Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 43 Hjónaminning Bjami Bjamason og Sigurbjörg Einarsdótt ir, Vestmannaeyjum Bjarni Fæddur 12. nóvember 1903 Dáinn 9. apríl 1993 Sigurbjörg Fædd 27. apríl 1910 Dáin 1. september 1987 í dag er kvaddur frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Bjarni Bjarna- son dýralæknir, verkamaður og fræðimaður, ásamt með öðru. Áður var Sigurbjörg Einarsdóttir, eigin- kona hans, jarðsungin frá Landa- kirkju hinn 12. september 1987, en eigi fjallað um hana í minningar- grein þá. Þeirra er nú beggja minnst með þessum minningarorðum. Sigurbjörg var fædd á Krossi í Landeyjum í Rangárvallasýslu hinn 27. apríl 1910, dóttir hjónanna Ein- ars Nikulássonar, bónda á Krossi og síðar á Búðarhóli í sömu sveit og Valgerðar Oddsdóttur. Varð þeim hjónum níu barna auðið, en sex þeirra komust til fullorðinsára; [ þau Kristjana, Siguijón, Óskar, Guðný, Sigurbjörg og Oddrún, sem lifir systkini sín öll. Sigurbjörg naut hefðbundinnar alþýðumenntunar eins og hún gerð- ist á íslenskum sveitaheimilum í upphafi aldarinnar, en hún þótti góðum gáfum gædd, greind stúlka og síðar mikil dugnaðarkona til allra starfa, innan heimilis sem og utan, svo að eftir var tekið. Sigur- björg var hávaxin kona, björt yfirlit- um og fríð sýnum. Er mér minnis- stætt hversu ljósa og slétta húð hún bar á sínum efri árum, og þegar ég hafði orð á því við hana, skýrði hún það með því að hún tæki lýsi j daglega. Hér kann þó einnig upp- lagið að hafa skipt einhveiju, svo og hitt að aldrei reykti hún né dreypti á áfengum drykk. Trúuð kona var Sigurbjörg og kirkjuræk- in, en blíðlunduð, glaðlynd og hlát- | urmild, enda sjaldan fjarri henni að sjá hið spaugilega í amstri hvers- dagslegra viðburða. Engu að síður var hún skapstór kona og föst fyr- ir, enda gædd ríkri réttlætiskennd. Hinn 11. október 1930 voru þau Sigurbjörg og Bjarni Bjarnason, skráður lausamaður frá Efri-Hömr- um í Holtum samkvæmt leyfisbréfi Kristjáns konungs tíunda, gefin saman á Búðarhóli, í föðurhúsum Sigurbjargar af séra Jóni Skagan. Þá var Sigga, eins og hún var ávallt kölluð, rúmlega tvítug að aldri. Hún hafði verið vinnukona í Vestmanna- eyjum hjá Ólafi Lárussyni lækni frá því haustið áður, en Bjarni fengið (þar vinnu í fiski. Þau höfðu kynnst á Efra-Hvoli, þar sem Sigurbjörg var sumarstúlka sumarið 1929. Bjarni hafði þá ráðist kaupamaður til hreppstjórans þar, en var fljót- lega gerður sýsluskrifari Rangár- . vallasýslu sakir hæfileika sinna. ^ Felldu þau brátt hugi saman og bundust fastmælum um að eigast. Um haustið fór Sigga til starfa hjá Ólafi lækni í Eyjum, eins og fyrr er getið, en Bjarni fylgdi á eftir skömmu síðar. Á fyrsta hjúskapar- ári sínu hófu þau Bjarni og Sigur- björg búskap í Vestmannaeyjum og stóð í 57 ár, eða allt þar til Sigur- björg andaðist árið 1987. Sig- urbjörg var manni sínum mikil stoð og styrkur í strangri lífsbaráttu, ekki síst fyrstu hjúskaparárin, þeg- ar oft var hart í búi hjá ungum hjónum. Bjarni Bjarnason var fæddur hinn 12. nóvember 1903 í Efri- | Hömrum, í Holtum í Rangárvalla- sýslu, sonur hjónanna Bjarna Filippussonar, fyrrum bónda í Kálf- holtshjáleigu, og Sesselju Vigfús- dóttur frá Hárlaugsstöðum í Holt- um. Filippus faðir hans, bóndi og ■ smiður í Horni í Holtum og síðar Efri-Hömrum, var Bjarnason. Filippus var mikill hagleiksmaður, og eftir hann liggja ófáir fagurlega unnir munir, margir þeirra varð- veittir og sýndir á byggðasafninu í Skógum. Vigfús, faðir Sesselju, var Bjarnason og bróðir Filippusar, en Bjarni faðir þeirra var bóndi á Sand- hólafeiju, eins og faðir hans Gunn- ar á undan honum. Bjarni var fædd- ur 1779 og kallaður Glímu-Bjarni. Lengra verður Bjarnanafnið ekki rakið að sinni. Afi