Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 41 Kristín Jónsdóttír frá Vindási - Minning Fædd 14. október 1907 Dáin 14. apríl 1993 Kristín Jónsdóttir frá Vindási er látin. Hún var ein af hvunndags- hetjum þessa lands, sem vann öll sín verk af trúmennsku og lítillæti og ætlaðist ekki til neins sérstaks endurgjalds. Eflaust fyndist henni Kristínu, sem ég kallaði oftast Stínu, minningarorð um sig óþörf, en ég get ekki fylgt henni síðasta spölinn og leyfi mér að stinga niður penna í kveðjuskyni. Kristín var frændkona mín og sveitungi. Hún var fædd að Sandi í Kjós 14. október 1907, dóttir Jóns Bjarnasonar, bónda þar, og Guð- rúnar Guðnadóttur, konu hans, sem ættuð var frá Eyjum. Kristín var elst barna þeirra. Hún var nett kona og fríð sýnum, glaðlynd og vel skapi farin. Næstur var Guðni, f. 14. maí 1909, d. 18. maí 1935. Hann var öllum harmdauði, þegar hann lést í blóma lífsins. Þetta var fyrir daga fúkkalyfja og hann hafði verið mjög veikur af ígerð í eyrum, en lést að lokum úr lungnabólgu. Yngst alsystkinanna er Guðrún, f.12. des. 1911, kona Guðmundar Sigurðssonar á Möðruvöllum. Guð- mundur er nú látinn og Guðrún er flutt í Kópavog. Þau Guðmundur eignuðust tvö böm, Sigurð, f. 13. mars 1948, og Sigrúnu, f. 14. mars 1950. Tvö fóstursystkini átti Kristín, þau Lilju Jónasdóttur, f. 6. júní 1894, d. 17. feb. 1953. og Odd Jónsson, f. 20. apríl 1915, sem tók við búi á Sandi. Lilja Jónasdóttir var gift Kristjáni Guðmundssyni, sem var bóndi í Hvítárnesi og síðar í Blönduholti og um skeið bústjóri í Laugarnesi í Reykjávík. Þau eign- uðust tvær dætur, Katrínu f. 26. ágúst 1922, gift Guðlaugi Jakobs- syni frá Sogni, og Kristínu, f. 21. mars 1931. Oddur Jónsson var systursonur Jóns á Sandi, sonur Guðrúnar Bjarnadóttur og Jóns Bjarnasonar á Þúfu. Oddur tók við búi á Sandi árið 1943. Kona hans var Petrea Georgsdóttir, sem nú er látin. Þeirra börn eru Sigþóra, f.30. júlí 1946, og Ólafía, f. 17. jan. 1948, en er nú látin, og Guðni, f. 31. júlí 1950. Oddur brá búi á Sandi fyrir allmörgum árum og Minning Fædd 8. maí 1942. Dáin 31. mars 1993. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna fn', við Guð þú mátt nú mæia, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðarhendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H.P.) Elsku systir mín Olla er dáin. Ég sem aðrir á erfitt með að trúa því að þessi veikindi hennar sem komu fýrst í ljós um jólin hafi á svo skömmum tíma lagt hana að velli. Með okkur Ollu var alltaf mjög kært. Allra samverustunda okkar á ég eftir að minnast með þakklæti. Við höfðum alltaf um margt að spjalla og ófáar ökuferðirnar fórum við um bæinn okkar bara til að vera saman. Fyrir um einu og hálfu ári andað- fluttist í Kópavog. Kristín ólst upp á Sandi við öll algeng sveitastörf. Hún vann nokk- ur ár í fiskvinnu á Kirkjusandi í Reykjavík og einn vetur vann hún í Reykholti. Þær systur Kristín og Guðrún voru ákaflega samrýndar alla tíð. Þær giftust báðar á næstu bæi, Kristín að Vindási og Guðrún að Möðruvöllum. Kristín giftist Jóni Ólafssyni, bónda á Vindási. Hann var fæddur 15. mars 1903, sonur Ólafs Einars- sonar og Helgu Bjarnadóttur, sem bjuggu á Vindási. Þau eignuðust tvö börn, Guðna Guðjón, f. 13. okt. 1942, og Elínu Helgu, f. 31. mars 1946. Kristín missti Jón mann sinn af slysförum 24. okt. 1949. Hann féll úr ófullgerðum stiga í barnaskóla Kjósveija og höfuð- kúpubrotnaði. Jón var mikill ágæt- ismaður og öllum harmdauði og þetta slys var mikið áfall fyrir svei- tunga hans. Kristín var nú ekkja með tvö ung börn og hennar hlut- skipti ekki auðvelt. í fyrstu hélt hún áfram búskap með aðstoð ráðs- manna. Frá 1951 til 1954 leigði hún jörðina Samsyni Samsonarsyni og Guðlaugu Guðbjörnsdóttur, en