Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 17
M0RGUN9LAÐIÐ LAUGARDAGUR, 24. APRÍL 1993 17 Grensásdeild 20 ára ARANGURSRIKT OG GEFANDISTARF eftirAstuSt. Thoroddsen Fregnir af slysum segja okkur iðulega lítið um hvað gerist hjá hinum slösuðu næstu vikur, mánuði eða jafnvel ár. Frásagnir í líkingu við „... og var hinn slasaði fluttur á slysadeild Borgarspítalans mikið slasaður. Líðan hans er talin vera eftir atvikum..." eru algengar, en hvað segir þetta lesendum? Enginn getur sett sig í þau spor, nema sá sem reynt hefur, hvílíkt álag og breytingu það hefur í för með sér fyrir einstakling og fjöl- skyldu hans að vera fyrirvaralítið kippt út úr lífinu vegna slysa eða langvinnra sjúkdóma. Áhyggjur, þjáning, atvinnumissir, vonleysi, einmanaleiki, skerðing í hreyfi- eða andlegri fæmi eru einungis fáein hugtök sem í hugann koma þegar hugsað er til þeirra tilfínninga og hugsana sem hljóta að fara i gegn- um huga einstaklinga sem þurfa á langvarandi endurhæfingu að halda ýmist vegna slysa eða sjúk- dóma. Hjá hinum slasaða eða sjúka tekur við þrotlaus vinna, oftast fyrst á sjúkrahúsinu og síðar á endurhæfingadeild. í ár eru liðin 20 ár frá því að endurhæfingar- og taugadeild Borgarspítalans, sem í daglegu tali er nefnd Grensádeild Borgarspítal- ans, tók til starfa. deildin var form- lega opnuð hinn 26. apríl 1973. Starfsemi deildarinnar hefur tekið þó nokkrum breytingum frá upp- hafi, en upphaflega, nefndist hún hjúkrunar- og endurhæfingardeild. Á Grensásdeild eru 2 legudeildir með 30 rúm hvor, samtals 60 sjúkl- inga og má skipta þeim í tvo hópa. Annars vegar sjúklinga með ein- kenni frá taugakerfi (s.s. vegna heilablóðfalls, Parkinson- og MS sjúkdóma og verkja sem rekja má til taugakerfis) og hins vegar sjúkl- inga með einkenni frá stoðkerfi (s.s. vegna beinbrota, aðgerða á stoðkerfi, gigtarsjúkdóma og verkja frá stoðkerfi). Á undanförn- um árum hafa margvíslegar breyt- ingar átt sér stað og er þar nú einn- ig talsvert um bráðainnlagnir. Að- allega er um að ræða sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall. Bráðainn- lagnir hafa leitt af sér ýmsar breyt- ingar í starfseminni. Mun fleiri sjúklingar leggjast inn á deildina en áður þannig að starfsemin hefur aukist verulega, álag á starfsfólk orðið meira og krafist er enn frek- ari árvekni af þeirra hálfu en áður, þar sem mjög skyndilegar breyting- ar geta orðið á ástandi sjúkling- anna. í febrúarmánuði sl. voru t.d. bráðainnlagnir 64,3% (18 sjúkling- ar af 28) á þá deild sem starfar á 3. hæð Grensásdeildar og tæplega 55% í marsmánuði (17 sjúklingar af 31). Á árinu 1991 munu 7 sjúk- lingar hafa verið lagðir inn brátt á Grensásdeild. Hér er því um mjög umfangsmikla breytingu að ræða í starfsemi deildarinnar á stuttum tíma og sem hefur margháttaða breytingu för með sér. Á meðfylgjandi töflu má sjá töl- ur um aukningu innlagna á deild- ina, en um leið styttri legutíma á báðum hæðum. Eingöngu eru sýnd- ir mánuðimir janúar til mars 1991 til 1993 til samanburðar á báðum legudeildum (2. og 3. hæð). Hér Ásta St. Thoroddsen „Þeir einstaklingar sem dvelja á endurhæfing- ar- og taugadeild eiga við fjölþætt og flókin vandamál að glíma, sem krefst samvinnu margra sérhæfðra starfsstétta.