Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 MNPI6mS kJ AL'STl'RSTRÖND3,170SELTJARNARNES Opið laugard. kl. 12-15 2ja herb. Noröurmýri: Falleg 2ja-3ja herb. 67 fm íb. í kj. íb. fylgir sérherb. í sam- eign. Ný eldhúsinnr. Parket. Eign í góðu ástandi. Verð 5,4 millj. Hverfisg. — einb.: Lítið snot- urt járnklætt timburhús á einni hæð ásamt geymslukj. Húsið er uppgert og í góðu standi. Áhv. langtímalán 3 millj. Verð 5 millj. Miöbraut: Falleg og rúmg. ca 70 fm kj.íb. í góðu steinh. Sérinng. Áhv. lífeyrissj. 1,7 millj. Verð 5,5 millj. 3ja herb. Hverfisgata: Falleg og mikið endurn. 84 fm íb. á 2. hæð í góðu stein- húsi. Verð 6,7 millj. Granaskjól: Falleg ca 85 fm íb. á jarðhæð í tvíb. Sérinng. Fráb. stað- setn. Áhv. byggsjóöur 3 millj. Laus strax. Austurströnd: Falleg 3ja herb. íb. í góðu lyftuh. Stórar svalir. Upphitað bílskýli. Hús í góðu ástandi. Áhv. byggingarsj. 2 millj. Laus strax. Öldugata: Góð 80 fm íb. á 1. hæð í góðu steinh. Talsvert endurn. Verð 6,5 millj. Lyngmóar — Gbæ: Glæsil. og vönduð íb. á 3. hæð ásamt góðum bílskúr. Stórar suðursv. Sameign í góðu ástandi. Áhv. byggsj. 3,8 millj. Laus fljótl. Verð 7,7 millj. Smiðjustígur - einb.: Fallegt gamalt timburh. á 2 hæðum. Neðri hæð: Flísal. anddyri, 2 góð svefnherb., stórt baðherb., þvottah. og geymsla. Efri hæö: eldhús, stofa og borðst. Stór- ar suðursv. Húsið er allt endurn. Hag- stæð lán. Verð 9,9 millj. Fossvogur: Falleg og rúm- góð 4ra herb. íb. á 2. hæð. Park- et. Stórar suðursv. Hús í góðu ástandi. Áhv. húsbréf 4,8 millj. Verð 8,2 millj. Álfheimar: Falleg ca 100 fm 4ra herb. endaíb. í góðu fjölb. Suðursv. Gott útsýni. Áhv. húsbr. 3,4 millj. Hag- stætt verð og greiðslukjör. Boöagrandi: FaJleg og rúmg. 95 fm íb. á 1. hæð. Tvennar svalir. Góð sameign. Húsvörður. Bílskýli. Áhv. hagst. lán 3,2 millj. Verð 8,9 millj. Leirubakki: Falleg og rúmg. 5 herb. íb. 121 fm ásamt ca 25 fm góðu herb. í kj. Skiptist m.a. í hol, stofu og 3 góð herb. Þvottah. og geymsla í íb. Áhv. hagst. lán kr. 2,6 millj. Laus strax. Verð 8,4 millj. Sólheimar: Falleg 4ra herb. íb. á 4. hæð í góðu lyftuhúsi. Parket. Suð- ursv. Húsvörður sér um sameign. Skipti mögul. á stærri eign í sama hverfi. Áhv. byggsjóður 3,4 millj. Verð 8,6 millj. Sérhæðir Skerjafjörður: Glæsil. I04fm íb. á efri hæð í nýju tvíb.húsi. Sérinng., engin sameign. Bílskúr. Áhv. Bygging- arsj. 7,2 millj. Kambsvegur — tvær íb.: Góð 125 fm neðri sérh. í tvíb. Sér inng. Engin sameign. Parket á gólfum. Eign í góðu ástandi. íb. fylgir góður bílskúr sem er innr. m. séríb. Verð 11,5 millj. Stærri eignir Unnarbraut: Glæsil. vel staðs. ca 240 fm einbhús á tveimur hæöum. Stór sólstofa m. nuddpotti. Fallegur garður. Útsýni. Verð 17,5 millj. Vesturhólar: Gott 176 fm hús á einni hæð auk einstaklíb. í kj. með sér- inng. 30 fm bílsk. Verð: Tilboö. Bollagaröar: Glæsil. nýtt 232 fm einbhús m. ínnb. bílsk. Vandaðar innr. Fráb. sjávarútsýni. Skipti möguleg á minni eign. Verð 16,5 millj. Annað Seltjarnarnes: Byggingarlóð við Bollagarða fyrir ca 180 fm einbhús á tveimur hæðum. Gott verð. Skorradalur: Sumarbústaðalóðir til leigu. Frábær staðs. RUNÓLFUR GUNNLAUGSSON, rekstrarhagfr. KRISTJÁN V. KRISTJÁNSS0N, viðskiptafr. