Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 Skeifukeppnin á Hvanneyri Skagastrákurinn hlaut Morgunblaðsskeifuna _________Hestar____________ Valdimar Kristinsson Skagainaðurinn Þórður Þor- bergsson hreppti Morgnn- blaðsskeifuna í skeifukeppn- inni á Hvanneyri, sem haldin var á sumardaginn fyrsta í þokkalegu veðri. Keppti hann á hestinum Dreng frá Stað sem hann hefur tamið í vetur. Drengur er fjögurra vetra, undan Keim frá Nýjabæ og Stúlku frá Stað. Þórður hlaut 78 stig og var sigur hans nokk- uð öruggur. Næstur kom Baldur Grétars- son með 73,5 stig en hann keppti á hestinum „Gangster“ frá Deildartungu sem er undan Þresti frá Kirkjubæ og Skottu frá Deildartungu. Í þriðja sæti varð Laufey Bjarnadóttir á Dropa frá Stakkhamri sem er undan Blæ frá Höfða og Eldbrá frá Stakkhamri. Laufey hlaut ásetuverðlaun Félags tamninga- manna. Jóhann Þórir Guðmunds- son varð fjórði á Jarpi frá Hvítár- völlum, faðir ókunnur en móðir mun vera Hæra frá Efri-Núpi í Miðfirði. í fimmta sæti varð svo íris Jónsdóttir á Yrpu frá Kópa- reykjum sem er undan Seifi frá Sauðárkróki og Skuggalísu frá Nýjabæ. Eiðfaxabikarinn sem veittur er þeim nemanda sem hirðir hrossið^ sitt best hlaut Helgi Björn Ólafsson sem var með hestinn Jarp frá Kópareykj- um, undan Kolfinni frá Kjarn- holtum og Spesíu frá Litla-Bergi. Þrátt fyrir að veturinn væri erfíður til tamninga fyrir nem- endur var útkoman nú nokkuð góð, trippin bæði vel hirt og flest hver ágætlega tamin. Virtust þau nokkuð jöfn að gæðum þótt ekki væri hægt að sjá nein sér- lega efnileg trippi í hópnum á þessu stigi málsins. Prímus mót- or hestamennskunnar á Hvann- eyri, Ingimar Sveinsson, lét í ljós þá von við verðlaunaafhending- una að byggð yrði reiðskemma á staðnum svo stunda mætti tamningarnar innanhúss; yrði Verðlaunahafar Skeifudagsins frá vinstri talið: Helgi Björn á Jarpi með Eiðfaxabikarinn, íris á Irpu, Jóhann Þórir á Tígli, Laufey á Dropa með ásetuverðlaun FT, Baldur á „Gangster“ og sigurvegarinn Þórður með Morgunblaðsskeifuna á Dreng. Fer vel hja semi-sigurvegaranum Baldn Grétarssym. Skeifuhafinn á Hvanneyri 1993, Þórður Þorbergsson, með sig- urlaunin á Dreng frá Stað. Prímus mótor hestamennskunnar á Hvanneyri, Ingimar Sveins- son, fór fyrir hópreiðinni á „fóstursyninum“ Pílatusi. mikil bragarbót að slíkri fram- kvæmd og ekki ólíklegt að slík bygging nýttist skólanum og staðnum til ýmissa hluta auk hestamennskunnar. Að venju var einnig keppt í A- og B-flokki gæðinga og ungl- ingaflokki þar sem íbúar Andak- ílshrepps höfðu rétt til þátttöku. í A-flokki sigraði með 7,91, Þeyr frá Varmalæk undan Heði frá Hvoli og Hrafnhildi frá Varma- læk, eigandi og knapi Jóhann Magnússon. Annar með 7,89 varð Úi frá Nýjabæ undan Þræði og Ósk frá Nýjabæ, eigandi Olla í Nýjabæ en knapi var Eggert Helgason. Þriðja með 7,69 varð Komma frá Egilsstöðum undan Sirkli frá Torfastöðum og Skutlu frá Egilsstöðum. Eigandi er Ingi- mar Sveinsson en knapi Ásdís Helga Bjamadóttir. í B-flokki sigraði með 8,33 Fengur frá Sigluvík undan Gosa frá Sigluvík og hryssu frá Sandvík, eigendur Guðjón Bergsson og Fanney Ólöf Lárusdóttir sem jafnframt var knapi. í öðru sæti með 8,20 varð Brynjar frá Syðstu Grund undan Ófeigi frá Hvanneyri og Perlu frá Syðstu Grund, eigandi og knapi var Jóhann Magnússon. I þriðja sæti varð Nútíð frá Nýjabæ undan Fáfni frá Fagra- nesi og Aldísi frá Nýjabæ, eig- andi og knapi Olla í Nýjabæ. í unglingaflokki sigraði Sigurður Guðmundsson með 7,92 en hann keppti á Feyki frá Eskiholti und- an Hrafni og Brúnku frá Eski- holti. Rósa Björk Sveinsdóttir varð önnur með 7,88 en hún keppti á Ópal frá Litlu-Brekku undan Ófeigi frá Hvanneyri. Þriðja með 7,58 varð svo Guð- björg Gísladóttir á Fífli frá Jafnaskarði undan Ófeigi frá Hvanneyri og Eglu frá Bólstað- arhlíð. Lög Ölafs Þórarmsson- ar í tónlistardagskrá Selfossi. LEIKUR að vonum heitir vönduð dagskrá