Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993
ATVIN WMM3AUGL YSINGAR
Organisti óskast
Organisti óskast við Stykkishólmskirkju.
Nánari upplýsingar veitir Róbert Jörgensen,
formaður sóknarnefndar, í síma 93-81410
eftir 18. maí nk.
Umsóknarfrestur rennur út 31. maí 1993.
Matreiðslumenn
Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða
matreiðslumann til starfa frá 1. júní til 1.
september næstkomandi í mötuneyti skólans.
Umsóknir óskast sendar til Bændaskólans á
Hvanneyri, 311 Borgarnesi.
Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma
93-70000 á skrifstofutíma.
Skólastjóri.
Tvær kennarastöður
eru lausar við Tónlistarskóla Eyjafjarðar
næsta skólaár:
1. Staða blásarakennara
Um er að ræða kennslu á málmblásturshljóð-
færi og í kjarnagreinum, ásamt lúðrasveitar-
stjórn.
2. Staða tónmenntakennara
Starfið felst í tónmenntakennslu í grunnskól-
um á starfssvæði Tónlistarskóla Eyjafjarðar,
svo og forskólakennslu.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Atli Guðlaugs-
son, í símum 96-31171 og 985-36571.
Framkvæmdastjóri
ÆSKR
Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkur-
prófastdæmum (ÆSKR) óskar eftir að ráða
framkvæmdastjóra í fullt starf frá 1. júní.
Æskilegt að viðkomandi hafi menntun á sviði
uppeldis- eða guðfræði. Reynsla í kristilegu
starfi nauðsynleg.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
ÆSKR, Laugarneskirkju, s. 679488 eða
679466 frá kl. 9.00-12.00.
Umsóknarfrestur er til 9. maí.
Eitthvað fyrir þig?
Nýir eftirlætisréttir er nýr og spennandi
matreiðsluklúbbur - klúbburinn sem beðið
hefur verið eftir. Boðið verður upp á vandað-
ar myndskreyttar uppskriftir, ráðgjöf, nám-
skeið, klúbbkort og ýmis fríðindi.
Af því tilefni óskum við hjá Vöku-Helgafelli
eftir að ráða áhugasamt fólk til sölu- og kynn-
ingarstarfa í tengslum við klúbbinn.
Vinsamlegast hafið samband við Sigríði Jón-
asdóttur í síma 688300 mánudaga og þriðju-
daga milli kl. 9-13.
Tekjutrygging og góðir tekjumöguleikar
fyrir gott fólk!
Vaka-Helgafell.
Reykjavík
Hjúkrunarfræðinga
- hjúkrunarnema
vantar til sumarafleysinga á Hrafnistu.
Einnig vantar sjúkraliða í 50% stöður.
Upplýsingar gefa ída og Jónína
í símum 35262 - 689500.
ST JÓSEFSSPÍTAU 5U3I
HAFNARFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
- stjórnunarstaða
Staða hjúkrunardeildarstjóra á lyflækninga-
deild er laus til umsóknar frá 1. ágúst 1993.
Á deildinni eru 30 sjúkrarúm þar sem fram
ferfjölbreytt og áhugaverð starfsemi. Deildin
sinnir bráðamóttöku fyrir Hafnarfjörð og ná-
grenni og er vel búin tækjum og starfsað-
stöðu.
Þróun í hjúkrun er góð hvað varðar fræðslu
til sjúklinga og skráningu hjúkrunar.
Áhugavert og skapandi starf í boði.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í
stjórnunarstörfum.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf skal skila til hjúkrunarforstjóra,
Gunnhildar Sigurðardóttur, fyrir 15. maí
1993, sem gefur nánari upplýsingar í síma
50188.
»FASTEIGNA
MIÐSTÖÐIN
SKIPHOLTIS0B - 105 REYKJAVÍK
SÍMI622030 - SÍMBRÉF 622290
Sölumaður fasteigna
Fasteignamiðstöðin hf. óskar eftir að ráða
sölumann sem fyrst.
Starfið, sem er mjög krefjandi, felst aðallega
í ráðgjöf varðandi sölu fasteigna, markaðsöfl-
un, samningagerð og þjónustu við viðskipta-
vini.