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! Hver ber höfð- inu við steininn? eftir Friðrik Sigurðsson Frá því að Kísiliðjan tók til starfa fyrir rúmum 25 árum hefur fá- mennur hópur veiðibænda á Mý- vatns- og Laxársvæðinu haft það fyrir trúarbrögð að vera á móti rekstri hennar. Þeirra trúarbrögð ná reyndar lengra. Þeir eru yfirleitt á móti flestu í sveitinni, svo sem breyttri skipan skólamála, land- græðslunni og fleiru sem til breyt- inga horfir í þessari rótgrónu menn- ingarsveit eins og fram hefur kom- ið í fjöhmðlum. Fullyrðingar um skaðvænleg áhrif Kísiliðjunnar á Jífríki Mývatns hafa verið jafn árvissar og jólin. í rúman aldarijórðung hafa andstæð- ingar Kísiliðjunnar komið fram með tilgátu um það-hvemig Kísiliðjan eyðileggi vatnið. Rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Mývatns fyrir tugi milljóna króna til þess að sannreyna tilgáturnar. Engin þeirra hefur staðist. Samt heldur hinn heittrúaði hóp- ur áfram árásum sínum á Kísiliðj- una, nú síðast með hótunum um skaðabótamál. Sá sem þetta ritar hefur kosið að kalla þær aðfarir sínu rétta nafni; „peningagræðgi" og skulu nánari rök færð fyrir því hér á eftir. Þar sem klisjur andstæðinga Kís- iliðjunnar duga ekki lengur er síð- asta hálmstrá þeirra að grípa til persónulegra árása á borð við þá sem Eysteinn Sigurðsson, bóndi á Arnarvatni og formaður Veiðifélags LaxSr og Krákár, setur fram í sam- hljóða greinum í Degi fimmtudag- inn 15. apríl sl. og Morgunblaðinu 17. apríl sl. í þessum greiunum málar Ey- steinn þá dæmalaust smekklausu mynd af undirrituðum að hann sé hrokafullur félagsskítur sem hafi þann tilgang einan í Mývatnssveit að troða öðrum um tær og ala á sveitargíg. Fátt um fínar forsendur Lítið er eftir af forsendunum fýr- ir lokun Kísiliðjunnar, ef þær eiga helst að byggjast á andúð við per- sónu framkvæmdastjórans. Þetta líkist kynþáttahatri, þó ekki komi litarhátturinn við sögu. Nýir ein- staklingar eru óvelkomnir í Mý- vatnssveit a.m.k. svo lengi sem skoðanir þeirra eru andstæðar skoðunum Eysteins Sigurðssonar á Arnarvatni. Máiflutningur hans sýnir svart á hvítu að hann er kom- inn í rökþrot. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem ákveðnir bændur við Mývatn eru sakaðir um peningagræðgi. í við- tali við Þjóðviljann árið 1959, löngu fyrir daga Kísiliðjunnar, ræðir Þor- grímur Starri í Garði um ástæður fyrir miklum sveiflum í silungsveiði í Mývatni. Þar kennir hann tíðar- fari og ofveiði um minnkandi veiði. Aðspurður um ástæðu ofveiði segir hann um sveitunga sína; „peninga- græðgi“. Eftir að Kísiliðjan kom til sög- unnar hafa verið sveiflur í silungs- veiði í Mývatni, eins og áður en fyrirtækið hóf starfsemi sína. Kísil- iðjan hefur verið notuð sem blóra- böggull fyrir minnkandi veiði. Engu breytir þó vitað sé að veiði á dæld- um svæðum í Ytri-Flóa hafi aukist en samdráttur verið í veiði á ódæld- um svæðum í Syðri-Flóa. Misjöfn silungsveiði og sveiflur í silungsstofnum eru ekki raktar til starfsemi Kísiliðjunnar samkvæmt þeim rannsóknum sem fram hafa farið. Beðið um beinharða peninga Andstæðingar Kísiliðjunnar hafa ekki farið í launkofa með kröfur um að Kísiliðjan greiddi þeim tekju- tap. í þeirri kröfugerð hefur ekkert ■verið minnst á náttúruvernd, heldur aðeins beinharða peninga, saman- ber bréf lögfræðings andstæðinga Kísiliðjunnar til fyrirtækisins 27. maí 1991 og bréf andstæðinga