Morgunblaðið - 18.04.1993, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1993
47
F 20x20sm L 2Sx25sm I 30x30sm S 4Sx45sm A 50xS0sm R
VERÐLÆKKUN
E G G F ISxlSsm L ISxlOsm I 4Sx45sm S 15x25sm /V 20x2Ssm R
30 tegundir flísa í öllum stærðum. í vor bætast við margar nýjar gerðir.
Þess vegna lækkum við verðið hressilega á öllum gólf- og veggflísum á meðan
birgðir endast. Allar flísarnar eru í I. gæðaflokki. Flísalím með 20% afslætti.
Notið tækifærið og sparið þúsundir króna.
Við leigjum út flísaskera og sögum flísar eftir þínum óskum.
Bendum á fagmenn til flísalagna.
OPIÐ VIRKA DAGA 9. - 18. M • LAUGARDAGA 10. - 14.
UMBOÐSMENN
UM LAND ALLT
TEPPAB0Ð1N
ÖLL GÓLFEFNI
Á EINUM STAÐ
TEPPI • FLÍSAR • PARKET • DÚKAR • MOTTUR • GRASTEPPI • VEGGDÚKAR • TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍMOTTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI
GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SIMI 91-681950
á Jónatan Livingston Mávi
Quedo Fundido Bræddur ostur, hveititortoUa og guacamole kr. 360.-
Molletes Brauð með baunum, osti og mexíkóskri sósu kr. 290.-
Tacos Fritos Djúpsteiktar Tacos með kjúklingafyUingu kr. 410.-
Cheviche Fiskur í sítrónulegi með lauk, avokato og tómötum kr. 380.-
Xðalréttir
Come a la tamþiquena kr. 2,160.-
Nautolundir með baunum, enchilada, guocamole ogpaþriku
Mole þoblano con arroz kr. 1,990.-
Kjúklingur í gómsætri sósw (Mole) og mexikóskum hrísgrjónum
Bacalao
Saltfiskur á mexikóska vísu
Pescado al mojo de ajo
Fiskur steiktur í hvítlauk með mexikósku grænmetissalati
Pollo en achiote
Kjúklingur í achiotesósu
Chile con came
Svínakjöt með baunum, rauðri sósu og tortillu
Chiles en nogada kr. 1,550.-
FyUtar paprikur (nautahakk og ávextir) með rjómalagaðri hnetutósu
kr. 1,530.-
kr. 1,530.-
kr. 1,890.-
kr. 1,850.-
JSÆexikós
og mat
eftir Elínu Pálmadóttur
Faldi glæpuriim
Nauðgun er einn af alvarleg-
ustu glæpum sem beinast
að einstaklingum. Þannig hefst
grein um nauðgun og vaknandi
vitund um þörf á úrbótum í riti
Kvenréttindafélagsins „17. júní“.
Árið 1991 bárust Rannsóknalög-
reglu ríkisins 16 nauðgunarkær-
ur og flest bendir til þess að mun
fleiri nauðganir séu árlega
framdar en kærur berast um til
lögreglu. En ljóst er að loks er
byrjað að taka á.slíkum málum
hér. Konur sætta sig einfaldlega
ekki lengur við ríkjandi viðhorf
gegn þessum glæp. Umheimur-
inn ekki heldur.
Kannski
vegna þess að
nú á tækniöld
neyðist fólk til
að horfa framan
í glæpinn í
Júgóslavíu, þar
sem nauðgun er
beitt sem vopni
í styrjöld. Af
átakasvæðunum
í Bosníu berast
fregnir um
fjöldanauðganir
serbneskra her-
manna á bosn-
ískum konum,
sem, eftir að yf-
irvöld gáfu
grænt ljós, urðu
að fjöldanauðg-
unum. Myndin
skelfilegur hryll-
ingur. Konunum
safnað saman og
nauðgað þar til þær eru ófrískar
og svo langt gengnar með að
ekki verði eytt fóstri. Þá sleppt.
Þessi skipulega aðferð til útrým-
ingar á ákveðnu þjóðarbroti eða
trúflokkí, byggist á hinni gamal-
grónu sektartilfmningu. Flestar
eru konurnar aldar upp í islam,
þar sem samræði fyrir giftingu
er óafmáanleg skömm hvernig
sem hún er til komin. Ungar telp-
ur verða ógiftingahæfar eftir
nauðgun og fjölskyldur hafa
varpað giftum konum á dyr. Er
ekki þetta viðhorf obbolítið kunn-
uglegt, hvað sem sagt er? Lönd
í Vestur-Evrópu hafa opnað dyr
sínar fyrir 6.000 ófrískum konum
frá Bosníu eftir nauðgun. Taldar
vera um 10-15% af fórnarlömb-
um. Þrátt fyrir þetta hafa ekki
nema um 1.600 nýtt sér þetta
tilboð um aðstoð annars staðar.
