Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 24. APRÍL 1993 Grein í Metal Bulletin um Hoogovens Kann að þrýsta á nýtt álver á Islandi í GREIN í nýjasta hefti fag- tímaritsins Metal BuIIetin er greint frá því að blikur séu á lofti varðandi framtíð ál- bræðslu Hoogovens í Delfzijl í Holiandi. Af þeim sökum sé hugsanlegt að Hoogovens leggi áherslu á að hafnar Stjóm Norræna hússins Torben Rasmussen verði næsti forstjóri STJÓRN Norræna hússins í Reykjavík hefur samþykkt að leggja til við Norrænu ráðherra- nefndina að Torben Rasmussen, forstöðumaður Vestbirk lýðhá- skólans á Jótlandi, verði næsti forstjóri hússins frá 1. janúar 1994 til 31. desember 1997. Tor- ben var samhljóða valinn úrhópi 84 umsækjenda frá öllum Norð- Landsbankinn setur Borgey hf. á Höfn í Hornafirði ströng skiiyrði verði framkvæmdir við bygg- ingu álbræðslu á íslandi. Hoogovens myndar ásamt Alum- ax og Gránges Atlantsál-hópinn sem hefur uppi áætlanir um að reisa álbræðslu á íslandi. í tímaritinu segir að samningaviðræður Hoogo- vens og hollenska gasfélagsins Nederlandse Gasunie á síðasta ári um kaup Hoogovens á gasi vegna álbræðslu fyrirtækisins í Delfzijl í Hollandi hafí farið út um þúfur. Álbræðslan í Delfzijl er 98 þúsund tonna og var reist fyrir 25 árum. Hoogovens hafði uppi áætlanir um að ráðast í endurbætur á verksmiðj- unni og auka afköst hennar í 120 þúsund tonn á ári. Kanada eða ísland í grein Metal Bulletin segir að náist ekki ásættanlegur samningur um gaskaup muni stjómendur Hoo- govens annað hvort styðja að fram- kvæmdir hefjist við annan áfanga álbræðslu fyrirtækisins í Quebec í Kanada, eða þrýsta á um að fram- kvæmdir verði hafnar við 200 þús- und tonna álver Atlantsál-hópsins á íslandi. Slysstaður FRÁ slysstaðnum. Sjúkraflutningamenn bera hund úr öðrum bílnum í sjúkrabílinn. Árekstur á Sandskeiði Tvennt slasaðist í hörðum árekstri á Sandskeiði um miðjan dag í gær þegar tveir fólksbílar rákust þar saman. Hált var á Suðurlandsvegi þegar slysið varð eftir að nýlega hafði snjóað Ökumaður úr öðrum bílnum og farþegi úr hinum voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg, að sögn lög- reglu. urlöndunum. Núverandi forstjóri, fíl. dr. Lars- Áke Engblom, lætur af störfum við næstu áramót og snýr þá aftur til Svíþjóðar þar sem hann tekur við stöðu háskólakennara í fjölmiðla- fræði við háskólann í Jönköping. Hann hefur verið forstjóri Norræna hússins frá 1. febrúar 1989. Fyrri forstjórar Norræna hússins hafa verið tveir frá Finnlandi, tveir frá Noregi, tveir frá Svíþjóð og einn frá Danmörku. Norræna ráðherranefndin tekur endanlega ákvörðun um ráðningu forstjórans á fundi sem haldinn verður innan skamms. ERLEND LÁN 1986*92 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 0/ Bráðabirgðatðlur 1992 í dag Tjóitið óbætanlegt____________ Flestir bátar Þjóðminjasafnsins brunnu 27 y Bílar fyrirtækja Árlegur kostnaður talinn 38 millj- arðar 10 Evrópubankinn_________________ Búist við harðri gagmýni á aðal- fundi 28 Leiðari Aðlögun að minnkandi þjóðartekj- um 30 Gert að bæta skuldastöð- nna um nær 400 milljónir LANDSBANKI íslands hefur sett Borgey hf. á Höfn í Horna- firði afar ströng skilyrði um endurfjármögnun fyrirtækisins og sölu eigna, þannig að fyrirtækið bæti samtals fjárhags- stöðu sína upp á 350 til 400 milljónir króna. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hefur fyrirtækið tveggja mánaða frest af hálfu Landsbankans til þess að afla nýs fjármagns og bæta skuldastöðuna. Fyrirtækið skuldaði samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins 1.238 milljónir króna um síðustu áramót, en hluti þeirrar upphæðar voru afurðalán, þannig að nettóskuldir fyrirtækisins eru eitthvað minni, eða nálægt einum milljarði króna. Morgunblaðið hefur upplýsingar farið austur til Hafnar í gær og um að Landsbankinn hafi um all- nokkra hríð haft áhyggjur vegna viðskipta sinna við Borgey hf. á Höfn í Hornafírði, og var sú ákvörð- un tekin í bankanum nú fyrir skömmu að sérstakur starfsmaður Landsbankans úr fyrirtækjadeild færi austur og ræddi við heima- menn og hefði yfírumsjón með við- skiptum Landsbankans og Borgeyj- ar. Skilmálar bankans kynntir á Höfn í gær Starfsmaður bankans mun hafa Menning/Listir ► Kjaftagangur í Þjóðleikhúsinu - Kammermúsíkklúbburinn - Svava Björnsdóttir - Sverrir Ólafsson - Sjónmenntavettvangur - Dagmáni og daglegt líf kynnt Halldóri Arnasyni, fram- kvæmdastjóra Borgeyjar ásamt stjóm félagsins skilmála Lands- bankans, sem felast í því að fyrir- tækinu er gert að bæta stöðu sína um 350 til 400 milljónir króna á næstu tveimur mánuðum. Fyrir- tækið mun þurfa að afla nýs hluta- fjár, en óvíst er hvernig það mun takast. Yfírgnæfandi líkur eru tald- ar á því að fyrirtækið þurfí að selja eignir, og er þá fyrst og fremst hugsað til þess að selja fískiskip og fiskveiðiheimildir. Borgey tapaði tæpum 200 milljónum króna í fýrra T-ggRáW MOROUNBLAOS I NB Lesbók ► Samtal Helgu Siguijónsd. við Gunnar Dal - Fjandvinátta súr- realista og marxista fyrr á öld- inni - Um Eiríks sögu Þórhallas. - Brypjólfur og Dabbi í Nesi. og árið 1991, áður en til uppskipt- ingar kom á milli KASK og Borgeyj- ar, nam tap í sjávarútvegi hjá fyrir- tækinu nálægt 300 milljónum króna. Samtals hafa Homfirðingar því tapað tæplega hálfum milljarði króna á undanförnum tveimur árum. Skrúfað fyrir viðskipti að öðrum kosti Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins komu framkvæmdastjóri og stjórn félagsins með mótspil á fundinum, sem verður til skoðunar innan Landsbankans næstu daga. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að verði Borgey ekki við tilmæl- um bankans í þá veru að bæta skuldastöðu sína, muni Landsbank- inn skrúfa fyrir viðskipti sín við fyrirtækið. Eignastaða Borgeyjar er sterk, þar sem fyrirtækið hefur yfír á milli 4.000 og 5.000 þorskí- gildistonnum í veiðiheimildum að ráða, en engu að síður er talið að miklar breytingar þurfí til að koma, svo fyrirtækið hætti að tapa á rekstri sínum og ganga þar með á eigið fé. Alþýðuflokksmaður boðinn í fyrsta sinn á Bilderbergfund ÞEIR Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar Al- þingis og Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra sitja nú fund Bilderberg samtakanna í Aþenu í Grikklandi. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er þetta í fyrsta sinn sem alþýðuflokksmaður frá Islandi er boðinn til fundar samtak- anna. Bilderberg eru samtök vestrænna áhrifamanna úr at- vinnu- og stjórnmálalífi. Davíð Oddssyni forsætisráðherra var boðið til fundarins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en hann treysti sér ekki til þess að þekkjast boðið að þessu sinni, vegna anna hér heima fyrir. Áður hafa setið fundi þessara samtaka menn á borð við Bjama heitinn Benedikts- son, Geir heitinn Hallgrímsson, Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eim- skipafélags íslands, Einar Bene- diktsson sendiherra, Davíð Odds- son, forsætisráðherra og Björn Bjarnason sem áður hefur setið all- marga fundi Bilderberg samtak- anna. Tveir á sjúkrahús eftír veltu TVEIR voru fluttir á Sjúkrahúsið í Keflavík í gær, eftir bílveltu á gatnamótum Stapagötu og Njarðvíkurbrautar. Ökumaður missti stjórn á bifreið- inni þegar hann kom inn í beyjuna með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Bíllinn er mikið skemmdur eftir að hafa brotið niður girðingu en ferðinni lauk í húsagarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.