Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 Kjami málsins eftir Ríkarð Örn Pálsson Sem fastan lesanda Morgun- blaðsins í upp undir aldarþriðjung gladdi það mig óseðjanlega, eins og strákurinn sagði, þegar farið var af stað með yfirstandandi auglýs- ingarátak, þar sem meginstefið er: Kjami málsins! Gleði mín stafaði af því, að ég hélt, að umrætt slagorð mundi ekki aðeins tjá ánægju aðstandenda með núverandi gæði blaðsins, heldur einnig boða væntanlega viðleitni þar á bæ til að létta lesendum yfir- sýn; allavega hugsaði ég með mér (eftir áratuga hik): nú er lag. Af er sú tíð, er umræða um blaða- frétt gat geygt sig yfir hálfan vetur á vinnustöðum og í kunningjahópi; hámarkslífdagar einnar fréttar í dag eru komnir niður í viku eða minna. Enda ekki furða; fréttum hefur fjölgað - fjölmiðlum hefur fjölgað - og Morgunblaðið hefur stækkað, líka og sterahormón hafi hlaupið í skjaldkirtla þess. Einu sinni var ein síða helguð íþróttum á viku hverri; nú skipta þær tugum - og annað eftir því. Og gott ef ekki fréttaumræður manna á meðal séu hreinlega að leggjast af. Menn komast ekki yfír neitt lengur. Fréttaflæðið er orðið óviðráðanlegt. í ljósi þessa mettunarástands verður æ brýnna að dagblaðsles- andinn geti fundið fljótt og vel það efni sem hann hefur mestan áhuga á hveiju sinni. Meðan klukkustund dugði eitt sinn til að lesa eintak af Morgganum upp til agna, duga varla þijár í dag. Og hver hefur tíma til þess? Ekki ber svo að skilja, að Mbl. hafí gjörsamlega látið hjá líða að gera lesendum lífíð léttara. Viðleitni í þá átt má sjá af „sýnishomum" þeim, er prýða einkum aðsendar greinar með stækkuðu letri innan Ríkarður Öm Pálsson tilvitnunarmerkja, og væri óskandi, að þar hitti ritstjórinn ávallt á kjarna málsins, þótt svo sé auðvitað ekki heiglum hent (né heldur, að aðsent efni sé ávallt tandurskýrt fram sett og auðskilið); þar sýnist manni takast nokkuð misjafnlega vel til, og stundum jafnvel engu lík- ara, en að sýnishornið hafi verið valið í bríaríi sem tómt grís. Hinu ber að fagna, að millifyrírsagnir virðast vera að komast til vegs og virðingar; þær auðvelda vissulega úrvinnslu lesandans á „kjornum“ lausamálsins. En eitt er það sem öðru fremur mundi flýta fyrir lesandanum í hraðferð hans yfir síður blaðsins: skiljanlegar aðalfyrirsagnir. Morgunblaðið hefur um árabil fylgt afar sérkennilegri stefnu í fyrirsagnavali á (einkum innlend- um) fréttum, stefnu sem kristallast í því, að aðalfyrirsögn verður oft og einatt óskiljanleg, nema lesin sé fyrst aukafyrirsögn fyrir ofan. Þar sem önnur dagblöð í vestrænum heimi leggja alla áherzlu á að koma KJARNA MÁLSINS fyrir í megin- fyrirsögninni, lætur Mbl. hvað eftir annað damla eitthvert torskilið snifsi - t.d. slitru úr beinni ræðu - í aðalfyrirsögn, er undir niðri virkar líkt og kjami fréttarinnar sé gló- andi járnkúla og blaðamaðurinn asbesthanzkalaus. Ef setja þyrfti fyrirsagnir Moggans í erlent blað, yrðf oft að gera aukafyrirsögnina að aðalfyrirsögn (hún er Iðulega nær