Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 10
, .\}()Rqt:NBLAl)H) LAUOAKDAGUK, 24., APRÍL1993 ,10 Árlegur bílakostnaður fyrirtælga 38 milljarðar SAMKVÆMT útreikningum Ásgeirs Valdimarssonar hjá Hag- fræðistofnun Háskólans er líklegt að kostnaður fyrirtækja í landinu vegna bíla í þeirra eigu geti numið um 3,8 milljörðum króna á ári. Telur hann að með því að kaupa og reka helm- ingi ódýrari bíla gætu fyrirtækin sparað samanlagt tæplega tvo milljarða á ári og haldið 1,2 milljörðum eftir sem bæta myndu eiginfjárstöðuna, en ríkið tæki 0,7 milljarða af sparnað- inum í tekjuskatt. í útreikningum sínum gerir Ásgeir ráð fyrir að um sé að ræða hátt í 5.000 bíla í eigu fyrirtækja á landinu öllu, og meðalverðmæti hvers þeirra sé um þrjár milljónir króna. Samanlagt innkaupsverð sé því um 15 milljarðar króna, eða sem svarar til 15-20 nýrra frysti- togara. Sé gert ráð fyrir að bílam- ir eyði nálægt 20 lítrum af bensíni Framkvæmdastjóri Skagstrendings um rekstur nýja frystitogarans 15 tonnþarf að meðaltali á dag SVEINN Ingólfsson framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. segir að rekstrargrundvöllur fyrir hinn nýja frystitogara, Amar HU-1, miðist við að afli félagsins sé að meðaltali 15 tonn á dag. Amar kom til landsins í lok desember en hann kostaði sem kunnugt er um einn milljarð króna. Það sem af er þessu ári hefur aflinn numið um 12 tonnum á dag að meðaltali en Sveinn segir að ekki sé alveg að marka þær tölur þar sem skipið sé nýtt og því mikið um stopp vegna breytinga og lagfæringa. Þar að auki sé sumar- ið, besti veiðitíminn, framundan og því ekki hægt að segja að reynsla fáist á útgerðina fyrr en seinnipart ársins. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gærdag var síðasta ár erfitt hjá Skagstrending hf. og tap- ið af rekstrinum nam um 75 milljón- Byggðastofn- unkeypti Geysi BA B Y GGÐ ASTOFNUN keypti línubátinn Geysi BA á Bíldudal á nauðungaruppboði síðastlið- inn þriðjudag fyrir 110 milljón- ir króna. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði að bátur- inn hefði verið eign útgerðarfélags Bílddælinga, sem átti einnig togar- ann Sölva Bjarnason, sem var seld- ur fyrir nokkru síðan. „Það var knúið fram uppboð á skipinu og Byggðastofnun leysti skipið til sín,“ sagði Guðmundur. Aðspurður sagði hann að ekki væri afráðið hvað Byggðastofnun myndi gera við Geysi en kvaðst búast við að fyrst um sinn yrði hann leigður til aðila á Bíldudal. íbúðir fyrir aldraða í Árskógum 6 og 8 í Suður-Mjódd Enn eru til örfáar 2ja herb. 70 fm íbúðir og nokkrar 4ra herb. íbúðir sem eru 104 fm nettó og 130 fm brúttó að stærð á hinum ýmsu hæðum. Sérgeymsla í kjallara. Frábært útsýni. Stutt í verslanir. Fullkomin þjónustumiðstöð á vegum Reykjavíkur- borgar. íbúðirnar í Árskógum 6 eru til afh. nú þegar en í Árskógum 8 verða þær tilbúnar í september nk. Allar upplýsingar gefur Svan Friðgeirsson á skrifstofu Félags eldri borgara, Borgartúni 31, á virkum dögum kl. 9-12 og 13-16. rFELAG ____EU)HI M BORGAHA Söluskrifstofa, Borgartúni 31, sími 621477. á 100 km og þeim sé ekið að jafn- aði 20 þúsund km á ári, þá nemur kostnaður vegna kaupa á bensíni 1,3 milljarði króna á ári. Afskrift fyrir alla bílana samanlagt nemi svo 1,5 milljörðum árlega, og við- haldskostnaður einum milljarði króna. Samanlagt sé því um að ræða kostnað sem nemi 3,8 millj- örðum króna á ári. Stórir og dýrir bílar Ásgeir sagði í samtali við Morg- unblaðið að í útreikningum sínum hefði hann sérstaklega haft í huga stóra og dýra jeppa í eigu fyrir- tækja. „Ef þú ert með lítið fyrir- tæki og stóran bíl þá getur verið að það skipti einfaldlega máli í rekstri fyrirtækisins að spara á þessu sviði. Þá eru auðvitað