sem boðið verður uppá í Hótel Selfossi 24. apríl og næstu helgar. Dagskráin er byggð upp með lögum eftir Ólaf Þórarinsson tónlistarmann, oft nefndur Labbi í Mánum. Dagskráin ber nafn eins af lögum Ólafs. Lögin sem flutt verða eru frá vinsældatíma hljóm- sveitarinnar en fyrsta plata henn- ar kom út 1968 þar sem titillagið var 1, 2, 3. Á dagskránni verða flutt hátt í þrjátíu lög af stórum hópi tónlistar- fólks. Að sögn Ólafs verður þetta klassík, ballöður og rokk. Meðal þeirra sem koma fram er Jónas Ingi- mundarson sem leika mun á píanó og vera undirleikari hjá Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Blandaður kór Tónlistarskóla íslands kemur fram, einnig stórsveit Lúðrasveitar Selfoss. í hljómsveit undir stjóm Ólafs verða Gunnar Jónsson á trommum, Vignir Þór Stefánsson á hljómborð, Hróbjartur Eyjólfsson á bassa, Þorsteinn Magnússon á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón og Stef- án Hólmgeirsson á slagverk. Þar verða einnig á ferðinni söngkonumar Guðlaug Ólafsdóttir, Kristjana Ólafs- dóttir og Bryndís Ólafsdóttir. Hljóð- maður dagskrárinnar er Gunnar Sverrir Eyjólfsson, ljósamaður Hilm- ar Hólmgeirsson og kynnir verður Jón Bjamason. „Við erum auðvitað að þessu til þess að hafa ofan af fyrir fólki og skemmta því,“ sagði Ólafur Þórarins- son. Sig. Jóns. MIKILL áhugi hefur komið í Ijós á auknum samskiptum og sam- vinnu við Eystrarsaltslöndin og sérstaklega Lettland í kjölfar Eystrasaltsdaga í Bókasafni Kópavogs, sem lauk 6. mars sl. Hópur áhugafólks hefur komið saman til undirbúnings stofnunar félags sem stefna skal m.a. að kynn- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Hljómsveit Ólafs Þórarinssonar. ingu á löndunum og tengslum við sambærileg félög í Lettlandi. Nú hefur verið ákveðinn stofn- fundur Vináttufélags Islands og Lettlands og verður hann haldinn í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla ís- lands, Taugardaginn 24. apríl kl. 16. Allt áhugafólk um Eystrarsalts- löndin er velkomið. (Fréttatilkynning) Stofnfundur Vináttufé- lags íslands og Lettlands Ferðakynning í List- húsinu um helgina FJOLDINN allur af ferðamögu- leikum um Island verða á ferða- kynningunni „Lifandi útivera" í Listhúsinu Laugardal nú helgina, 24. og 25. apríl. Á ferðakynningunni gefst íbúum höfuðborgarsvæðisins tækifæri til að kanna þá fjölbreytni sem býðst í ferðum um landið, allt frá Hafnar- firði til Vestfjarða. Rúmlega 70 aðil- ar kynna þjónustu sína í Listhúsinu. Meðal annars verður kynning á farþegaflugi með svifdrekum, sigl- ingar á gúmmíbátum niður Hvítá, vélsleðaferðir að sumri til, útreiðart- úrar um hálendið, feijusiglingar, eyjasiglingar, sérstæðir gistimögu- leikar og skoðunarferðir. Fjölmörg hótel um allt land verða með í ferðakynningunni. Ferða- málanefndir kaupstaða og kauptúna verða einnig með upplýsingar um ferðamöguleika í næsta nágrenni sínu. Listhúsið í Laugardal tók til starfa sl. haust. Þar eru stórir og rúmgóðir sýningarsalir, auk versl- ana sem selja listmuni, gjafavörur, skartgripi og myndverk. Ferðakynningin „Lifandi útivera" verður opin í Listhúsinu frá kl. 10-20, í dag, laugardaginn 24. apríl og kl. 10-18 sunnudaginn 25. apríl. (Fréttatilkynning.) ------» ♦ ♦------ Móðurtryg’gð sýnd í biósal MÍR ÞRIÐJA og síðasta kvikmyndin í kynningu MIR á verkum hins fræga leikstjóra Marks Donskoj verður sýnd í bíósalnum Vatns- stíg 10 nk. sunnudag, 25. apríl, klukkan 16. Þetta er myndin Móðurtryggð, gerð 1967, önnur tveggja kvik- mynda Donskojs um Maríu Alex- androvnu Uljanovu, móður Leníns. Byltingarforinginn og stofnandi Sovétríkjanna kemur að sjálfsögðu líka við sögu í myndini - á sínum yngri árum. Skýringar eru á ensku. Kvikmyndasýningin á sunnudag- inn er síðasta reglubundna sunnu- dagssýningin í bíósal MÍR nú í vet- ur. Næsta kvikmyndasýning verður 1. maí klukkan 15-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.