Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 Hafið mótar landið HERMANN Hansson, stjórnarformaður Islenskra sjávarafurða, Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og frú Vig- dís Finnbogadóttir, forseti íslands, við afhendingu Útflutnings- verðlaunanna. Um verðlaunagripinn, sem samanstendur af blá- grýti, grágrýti, gleri og ljósbroti segir listakonan Rúri m.a.: „Haf- ið mótar landið, en lagar sig jafnframt að formum þess. Maður- inn mótast af hafi og landi. Úr umhverfi sínu mótar hann.“ Utflutningsverð- laun veitt Islensk- um sjávarafurðum ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. hlaut Útflutningsverðlaun forseta íslands í ár, en verðlaunin voru afhent við hátíð- lega athöfn að Bessastöðum á sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Þetta er í fimmta sinn, sem þessi viðurkenning er veitt, en forsetaverðlaunin eru veitt í samráði við Útflutn- ingsráð íslands. í fyrra hlaut Össur hf. þessi verðlaun, en einnig hafa Flugleiðir hf., Marel hf. og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fengið slíka viðurkenningu. Fyrir afhendinguna sagði Guð- mundur Magnússon, formaður dómnefndar, í ræðu sinni m.a. að íslenskar sjávarafurðir hf. hefðu stofnað til svonefnds þróunarseturs að Kirkjusandi í Reykjavík. Þróun- arsetrið væri miðstöð vöruþróunar og rannsókna og hefði starfsemi þess beinst að þróun nýrra afurða fyrir smásölumarkaði í Evrópu. Þegar viðkomandi afurð hefði sannað tilverurétt sinn á mörkuð- um væri framleiðslan flutt út á landsbyggðina og aukin í einhveij- um af frystihúsum fyrirtækisins þar. Arðsemi sérvinnslunnar á veg- um íslenskra sjávarafurða væri talin vera 27% meiri en hefðbund- innar vinnslu miðað við sama hrá- efnismagn. Fyrirtækið teldi, að sér- vinnslan hefði á árinu 1992 veitt 32 mönnum atvinnu beint, en öðr- um óbeint við framleiðslu aðfanga eða við sölu afurðanna. Sérvinnsian dreifðist um landsbyggðina og væru nú fjórir framleiðendur á veg- um fyrirtækisins, sem hefðu sér- hæft sig í framleiðslu í smásölu- pakkningar, en um 15 framleiðend- ur ynnu sérvinnslubita. Verðlaunagripurinn í ár var hannaður af Rúrí, en merki útflutn- ingsverðlaunanna sem fyrr hannað af Hiimari Sigurðssyni. í úthlutun- arnefnd áttu sæti Guðmundur Magnússon, prófessor og formaður nefndarinnar, Ólafur B. Thors, full- trúi landsnefndar Alþjóða verslun- arráðsins, Þórunn Sveinbjörnsdótt- ir frá ASÍ, Sveinn Björnsson frá embætti forseta íslands og Ingjald- ur Hannibalsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs. Útgáfa bókar um Jón Þorláksson Um 3,5 millj. í styrk vegna útgáfunnar HITAVEITA Reykjavíkur hefur styrkt Hannes H. Gissurar- son, höfund bókarinnar um Jón Þorláksson, um 2,4 milljón- ir. Þá keyptu borgarsjóður og fyrirtæki borgarinnar 368 eintök af bókinni af Almenna bókafélaginu fyrir 1.104.000 krónur. Þetta kemur fram_ í svari við fyrirspurn Kristínar Á. Ólafsdótt- ur, Nýjum vettvangi, í borgarráði um hversu miklar greiðslur hafi farið úr borgarsjóði og frá fyrir- tækjum borgarinnar vegna bókar- innar. Tveggja ára lektorslaun Þá segir að stjóm veitustofnana hafi árið 1990 samþykkt sam- hljóða tillögu formanns veitu- stjórnar, um að Hitaveitan veitti styrk til útgáfunnar í tilefni 60 ára afmælis Hitaveitu Reykjavík- ur. Styrkurinn næmi tveggja ára lektorslaunum. Hannes H. Gissur- arson fékk greiddar 1,2 millj. á árinu 1991 og sömu upphæð árið 1992 eða samtals 2,4 millj. 