Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 45 í senn framúrskarandi ræðumaður með mikla og fágaða orðsnilld og um leið mikill húmoristi. Margar góðar og skemmtilegar stundir áttum við saman með þeim Elínu og Knúti upp í sumabústað þeirra við Meðalfellsvatn, en þar kom einnig fram hans einstaka gestrisni og einmitt þarna á þessum stað naut sín vel hin mikla vinnu- semi Knúts og voru ófáar helgam- ar, er hann eyddi þarna uppfrá, enda var hann náttúrubam mikið og mat útiveru mjög mikils. Við kveðjum nú þennan góðhjart- aða og glaðlynda vin okkar og þökk- um fyrir þau forréttindi, að fá að hafa verið honum samferða og fengið að kynnast hans sterka og fágaða persónuleika. í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veist nú, í kvöld hvemig vegimir enda hvemig orðin nema staðar og stjömumar slokkna. (Hannes Pétursson) Við vottum konu hans, börnum, fósturbömum og barnabörnum okk- ar dýpstu samúð og vonum að með tíð og tíma megi góður Guð græða þau sár er fráfall Knúts skilur eftir. Saumaklúbburinn og makar. í dag verður jarðsunginn elsku- legur faðir okkar Knútur Hoiriis. Það er svo margs að minnast að minningin lifir að eilífu um þennan mæta mann. Okkur langar til þess að þakka þér, elsku pabbi, fyrir frábæra umhyggju og ást í gegnum súrt og sætt. Þú varst okkur innblástur í því að kenna okkur mannleg sam- skipti. Að elska lífið og náttúruna og vera ávallt sáttur við tilveruna. Án þín hefði líf okkar verið fábrot- ið og snautt, en þess í stað varð það margbrotið og ríkt að fróðleik. Af þeim brunni gafst þú ríkulega. Við munum heiðra minningu þína með virðingu og söknuði, núna ertu kominn til elsku ömmu og afa. Já, það hlýtur að vera glatt á hjalla núna, þú manst hvað þú sagðir allt- af: „Gerum daginn í dag betri en gærdaginn, þá getum við litið björt- um augum á morgundaginn." Við munum lifa í þínum anda, hafðu þökk fýrir, bless elsku faðir. María, Tómas, Björn og Margrét Knútsbörn. Knútur er látinn um aldur fram, tæplega 71 árs. Andlát hans kom engan veginn á óvart. Banvænn sjúk- dómur gerði vart við sig fyrir 3-4 misserum og lagði hann smátt og smátt að velli. Knútur vildi ekki bogna fyrir örlögum sínum. Hann stóð á meðan stætt var og gekk til starfa sinna til hinstu stundar. Móðir Knúts var Margrét Elísabet Höiriis, fædd og uppalin á Jótlandi. Svo hagaði til að fjölskylda Margrét- ar rak fyrirtæki og íslandi, Sápuhús- ið, lengi við Hafnarstræti í Reykja- vík og einnig á Akureyri. Var Mar- grét fengin til þess að standa fyrir þessum rekstri. Fluttu þau Knútur alfarin til íslands árið 1927, þegar Knútur var 5 ára gamall. I Reykja- vík kynntist Margrét miklum sóma- manni, Birni Skúlasyni, verslunar- manni hjá Heildverslun Ásgeirs Sig- urðssonar um 5Ó ára skeið. Gekk Björn Knúti í föðurstað. Var alla tíð mjög kært með þeim. Margrét lést árið 1970 en Bjöm 1977. Knútur gekk í bamaskóla hjá nunnunum á Landakoti og minntist þeirra stunda með mikilli ánægju. Knútur heillaðist snemma af bíl- um, sem voru ekki aldeilis á hveijum bæ á þeim árum. Hann réðist því í það stórvirki að halda til Kaup- mannahafnar árið 1939, aðeins 17 ára gamall, þar sem hann lauk námi í bifvélavirkjun með ágætum. Knútur varð innlyksa í Danmörku í heims- styijöldinni síðari vegna hemáms Þjóðveija. Þetta var óneitanlega mik- il lífsreynsla