Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 37
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 37 Skákþing Norðlendinga 1993 Fimmti signr Gylfa Þórhallssonar Skák_________________ Margeir Pétursson SKÁKÞING Norðlendinga fór fram á Húsavík um síðustu helgi og var keppt í fjórum flokkum. Eftir afar jafna og harða keppni í efsta flokki urðu fimm kepp- endur jafnir og efstir og varð að skera úr um það með stigaút- reikningi hver hlyti sæmdarheit- ið „Skákmeistari Norðlendinga 1993“. Það kom í hlut þess sókn- djarfa Akureyrings Gylfa Þór- hallssonar sem þar með hreppti titilinn í fimmta skipti. Þátttak- endur i opna flokknum voru sex- tán talsins, umhugsunartíminn í fyrstu tveimur umferðunum voru 15 mínútur á skákina, en hinar fimm umferðirnar voru tefldar með venjulegum um- hugsunartíma. Þetta er svipað kerfi og notað hefur verið á helgarmótum Tímaritsins Skák- ar. Úrslit í opna flokknum: 1. Gylfi Þórhallsson, Akureyri 5 v. 2. Tómas Björnsson, Reykjavík 5 v. 3. Þórleifur Karl Karlsson, Ak. 5 v. 4. Rúnar Sigurpálsson, Ak. 5 v. 5. Matthías Kjeld, Garðabæ 5 v. 6. Þór Vajtýsson, Akureyri 4R v. 7. Áskell Örn Kárason, Kópavogi 4 v. 8—10. Siguijón Sigurbjörnsson, Jakob Þór Kristjánsson og Sigurður Ingason, allir Ak. 3R v. o.s.frv. Elsti þátttakandinn í opna flokknum var heimamaðurinn Hjálmar Theódórsson, 78 ára, en hann var einmitt með á fyrsta Skákþingi Norðlendinga á Akur- eyri árið 1935. Kvennaflokkur: 1. Þorbjörg Þórsdóttir, Ak. 2. Ólafía K. Guðmundsdóttir, Ak. 3. Harpa Siguijónsdóttir, Húsavík Unglingaflokkur: 1. Páll Þórsson, Ak. Vh v. af 9 mögulegum 2. Gestur Einarsson, Ak. 6V: v. 3-5. Einar Jón Gunnarsson, Bárður Sigurðsson og Þorbjörg Þórsdóttir, öll frá Akureyri 5 'h v. 6. Orri Freyr Oddsson, Húsavík 5 v. o.s.frv. Drengjaflokkur: 1. Davíð Stefánsson, Ak. 6V2 v. af 7 mögulegum 2. Bjöm Finnbogason, Ak. 6V2 v. 3. Sverrir Öm Amarson, Ak. 6 v. Davíð var úrskurðaður sigurvegari eftir sti- gaútreikning. Hraðskákmótið: 1. Áskell Öm Kárason, Kópavogi 12V: v. af 16 mögulegum 2. Tómas Bjömsson, Reykjavík IP/2 v. 3. Rúnar Sigurpálsson, Ak. 11 v. 4. Þórleifur Karl Karlsson, Ak. IOV2 v. 5-8. Gylfi Þórhallsson og Þór Valtýsson, Ak., Kári Amór Kárason, Húsavík og Stefán Andrés- son, Bolungarvík 10 v. o.s.frv. Þátttakendur komu víðs vegar af að landinu þar sem mótið var öllum opið. Aðeins þeir sem eiga lögheimili í Norðlendingafjórðungi komu þó til greina til að vinna þau sæmdarheiti sem teflt var um. Rúnar Sigurpálsson varð því hrað- skákmeistari Norðlendinga í fjórða sinn. I Gylfi Þórhallsson, Skákmeist- ari Norðlendinga 1993. Efsti Húsvíkingurinn í opna flokknum varð skákmeistari Húsa- víkur 1993. Sá titill kom í hlut Sigurjóns Benediktssonar, sem ein- mitt var aðaldriffjöðurin í móts- haldinu. Að sögn gesta var fram- kvæmd þessa 59. Skákþings Norð- lendinga gestgjöfunum í Taflfélagi Húsavíkur til