Glímu-Bjarna var Filippus Gunnarsson, prestur í Kálf- holti. Hann var stúdent í Skálholts- skóla 1715 og í fylgd með Jóni bisk- upi Vídalín í yfírreið árið 1716, en faðir hans var Gunnar Filippusson, lögréttumaður í Bolholti, fæddur um 1665. Langalangafi Gunnars var Filippus Runólfsson lögréttu- maður á Geldingalæk 1529, en lengra verður Filippusarnafnið ekki rakið hér. Til gamans má geta þess, að Bjarni rakti ættartölu sína í karllegg til Þorfinns Otkelssonar mána, landnámsmanns um' Ljósa- vatnsskarð og afa Þorgeirs Ljós- vetningagoða, en hann bjó að Óx- ará. Frá Guðrúnu ömmu sinni Árna- dóttur, frá Stóra-Hofi á Rangárvöll- um, en hún var kona Filippusar Bjarnasonar, rakti Bjarni ættir í karlegg til Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Bjarni var yngstur níu systkina, en þau hétu Helgi, Gunnar, Þórunn, Margrét Guðrún, Vigfús, Jón og Filippus. Ekki verður sagt að mulið hafi verið undir þau systkinin. Helgi lést í bernsku og Gunnar barnlaus innan við tvítugt. Fráfall Gunnars var Bjarna mikill missir. Margrét og Jón voru barnlaus, en hin eiga öll afkomendur á lífi. Bjarni var látinn í fóstur á þriðja ári til föður- bróður síns, Sigurðar Filippussonar, þá bónda á Efri-Hömrum, og eigin- konu hans Ingibjargar Sigurðar- dóttur, en þau áttu fyriréina fóstur- dóttur, Marsibil Jóhannsdóttur, fimmtán árum eldri en Bjarni. Árið 1908 fluttust þau Sigurður og Ingi- björg búferlum að Pulu í Holtum, þar sem Bjarni sleit barnsskónum. Með þeim Bjarna og fósturforeldr- um hans voru ávallt miklir kærleik- ar, en Marsibil, stóra fóstursystir, og síðar einnig Árni Árnason, eigin- maður hennar, voru vinir Bjarna meðan ævin entist. Snemma kom í ljós að Bjami var afburðagreindur piltur og svo góð- um gáfum gæddur, að eftir var tekið, þótt lítið færi fyrir formlegri menntun annarri en barnaskóla- göngu þess tíma. Fermingarundir- búning sinn hlaut Bjarni hjá séra Ófeigi Ófeigssyni prófasti á Fells- múla í Landsveit. Séra Ófeigi þótti Bjarni svo efnilegur námsmaður, að hann bauð Sigurði fóstra hans að taka Bjarna til sín og kenna, ásamt sonum sínum, Ragnari og Grétari Fells, til stúdentsprófs. Ekki gátu þau Sigurður og Ingibjörg, fósturforeldrar Bjarna, hugsað sér að missa hann frá sér í svo langan tíma, og var þá bundinn endir á frekari skólagöngu Bjarna. Að loknum uppvaxtarárum sín- um á Pulu fór Bjarni að heiman til að vinna fyrir sér við ýmis störf. Á sumrin vann hann við bústörf sem kaupamaður í sveit, m.a. i Ási í Holtum, en á vetuma fór hann suð- ur og vann fyrir sér við margvísleg störf, eftir því sem til féll. Einn vetur var hann háseti á seglskútu frá Hafnarfirði, en annan lausa- maður á Seltjarnarnesi. Víst er að á þessum áram notaði Bjarni allar lausar stundir og öll tækifæri sem gáfust til þess að víkka sjóndeildar- hring sinn með lestri bóka, enda með afbrigðum bókelskur og raunar alæta á bækur. Það var svo sumarið 1929, sem Bjarni fínnur gæfuna í mynd ungr- ar konu, Siggu frá Búðarhóli í Landeyjum, eins og fyrr er getið. Að giftingu lokinni stofnuðu þau Sigga heimili í Vestmannaeyjum árið 1930, þar sem von var um nógan starfa fyrir vinnufúsar hend- ur. Á fyrstu hjúskaparáram sínum bjuggu þau í kjallaranum í Stakk- holti. Þar fæddust þeim þtjú börn, Sigríður Ingibjörg, forstöðukona, skirð í höfuðið á fósturforeldram Bjarna, fædd 19. febrúar 1931, maki Stefán Helgason og dætur þeirra Guðrún og Sigurbjörg; Einar Valur, yfirlæknir, fæddur 25. mars 1932, maki Else Bjarnason og son- ur þeirra Bjarni Valur, en með fyrri konu sinni Jakobínu átti Einar Val- ur þijár dætur, Sigurbjörgu, Guð- björgu og Brynhildi Völu; Gunnhild- ur, skólaritari, fædd 4. apríl 1935, maki Eiríkur Guðnason, látinn 1987, og dóttir þeirra