hélt þó búsetu á Vindási. Sumarið 1952 brann íbúðarhúsið á Vindási til kaldra kola. Kristín lét engan bilbug á sér finna og byggði nýtt íbúðarhús. Hún fékk að vísu góða aðstoð sveitunga sinna og félaga úr KFUM og K sem unnu mikið sjálfboðastarf við húsbygg- inguna. Sumarbúðir KFUM og K eru reistar í Vindáshlíð í fallegu kjarri vöxnu landi, sem áður til- heyrði Vindási. íbúðarhúsið brann í júlí og skömmu fyrir jól fluttist heimilisfólk á Vindási i nýja húsið, þótt það væri ekki fullbúið, sem eðlilegt er. Nokkru síðar kom að Vindási laghentur maður til þess að ljúka við ýmislegt, sem ófullgert var í húsinu. Þau Kristín felldu hugi saman og árið 1954 hófu þau sambúð og tóku við jörðinni. Þessi maður er eftirlifandi maður Kristín- ar, sómamaðurinn Ólafur Ingvars- son, sem er fæddur 2. sept. 1906 í Kálfholtshjáleigu í Holtum. Þau bjuggu á Vindási þar til þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur árið 1978. Þá hafði Kristín búið rúm sjötíu ár í Kjósinni, þijátíu og fimm ist móðir okkar og söknuður okkar Ollu og föður okkar var mikill. Olla hugsaði alla tíð vel um pabba og eftir að móðir okkar dó sótti hún hann oft og fór með hann í ökuferð- ir um bæinn og á næstu firði. Olla hafði gaman af blómum og í blómaskálanum sem hún hafði komið sér upp við húsið sitt var mikið safn blóma og þar eyddi hún mörgum stundum. Ég vona að góður Guð geymi systir mína og vaki yfir manni henn- ar, syni og öldruðum föður okkar. Blessuð sé minning hennar. Auðbjörg. ár á Sandi og rúm þijátíu og fimm ár á Vindási og bæimir standa í beinni sjónlínu. Guðni, sonur Kristínar er bifvéla- virki að mennt og býr á Akranesi. Hann var fyrst kvæntur Lilju Ell- ertsdóttur. Þau eiga tvö börn, Jón Ellert, f. 19. feb. 1963, og Áslaugu Kristínu, f. 10. okt. 1965. Jón Ell- ert á litla dóttur, Lilju Rún f. 7. okt. 1991, fyrsta langömmubarn Kristínar. Seinni kona Guðna er Ingveldur Sveinsdóttir. Þeirra dótt- ir er Ólöf Vigdls, f. 4. júlí 1982. Ólöf Vigdís var yngsta barnabarn Kristínar og var henni mjög náin og heimsótti ömmu sína til síðasta dags þótt hún væri orðin mjög veik. Elín Helga er gift Jóhanni Guð- mundssyni. Þau bjuggu um tíu ára skeið á Vindási í sambýli við Ólaf og Kristínu. Þau seldu jörðina Vindás árið 1978 og þá fluttust Elín og Jóhann til Hveragerðis þar sem þau búa enn. Jóhann er smið- ur að mennt, en starfar nú sem fangavörður. Synir þeirra eru þrír: Haraldur Freyr f. 19. ágúst 1966, Reynir, f. 28. apríl 1972 og Helgi Á Kaldadal, nálægt Hallbjarnar- vörðum, er grasgeiri sem nefnist Biskupsbrekka. Jón biskup Vídalín andaðist á þessum slóðum árið 1720 og er nafn staðarins tengt þeim atburði. Þessi formáli er mér nauðsynleg- ur því minning mín um Kirsten er óijúfanlega tengd þessu örnefni og þessum græna reit í auðninni. Fyr- ir löngu vorum við þarna á ferð ásamt fleirum og af einhveijum ástæðum varð henni staðurinn hug- stæður og hún minntist hans oft síðan. Þetta mun hafa verið skömmu eftir að hún kom til ís- lands og eflaust hefur hún hrifist af þeim miklu andstæðum, sem þama er að finna, hún sem var barn hinnar sólhlýju Danmerkur. Það var á björtu sumri árið 1967, að ég sá Kirsten í fýrsta sinn. Hún hafði þá fundið sér lífsförunaut, sem var Eggert Briem, náinn félagi minn frá bamæsku. Samverustund- ir okkar hafa síðan verið æði marg- ar, þótt stundum væri vík milli vina, því að þau hjónin dvöldust á tíma- bili töluvert í útlöndum og mín fjöl- skylda á landsbyggðinni. Um skeið toguðu þau Kirsten og Eggert okk- ur í sunnudagsgöngur og eru þeir ófáir götuslóðarnir sem geyma spor hennar, sérstaklega hér í nágrenni borgarinnar. Kirsten unni útivist og haustlitir Heiðmerkurinnar vöktu alltaf sama fögnuðinn. Maður fínnur