Æskilegt er að umsækjendur séu menntaðir
lögfræðingar, þó ekki skilyrði. Leitað er eftir
aðila sem getur starfað sjálfstætt og hefur
tileinkað sér skipulögð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.
Vinsamlegast athugið að aðeins verður
tekið á móti fyrirspurnum og umsóknum á
skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl.
9-15.
Aflcysmga- og ráðningaþjónusta
Udsauki hf.
Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355
Aðstoðarmaður
hæstaréttardómara
Starf aðstoðarmanns hæstaréttardómara er
laust til umsóknar. Ráðið verður í starfið frá
1. júlí eða öðrum degi fram til 15. septem-
ber. Ráðningartími er tvö ár. Leitað er að
lögfræðingi með gott embættispróf og
nokkra starfsreynslu. Umsóknir sendist skrif-
stofu réttarins fyrir 20. maí nk.
Hugsanlegt er að staða annars aðstoðar-
manns losni á þessu ári. Umsóknir um fyrr-
greinda starfið verða metnar, ef til þess kem-
ur, en um aðra auglýsingu verður ekki að
ræða.
Nánari upplýsingar gefur hæstaréttarritari i
síma 13936.
13. apríl 1993
Forseti Hæstaréttar
Þór Vilhjálmsson
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðing vantar til sumarafleysinga
frá 11. júlí til 11. september 1993, 4 til 5
daga í viku.
Vinnutími frá kl. 14.00-19.00.
Upplýsingar gefur Dóra Hansen í símum
685788 og 685864 eftir hádegi.
Læknahúsið.
Húsvörður óskast
\
Húsfélag í stóru fjölbýlishúsi (6 hæðir) í Breið-
holti óskar eftir að ráða húsvörð til starfa frá
og með 1. maí nk. Starfssvið: Hreingerning-
ar og lagfæringar á sameign hússins ásamt
daglegum samskiptum við íbúa.
Vinnutími frá kl. 8.00 til 17.00.
Umsækjendur þurfa að hafa til að bera:
1) Handlagni. 2) Samviskusemi. 3) Góða
samskiptahæfileika.
Umsóknum skal skilað inn á auglýsingadeild
Morgunblaðsins í síðasta lagi 23. apríl nk.,
merktar: „Húsfélag - 1118“.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Fra m kvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á ísafirði ér laus til umsóknar
með umsóknarfresti til 30. apríl nk. Við-
skiptafræði eða sambærileg menntun æski-
leg ásamt þekkingu á rekstri sjúkrastofnana.
Umsóknir berist formanni stjórnar, Fylki
Ágústssyni, Fjarðarstræti 15, 400 ísafirði,
sem einnig veitir nánari upplýsingar,
sími 94-3745.
IANDMÆUNGAR
ÍSIANDS
Tæknimaður
Landmælingar (slands óska að ráða tækni-
mann með staðgóða þekkingu í notkun
helstu tölvustýrikerfa s.s. Unix, DOS
/Windows og Macintosh. Æskilegt er að við-
komandi hafi einnig innsýn í notkun teikni-
og landupplýsingakerfa og hafi menntun á
sviði tölvunar-, verk- og tæknifræði.
Skriflegar umsóknir berist Landmælingum
íslands, Laugavegi 178, 105 Reykjavík, fyrir
25. apríl nk.
NÁMSGAGNASTOFNUN
Deildarsérfræðingur
- námsefnisgerð
Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða deild-
arsérfræðing til afleysinga í 15 mánuði frá
og með 1. júní 1993.
Starfið felur í sér umsjón með gerð og út-
gáfu námsefnis, fyrst og fremst í íslensku
en einnig lítillega í öðrum greinum.
Leitað er að starfsmanni með kennara-
menntun og kennslureynslu.
Framhaldsmenntun og reynsla af námsefnis-
gerð eða útgáfustörfum er æskileg.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, Nóa-
túni 17,105 Reykajvík, eigi síðar en 1. maí nk.
Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Jakobsson,
deildarstjóri, í síma 91-28088.