Kís- iliðjunnar til Celite Corporation 10. mars 1993, þar sem látið er að því liggja að farið verði fram á háar skaðabætur vegna tekjumissis. Reyndar skýtur þetta skökku við ummæli Þorgríms Starra í Þjóðvilj- anum 1959. Þar segir hann m.a. að það verði aldrei stórgróðavegur að stunda veiði á Mývatnssilungi, m.a. vegna þess að hann hefur aldr- ei verið á því verði_ sem hann verð- skuldi sem vara. Áður fyrr meðan þjóðin hafði ekki annað takmark með erfiði sínu en aðeins að hafa að éta var Mývatnssilungur ágæt hlunnindi. í greinum sínum verður Eysteini tíðrætt um aukningu köfnunarefnis í Mývatni sem hann segir Kísiliðj- unni að kenna. Ekki nenni ég að fara í þrætubókarlist við Eystein um smáatriði. Niðurstaða sérfræð- inganefndar um Mývatnsrannsókn- ir var þessi: Heildaraukning nær- ingarefnanna niturs (köfnunarefn- is) og fosfórs er svo lítil frá árinu 1969 að þeirra gætir ekki í mælan- legum styrk í Mývatni. Sérfræð- inganefndin hafði ekki áhyggjur af þessum þætti samanber að hún taldi ekki ástæðu til að rekja hann frek- ar. Einungis var bent á það að frek- ari rannsóknir þyrfti á áhrifum set- flutninga innan Ytri-Flóa og afleið- ingum þess að Ytri-Flói flytur ekki út set eins og áður. Það er skemmst frá því að segja að setflutningarannsóknir leiddu í ljós að Ytri-Flói er tiltölulega ein- angraður frá syðrihluta vatnsins hvað varðar setflutninga og strauma og breytingar á setflutn- ingum til Syðri-Flóa vegna kísil- gúrnáms í Ytri-Flóa og landriss frá því sem áður var, eru óverulegar. Jafnframt var bent á að setflutn- ingar ráðast fyrst og fremst af vindknúnum straumum í vatninu, einkum suðvestlægum vindum. Tíðni suðvestanátta í Reykjahlíð hefur stóraukist undanfarin 30 ár og tíðni logndaga stórminnkað. Svo segir Eysteinn að það séu ekki vís- indi að segja að veðurfar geti haft veruleg áhrif á lífríki Mývatns. Þreyta kom í saumnálarleitina í rúman aldarfjórðung hafa and- stæðingar Kísiliðjunnar reynt án árangurs að sanna að Kísiliðjan hafi slæm áhrif á lífríki Mývatns. Nú vilja þeir snúa sönnuúarbyrðinni við. I grein sinni gerir Eysteinn Sigurðsson þá kröfu að Kísiliðjan sanni að hún hafi ekki slæm áhrif á lífríkið. Enginn skyldi lá Eysteini þó hann sé farinn að þreytast á leitinni að saumnálinni í heystakkn- um. Eysteinn segir að náttúran eigi að njóta vafans ef hætta er talin á umhverfisspjöllum. Ætli Eysteinn að vera sjálfum sér samkvæmur hlýtur hann að leggja til að sauðfé verði ekki rekið á afrétt Mývetn- inga. Hann hlýtur líka að láta af kröfum sínum að lax verði fluttur Friðrik Sigurðsson „í rúman aldarfjórðung hafa andstæðingar Kís- iliðjunnar reynt án árangurs að sanna að Kísiliðjan hafi slæm áhrif á lífríki Mývatns.“ upp í Laxá ofan Laxárvirkjunar. Hann hlýtur einnig að krefjast þess að aðgangur ferðamanna að Mý- vatnssveit verði takmarkaður. Áhrifin af umferð tugþúsunda ferðamanna fara ekki fram hjá neinum í Mývatnssveit. Spurt hefur verið hvort Dimmuborgir eyðist fyrr af völdum ferðamanna eða sand- foks. Sandfokið má rekja til upp- blásturs á Mývatnsöræfum, þar sem meðal annars sauðfé Eysteins hefur verið iðið við að breyta því sem eftir var af gróðri í eyðimörk, þó ekki væri nema til að ná góðum fallþunga áður en það fer á haug- ana. Kísiliðjan, skólamálin og land- græðslan hafa