Anna Guðný. Árið 1946 fluttust þau í húsið Breiðholt, sem þau eru síðan við kennd. Þegar Bjarni keypti Breið- holtið, þurfti hann að greiða hluta kaupverðsins með víxli, eins og gengur, en hvorugur aðila átti víxil- eyðublöð í fóram sínum. Bjarni sagði þá, að engin vandkvæði mundu af því stafa, hann gæti í þess stað mælt víxilinn af munni fram. Seljandi féllst á þetta með semingi, og fór svo að Bjarni sagði fram víxilinn. Ekki þarf að orð- lengja, að Bjarni stóð í fullum skil- um með þennan víxil, en aðferðin mun einsdæmi. Öll sín hjúskaparár stunduðu þau Sigga svolítinn búskap, ýmist með kindur, kýr eða hænsni og stundum allt þrennt í senn. Voru af þessu töluverð búdrýgindi, enda ekki van- þörf á, því að oft var hart í ári, einkum á fyrstu sambýlisáram þeirra hjóna, þegar kreppan mikla stóð sem hæst. Bjarni stundaði þá mest fiskvinnu af ýmsu tagi og Sigga sömuleiðis, þegar færi gafst frá amstri heimilisstarfa og unga- börnum. Skýrast er lýsing Bjarna sjálfs frá þessum tíma og um leið svolítill aldarspegill, þegar hann skrifar í bréfí til vinar síns Árna Árnasonar á Ölversholtshjáleigu í maí 1936: „Ekki gat ég komið upp í fyrra eins og ég ætlaði og gjörði það eingöngu auraleysi. Ég ætlaði austur í fyrra vor, en gat það ekki af sömu ástæðu. Það gekk hálf stirðlega að ná í vertíðarkaupið. Útgerðarmaðurinn, sem ég var hjá, varð bijálaður og var sendur á Klepp sér til heilsubótar og losnaði þar með við allar skuldakröfur, en ég stóð uppi eins og þvara, hélt vitglórunni en ekki kaupinu og varð svo að bjargast eins og best gekk. Þá lá næst að reyna að fá eitthvað að gjöra hér á staðnum, því enga hafði ég ferðapeninga, þótt mér byðist atvinna annars staðar. Var ég svo við fiskverkun, heyvinnu og annað, sem til féll. I haust hafði ég vinnu við slátrun á öllu fé, sem kom til bæjarins, bæjarvinnu og dívanasmíði, auk viðgerða á ýmsu rusli, þegar ekki er annað. Yfirleitt þarf ég aldrei að vera alveg vinnu- laus. I vetur var ég í aðgerð hjá Þórði Stefánssyni, sem ég hef verið áður hjá og fékk hæsta aðgerðar- kaup með skilum. Svo ástæður mín- ar eru nú ólíkt betri en í fyrra um sama leyti. Nú er ég í fiskvaski hjá Þórði, en verð við heyvinnu hér í sumar, þegar sláttur kemur, en hann er búinn í ágúst. Mig er farið að dreyma um það að geta farið til lands í sumar, men Skæbnen raader. Ég sé þig í anda við að huga að lambánum í nesinu og litlu lömbin hoppa á milli kvistarunn- anna og fæla upp grágæsir, uglur og annan fiðurfénað af eggjum sín- um, því ég geri ráð fyrir að fugla- líf sé jafn íjölbreytt og það áður var. Oft dreymir mig í sveitina, bæði sofandi og ekki síður vak- andi.“ í heild er bréfið lítið listaverk og lýsir manndómsmanninum Bjarna Bjarnasyni betur en fátæk- leg orð mín megna. Já, Bjarna dreymdi oft í sveitina. Hann unni sveitinni, búskapnum, dýrunum, náttúrunni og raunar öllu, sem lífsanda dregur. Bjarni var mikill dýravinur alla sína ævi og var einstaklega laginn við dýr, sem þurftu hjálapr við. Líklega var það þess vegna, sem hann hafði ávallt brennandi áhuga á dýralækn- ingum, og svo hitt, að tilfinnanlegur skortur var á slíkri þjónustu í Vest- mannaeyjum, þar sem töluverður búskapur var stundaður. Um 1940 fór hann að lesa sér til um dýra- lækningar og naut þar stuðnings Jóns Pálssonar, dýralæknis á Suð- urlandi. Hann dvaldi hjá Jóni um hríð og fór með honum í vitjanir út um sveitir. Hann bar ætíð góðan hug til Jóns og gott samband var þeirra á milli. Að þessu námi hjá Jóni loknu fékk Bjarni dýralækn- ingaleyfi í Vestmannaeyjum, og stundaði hann þar dýralækningar síðan, bæði sem aðalstarf og með annarri vinnu. Ýmsir atburðir gerðust í sam- skiptum Bjarna við dýrin, bæði í búskap hans og lækningum og í