mikils sóma. Mótið fór fram á Hótel Húsavík. Því lauk með lokahófi í boði bæjarstjórnarinnar og verðiaunaaf- hendingu. Mjólkursamlagið á Húsavík gaf veglega eignarbikara í opnum- og unglingaflokki. Tann- læknastofan á Húsavík gaf glæsi- lega farand- og eignarbikara í kvennaflokki og í hraðskákmótinu. Við skulum að lokum líta á æsi- fengna skák úr síðustu umferð mótsins á Húsavík. Svartur fómar peði í byijuninni, en Norðurlands- meistarinn tekur hraustlega á móti og fer sjálfur í þunga sókn. Lagleg hróksfóm í 22. leik hefði átt að tryggja Gylfa öruggan sigur í skák- inni og á mótinu, en ungur og efni- legur andstæðingur hans er ekki af baki dottinn og leikur riddara í dauðann í 24. leik, sem Gylfi mátti alls ekki taka. Það gerði hann samt og svartur náði sjálfur óstöðvandi sókn. Gylfi varð því að láta sér nægja að vinna mótið á stigum. Hvítt: Gylfi Þórhallsson Svart: Þórleifur Karl Karlsson Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - 0-0 8. a4 - Bb7 9. c3 Með áttunda leik sínum hyggst hvítur hindra hina svonefndu Mars- hall árás, en lendir nú út í óhag- stæðri útgáfu af henni. 9. d3 er mun nákvæmara. 9. — d5! 10. exd5 — Rxd5 11. Rxe5 — Rxe5 12. Hxe5 — Rf4 13. d4 - Rxg2 14. Dg4 - Bf6? Rétt var 14. — Rh4! og svartur stendur betur. 15. Bg5! - Bxg5 16. Hxg5 - Df6 17. Rd2 - Hae8 18. axb5 - Rf4 19. Hf5! - Re2+ 20. Kfl - Dh6 21. Rf3 - Be4 Það er farið að hitna undir peð- inu á f7, 21. — He4 mátti t.d. svara með hinni laglegu drottningarfóm 22. Hxf7! 22. Hxf7! - Hxf7 23. Re5 - Bg6 24. Dd7!? Hvítur er kominn með gerunna stöðu. Hér var e.t.v. einfaldast að leika 24. Dxe2, en slíkir efnis- hyggjuleikir eru ekki Gylfa að skapi. I næsta leik bregður hann samt út af venjunni með hrikaleg- um afleiðingum. 24. - Rg3+! 25. hxg3?? Gylfi hefði átt að vera sjálfum sér samkvæmur og láta riddarann lifa áfram. Bæði 25.Kel og 25. Kg2!? - Be4 26. Kgl! - Re2+ 27. Kfl tryggir hvítum unnið tafl. Nú verða umskiptin snögg: 25. - Dhl+ 26. Ke2 - Df3+ 27. Kd2 - Dxf2+ 28. Kdl Bc2+! 29. Kcl - Bxb3 30. Dxe8+ - Hf8 og hvítur gafst upp. Fjárstoð hf. Endurskipulagning fjármála, greiðsluáætlanir, | skuldbreytingar, samningaumleitanir við kröfuhafa o.fl. Franz Jezorski, lögfr. Borgartúni 18, sími 629091. ___i__________ NAUÐUNGARSALA Brids Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag kvenna Sl. mánudag hófst 5 kvölda hrað- sveitakeppni hjá félaginu. 14 sveitir mættu og er staða efstu sveita þannig: Sveit SigrúnarPétursdóttur 573 Dúu Ólafsdóttur 536 Erlu Ellertsdóttur 535 Ólafíu Jónsdóttur 532 Höllu Ólafsdóttur 525 Ingu L. Guðmundsdóttur 506 Hægt er að bæta við einni sveit og ef einhver vill vera með þá er hægt að hringja í síma 10730 (Sigrún). Uppboð Bridsdeild Barðstrend- ingafélagsins Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hafnarstræti 4, neðstu hæð, ísafiröi, þingl. eign Óðinsbakaris, fer fram eftir