Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 29 Yfirlýsingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins um atburðina í Waco vefengdar Engin skotsár sögð hafa fundist enn á líkunum Waco. Reuter. HALDIÐ var áfram í gær að bera lík út úr trúboðsstöð Davids Koresh í grennd við Waco í Texas, sem brann til kaldra kola á mánudag, og heimildum bar ekki saman um hvort einhverjir þeirra 87 sem létust hefðu fengið skotsár. Nizam Peerwani, sem stjórnar rannsókn yfir- valda í Texas, vefengdi yfir- lýsingar bandaríska dóms- málaráðuneytisins um að þrjú lík hefðu fundist með skotsár. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakaði hins vegar möguleikann á þvi að mörg fórnarlambanna hefðu látið lífið í fjöldamorði frekar en fjöldasjálfsmorði. Nizam Peerwani sagði að enn hefði ekkert lík fundist með skot- sár. Hann kvað aðeins 35 lík hafa fundist en bandaríska dómsmála- ráðuneytið sagði á miðvikudag að 40 lík hefðu komið í leitirnar, þar af tíu konur og börn. Carl Stern, talsmaður dómsmála- ráðuneytisins, gekk hins vegar út frá því að skotsár hefðu fundist á þremur líkanna og sagði þijár skýr- Reuter Leitað að fórnarlömbunum RANNSÓKNARMENN leita að líkum þeirra sem biðu bana í brunan- um í trúboðsstöð Davids Koresh við Waco í Texas í gær. ingar koma til greina; safnaðarmeð- limirnir gætu hafa framið sjálfs- morð, orðið fyrir skotárás annarra í söfnuðinum eða fyrir skotum úr vopnabirgðum sém sprungu í brun- anum. Embættismaður alríkislög- reglunnar sagði að verið væri að rannsaka hvort framið hefði verið fjöldamorð í trúboðsstöðinni fyrir brunann. Ekki íkveikja? Þeir sem björguðust úr brunanum vefengdu yfirlýsingar dómsmála- ráðuneytisins um að framið hefði verið fjöldamorð eða að meðlimir í söfnuðinum hefðu" kveikt í trúboðs- stöðinni. Þeir segja að eldurinn hafi blossað upp þegar skriðdrekar, sem notaðir voru til að bijótast inn í byggingarnar og dreifa táragasi, hafi velt lömpum um koll á hey- bagga sem söfnuðurinn notaði til að veija sig. Féllst Koresh á uppgjöf? Phillip Arnold, guðfræðingur frá Texas, sem reyndi að fá Koresh til að gefast upp, kvaðst telja að leið- togi safnaðarins hefði ætlað að fall- ast á uppgjöf áður en lögreglan réðst til atlögu við trúboðsstöðina á mánudag. Hann hefði verið að leita að biblíutúlkun- sem gæti réttlætt uppgjöf. „Eina leiðin til að fá þau út var að benda þeim á spádóm í Opinberunarbókinni sem sýndi að þau losnuðu úr vandanum," sagði hann. Arnoid er sérfræðingur í sértrú- arsöfnuðum, sem byggja helst á Opinberunarbókinni, og sendi Kor- esh segulbandsupptöku þar sem hann reyndi að fá hann til að breyta túlkun sinni á ritningunni. Guðfræð- ingurinn fékk bréf frá Koresh þar sem hann kvaðst ætla að gefast upp um leið og hann sæi að Arnold fengi eintak af ritgerð um Opinberunar- bókina sem Koresh var um það bil að ljúka. Ritgerðin fjallaði um inn- siglin sjö sem Opinberunarbókin segir að opnist á heimsenda. „David Koresh sagði að hann ætlaði að ijúka við innsiglin sjö og koma síðan út,“ sagði Arnold. Repúblikanar sýna Clinton tennurnar Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. BILL Clinton Bandaríkjaforseti beið sinn fyrsta ósigur á þingi þegar öldungadeildarþingmönnum repúblikana tókst á miðvikudag með málþófi að ráða niðurlögum frumvarps, sem ætlað var að skapa atvinnu og glæða efnahagslífið. í frumvarpinu var lagt til að 16 milljörðum dollara yrði veitt til vegagerðar, starfsþjálfunar, bólu- setninga og annarra mála, en eftir að minnihluti repúblikana í öld- ungadeildinni undir forystu Bobs Dole hafði beitt þrætubókarlistum sínum stóðu aðeins eftir íjórir millj- arðar, sem samþykkt var að