sá
verið mikil afla- og happafleyta.
Reyndar tilheyrir Margrétarnafnið
ömmunum þeirra báðum, því að
amma þeirra í föðursett, móðir
Vilhelms, heitir einnig Margrét.
Undirritaður átti því láni að
fagna sem barn að dveljast á heim-
ili afa síns og ömmu, Kristjáni
Bjarna og Önnu, og þá um leið
hjá Stjána, móðurbróður og hans
elskulegu eiginkonu, Möggu, sum-
ar eftir sumar, allt frá fímm ára
aldri og frama á 12. ár og svo
alllöngu seinna sem 19 ára ungl-
ingur. Dvölin hjá þeim á Flateyri
á þessum árum hverfur aldrei úr
minningunni. Þetta vora miklar
hamingjustundir, sem hvorki fölna
né fennir yfir í hugarfylgsninu.
Nú er Magga mín öll, blessunin.
Kristján var farinn. Hann lézt 6.
júlí 1979. Við, eftirlifandi börn
Lovísu Krisjánsdóttur og Ibsens
Guðmundssonar, biðjum þeim báð-
um guðsblessunar. Við efumst
ekki um og vitum það reyndar að
með lífi sínu hafi þau sýnt það,
að þau eiga góða heimkomu skilið
handan mæranna miklu og auðnist
að halda áfram að ganga þar á
Guðsvegum.
Bömum þeirra, bamabörnum,
mökum, og öllum þeirra nánustu
vinum og vandamönnum færam við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þorgeir Ibsen.
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiðöll kvöld
til kl. 22,-einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.