til þess á skiinaðarstund að samverustundirnar hefðu mátt vera fleiri, en því veldur hin hraðfleyga önn dagsins og tómlæti hugans, að garður vináttunnar er sjaldnast ræktaður sem skyldi. Kirsten lærði bæði meinatækni og félagsráðgjöf og umhyggja fyrir náunganum var einn ríkasti þáttur- inn í fari hennar. Starfsvettvangur félagsráðgjafans er án efa einn sá erfiðasti, sem hægt er að velja sér, stöðug glíma við örðug og viðkvæm málefni krefst ótrúlegrar seiglu og Þórður, f. 15. des. 1973. Guðrún á Sandi, móðir Kristínar, var ein af uppáhaldsfrænkum föður míns, en hún var föðursystir hans. Hann var oft sendur fram á Eyja- dal eftir hrossum þegar hann var barn og unglingur. Þegar hann fór fram hjá Sandi kom Guðrún hús- freyja iðulega í veg fyrir hann með nýbakaða flatköku eða eitthvert annað góðgæti og bað hann að gera sér gott af þessu lítilræði og láta það samt ekki tefja sig, því að hún vissi vel, að hann ætti að vera fljótur. Sagan endurtók sig, þegar eldri sonur minn, Haraldur, bjó nokkur • ár I sama húsi og Stína og Óli að Laugarnesvegi 88. Alltaf var Stína að víkja einhveiju góðu að honum, sem og okkur öllum, þegar við vor- um á ferð í borginni. Þá var alltaf nauðsynlegt að líta inn hjá Stínu og Óla, drekka kaffisopa og spjalla. Þau höfðu frá mörgu að segja og gátu miðlað af sinni miklu lífs- reynslu. Því miður var aldrei nógur tími til að spjalla eins og okkur langaði til, vegna þess að við yngra fólkið erum alltaf á hraðferð. Þau sátu ekki auðum höndum, þótt þau hefðu brugðið búi á Vind- ási. Öli vann í Kassagerðinni fram á níræðisaldur og Stína bar út blöð og annaðist ræstingu á stigagang- inum, þar sem þau bjuggu, fyrir utan allt annað, sem hún tók að sér. Ef hún gat orðið einhveijum að liði þá gerði hún það með glöðu geði. Guðni sonur hennar nefndi það einhveiju sinni við hana, að hún ætti nú að hætta þessum blað- burði. Móðir hans svaraði þá, að hún ætti að læknisráði að ganga mikið úti og þá væri alveg eins gott að gera eitthvert gagn í leið- inni. Mikill samgangur var milli Óla og Stínu og foreldra minna, sem einnig höfðu flutt úr sveitinni og bjuggu á Rauðalæk 45. Stína kom snemma á morgnana með blöðin, létt í spori og glöð í bragði. Óli var baráttuþreks. Ef hlutverk mannsins er að lifa til fulls og án undanslátt- ar, að lifa sjálfum sér og öðrum til þurftar og engum til ógagns, þá rækti hún það af fullri kostgæfni. Þegar illvígur sjúkdómur hrífur samferðamenn okkar á brott á miðj- um aldri, þá særir það réttlætis- kennd okkar, en það er ef til vill fásinna að mæla lífið í árum, og þegar kallið hljómar „upp með þig, það er glas“, eigum við ekki annars úrkosti en að hlýða. Þegar erfiðasti hjallinn er að baki liggja sporin að þeim dimmu dyrum. Við sem eftir stöndum eigum það hlutskipti eitt að leggja á brattann, en hinn brott- gengni lifír á sinn hátt áfram, eins og minning sem er hluti af okkur sjálfum. Við hjónin vottum þeim Eggerti, Nönnu og Sverri okkar dýpstu sam- úð. Gísli Sigurkarlsson. „Enginn má sköpum renna,“ sögðu þeir gömlu. Ög þann 20. apríl var Kirsten Briem borin til grafar, tveimur mánuðum eftir fimmtugsafmæli sitt, þar sem vinir þeirra Eggerts komu saman til að fagna þeim degi þótt í skugga hins hræðilega og illviðráðanlega sjúk- dóms væri. Þá héldum við, bjartsýn- ismenn, að kannski kæmist hún yfir þetta, eða fengi a.m.k. nokkur góð ár í viðbót með aðstoð læknavís- indanna. Kirsten sjálf, raunsæ sem hún var, gerði sér víst ekki vonir um meira en eitt ár eða tvö — og var þó glöð og æðrulaus. Þannig segir norræn speki að menn eigi að vera: „Glaður og reifur skyli gumna hverr, unz sinn bíður bana“. Ef eitthvert æðra réttlæti væri til í heimi hér, þá hefði líf Kirsten- ar Briem orðið