Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 35 MESSUR Akureyrarprestakall: Vetrar- starfi sunnudagaskólans lýkur með stuttu ferðalagi sem hefst kl. 10.30 og verður komið til baka um kl. 12.30. Guðsþjónusta verður í kirkj- unni kl. 14 á morgun. Þorgrímur Daníelsson cand.theol predikar. Ræðuefni: Ein hjörð og einn hirðir - Hvers vegna þá stríð. Kór Verk- menntaskólans syngur við athöfnina undir stjórn Michaels Jóns Clarke. Aðalsafnaðarfundur Kvenfélags Ak- ureyrarkirkju verðu í Safnaðarsal eftir guðsþjónustu. Æskulýðsfélagið heldur fund í kapellunni kl. 17 og biblíulestur verður í Safnaðarheimili á mánudagskvöld. Glerárkirkja: Fjölskylduguðs- þjónusta á morgun kl. 11. Tillaga meirihluta sveitarstjórnar Skútustaðahrepps Skóli verði í Reykjahlíð Rannveig Jósefsdóttir verður 104 ára í dag, en með henni á myndinni er dóttir hennar Freyja Jóhannsdóttir. Rannveig Jósefsdótt- ir 104 ára RANNVEIG Jósefsdóttir er 104 ára í dag, laugardaginn 24. apríl, en hún dvelur nú á handlækninga- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Rannveig fæddist á Eyrarlandi, sem þá var sveitabær ofan Akur- eyrar, þar sem nú stendur Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Hún fluttist að Kroppi í Eyjafirði níu ára gömul. Hún stundaði kaupavinnu og var í vist um nokkurra ára skeið, en stærstan hluta starfsævi sinnar vann hún hjá Gefjun, eða í um fjörutíu ár. Morgunblaðið/Benjamín Leikendur HELGA Agústsdóttir og Stefán Guðlaugsson í hlutverkum sínum í leikritinu Ljón í síðbuxum. Freyvangsleikhúsið í Eyj afj arðarsveit Sýningum á Ljóni í síðbuxum fer fækkandi SÝNINGUM Freyvangsleikhússins á verkinu Ljóni í síðbuxum fer nú fækkandi, en leikritið verður sýnt í Freyvangi í kvöld, laugar- dagskvöld og er það 7. sýning. Leikritið Ljón í síðbuxum samdi fjallað er um íslenska brotamenn höfundurinn, Björn Th. Björnsson á 18. öld sem dæmdir voru til með hliðsjón af sögulegri skáld- betrunar í tugthúsum Kaup- sögu sinni Haustskipum, þar sem mannahafnar. Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar Jón Laxdal hlýt- ur starfslaun lista- manns til eins árs Björg Baldvinsdóttir o g Steindór Steindórsson fá viðurkenningar JÓN Laxdal hlaut starfslaun listamanns frá Akureyrarbæ, en tilkynnt var um úthlutun starfslauna listamanns í hófi sem menningarmálanefnd Akureyrarbæjar efndi til á Fiðlaranum á sumardaginn fyrsta. Við sama tækifæri veitti nefndin Björgu Baldvinsdóttur og Steindóri Steindórssyni viðurkenningar. Jón Laxdal er fjórði listamaður- inn sem hlýtur starfslaun bæjarins, en áður hafa Kristjana F. Arndal, Jón Hlöðver Áskelsson og Margrét Jónsdóttir fengið starfslaun til eins árs. Jón er Akureyringur, fæddur árið 1950 en hann er skáld og myndlistarmaður. Viðurkenningar Viðurkenningar menningarmála- nefndar hlutu að þessu sinni þau Björg Baldvinsdóttir óg Steindór Steindórsson. Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því Björg steig fyrst á svið hjá Leikfélagi Akur- eyrar, en á tímabilinu hefur hún leikið og sungið í um 40 leikritum. Auk leikstarfsins hefur hún tekið mikinn þátt í sönglífi bæjarins. Steindór hlaut viðurkenningu fyrir fræðimanns- og ritstörf, en hann er mikilvirkur rithöfundur og þýðandi. Hefur hann ritað fjölmarg- ar greinar og bækur um sérsvið sitt, grasafræðina og einnig þýtt og búið til prentunar mörg stórverk um ísland og íslenska náttúru auk þess sem hann ritstýrði tímaritinu Heima er best um 33 ára skeið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfslaun JÓN Laxdal skáld og myndlistarmaður hlaut starfslaun listamanns á Akureyri til eins árs, en það er Sigríður Stefánsdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar sem er með Jóni á myndinni. o g skólasel á Skútustöðum Björk, Mývatnssveit. MEIRIHLUTI sveitarsljórnar Skútustaðahrepps leggur til að aðalskóli sveitarinnar verði i Reykjahlíð, en skólasel verði fyrir þrjá yngstu árgangana á Skútustöðum. Skýrsla Fræðslu- skrifstofu umdæmisins um kennslufyrirkomulag í hreppnum hefur verið til umfjöllunar I sveitarsljórn, en í henni kom m.a. fram að ýmis rök er hníga að því að hagkvæmt sé fyrir skólastarfið og rekstur grunnskólans að kennsla fari fram á einum stað og að útilokað er að koma kennslu á einum stað í framkvæmd nema nota til þess nýtt skólaliús i Reykjahlíð. Helstu annmarkar á því eru að því er fram kemur í skýrslunni, að aðstaða til leikfimikennslu er óhent- ug í Reykjahlíð og akstursleið til skóla lengist umtalsvert fyrir hluta nemendanna. I grunnskóla Skútu- staðahrepps eru nú liðlega 80 nem- endur og því um 8 nemendur í hveij- um árgangi. 30 kílómetra leið „Þegar skólahús er til staðar sem rúmar skólastarfið getur vart nokk- uð annað en langar akstursleiðir til skólans réttlætt skiptingu nem- endahópsins. Frá þeim bæjum sem fjærst liggja Reykjahlíð.eru um 30 kílómetrar til skólans. Að öllu jöfnu er hægt að skipuleggja skólaakstur án lítils aukakostnaðar þannig að nemendur þurfa ekki að fara venju- lega lengri leið til skólans en stysta vegalengd er. Fyrir þá sem lengst eiga í Reykjahlíð munu 12 til 18 kílómetrar bætast við aksturleið til skólans,“ segir í skýrslunni. í samráði við skólastjóra hafa verið kannaðir ýmsir kostir í skipu- lagi skólastarfsins í þá veru að gera vinnuviku nemenda þægilega og að félagsstörf falli sem best að stunda- skrá. Þriðjungur á móti Sveitarstjórn hefur kynnt skýrslu fræðsluskrifstofunnar á almennum fundi og hafa hörð viðbrögð komið fram frá um þriðjungi íbúa sveitar- innar í formi fundarsamþykktar og undirskriftarlista þar sem lýst er eindreginni andstöðu við allar breytingar á kennslufyrirkomulagi í sveitinni. Sveitarstjórn hefur beitt sér fyrir viðræðum við foreldra og talsmenn þeirra er mótmælt hafa breytingum í þá átt að skólastarf verði flutt að Reykjahlíð. Þessir fundir leiddu ekki til lausnar á ágreiningi sem uppi er um kennslu- fyrirkomulag. Sveitarstjórn hefur verið að leita eftir stuðningi fræðsluskrifstofu við þá hugmynd að kenna þrem yngstu árgöngum barna úr suðurhluta sveitarinnar að Skútustöðum næstu þrjú ár, en með því móti yrði leit- ast við að komatil móts við athuga- semdir um langan skólaakstur auk þess að nemendahópurinn á þessu svæði næstu þrjú ár gefur tilefni til að geta myndað bekkjardeild. Fræðsluskrifstofan hefur lýst því yfir að hún muni beita sér fyrir að kennslumagni til skólahverfisins verði úthlutað í samræmi við þetta fýrirkomulag verði það ákveðið. Kristján ELDVARNIR OG ÖRYGGISKERFI Rafmagnsverkstæði Tómasar og Vari halda kynningu á eldvarna- og öryggiskerfum á Hótel KEA þriðjudaginn 27. apríl kl. 16.00-19.00. Raflagnaverkstæði Tómasar VARI Kjarnalundur á Akureyri Náttúrulækingahreyfingin óskar eftir að ráða verkefn- isstjóra í sex mánuði. Verkefnið felst í áætlanagerð, stefnumótun og markaðssetningu á fyrstu starfsemi Kjarnalundar ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi menntun og reynslu í stefnumótun og markaðssetningu. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 10. maí nk. til Náttúrulækningafélags Akureyrar, pósthólf 327, 602 Akureyri, eða skrifstofu Náttúrulækningafélags ís- lands, Laugavegi 20b, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veittar í símum 96-26200 virka daga frá kl. 10-12 og 91-28191.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.