fyrir Knút um tvítugs- aldurinn, fjarri foreldrum sínum. Það var strangur skóli að kynnast herná- minu, ekki síst skortinum sem því fylgdi. Það voru ekki hlaðin matar- borð. Knútur sagði frá því að á stund- um var matur hans einvörðungu bleytt haframjöl (ekki einu sinni grautur) frá morgni og fram að kvöldverði. Það er sagt að menn þroskist í erfiðleikum, „enginn verður óbarinn biskup". Árið 1944 komst Knútur við illan leik á árabáti í skjóli myrkurs og framhjá varðbátum Þjóð- veija yfír Sundið til Svíþjóðar, þar sem hann var í heimavarnarliðinu til stríðsloka. Heimkominn hóf Knútur störf hjá Páli Stefánssyni, sem þá rak myndar- legt bifreiðaverkstæði í Reykjavík. Það var eðlilega hans óskastarf. Með fyrri eiginkonu sinni, Önnu Nikulásdóttur, eignaðist Knútur þijú böm: Maríu Bengtson, húsfreyju í Al- stad hjá Trelleborg í Svíþjóð, gift Alf Bengtson. Börn hennar eru fjög- ur. Tómas Júlían, vélvirkja í Kefla- vík. Dætur hans em tvær. Bjöm Inga, stöðvarstjóra hjá Samskipum, búsettur í Reykjavík, kvæntur Önnu Magnúsdóttur. Börn þeirra eru tvö. Knútur var félagi í Rotayklúbbi Keflavíkur í yfír 30 ár og þar verð- ur skarð fyrir skildi við fráfall hans. Knútur hafði ríka kímnigáfu og var orðheppinn og snjall í tilsvörum. Mörg hnyttin orðtæki hans í ræðum vöktu almenna ánægju og urðu fleyg meðal félaganna. Knútur var einn af stofnendum Björgunarsveit- arinnar Stakks í Keflavík og Njarð- vík. Hann sat í stjórn Krabbameins- félags Suðurnesja og í stjóm Hjartaverndar um árabil. Hann var virkur þátttakandi í félögunum því hann var maður framtaks og dáða. Er ég hitti Knút síðast var hann kominn inn á sjúkrahús. Hann bjó yfír sama lífskrafti sem fyrr en ekki duldist að hveiju stefndi. Hann vissi það einnig en hann hélt sinni fyrri stefnu og skipulagði allt. Þeg- ar ég kom, sat hann við borð frammi á gangi, umvafinn ástúð eiginkonu og barna. Við settumst inn á sjúkra- stofuna hans og ræddum saman litla stund. Þegar ég kvaddi hann fannst mér ég myndi ekki sjá hann oftar. Tveim dögum síðar frétti ég lát þessa elskulega vinar. Knútur var trúaður drengskapar- maður sem vildi hvers manns böl bæta. Hann var orðheldinn og vand- aður svo sem mest má vera. Þótt Knútur Höiriis sé horfínn yfír á æðra lífssvið hefur lífsstarf hans gefíð öðrum fordæmi til eftir- breytni. Ég votta eiginkonu og af- | komendum einlæga samúð. Karvel Ögmundsson. Glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana. (Ör Hávamálum) Alltaf skal andlát góðs vinar koma jafnmikið á óvart, þrátt fyrir að vitað sé að hveiju stefnir. Okkur datt ósjálfrátt í hug þessar hending- ar úr Hávamálum í hug, er við frétt- um lát Knúts Hoiriis, því hann vissi manna best að hveiju stefndi, en hann hafði þá persónu til að bera, að fram á síðasta dag gat hann j slegið á létta strengi og gerði okkur hinum auðveldara með að heim- sækja hann þegar draga tók nær lokastundinni. Knútur skilur eftir sig í vitund okkar margar ánægjulegastu i stundir lífs okkar, þar fór drengur góður, sem ekkert aumt mátti sjá og var höfðingi og heimsmaður heim að sækja. Við minnumst fyrst að í kringum 1971, stuttu eftir að þau kynntust Knútur og Elín seinni kona hans, mættu þau í hið árlega þorrablót saumaklúbbsins. Þar kynntumst við því fyrst, að þar fór að mestu vann hann ýmis önnur störf, svo sem við viðgerðir á