lengi verið þyrnir í augum Eysteins. Baráttan við ferðaþjónustuna og sauðfjárbú- skapinn er þá væntanlega á næsta leiti. Beðið er yfirlýsingar Eysteins um takmörkun á fjölda ferðamanna og afnám sauðijárbúskapar með eftirvæntingu. Með slíkri yfirlýs- ingu leggur hann til atlögu við þá sveitunga sína sem hann hefur ekki átt í útistöðum við eftir því sem ég best veit. Trygg framtíð Kísiliðjan hefur námaleyfi fram til ársins 2010 og vinnslusvæði hennar í Ytri-Flóa hefur verið stækkað verulega frá því sem áður var. Á þetta hefur Náttúruverndar- ráð fallist. Farið verður í rannsókn- ir við nýja vinnslutækni við kísil- gúrnám í Mývatni og einnig á hugs- anlegri nýtingu kísilgúrs sem lenti undir hrauni sem rann í Mývatns- eldum. Vinnsla næstu 17 árin er því trygg. Þeir sem ekki vilja horf- ast í augu við þá staðreynd eru að berja höfðinu við steininn. Þetta mætti Eysteinn Sigurðsson á Arn- arvatni hafa í Iiuga í málflutningi sínum. Höfundur er frnmkvæmdnstjóri KisiUðjunnnr hf. íMývntnssveit. 011 Kfl 01 07A LARUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri C I I vv'b I U I U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggilturfasteignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Lágmúla - ný endurbyggð 4ra herb. íbúð á 3. hæð um 90 fm nettó. Öll ný endurbyggð. Góðir ofnar, Danfoss-kerfi. Bílskréttur. Vinsæll staður. Með 40 ára húsnæðisláni um kr. 5 millj. Ný og glæsileg 3ja herb. (búð á 2. hæð við Jöklafold. Sér þvottaað- staða. Fullgerð sameign. Vinsæll staður. Ný endurbyggt endaraðhús í syðstu röð í Fellahverfi 158,3 fm. Kjallari er undir öllu húsinu. Sér- byggður bílskúr. Blóma- og trjágarður. Eignaskipti möguleg. Eitt besta verð á markaðinum í dag. Fyrir smið eða laghentan Timburhús ein hæð við Langholtsveg um 80 fm. Ræktuð lóð 580 fm. Þarfnast endurbóta. Laus strax. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstof- unni. Ennfremur nokkrar 3ja herb. íbúðir í reisulegum steinhúsum við Hverf- isgötu og Njálsgötu. Skammt frá Hagaskóla Óvenju góð mjög stór kjallaraíbúð í suðurenda. 3 rúmgóð svefnherb. Innb. skápar. Nýtt parket. Sérhiti. Langtímalán kr. 4 millj. Garðabær - útsýni - bílskúr Nýleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Lyngmóa. Frágengin lóð. Útsýnisst. Glæsileg eign á frábærum stað Einbýlishús - steinhús, ein hæð , 171,2 fm nettó við Selvogsgrunn. Töluvert endurn. Bílskúr tæpir 30 fm. Glæsilegur trjágarður. Með miklum og góðum lánum Endaibúð 4ra herb. við Stóragerði um 100 fm á 1. hæð. Tvennar sval- ir. Útsýni. Tilboð óskast. Daglega leita til okkar fjársterkir kaupendur með margskonar óskir um fasteignaviðskipti. Sérstaklega óskast góð húseign með tveimur íbúðum. Ennfremur óskast lítið sérbýli með bílskúr. Má þarfnast endurnbóta. • • • Opið í dag f rá kl. 10-16. Fjársterkir kaupendur. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGWASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Hraunbær Rúmgóð 4ra herb. íbúð á 3. hæð (efstu) 113,8 fm nettó. Parket. Þvottaherb. og búr innaf eldhúsi. Stórar suðursvalir. Hús og sameign í góðu ástandi. Gott út- sýni. Áhvílandi 3,5 millj. Verð 8,5 millj. 4128. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-14. F S:685009- ÁRMÚLA 21 DAN V.S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.