Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 28
28 ,MppGy]jfiLAgi^ .HHOffiDAPUfi M. ATjtíL ?a,93 Einvígi Kasp- arovs og Shorts Avegum Times og hefst 7. sept. SKÁKEINVÍGI þeirra Garrís Kasparovs, núverandi heims- meistara, og áskorandans, Nigels Shorts, verður í Lond- on 7. september næstkom- andi. Það er dagblaðið Times, sem heldur það, og munu keppendurnir skipta á milli sín 166 milljónum kr. Tvenn samtök buðust til að standa fyrir einvígi Kasparovs og Shorts sem ákváðu að tefla ekki um heimsmeistaratitilinn í nafni Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) heldur fara eigin leiðir. Annars vegar bauð F/mes-hópurinn 1,7 milljónir punda í verðlaun, rúm- lega 166 milljónir króna, og hins vegar buðu samtök sem nefnast London Chess Group hærri upp- hæð, eða tvær milljónir punda, en þar er annar fjölmiðill, blaðið Evening Standard, innanbúðar. Skákmeistaramir ákváðu að gefa T/mes-hópnum færi á einvíg- inu með því að veita honum tveggja vikna frest til að ná samn- ingum. Hétu þeir því að ræða ekki við aðra á meðan. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Kasparov telja það auka á trúverð- ugleik einvígisins og gefa því virðulegri blæ ef Times tengist því. Samningafresturinn rann út í síðustu viku án samkomulags. í fyrradag var hins vegar tilkynnt, að samningar hefðu náðst. Verða tefldar 24 skákir frá 7. september til 30. október. Hafa skákmennirn- ir ákveðið að gefa 10% verðlaun- afjárins til Sambands atvinnu- skákmanna, sem þeir hafa stofnað til höfuðs FIDE, Alþjóðaskáksam- bandinu. Svalakassar Veggpottar Útiker Útipottar *FRJÓ» HEILDVERSLUN Fosshálsi 13-15. Sími: 67 78 60 Fax: 67 78 63 Reuter Helfararsafnið opnað SAFN TIL minningar um helförina gegn gyðingum var vígt í Washington í Banda- ríkjunum á fimmtudag og sýnir myndin þegar ævarandi logi var tendraður við húsið. Hjálpuðust þeir að við það' þeir Elie Wiesel, friðarverð- launahafi Nóbels, Bill Clinton forseti og Harvey M. Meyer- hoff, formaður bandaríska helfararráðsins. Voru þjóðar- leiðtogar víðs vegar að við- staddir vígsluna en margir gyðingar mótmæltu komu Franjos Tudjmans, forseta Króatíu, en hann hefur látið í ljós efasemdir um, að jafn margir gyðingar hafí látið lífið í útrýmingarbúðum nas- ista og haldið er fram. 3.000 manns á aðalfundi Evrópubankans í Lundúnum á mánudag Búist við harðri gagnrýni á bruðl í rekstri bankans Forsætisráðherra Kanada sagður hafa rekið „óþægilegan“ bankaráðsmann London. Reuter, The Daily Telegraph. AÐALFUNDUR Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD), hefst í Lundúnum á mánudag og sækja hann rúm- lega 3000 manns. Breska dagblaðið Financial Times segir að John Major, forsætisráðherra Bretlands, muni í ræðu, sem hann flytur á mánudag, gagnrýna bankann fyrir bruðl við uppbyggingu höfuðstöðva hans í fjármálahverfi Lundúna. Þá er talið að hann muni taka undir kröfu Theos Waigels, fjármálaráðherra Þýskalands, um að upplýsingar um rekstur bankans verði gerðar aðgengilegri. Jacques Attali, formaður banka- stjórnar EBRD, hélt blaðamanna- fund á miðvikudag, þar sem hann viðurkenndi að margt hefði mátt betur fara í rekstrinum. Hann sagð- ist telja það „fullkomlega eðlilegt“ að fjölmiðlar veltu fyrir sér hvemig bankanum væri stjórnað og hefði hann sjálfur velt gagnrýninni mjög vandlega fyrir sér. Attali sjálfur hefur ekki síst sætt gagnrýni en hann er sagður hafa unun af þvi að vera umlukinn fallegri list og hönnun og fljúga um í einkaþotum. Vakti það athygli að á blaðamannafundin- um varð þess glæsileika, sem ein- kennt hefur ailt varðandi bankann, hvergi vart. Ekki var einu sinni til staðar stóll eða borð fyrir Attali og ræddi hann því málin sitjandi á sviðs- brúninni í fyrirlestrarsal bankans. „Við reynum að gera okkar besta og byggðum upp þessar skrifstofur innan þeirrar fjárhagsáætlunar, sem okkur var ætluð,“ sagði hann. Eftir á að hyggja mætti þó koma auga á ýmislegt sem hefði verið hyggilegra að gera á annan hátt og væri end- urnýjunin á marmara í anddyri bankans dæmi um