veita til atvinnuleysisbóta. Samkvæmt reglum öldunga- deildarinnar þarf 60 atkvæði til að stöðva málþóf. í öldungadeildinni sitja 57 demókratar og 43 repúblik- anar og hefðu demókratar því þurft á liðhlaupum úr röðum repúblikana að halda til að binda enda á málþóf- ið. í atkvæðagreiðslunni á miðviku- dag greiddu 56 atkvæði með því að stöðva umræður um frumvarpið, en 43 voru á móti. Hafði frumvarp- ið þá verið óafgreitt í mánuð. „Þetta er ekki ósigur fyrir mig, sagði Clinton á miðvikudagskvöld. „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir mörg hundruð þúsund Bandaríkja- menn, sem hefðu fengið atvinnu." Repúblikanar voru hins vegar sigri hrósandi og kváðust nú hafa sýnt forsetanum fram á að erfitt yrði að koma endurbótum á heil- brigðiskerfinu og öðrum málum gegnum þingið án samráðs við sig. Clinton tókst að fá ijárlagafrum- varp sitt afgreitt á svipstundu í síðasta mánuði og ef til vill var ein ástæðan fyrir því hve fljótt það gekk að repúblikanar gátu ekki beitt málþófi í því tilviki. Sigurvím- an kann hins vegar að hafa stigið forsetanum til höfuðs. Hann kynnti atvinnusköpunarfrumvarp sitt rækilega fyrir þjóðinni, en láðist að reka áróður fyrir því á þingi. „Stundum ættu þeir að ráðfæra sig við leiðtoga repúblikana," sagði Dole, sem dagblaðið The New York Times vændi í gær um að láta pólitískt þref ganga fyrir þegar ástandið krefðist heilinda. Dole kvaðst hins vegar hafa forðað skattborgurunum frá því að ausa fé í gæluverkefni og óráðsíu. Kosið um sjálfstæði Keuter ERITREAR gengu að kjörborðinu í gær til að segja af eða á um sjálfstæði landsins og var búist við, að það yrði samþykkt með næstum öllum greidd- um atkvæðum. Hér er Isayas Afewerki, Ieiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, að kjósa en Eritrear börðust í 30 ár fyrir sjálfstæði sínu frá Eþíópíu. Kaupir In- dependent Observer? BRESKA dagblaðið Evening Standard skýrði frá því í gær að b’reska fyrirtækið Lonrho Plc hefði ákveðið að selja sunnudagsblað sitt, The Obser- ver, til Newspaper Publishing, sem á dagblaðið Independent og sunnudagsblaðið Independ- ent on Sunday. Donald Trel- ford, ritstjóri Observer vísaði þessu þó á bug. „Orðrómur um andlát Observer á 202. aldurs- ári eru, svo vitnað sé í Mark Twain, stórlega ýktar,“ sagði hann. Vaxtalækkun í Þýskalandi ÞÝSKI seðlabankinn tilkynnti vaxtalækkun á fimmtudag. Lombard-vextir, sem hafa áhrif á vexti þýsku viðskiptabank- anna, voru lækkaðir úr 9% í 8,5% og forvextir bankans lækkuðu um 0,25 prósentustig í 7,25. Ákvörðun bankans kom mjög á óvart þar sem hann hefur hingað til verið tregur til að lækka vexti sína þrátt fyrir harða gagnrýni erlendis frá. Franskir sjó- menn mót- mæla FRANSKIR bændur og sjó- menn tilkynntu í gær að þeir hygðust efna til frekari mót- mæla á næstu dögum gegn innflutningi á ódýrum matvæl- um, allt frá jarðarbeijum til þorsks. Sjómennirnir segja að fiskverð fari enn Iækkandi vegna mikils innflutnings og lítillar eftirspurnar undanfarna daga. Treurnieht látinn ANDRIES Treurnicht, leiðtogi íhaldsflokks- ins í Suður- Afríku, lést á fimmtudag, 72 ára að aldri. Tre- Treurnicht urnicht var prestur, ritstjóri, ráðherra og síðan leiðtogi Ihaldsflokksins og barðist gegn afnámi kyn- þáttaaðskilnaðar. VZterkur og k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! ANDRES SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A - SÍM118250 UTSALA Mikið úrval í öllum stærðum. Jakkaföt á kr. 4.500-8.400 Stakir jakkar á kr. 3.900-11.900. Stakar buxur á kr. 2.800-5.400. Sendum í póstkröfu REYKVIKINGAR! NÚ ER KOMINN TÍMI FYRIR SUMARDEKKIN NAGLADEKKIN AF SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.