lengra. Til að skýra þá augljósu staðreynd, að ekkert slíkt réttlæti er til, segja menn hins vegar að vegir guðs séu órannsak- aufúsugestur, þegar hann kom og spjallaði við föður minn, sem var mjög farinn að heilsu. Haustið 1985 heimsóttu þau hjónin okkur til Akureyrar. Þetta var þeirra fyrsta ferð norður. Þau höfðu því miður ekki langa við- dvöl, því að þau voru góðir gestir. Það var yndislegt að sjá eindrægni þeirra og þá virðingu, sem þau báru hvort fyrir öðru. Við reyndum að sýna þeim sitt af hveiju í höfuð- stað Norðurlands og þau miðluðu okkur á móti af lífsgleði sinni og reynslu og sáttfýsi sinni við allt og alla. Við dvöldumst erlendis eitt ár og þá bjó Haraldur á Laugarnes- veginum og stundaði nám í Reykja- vík. Þegar hann kom til okkar í jólafrí færði hann okkur fullan kassa af heimabökuðu hafrakexi frá henni Stínu. Mikið bragðaðist kexið hennar Stínu vel og hugarf- arið, sem fylgdi gjöfinni, hlýjaði okkur um hjartaræturnar. Á síðasta ári versnaði heilsa Stínu mikið og hún dvaldist lang- dvölum á spítala. Ég sá hana síð- ast á Landakotsspítalá daginn fyrir skírdag. Hún var mikið veik, en lífsviljinn svo sterkur. Við vissum báðar hvert stefndi og urðum sam- mála um, að nú tæki eitthvað betra við, þegar líkaminn gæfi sig, þá yrði sálin fijáls í einhverri nýrri umgjörð. Hún lést viku síðar, mið- vikudaginn 14. apríl. Kristín verður jarðsungin frá Reynivöllum í Kjós í dag klukkan tvö síðdegis. Við sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Síðast en ekki síst vottum við honum Óla einlæga samúð okkar. Hann fluttist á hjúkr- unarheimilið Grund rétt fyrir páska og við óskum þess, að ævikvöldið verði honum gott og friðsælt. Blessuð sé minning Kristínar Jóns- dóttur. Ragnheiður Hansdóttir og fjölskylda. anlegir. Sem vel kann að vera, en hefur ekkert með örlög mannanna að gera — þau eru tilviljun háð, líkt og örlög frækorns sem fýkur með vindinum og festir rót í skjóli eða á berangri, á þurramel eða í fijórri mold. Við getum auðvitað reynt að hegða okkur skynsamlega, eftir því sem tízkan býður hveiju sinni, eta hollan mat og stunda líkamsrækt og ergja okkur ekki yfír smámun- um. Og allt þetta gerði Kirsten, ekki af skyldurækni heldur vegna þess að hún var afar vel gerð kona, skynsöm, geðprúð og hæfilega glaðvær, með glöggt auga fyrir hinu spaugilega. Lyndiseinkenni sem sögð eru vera einkenni margra Dana. En samt fór sem fór. Kirsten og Eggert Briem kynnt- ust í Árósum þar sem hann var að læra stærðfræði en hún meina- tækni. Það var vafalaust mesta happ þeirra beggja, því þau voru afar samrýnd og samhent hjón. Hér gerðu þau Eggert heimili sitt og ólu upp böm sín tvö, Nönnu og Sverri. Heimili þeirra á Sólvállagötu er sérlega skemmtilegt, þokkafullt án íburðar, og þar ríkir góður andi. Um það eru börnin órækastur vitn- isburður — hið eina, sem eftir flest okkar lifir þegar upp er staðið. Kirsten eignaðist fjölda vina og varð um margt allra kvenna íslenzk- ust þótt hennar danska rót héldist jafnan óvisnuð. Hún stundaði fyrst meinatækni en lærði síðan félags- ráðgjöf og starfaði á því sviði í mörg ár. Ég trúi því að sá lærdóm- ur, en fyrst og fremst mannkostir hennar og skynsemi, hafi gert hana að farsælum ráðgjafa þeirra sem í öngum eru. Það er erfitt að sætta sig við það, og jafnvel trúa því, að nú sé Kirsten Briem öll. Að vísu er það huggun harmi gegn, að ævi hennar varð góð og hamingjurík. Og minn- ingarnar í hugum vina hennar eru bjartar. Fyrir hönd okkar Helgu, félaganna úr „föstum liðum“ og samstarfsmanna Eggerts við Raun- vísindadeild Háskóla íslands, votta ég honum og íjölskyldu hans inni- lega samúð. Sigurður Steinþórsson. * Minning Kirsten Briem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.