slíkt. Attali sagðist aðspurður ekki ætla að segja af sér og að hann nyti stuðnings allra aðildarríkja bankans. Meðal annars hefði forsætisráðherra Kanada ausið hann slíku iofi að auðmýkt hans gerði honum ómögu- legt að skýra frekar frá því. Mulroney gagnrýndur Brian Mulroney, forsætisráðherra Reuter Altillegur Attali JACQUES Attali, formaður bankasljórnar EBRD, á blaða- mannafundi á " miðvikudag, þar sem hann viðurkenndi að margt hefði mátt betur fara í rekstrinum. Kanada, hefur verið gagnrýndur harðlega af stjórnarandstöðu og fjöl- miðlum í Kanada, fyrir að hafa leyst Don McCutchan, sem situr í bankar- áði EBRD fyrir hönd Kanada, frá störfum. McCutchan er sá banka- ráðsmaður, sem gagnrýnt hefur bankann hvað harðast fyrir bruðl í rekstri og sá eini sem greiddi at- kvæði gegn fjárhagsáætlun bankans fyrir yfirstandandi ár. McCutchan lætur af störfum hjá EBRD og segja kanadísk stjórnvöld það vera í tengslum við eðlilegar tilfærslur stjórnarerindreka. Heim- ildir herma hins vegar að hann hafi átt að starfa við bankann í eitt og hálft ár til viðbótar. Dagblaðið Tor- onto Globe and Mail segir að Mulron- ey sé náinn vinur Attalis og hefur eftir heimildarmönnum innan stjóm- kerfisins að Attali hafi kvartað yfir framgöngu McCutchan á fundi með Mulroney þann 5. mars. „Ef jafn hæfileikaríkur maður og McCutchan er látinn flakka vegna þess að hann stuggar við vini forsætisráðherrans þá mun ekki líða á löngu áður en aular verða fulltrúar Kanadamanna í stað hæfileikamanna," sagði blaðið í forystugrein. Pehr Gyllenhammar gagnrýndur í sænskum forystugreinum Sérstök eftirlitsnefnd hjá Volvo PEHR Gyllenhammar, forstjóri Volvo, hefur tilkynnt, að stofnuð verði sérstök endurskoðendanefnd og önnur, sem fylgjast á með sljórnunar- og launa- málum þjá fyrirtækinu. Eru þetta við- brögð hans við ásökunum samtaka sænskra hluthafa um bruðl og gífur- legar greiðslur til forráðamanna Volvo, núverandi og fyrrverandi, á erfiðum tíma í sögu fyrirtækisins. Nokkrir leiðarahöfundar sænsku dag- blaðanna fara hörðum orðum um Gyl- lenhammar og spyrja hvernig hægt sé að brýna sparnað fyrir aðþrengdum launþegum þegar menn eins og hann velti sér upp úr óhófsmunaðinum. Gyllenhamar, sem hefur rúmlega 130 milljón- ir ísl. kr. í árslaun, sagði á blaðamannafundi að loknum aðalfundi Volvos fyrr í vikunni, að launin sín væru „ekki of há“ og „í samræmi við það starf“, sem hann hefði unnið fyrir fyrir- tækið. Þá sagði hann, að starfslokasamningur- inn við fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra, Christer Zetterberg, hefði verið gerður 1989 þegar margir háttsettir menn hjá Volvo hefðu haft áhyggjur af framtíðinni vegna fyrirhugaðs samstarfs við Renault. „Þá var samþykkt, að háttsettir menn, sem misstu starfið, fengju starfslokagreiðslu, sem svaraði til þrefaldra árslauna," sagði Gyllen- hammar. Hann kvaðst þó telja, að þessar greiðslur hefðu verið of miklar en þeirra hafa notið alls 22 fyrrverandi starfsmenn Volvos. Svenska dagbladet gagnrýnir Gyllenhammar Svenska dagbladet birti í gær forystugrein um „milljónimar hans Gyllenhammars" og seg- ir, að það sé eftirtektarvert, að einn kunnasti maðurinn í sænsku atvinnulífi, maður, sem hafí sagt forráðamönnum annarra fyrirtækja að minnka við sig launin, skuli auðga sjálfan sig með þessum hætti á kostnað fyrirtækisins. Bara það, að hann hafí talið sig þurfa að semja sérstaklega um þessi háu laun, sýni, að hann eigi þau ekki skilið. Leiðarahöfundurinn segir, að líklega hefðu ftéttimar af launakjömm Gyllenhammars ekki vakið mikla athygli ef ekki hefði verið fyrir mikla umræðu um sams konar góðsemi sæn- skra bankastjóra við sjálfa sig. Víst sé líka, að þessi háu Iaun nokkurra manna skipti litlu máli fyrir sænskt efnahagslíf en samt hafí frétt- imar mikil áhrif. Almenningur eigi erfítt með að skilja hvers vegna hann eigi að spara og axla æ meiri byrðar á sama tíma og frammá- menn í þjóðfélaginu skammti sjálfum sér tug- milljónir króna í árslaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.