“ er um að ræða rúmlega 44% aukn- ingu í innlögnum á Grensásdeild í heild og meðallegudagafjöldi hefur lækkað um 8 á annarri deildinni og 14 á hinni, eða að meðaltali um 11 daga. Á sama tíma hefur bráða- innlögnum íjölgað verulega á deild- Samvinna margra stétta Þeir einstaklingar sem dvelja á endurhæfingar- og taugadeild eiga við fjölþætt og flókin vandamál að glíma, sem krefst samvinnu margra sérhæfðra starfsstétta. Á Grensás- deild Borgarspítalans starfa marg- ar ólíkar starfsstéttir að meðferð sjúklinganna, t.d. sjúkra- og iðju- þjálfar, hjúkrunarfræðingar, lækn- ar, sjúkraliðar, félagsráðgjafar, taugasálfræðingur og talmeina- fræðingar. Á deildinni hefur verið leitast við að skapa andrúmsloft sem er meira í ætt við heimili held- ur en stofnun. Hver sjúklingur klæðist t.d. daglega eigin fötum, situr til borðs í borðstofu með öðr- um, sem á deildinni dvelja og allir geta hist í sameiginlegri setustofu til að spila, spjalla eða horfa á sjón- varp. Höfuðatriðið í árangursríkri end- urhæfingu er samvinna og því er teymisvinna mjög mikilvæg. Sam- eiginlegir fundir með fulltrúum allra starfsstétta tryggja að hver starfsstétt viti að hveiju aðrar stéttir eru að vinna með sjúklingn- um. Á vikulegum fundum gerir hver starfsstétt grein fyrir sínum þætti í endurhæfingunni og sam- eiginlega eru sett fram .markmið fyrir næstu viku. Ollum er því vel ljóst hvert stefnt er. Mikilvægast af öllu er þó að einstaklingurinn sjálfur, sjúklingurinn, sé hafður með í ráðum um atriði er varðar hann sjálfan, að hann finni að hann sé virtur og geti einhveiju ráðið um líf sitt. Þannig vinnur hann sjálfur að eigin málum með aðstoð hinna ýmsu starfsstétta. En engu Tafla. Fjöldi innlagðra sjúklinga og meðallegudagafjöldi á báðum deildum Grensásdeildar. Janúar- mars Janúar- mars Janúar- mars 1991 1992 1993 Legu- Fjöldi Meðallegu- Fjöldi Meðallegu- Fjöldi Meðallegu- deildir innlagna dagafjöldi innlagna dagafj'öldi innlagna dagaOöldi 3. hæð 68 30,6 87 33,6 116 22,9 2. hæð 46 43,4 89 46,0 87 29,5 fæst þokað í átt til framfara nema sjúklingurinn sjálfur sé virkur í eig- in meðferð. Eitt af aðalstörfum flestra ef ekki allra starfsstéttanna á Grensásdeild, auk markvissrar meðferðar á hveiju sérsviði, er að leiðbeina, styðja og hvetja sjúkling- ana. Mikilvægi þess skyldi aldrei vanmetið. Það eitt að vinna að því að öðl- ast eða komast í átt til fyrri fæmi er undir flestum kringumstæðurr afar tímafrekt. Sjúkdómar og slys breyta iðulega aðstæðum fólksvar- anlega og því er nauðsynlegt ac huga að útskrift sjúklings og fé- lagslegum aðstæðum hans í tíma Stundum getur reynst nauðsynlegl gera ýmsar breytingar á húsnæð heima fyrir, huga að nýju hús- næði, útvega hjálpartæki og fleira Þetta krefst langs tíma og góðs undirbúnings. Áætlun um útskrift er því iðulega gerð iangt fram I tímann, ekki eingöngu fyrir sjúkl- inginn heldur einnig fyrir fjölskyldu hans. Hún getur þurft að gera ýmsar ráðstafanir heima fyrir og jafnframt getur tilhugsunin um að