Sambland af skömm og ótta læt-
ur flestar þessara kvenna hörfa
frá að fá nafn sitt á skrá, sem
skylda er í Króatíu. Ekki er það
bara til að veita ráð og hjálp,
heldur jafnframt til að að safna
sönnunargögnum gegn Serbum.
Það er einmitt þetta sem skelfír
marga konuna, sem óttast að
verða einhvern tíma í óvissri
framtíð aftur á valdi kvalara
sinna. Þessar konur kjósa heldur
að sitja á heimaslóðum en halda
út í óvissuna mállausar í ókunnu
landi, þaðan sem þær yrðu ein-
hverntíma sendar heim og þá
orðnar að aðskotadýrum. I öllu
þessu erum við íslendingar að
leggja agnarsmátt lóð - alltof
smátt - á vogarskál með söfnun
fyrir sjúkragögnum til aðstoðar
í heimalandinu.
Þessar skipulögðu nauðganir
með kynþátta og trúarlegu ívafi
á bosnísku konunum eru skil-
greindar sem útrýming í grein II
í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna
um þjóðarmorð. Brjóta líka gegn
fyrsta hluta Sáttmálans um
pyndingar. Nauðgun, sem er við-
tekin af serbneskum yfirvöldum,
er pynding og niðurlægjandi
ómannúðleg meðferð í skilningi
3. greinar Mannréttindasáttmála
Evrópu, svo og 7. grein Sáttmála
SÞ um borgaraleg réttindi. Samt
kemur nú í ljós að slíkar skipuleg-
ar nauðganir eru ekki til í upp-
talningu á mannréttindabrotum
SÞ né veita þær konunum rétt
til hælis samkvæmt Genfarsátt-
málanum um flóttafólk. Sýnir
það kannski betur en nokkuð
annað sérstætt viðhorf til þessa
glæps. En allir þessir sáttmálar
voru nær eingöngu samdir og
samþykktir af karlmönnum. Þó
voru Mannréttindasáttmáli SÞ
frá 1948 og Flóttamannasam-
þykktin 1951 gerð aðeins nokkr-
um árum eftir skelfingar heim-
styijaldarinnar síðari, þegar kon-
ur voru fórnarlömb hermanna úr
öllum herjum. Um 1,9 milljónum
þýskra kvenna var nauðgað af
sovéskum hermönnum, sem ekki
var að fúllu Ijóst fyrr en eftir
fall Austur-Þýskalands (sbr.
mynd). En nú í sumar verður í
Vínarborg ein af stórráðstefnum
SÞ um mannréttindi, þar sem
tveir austurrískir kvenráðherrar
leggja fram tillögur um úrbætur.
Þar höfum við smáþjóðin tæki-
færi til að leggja lið.
í gervallri mannkynssögunni
hafa konur verið fórnarlömb í
stríðum. Persar, Grikkir og Róm-
veijar tóku konur sem þræla og
ástkonur og forfeður okkar írskar
Melkorkur. Þrátt fyrir Hagsátt-
málann frá 1907, sem skilgreindi
nauðgun sem stríðsglæp, hefur
ekki verið lát á. Þýski herinn var
Rauða hemum ekkert betri með-
an hann réði löndum. Ofbeldi
Þjóðveija var nákvæmlega skipu-
lagt, einkum í Austur-Evrópu.
Heimakonur voru teknar í 500
vændishús hermanna tilað „bæta
heragann" og koma í veg fyrir
kynsjúkdóma. Gyðingakonur
ekki undahþegnar þessari þjón-
ustu fyrr en 1942. Til ertilskipun
frá Wehrmacht, sem nálgast kyn-
þátthreinsun þá sem við horfum
nú upp á í Júgóslavíu.
Hvernig á að ná tökum á
ábyrgð og refsingum á slíkum
giæp? Nokkuð ljóst er að enginn
einn maður gaf beina skipun um
fjöldanauðganir á bosnísku kon-
unum, en markvisst heldur ekk-
ert bann við þeim. Hljóta ein-
staklingamir ekki að bera ábyrgð
á sínum glæp ef á að stemma
stigu við honum? Einu sinni hafa
íslendingar staðið andspænis
ákæru á íslenskan ríkisborgara
um nauðgun á telpu og manndráp
í Eistlandi í heimsstyijöldinni.
Ömurlegt var að ‘horfa upp á ís-
lenska ráðamenn fara undan í
flæmingi, skipa nefnd sem ekki
bað einu sinni um gögnin, líta
undan í augsýn heimsins og loka
eyrunum. Það vekur spumingu
um hvað þetta þýði um siðferðis-
vitund varðandi nauðganir og ís-
lenskt réttarfar. En íslenskar
konur ætla sýnilega ekki frekar
en evrópskar konur að líta undan.
V