hægt að benda á fleiri atriði sem hægt væri að spara, eins og til dæmis útgjöld vegna risnu, og einnig gætu menn spurt sjálfa sig hvort nýting á húsnæði sé góð og hvort þar sé um óhagkvæmni í rekstrin- um að ræða. Eg er ekki að segja að þetta séu einu ástæðurnar fyr- ir lágu eigin fé fýrirtækja, en mín skoðun er sú að það gæti verið hærra ef menn hugsuðu dæmið meira á þann hátt sem ég er að benda á,“ sagði hann. Hraðamælingar LÖGREGLUMENN í Reykjavík hafa mikið verið við hraðamæl- ingar á bifhjólum sínum undanfarna daga. Myndin var tekin á Eiðisgranda. 1.250 stöðvaðir en 674 kærðir í átaki lögreglu UMFERÐARATAKI lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum lauk á miðvikudaginn. Meðan á því stóð vat 61 öku- maður kærður fyrir réttinda- leysi við akstur. 1.250 ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðakst- urs. Rúmum helmingi þeirra var einungis veitt áminning en 613 voru kærðir og verða sekt- aðir. 14 óku svo liratt að þeir voru sviptir ökuleyfi. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns i Reykjavík, urðu lög- reglumenn greinilega varir við að ökumenn vissu að átak þetta var í gangi og fullyrðir lögreglan að meðan á því stóð hafi dregið úr ökuhraða. Dregið úr hraðakstri Að sögn Ómars Smára hafa lögreglumenn á Suðurnesjum til dæmis sérstaklega veitt því at- hygli að dregið hefur úr hrað- akstri á Reykjanesbraut. Meðan á átakinu stóð hafi jafnvel liðið klukkustundir án þess að um færi ökumaður sem ástæða þætti til að sekta vegna ökuhraðans. um króna samanborið við tæplega 30 milljón króna hagnað árið áður. Aðspurður um hvort rekstrargrund- völlur sé fyrir Arnar í því ástandi sem nú ríkir sökum hins háa kaup- verðs togarans segir Sveinn að það fari alveg eftir því hvernig afla- brögðin verða. „Þegar við tókum ákvörðun um kaupin á togaranum fyrir fjórum árum, og þegar smíði hans hófst fyrir tveimur árum, var afli okkar að meðaltali á bilinu 16-19 tonn á dag,“ segir Sveinn. „Ef þessi afli minnkar um 40-50% er ljóst að ekki er lengur rekstrar- grundvöllur fyrir togarann." Verðþcáun á mörkuðum hefur verið óhagstæð að undanförnu'en Sveirín reiknar með að botninum sé náð. Haldi verðlækkanir hinsveg- ar áfram gerir það rekstur togarans enn erfiðari en ella. Nægur kvóti Sveinn kemur segir að Skag- strendingur eigi nægan kvóta fyrir Amar og hinn togara fyrirtækisins Örvar eða um 6.900 tonn af þorsk- ígildum. Er Amar HU-1 var keypt- ur lét Skagstrendingur frá sér Hjör- leif og gamla Arnar og kvótinn af þeim skipum var fluttur yfir á hið nýja skip. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Fyrst af öllu þakkar umsjón- armaður góðan prófarkalestur á þættinum. Þegar þáttur þessi hófst, valt á ýmsu um uppsetn- ingu og prófarkir. Nú er komin á þetta býsna mikil festa og hefur verið lengi. Röng skipting milli lína er t.d. alger undantekn- ing. Um það efni, í blaðinu yfir- leitt, var fjallað rækilega í 629. þætti, en á þessum vanda hefur því miður ekki tekist að ráða nægilega bót, þó að reynt sé. Á þetta minna mig ýmsir. Ofboðs- legt var t.d. að sjá á baksíðu Viðskiptablaðsins ekki fyrir löngu (í myndartexta) skipt milli lína Þorsteinn Sigla-ugsson. Vonandi leysir hugvit og tækni þessa þraut fyrr en síðar. 9) Prestur? „Björgvin Guð- mundsson samdi Skrúðshús- bóndann.“ Hlymrekur handan kvað: Væna fúlgu hafði Guðmundur grætt, er hann gat margan einfeldning hrætt á námskeið um það hvernig nýta skal bað, þegar niður úr kerinu er flætt. Hlymrekur handan kvað: Það er gðfugt að deyja með dáð, er við dópsala stríð eru háð. En væri ekki gaman að vímast ögn saman og verða þeim sjálfur að bráð? Mylsna, send úr ýmsum átt- um og sett hér meir upp af gjás- ungi en ábyrgð og alvöruþunga: 1) Þá eru „umferðarfuglarn- ir“ teknir að koma. Umsjónar- maður hefur líka séð farfugla. 