368 eintök keypt Borgarsjóður keypti einnig 368 eintök af Almenna bókafélaginu af bókinni. Fóru 13 eintök til Borg- arbókasafnsins, 150 eintök til Hitaveitu Reykjavíkur, 100 eintök til Rafmagnsveitu Reykjavíkur, 30 eintök á skólabókasöfn, 50 eintök til skrifstofu borgarstjóra og 25 eintök til Vatnsveitu Reykjavíkur. Kostnaður við byggingu Borgarkringlunnar var um 2 milljarðar króna Fasteignaleigan hf. (dótturfyrirtæki B.M. Vallár) Isafoldarprentsmiðja 60,0 millj. kr. 18,5 Gunnar Guðmundsson, hdl. 18,2 Jónas Sveinsson, hagfræðingur 12,5 Halldór Guðmundsson, arkitekt 10,4 Verkfræðistofan VSÓ 9,0 Blikk og stál hf. 8,0 BYKOhf. 7,8 Byrgi hf., byggingaverktaki Raf-x, rafverktaki ■ 4,5 I 3,6 Lífeyrissjóður lækna I 3,4 Guðmundur Á. Pétursson | 3,3 Teiknistofan Ármúla 6 13,2 Demantahúsið 13,0 Magnús og Steingrímur sf., byggingaverktaki | 3,0 Álstoð hf., verktaki | 3,0 Arnardalur sf. Upphæðir í millj. kr. BORGAR- KRINGLAN 17 stærstu eigendur Kringlunnar 4 B Y GGIN G ARKOSTN AÐUR Borgarkringlunnar nemur nú um tveimur milljörðum króna, samkvæmt upplýsing- um forráðamanna Borgar- kringlunnar hf. Stærstur hluti hússins er í eigu fyrir- tækisins en skrifstofuhús- næði á efri hæðum hefur að mestu verið selt ýmsum aðil- um. Nema bókfærðar eignir fyrirtækisins um 1,5 milljarði króna en áhvílandi veðskuldir eru um 900 milljónir. Stærstu lánardrottnar fyrirtækisins hafa eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu ákveð- ið að hefja lögfræðilegar inn- heimtuaðgerðir og stefna að því að leysa eignina til sín fyrir áhvílandi veð. Á meðfylgjandi töflu má sjá eign- araðild 17 stærstu hluthafa Borgar- kringlunnar en þeir eru alls um eða yfír 60 talsins. Heildarhlutafé nem- ur um 400 milljónum króna. Lang- stærsti hluthafínn er dótturfyrir- tæki steypustöðvarinnar B.M.Vall- ár, Fasteignaleigan hf., með um 125 milljóna hlutafé. Aðrir stórir hluthafar eru aðilar sem stóðu upp- haflega að byggingu hússins eins og ísafoldarprentsmiðja. Greitt í hlutabréfum Þá eru allmargir aðilar meðal hluthafa sem á sínum tíma voru verktakar í húsinu eða seldu þangað þjónustu eða byggingarvörur. Þeir hafa tekið hlutabréf í fyrirtækinu upp í greiðslur fyrir vinnu eða bygg- ingarefni. Umræðu um sj ávarút vegsmál væntanlega sjónvarpað Skilyrði að umræðunni ljúki fyrir klukkan 18 FYRRI umræðu um þingsályktunartillögu Alþýðubandalags- ins um sjávarútvegsmál verður væntanlega útvarpað næst- komandi miðvikudag. Ríkissjónvarpið hefur samþykkt að sjónvarpa með því skilyrði að umræðunni verði lokið áður en regluleg dagskrá hefst kl. 18.00. Vantraust fellt í Stúdentaráði HART var deilt um málefni Fé- lagsstofnunar stúdenta á sex klukkustunda löngum fundi Stúd- entaráðs Háskóla ísiands á fimmtudagskvöld. Fulltrúar Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, lögðu fram van- trauststillögu á fulltrúa Stúdentaráðs í stjórn FS, en hún var felld með 16 atkvæðum Röskvu gegn 14 atkvæð- um Vökumanna. Fulltrúar