kröfum islandsbanka hf., Reykjavík og Bæjarsjóðs isafjarð- ar, mánudaginn 26. apríl 1993 kl. 10.30. Aðalgötu 60, Súðavík, þingl. eign Guðmundar Svavars Kjartanssonar og Stefáns Hauks Kjartanssonar, eftir kröfu (slandsbanka hf., (safirði, mánudaginn 26. apríl 1993 kl. 13.30. Grundarstíg 22, Flateyri, þingl. eign Siguröar Steindórs Pálssonar, eftir kröfu Lifeyrissjóðs verslunarmanna, mánudaginn 26. april 1993 kl. 15.00. Sýslumaðurinn á ísafirði. Úrslit í Barómeterkeppni deildar- innar urðu eftirfarandi: Friðbjörn Margeirsson/V aldimar Sveinsson 191 Anton Sigurðsson/Ámi Magnússon 167 Júlíus Júlíusson/Guðmundur Samúelsson 117 Friðgeir Guðmundsson/Eyjólfur Bergþórsson 110 KristinnÓskarsson/BjömAmórsson 69 RagnarBjömsson/EgillHaraldsson 56 Mánudaginn 26. apríl nk. hefst þriggja kvölda sveitakeppni, keppt er eftir Monrat-kerfí. Glæsileg verðlaun. Spil- að er á mánudögum stundvíslega kl. 19.30 í Skipholti 70. Spilastjóri er ísak Örn Sigurðsson. Fleiri sveitir eru vel- komnar tii þátttöku. Þátttöku má til- kynna til Isaks Amar í vinnusíma 632820 og Ólafs í síma 71374 á kvöld- in. Sömu gefa nánari upplýsingar. Bridsklúbbur Fél. eldri borgara Kópavogi Þriðjud. 20. apríl sl. var spilaður tvímenningur 20 pör mættu. Spilað var í tveim 10 para riðlum og urðu úrslit í A-riðli: FriðgeirÁgústsson -Guðm. A. Guðmundsson 130 ÁmiJónasson-StefánJóhannesson 117 Kjartan Þorleifsson - Sveinn Sæmundsson 113 Úrslit í B-riðli: Júlíus Ingibergsson — Jósef Sigurðsson 131 ValdimarLárusson-EinarElíasson 121 Heiður Gestsdóttir - Þórður Jörundsson 120 Meðalskoribáðumriðlum 108 Næst verður spilað þriðjudaginn 27. apríl kl. 19 að Digranesvegi 12. Bridsfélag Reykjavíkur Bræðurnir Hermann og Ólafur Lár- ussynir hafa tekið forystuna í Butler tvímenningi félagsins en nú er lokið 15 umferðum af 45. Staðan: Hermann-Ólafur 143 Júlíus Snorrason - Sigurður Siguijónsson 106 EirikurHjaltason-RagnarHermannsson 84 JónasP. Eriingsson-OddurHjaltason 81 Þórður Sigfússon - Hjálmar S. Pálsson 75 Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 72 Ingi Agnarsson - Haraldur P. Gunnlaugsson 68 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Ólafur-Hermann 74 Sveinn Þorvaldsson - Páll Þór Bergsson 70 EirikurHjaltason-RagnarHermannsson 69 Aðalsteinn Jörgensen - Bjöm Eysteinsson 61 Þórður Sigfússon - Hjálmar S. Pálsson 46 Spilað er í BSÍ-húsinu á miðviku--* dögum kl. 19.30. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensson. Frá Skagfirðingum Ágæt þátttaka var hjá Skagfírðing- um síðasta þriðjudag. Úrslit urðu: N/S: Lárus Hermannsson/Guðlaugur Nielsen 251 ÓskarKarlsson/ÞórirLeifsson 238 LeifurJóhannesson/JeanJensen 225 A/V: BjömJónsson/ÞórðurJónsson GuðlaugurSveinsson/SiguijónTryggvason 2V BenediktHelgason/GylfiJónGylfason 21b Spilað er alla þriðjudaga eins kvölds tvímenningskeppni. Spilað er í Drang- ey við Stakkahlíð 17 og hefst spila- mennska kl. 19.30. Sunnudagsbrids Spilað verður í sunnudagsbrids næsta sunnudag, 25. apríl, í húsi Bridssambandsins að Sigtúni 9. Spila- mennska hefst kl. 13.30. Úrslit íslandsmótsins í tvímenningi í dag kl. 11 hefst úrslitakeppnin í íslandsmótinu í tvímenningi. 