2) „Önnur gekk með mér og kleip í efri handlegginn á mér.“ (My upper arm). Neðri hand- leggurinn var látinn í friði. Þessi maður ætti að spila fjórhent á píanó. 3) „Urtan er verðmætari en góð á.“ Laxá á Ásum kannski? 4) Kynvilla. „Kvenfuglinn er dökk“, „krakkarnir eru upptek- in“. 5) í slóð Ikarosar. „Margir hafa ferðast í sólina í vetur.“ 6) Hlífðarleysi. Úr hátíða- ræðu: „Að engum ólöstuðum.“ 7) Leysingar. „Mórauð á bar nýlega." Ekki var nánar sagt frá framburði árinnar (frumburði?). 8) Starfsfélagar Maríu Bjarkar Ingvadóttur: „Frá- sögn Maríu Björk Ingvadóttir." Dæmi um kansellístíl 19. ald- ar, möppudýrum um víða veröld til athugunar (eða líklega öllu heldur „til skoðunar"): „Tilskipan viðvíkjandi mis- gjörníngarmálum á Islandi. Vér Friðrik hinn sjötti, &c.G.v.: [Þessar skammstafanir merkja: og svo framvegis, gjörum kunn- ugt.] Eins og það með konúngs- bréfi af 19. Febrúarí 1734 er skipað, að öll í íslandi tilfallandi mál um manndráp og þjófnað skuli dæmast eptir Christíáns konúngs hins fimta Norsku Lög- um, sem í tilliti til þessara efna eru samkvæm sama konúngs Dönsku Lögum, og sá á árinu 1565 staðfesti svokallaði stóri Dómur, er í því fyrrtéða kóngs- bréfi nefnist sem hin vigtugasta sérlega íslenzka tilskipun, mis- gjörðamálum viðvíkjandi, með síðar útgefnum tilskipunum er nær því að öllu leyti af tekinn, •svo er það og sömuleiðis prófað, að það sem Jónsbók sérílagi í hennar Mannhelgis- og Þjófa- bálkum, ásamt öðrum gömlum íslenzkum lögum, innihalda um misgjörnínga refsing, nú að kalla sé öldúngis óbrúkanlegt orðið, og að það þaraðauki í sjálfu sér að nokkru leyti sé myrkt og óskiljanlegt, en að öðru leyti sé óhagkvæmt nær- veranda ástandi og ósamkvæmt við þau lög, sem fyri nefnt land eru útgefin viðvíkjandi straffi nokkurra af þeim helztu glæp- um, og líka við þann nú sama- staðar gildandi réttargángs- máta, en að það þarámóti, svo- vel með tilliti til laganna innvort- 689. þáttur is ásigkomulags, sem til að enda þá óvissu, er flýtur af því núver- anda réttar ástandi, muni vera mjög gagnlegt fyri Vora kæru og trúu undirsáta á íslandi, að þeir í fyrgreindu tilliti verði full- komlega hluttakandi í þeim al- mennilegu fyri Vort ríki Dan- mörk gildandi lögum og rétti.“ ★ „Sonur Svartkels hins kat- neska er nefndur Þorkell, hans son Glúmur, og segir Hauksbók, að hann tók gamall kristni, en allar Landnámabækur segja, að hann baðst svo fyrir að krossi: '„Gott ey gömlum mönnum, gott ey ærum mönnum". [ærum = unpm.] Sennilega er hér að ræða um brot af svokallaðri brynjubæn (lorica), en einkenni hennar er upptalning einstakra atriða ... Yfir þessu litla stefi er einkenni- legur, töfrandi einfaldleiki og góðvild, sem nær til allra manna.“ (Einar Ól. Sveinsson: Isl. bókmenntir í fomöld.) ★ Ömurlegar eru sumar auglýs- ingar, eins og sú með fjölskyldu af tómatvörum. Vonandi er þetta bjálfamál þýtt, en ekki heimatil- búin smekkleysa. Svo aftur, þegar minnst varir, koma bráðsnjallar auglýsingar, eins og: „Lykill að láni“. Þetta sýnir vel hæfileika málsins til tvíræðni og orðaleikja. ★ Maður nokkur skyldi kveða erfiljóð eftir mág sinn og ætlaði að fara eftir hinni gömlu kröfu Rómveija: Um hina dauða ekk- ert nema gott = De mortuis nihil nisi bonum. Þetta gekk sæmi- lega fyrst en síðan braust fram hin „kalda mágaást" sem íslensk alþýða hefur smíðað orðtak um, og það svo afdráttarlaust, að ekki varð öllum listarkröfum framfylgt: Nú er hann Jósep lagstur lágt undir mold og klaka. Löngum var hann linur við slátt, bölvaður' sníkugogprinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.