fá sinn nánasta heim eftir slys eða veikindi verið óttablandin eða kvíðavænleg tilhlökkun. Þátttaka aðstandenda frá upphafi er því afar mikilvæg. Því betur sem þeir skilja ástand sjúklingisins, meðferðina og markmið hennar,, þeim mun betur eru þeir undir það búnir að styðja við og aðstoða sinn nánasta. Mikilvægi aðlögunar í starfsemi Grensásdeildar er jafnframt lögð áhersla á það að allir, sem koma til með að útskrif- ast heim til sín, fari þangað fyrst í dagleyfi og síðar í helgarleyfi. Að koma heim að nýju eftir langa fjarveru getur verið erfitt bæði fyr- ir sjúklinginn og fjölskyldu hans. Hins vegar er það afar mikilvægt fyrir báða aðila að aðlagast því að smám saman dregur nær útskrift frá stofnuninni. Við heimferð finna báðir aðilar hvort eitthvað hefur breyst og þá hvað og sjá betur við hveiju má búast. Starfsfólk deildar- innar hefur betra tækifæri á að koma sjúklingnum og aðstandend- um hans til hjálpar með það sem á vantar, ef sá möguleiki er á ann- að borð fyrir hendi. Einn er sá þáttur í starfsemi Grensásdeildar, sem gerir hana mjög sérstaka. Það er sundlaugin. Hún var tekin í notkun í október 1985. Hún er afar mikilvæg fyrir þjálfun og meðferð mikið hreyfi- skertra og lamaðra einstaklinga. Jafnframt er mikið um að einstakl- ingar með einkenni frá stoðkerfi og fleiri hafi not af lauginni. Þjálf- un og meðferð sjúklinga í sund- lauginni fer fram undir eftirliti sjúkraþjálfara. Hér hefur verið komið inn á nokkra þætti, sem lýsa starfsem- inni á Endurhæfingar- og tauga- deild Borgarspítalans, Grensás- deild. í starfinu skiptast á skin og skúrir og bilið á milli gleði og sorg- ar er oft stutt. Ánægjulegast er að geta glaðst yfir framförum ein- staklinganna, sem þar dvelja. Hvert lítið spor, hver áfangi, þótt lítill sé, veitir von, en án hennar getur ver- ið erfítt að sjá og skilja tilgang erfíðisins sem þjálfun og endurhæf- ing óhjákvæmilega er. Ástæða er til að óska öllum sem dvelja og starfa á Grensásdeild velfarnaðar um ókomna tíð. Það er ætíð ánægjulegt að vera þátttakandi í árangursríku starfi eins og þar er unnið, en ávallt má gera gott betra. Að því stefnum við sem þar störf- um. Höfundur er lýúkrunarfræðingur á Grensásdeild BorgarspíUilans. KÍOTAÐIR BÍLARFRÁ VOLVO 6 MÁNAÐA ÁBYRGÐ LÁN TILALLTAD36 MÁNAÐA TÖKUMNOTADA UPPÍNOTAÐA VOLVO 740 FÓLKSBÍLAR OG 740 STATION Volvo 740 GL 4 dyra, sjálfsk. Árgeið1988 Ekinn: 89.000 km Verð: 1090.000 kr. Volvo740GL 4 dyra, sjálfsk. Árgerð 1988 Ekinn:61.000km Verö: 1150.000 kr. e o Volvo 740 GLE 4 dyra, sjálfsk. Árgerð 1987 Ekinn: 100.000 km Veið: 1050.000 kr. Ilolvo 740 GLE Station öttyra, sjáltsk. Árgerð 1987 Ekinn: 75.000 km Verð: 1250.000 kr. VOLVO 240 FOLKSBILAROG 240 STATION Volvo 240 GL 4 dyra, sjálfsk. Árgerð 1988 Ekinn: 43.000 km Verð: 890.000 kr. Volvo 240 GL station 5dyra,5gíra Árgerð 1987 Bdnn: 100.000 km Verð: 780.000 kr. o o Volvo240GL 4 dyra, sjátfsk. Áigerö 1387 Bann: 60.000 km Verð: 790.000 kr. I/olvo240DL 4 dyra, sjátfsk. Árgerð 1988 Bdnn: 75.000 km Verð: 790.000 kr. VOLVO FAXAFENI 8 • SIMI 91- 685870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.