32 pör spila til úrslita um titilinn. Mótinu lýk- ur á morgun um kl. 19. Smá augtýsingor FÉLAGSLÍF Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30 í umsjón kvenna sem eru aö koma af kvennamóti. Barnasamkoma á sama tíma. Miðvikudagur: Skrefiökl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Aöalfundur Fíladelfíusafnaðarins í Reykja- vik kl. 19.00. Enski miðillinn Glyn Edwards verður staddur hér á landi í næstu viku. Upplýsingar í síma 686826. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Burnie Sanders syngur og predikar. UTIVIST [Hallveigarstig l » simi 61433] Dagsferð sunnud. 25. april Kl. 10.30: Skólaganga, 8. áfangi. Farið verður i Myllubakkaskóla i Keflavík og Grunnskóla Njarðvik- ur, og munu nemendur og skóla- stjórar skólanna taka á móti Útivistarhópnum. Gengið verður á milli skólanna ettir gömlum götum eins og kostur er. Verð kr. 1.300/1.200. Brottför frá BSl bensínsölu, frítt er í dagsferð fyrir börn 15 ára og yngri. Útivist. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Laugard. 24/4 kl. 13.00 Elliðavatn - Elliðaárdalur - Skógræktarstöðin Mæting við Skógræktarstöðina í Fossvogi. Rúta upp að Elliöa- vatni og gengiö um Elliðaárdal og Fossvogsdal. Gengið í 2'/i-3 klst. Gildir sem þriðji áfangi Borgargöngunnar. Verð 200 kr. Sjáið kort af leiðum Borgar- göngunnar m.a. í nýju frétta- bréfi F.i. Laugard. 24/4 Kl. 14.00,14.30 og 15.00: Skoð- unarferðir um Reykjavík. Hver ferð tekur hálftíma. Mæting i rútu við Perluna. Ekkert bátt- tökugjald. Takmarkað pláss. Sunnud. 25/4 kl. 14.00 Fjölskyldu- og skógarganga í Öskjuhlíð. Stutt og skemmtileg (um 1 klst.) gönguferð um skóg- arstíga Öskjuhlíöar í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavik- ur. Ekkert þátttökugjald. Fræðst um skógrækt i Öskjuhlíö m.a. upphafið (hæstu tré eru 11 m). Mæting við anddyri Perlunnar kl. 14.00. Dagsferðirsunnu- daginn 25. apríl 1) Kl. 10.30: Katmanstjörn- Staðarhverfi (gömul þjóðleið). Gengið frá Kalmanstjörn sem leið liggurf Staöarhverfi í Grinda- vik. Verð kr. 1.200,- 2) Kl. 10.30: Skíðaganga: Blá- fjöll-Vatnsskarð. Skemmtileg skíöagönguleiö, nægur snjór. Verð kr. 1.100,- 3) Kl. 13.00. Háleyjarbunga- Reykjanes. Gengið frá Grinda- víkurvegi á Háleyjarbungu (gíg- ur) og út á Reykjanes. Verð kr. 1.200,- Brottför í sunnudagsferöir 1-3 frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin, og Mörkinni 6. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag jslands. - Miðilsfundir Miðillinn Iris Hall verður með einkafundi frá 27.-30. april. Upplýsingar I síma 688704. Silfurkrossinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.