Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 Kœru vinir! Innilegt þakklœti til ykkar allra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum á 80 ára afmœli mínu 16. þ.m. Lifið heil! Hjörleifur Gíslason, Kirkjuhvoli. BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 SÝNINGrL, Sýnum stórglæsilegt Fifa Sól 52 fm heilsárs sumarhús, fullbúið, í dag og næstu daga í Skútahrauni 9, Hafnarfirði. Hamraverk hf., sími 91-53755 eða 50991 imrm Vinningstölur miövikudaginn: 21. apríl 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n eaie 1 (á ísl. 0) 20.501.000,- GJ 5 af 6 LS+bónus 1 404.244,- 0j 5af6 7 45.374,- El 4 af 6 244 2.070,- 3 af 6 C23+bónus 1.025 211,- BONUSTOLUR @@(44) Heildarupphæð þessa viku: 21.944.217,- álsl 1.443.217,- UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 9910 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR W 'i Námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir konur Aðalmarkmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og jákvætt sjálfsmat og gera þátttakendum kleift að njóta sín til fulls í félagsskap annarra. Lögð er áhersla á að gera þátt- takendum grein fyrir hvaða rétt þeir og aðrir eiga í mann- legum samskiptum og hvemig þeir geta komið fram málum sínum af festu og kurteisi, án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegum athugasemdum. Fjallað verður um atriði sem auðvelda fólki að svara fyrir sig og halda uppi samræðum og leiðir til að auka almenna lífsgleði. Ennfremur er rætt um hvemig hafa megi hemil á kvíða og sektarkennd með breyttum hugsunarhætti og taka gagnrýni þannig að maður læri af henni - en haldi jafnframt reisn sinni. Upplýsingar og innritun í síma 61 22 24 laugardag og mánudag og í síma 1 23 03 aðra daga. Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur, Bræðraborgarstíg 7. k____________________________________4 Raunir útvarpsstjóra Frá Þórði E. Halldórssyni: SA sorgarleikur sem leikinn hefur verið á fjölum Ríkisútvarpsins und- anfarnar vikur hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum. Sú ákvörðun menntamálaráðherra, Olafs G. Einarssonar, að skipa Heimi Steinsson í stöðu útvarps- stjóra vakti undrun og reiði almenn- ings, þar sem gengið var framhjá þaulreyndum og sérmenntuðum umsækjéndum um starfið, en í stað- inn tekinn einstaklingur sem aldrei hafði komið nálægt rekstri fjölmið- ils. Það er þess vegna að vonum að ýtarlegt heilsíðuviðtal við mennta- Frá Guðlaugu K. Runólfsdóttur: ÞAKKLÆTI til hjónanna frú Helgu Björnsdóttur og hr. Gísla Sigur- bjömssonar, forstjóra Grundar: Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur- borgar hefur notið sérstakrar vel- vildar, bæði með höfðinglegum styrkveitingum og boðum til dvalar ótal sinnum í yndislegum húsum í 10 daga í senn í Hveragerði. Allur aðbúnaður er slíkur, að á betra verður ekki kosið. Ég ásamt manni mínum og fjór- um öðmm nutum dvalar í Frum- málaráðherra birtist í dagblaði hér í borg 16. þ.m. Sár iðrun ráðherrans á mistökunum birtist í eftirfarandi orðum hans; „Ég er ekki viss um að sá Heimir sem starfar í dag sé sá sami og ég réð sem útvarps- stjóra.“ Fréttamaður spyr; „Heimir Steinsson hefur nú sagt sig úr Sjálf- stæðisflokknum. Sérðu eftir honum úr flokknum? Svar Ólafs: „Ég sé eftir öllum sem fara úr Sjálfstæðis- flokknum. Heimir hafði þama frek- ar stuttan stans, því hann gekk í flokkinn nokkru eftir að hann var skipaður útvarpsstjóri. Ég sé sér- staklega eftir mönnum sem hætta að kjósa flokkinn en ég veit ekki skógum 2 dagana 8-17. apríl. Okk- ur leið mjög vel í yndislegu veðri. Allur aðbúnaður var mjög góður og held ég að leitun sé að slíkum stað þó víða væri leitað. Snyrti- mennskan í kringum alla starfsemí á vegum Grundar og skal þakka forstjóra og öllu því frábæra starfs- fólki, sem hann hefur á að skipa. Með þakklæti fyrir ánægjulega dvöl og velvild. Guð gefi ykkur öll- um gleðilegt sumar. F.h. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, GUÐLAUG K. RUNÓLFSDÓTTIR hvort um slíkt er að ræða í þessu tilfélli." Eftir þetta heljarstökk út í það ófyrirséða hljóta leikmenn að velta fyrir sér ýmsum spurningum. Upp- lýst er að Heimir Steinsson hefur ekki verið ráðinn pólitískri ráðningu. Var Heimir Steinsson ráðinn með því skilyrði að hann gengi í Sjálf- stæðisflokkinn? Var hann sjálfur að telja.sér trú um að á þann hátt væri hann að tryggja sig í sessi? Voru einhver hrossakaup svífandi yfir vötnunum við ráðningu Heimis? Þessum spurningum, og mörgum fleiri, ber þeim báðum að svara, þó ekki væri til annars en eyða tor- tryggni. Þar fyrir efa ég ekki frá- sögn Ólafs G. Var það kjark- eða vonleysi sem rak þig til að hlaupa úr Sjálfstæðisflokknum eftir stutta dvöl, Heimir? Það blasir við að mörg uppátæki hins nýja útvarpsstjóra hafa orðið Imbakassamönnum fijótt yrkisefni. Er verið að setja hér á svið skrípa- læti sirkustrúða til að leiða hug al- mennings frá hinu erfiða þjóðar- ástandi um þessar mundir? Hvað sem gerast mun í næstu framtíð í málefnum Ríkisútvarpsins er álit margra að besta lausnin væri að gera öllum útvarps- og sjónvarps- stöðvum jafnt undir höfði í frelsi frá ánauð ríkisrekstrar. Sýnilegt er að þjóðin gerir sig aldrei ánægða með ístöðulítinn flokkaflakkara sem út- varpsstjóra. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 25, Reykjavík. Þakkir til Grundar Yíkveiji skrífar Víkveiji dagsins var í hópi Morg- unblaðsmanna, þegar sýning á verðlaunamyndum fréttaritara blaðsins var opnuð í anddyri nýja Morgunblaðshússins Kringlunni 1. fyrir réttri viku. Sýningin heitir Lífið í landinu. Hún er reyndar komin til Selfoss núna og meiningin er að setja hana upp víðar úti á landi á næstu vikum og mánuðum. í sýningarskrá segir m.a.: „Ljósmyndun er veigamikill þáttur í starfi fréttaritarans, leikni hans á þessu sviði ræður oft úrslit- um um það hvort fréttin nær at- hygli lesandans. Morgunblaðið hef- ur á að skipa mörgum góðum fréttariturum og ljósmyndurum á landsbyggðinni." Tuttugu og átta myndir og myndraðir níu fréttarit- ara fengu verðlaun og viðurkenn- ingu, en til keppninnar komu yfir 300 myndir frá 24 fréttariturum. Fréttaritarar og fulltrúar þeirra mættu í Morgunblaðshúsið á laug- ardaginn og einhvem veginn fékk Víkverji þá tilfinningu með þeim, að nú væru loksins allir starfsmenn ritstjórnar Morgunblaðsins mættir til leiks í nýju húsi. Víkveiji reifar þetta hér vegna þess, að margir hafa haft á orði, að nú þegar öll starfsemi Morgun- blaðsins er komin í eitt hús, þá ein- hvern veginn stækki blaðið enn í hugum fólks. xxx Og það verður að segjast eins og er, að þetta nýja hús hefur tekið vel á móti Víkveija. Einhvern veginn varð það svo strax, að Vík- veija fannst hann falla gjörsamlega inn í húsið og andrúm þess og rúm tuttugu ár við Aðalstræti urðu bara ljúfsár minning. Víkveiji hefur nokkrum sinnum skipt um íbúðar- húsnæði um ævina og alltaf lent í því fyrst á eftir að leita af og til ósjálfrátt á gamlar slóðir. Nú bregður hins vegar svo við að Víkveiji hefur aldrei verið kom- inn áleiðis í Aðalstræti, þegar leiðin liggur í vinnuna. xxx Ut um gluggann á Morgunblaðs- húsinu blasa við Víkveija Borgarkringlan og Borgarleikhúsið. Víkveiji minnist þess einmitt, að þegar Leikfélag Reykjavíkur flutti í Borgarleikhúsið, þá flaug honum í hug einmitt samskonar ímynd og menn tala nú um í sambandi við Morgunblaðshúsið. Einhvern veg- inn þá stækkaði Leikfélag Reykja- víkur með Borgarleikhúsinu. Þannig geta hús verið annað og meira en bara kassar utan um fólk og fé. Þess vegna þarf að gæta þess, að þau geti bæði sett svip sinn á það starf, sem þau hýsa, og svo ekki síður umhverfi sitt. Í huga Víkveija hafa menn hins vegar gengið of nærri Borgarleikhúsinu að utan. Sérstaklega sker í augun að sjá út um glugga Víkveija, hversu klemmt það er þeim megin, sem að Borgarkringlunni snýr. Þar er húsið líkt og vængbrotin álft. Er reyndar ekki einleikið, hvernig fer með leikhús okkar, því það sama gildir um Þjóðleikhúsið og þó miklu meir. Að því er svo þrengt á alla vegu, að það hefur ekkert um- hverfí til að setja svip sinn á. Það er hreint út sagt alltaf eins og menn séir að byggja á síðasta blettinum á íslandi. BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI 20 manna veisla í einum poka af lambakjöti á aðeins 169fe íyrir manninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.