meginefninu) og setja megin- fyrirsögnina að neðan sem smáletr- aða undirfyrirsögn, en það fyrir- brigði virðast umbrotamenn Morg- unblaðsins varla þekkja, enda sést það sárasjaldan, þó að megi heita regla hjá nágrannaþjóðunum. Mér er hulið, hvað veldur þessum praxís hjá Mbl. (sem reyndar er ekki eitt um hituna, því áhrifa gætir í DV og fleiri blöðum), og sérstaklega er þetta skrýtið, ef bor- ið er saman við viðskiptakálf blaðs- ins, þar sem sjást aðeins fljótskildar fyrirsagnir. En sjálfsagt er tími við- skiptamanna öðrum dýrmætari. Time is money. Ár skal rísa, sás annars vill - o.s.frv. Til að sýna og sanna, að ofan- greint möglunarefni eigi sér ein- hveija stöð í raunveruleikanum, þykir mér viðeigandi að birta hér að neðan slembiúrtak af fáeinum aðalfyrirsögnum úr Morgunblaðinu að undanförnu. Ég hef ekki kannað það sérstaklega, en ágizkun mín er sú, að álíka skrautfjaðrir sjáist að meðaltali fleiri en ein í hveiju eintaki af blaði allra landsmanna; torskilningstré sem í hveiju tilviki gefa ástæðu til að spyija: um hvað var þessi frétt? Eða með öðrum orðum: hver er kjarni málsins? 1) Tók að mér að beijast í þessu á mína ábyrgð. 2) Uppátæki sem byggist meira á lífsskoðunum mínum en fjárhags- legum rökum. 3) Á varla nógu sterk orð til að lýsa þessum fáránleika. 4) Á alls ekki við rök að styðjast. 5) Við höfum alltof fá úrræði þegar eitthvað fer úrskeiðis. 6) Vona að ekki verði framhald á þessum atburðum. 7) Allt reynt til að leysa þessi mál án árangurs. 8) Komið í veg fyrir að siíkt endur- taki sig. 9) Vonumst til að ná samkomulagi um málið. 10) Vandinn er hrikalegur og erfitt að finna lausn. 11) Það þýðir ekkert að æsa sig út af þessu. 12) Það er fráleitt að hreyfa þessu máli. 13) Fólk fer að flýja héðan verði þetta viðvarandi. 14) Óðs manns æði að ætla sér að hrinda þessum hugmyndum í fram- kvæmd. 15) Alþingi verður að stöðva þessa ósvinnu. 16) Auðvitað sámar fólki þetta. í 7) Þessi óvissa kippir fótunum undan öllu. 18) Atferli óskiljanlegt öllu venju- lpgu fólki. VORTilBOÐ VORTiLBOO VORTILBOO VORTRBOO VORTItBOO VORTÍtBOÐ VORTILBOO VORTiLBOÐ VORTILBOO Sá P S 1 O > P öí O > o > g o > 1 o > 8 ÍJS YY/Á p g a XÁ o > 1 § 8 2 p u O > GI eð i I eg t su ma r ! SYNING UM HELGINA ÞVOTTAVEL ÖKO LAVAMAT VERÐ ÁÐUR 99.381,- 79.900, - STGR. MICROMAT VERÐÁÐUR 34.180,- 27.900,- STGR. Ný sending af Tefal vörum t.d. Samlolcugrill, brauórístar og pönnur 15% afslátfur af pottum og pönnum frá TEFAL og leirvöru frá EMILE HENRY Vortilboö á handverkfærum Góbur afsláttur 3 i o > VORTiLBOO VORTilBOö VORTIL&OÐ VORTILBOÐ VORTilBOfi xmmmmmsmmssmma&œmm'mæxœwmmsmammmmtsií WfflS ■ ■ SSjjjíjl8 vMm, 'f ÖRB YLGJUOFN 9 KÆUSKAPUR SANTO VERÐ ÁÐUR 73.303,- 61.900,- STGR. Heitt kaffi á könnunni Opið: laugardacj kl. 10-17 sunnudag kl. 13-17 og konfekt meö mm<m vomnm® vommm vomímoo 0 8 9 Heimilistæki >Heimilistæki og handverkfæri B R Æ Ð- 'U B N i R ^ORMSSÖhíHF Lágmúla 8, Sími 38820 Höfundur er tónlistarmuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.