minnum eru hafðir. Grána hét heim- alningur, sem Bjarni átti og hélt mikið upp á. Hann heimsótti oft Gránu út í haga og færði henni þá súkkulaði. Morgun einn, þegar Bjarni og Sigga sátu í eldhúsinu í Breiðholti, heyrðu þau bankað á útidyrnar og litu út um gluggann, en sáu engan. Þá var enn bankað og Bjarni fór til dyra. Þar stóð þá Grána með lambið sitt, komin alla leið sunnan úr eyju, yfír nokkrar girðingar, í gegnum bæinn og upp tröppurnar í Breiðholti, þar sem hún bankaði að dyrum. Þarna stóð hún nú og nuddaði sér upp að Bjama, sem sá að hún var með stórt graft- arkýli á bak við annað eyrað, sem tafarlaust var gert að. Þannig komu sjúklingarnir stundum sjálfir til dýralæknisins. Eitt sinn kom sorgmædd kona til Bjarna með sundurtættan kött, sem hafði orðið undir bíl og bað hann fyrir alla muni að bjarga lífi kisu. Bjarna leist þunglega á málið og sagði frúnni, að hann væri svo illa leikinn að líklega væri gustuk að svæfa köttinn. En konan þrábað Bjarna að reyna að bjarga kisu, því að börnunum sínum þætti svo af- skaplega vænt um hana og lét Bjarni því tilleiðast að reyna hvað hann gæti. Durgur, eins og Bjarni kallaði köttinn, var saumaður, sprautaður og spelkaður og bar slíkt traust til Bjarna, að þegar eitthvað þurfti að gera að honum, stakk hann hausnum undir handlegg Bjarna og lá grafkyrr á meðan að- gerð fór fram. Eftir langa sjúkdóm- legu og a.m.k. níu aðgerðir var Durgur orðinn heill heilsu, ef frá er talið, að skottið vantaði og malið var horfið. Og nú mátti frúin sækja köttinn. En þá brá svo við að börn- in voru búin að gleyma Durgi, og hún bað Bjarna fyrir alla muni að svæfa hann svefninum langa. Ekki kom það til greina af Bjarna hálfu, nú þegar kötturinn var heili heilsu, og var Durgur upj) frá því til heimil- is að Breiðholti. I gosinu var Durg- ur fluttur upp á land og komið fyr- ir á sveitabæ. Ekki undi hann sér þar án fóstra síns og varð svo van- sæll að hann var aflífaður. Ekki var neinn, sem treystist til að segja Bjarna þessi tíðindi. Bjami gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir samferða- menn sína. Hann var einn af stofn- endum Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja 1939 og tók að sér ýmis störf í þágu félagsins. Hann var í stjórn þess um árabil og var méðal annars ritari þess og gjald- keri. Einnig gegndi hann trúnaðar- störfum fyrir Vestmannaeyjabæ. Hafði t.d. með höndum fæðingaror- lof og atvinnnuleysisbætur í mörg ár. Öll þessi störf stundaði Bjarni af slíkri alúð og vandvirkni að fá- títt er. Áhugamál átti Bjarni fjöl- mörg, enda hæglátur grúskari að eðlisfari, en mestan áhuga hafði hann líklega alla tíð á dýram og dýrafræði. Ættfræði og allur þjóð- legur fróðleikur voru honum líka hugleikin, og bókelskur var hann, bæði fýrir innihaldið og ytri gerð, enda hafði hann gaman af því að binda inn bækur. Einnig hafði hann unun af því að ferðast, og fór í nokkrar ferðir til útlanda, þá kom- inn á efri ár. Bjarni Bjarnason og Sigurbjörg Einarsdóttir bjuggu samrýnd í far- sælu hjónabandi. Þau áttu barna- láni að fagna og annarra afkom enda, allt mannkostafólk, sem lifir þessa ættforeldra sína. Sigurbjörg lést fyrir sex árum, þá 77 ára að aldri, en Bjarni kveður nú þennan heim tæplega níræður, og nutu þau bæði lífsfyllingar í gifturíku ævi- starfí. Það voru helst síðustu æviár Bjarna, sem reyndust honum erfið. Minnisstæð eru viðbrögð hans, er honum voru borin tíðindin af and- láti Siggu. „Já, maður getur ekki búist við því að vera sólarmegin í lífinu alla sína ævi.“ Með söknuði, djúpri virðingu og innilegu þakk- læti kveð ég heiðurshjónin Bjarna Bjarnason og Sigurbjörgu Einars- dóttur. Jón Bragi Bjarnason. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.