SHÍ í stjóm FS eru þrír talsins og kjörnir úr röðum Röskvu, sem fer með meirihluta í Stúdenta- ráði. Ástæða vantrauststillögu Vöku- manna var uppsögn framkvæmda- stjóra Félagsstofnunar. Þingflokkur Alþýðbandalags hefur óskað eftir að útvarpað og sjónvarpað verði fyrri umræðu um þingsályktunartillögu flokksins sjávarúfvegsmál. Þingsályktunar- tillagan sem var kynnt 31. mars síðastliðinn gerir ráð fyrir að sjávarútvegsnefnd Alþingis sjái um endurskoðun laga um stjórn físk- veiða. Samkvæmt lögum um þingsköp- Alþingis hefur hver þingflokkur rétt á að fara fram það við þingfor- seta að útvarpað verði umræðu um þingmál og er Ríkisútvarpinu skylt að verða við tilmælum Alþingis þar um. Hins vegar er lagaskyldan bundin við Ríkisútvarpið, hljóðvarp. Ekki kvöldfund í útvarpsumræðum hefur hver þingflokkur hálftíma til umráða þannig að umræða tekur 2 og 1/2 tíma samtals. Til tals hefur komið að hafa þessa útvarpsumræðu milli kl. 20.30 til 23.00 næstkomandi miðvikudagskvöld. En Alþýðubandalagið hefur einnig óskað eftir að sjónvarpað verði frá þessari umræðu. Ríkis- sjónvarpið mun telja nokkrum erf- iðleikum bundið að sjónvarpa á þessum tíma. Væntanleg útvarps- og e.t.v. sjónvarpsumræða var rædd á fundi útvarpsráðs í gær, föstudag. Út- varpsráð samþykkti „að útvarpa fyrri umræðunni um tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegs- stefnu á Rás 1 og í Sjónvarpinu miðvikudaginn 28. apríl næstkom- andi með því skilyrði að umræðan fari fram fyrr á deginum en ráð- gert er. Verði umræðunni ekki lok- ið áður en dagskrá hefst kl. 18.00, mun útsending hætt.“ Að sögn Friðriks Ólafssonar skrifstofustjóra Alþingis verður svar útvarpsráðs rædd á fundi þingflokksformanna og forseta Al- þingis næstkomandi mánudag. Breytingar á rekstri Laug-arásbíós Nýir aðilar koma inn í reksturinn BREYTINGAR eru fyrirhugaðar á rekstri Laugarásbíós nú í vor og munu nýir aðilar koma inn í reksturinn til samstarfs við Grétar Hjart- arson framkvæmdastjóra. Grétar vill ekki segja hveijir þetta eru að svo stöddu þar sem ekki hefur verið gengið endanlega frá samningum. Öllu starfsfólki Laugarásbíós hef- ur verið sagt upp og taka uppsagnir þess gildi þann 1. júní n.k. Grétar reiknar með að flest starfsfólkið verði endurráðið en nauðsynlegt hafi verið að segja því upp vegna samninganna við hina nýju rekstraraðila. Að sögn Grétars eru fleiri breyt- ingar áformaðar á kvikmyndahúsinu svo sem endurnýjun á hljóðkerfi þess og útlitsbreytingar á anddyri húss- ins. Húsið verður lokað í viku til hálfan mánuð í sumar en Grétar seg- ir að stefnt verði að því að hafa þá röskun í lágmarki. Einnig er verið að leita nýrra leiða í öflun kvik- mynda fyrir Laugarásbíó. Fermingar Möðruvallaprestakall I Eyja- fjarðarprófastsdæmi Fermingarmessa verður í Glæsibæjarkirkju á morgun, sunnudaginn 25. apríl kl. 11. Fermdir verða Frosti pylfason, Ásláksstöðum, og ívar Öm Björnsson, Hlíðarhóli, Krækl- ingahlíð. Messa með fermingu verður í Bægisárkirkju sama dag kl. 14. Fermd verða Gísli Már Ragnarsson, Engimýri, Öxnadal, Hanna Björg Guð- mundsdóttir, Garðshorni, Þelamörk og Þórður Már Björnsson, Flögu, Hörgárdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.