fjar- skiptatækjum, vélum o.fl. Auk þess setti hann upp tölvubókhald og annaðist fyrir fjölda fyrirtækja, ein- staklinga og félagasamtaka og sá um skattauppgjör. Einnig tók Einar i þátt í félagsstörfum og valdist til trúnaðarstarfa. Undirritaður hefði kosið að vera meira í samvistum við Einar, en fjarlægð kom í veg fyrir það og urðu þvi stuttar heimsóknir að duga j sem hefðu þó mátt vera fleiri. Þakka vil ég fyrir hönd dætra okkar, Jónu og Sólborgar, þá ánægju og reynslu sem þær fengu af því að dveljast hjá Einari og Önnu á sauðburði í fyrra og hitteðfyrra, en áður hafði elsta dóttir okkar, Gerður, dvalist hjá þeim um sumartíma. Elsku bróðir, nú þakka ég sam- verustundirnar fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Við biðjum algóðan Guð að gæta þín. Elsku Anna, Siggi, Valur, Hrafn- hildur, Drífa og Einar Már. Orð mega sín lítils á slíkri stundu, en þið eigið samúð okkar allra. Algóð- ur Guð gefí ykkur styrk á þessari erfíðu stund. I Bjarni, Elín, Gerður, Jóna og Sólborg. Nú er tregt tungu að hræra, og þá ekki síður að koma viðeigandi orðum í form hins ritaða máls, þeg- 4 ar jafn hörmuleg tíðindi berast, að vinur og samstarfsmaður í blóma lífsins er fyrirvaralaust burt kallað- ur úr faðmi fjölskyldu, vina og vandamanna. Orðin á þessu blaði varða því varla mörg og skapast fyrst og fremst af þörf til að koma á fram- færi þakklæti til Einars á Brú og fjölskyldu hans fyrir ánægjuleg samskipti og vináttu, einkum síðan Einar réðst í það af miklum áhuga og hugrekki að vera í fararbroddi þátttakenda úr röðum bænda að taka þátt í vatnableikjuverkefni því á Austurlandi sem nú er farið að skila raunverulegum árangri. Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og að verulega vænleg þáttaskil eru að eiga sér stað á þeim vettvangi sem óhætt er að segja að ýmsir hafi haft mismikla trú á, að þá hrífi örlögin svo mikinn máttar- stólpa, sem Einar var, af sjónarsvið- inu. Minnst var á hugrekki hér að framan í sambandi við þátttöku í téðu verkefni, sem felst meðal ann- ars í því að veiða smáfísk úr Þrí- hyrningsvatni og gera tilraun ti að ala hann upp í sláturstærð og selja. Engum var það ljósara en Einari að ýmsir yrðu til að líta svo óvenju- legt þróunarverkefni gagnrýnis- augum. Þrátt fyrir það, og ýmsa byijunarörðugleika, varð Einari þó fljótlega ljóst að hér var um raun- hæfan kost að ræða, og hann hafði hugrekki til að fylgja því ótrauður eftir. í stað þess að leggja árar í bát bætti hann sífellt aðstöðuna til eldis og slátrunar heima fyrir. Síðasta samtalið sem ég átti við Einar, aðeins degi áður en hann mætti örlögum sínum, einkenndist af athafnaþrá hans og tilhlökkun til að hefja veiðar og eldi allra næstu daga, enda lá nú fyrir að gott verð fengist fyrir sumaralda villibleikju á erlendum markaði. Er nokkur furða þótt mannskepnan í vanmætti sínum eigi stundum erfítt með að skilja rök lífsins og spyrji, í þessu tilfelli, hvers vegna við fáum ekki að deila þessum árangri með svo vandfundnum samferðamanni og vinna áfram að því verki, sem Einar áttí svo dijúgan þátt 1 að hefja og auðvelda með áhuga sínum og atorku. Þær eru orðnar ófáar ferðirnar, sem við sonur minn, Jón Helgi, og aðrir sem verkefninu tengjast, höf- um farið upp að Brú og notið vin- semdar og gestrisni þeirra hjóna Seinni eiginkona Knúts er Elín Guðmannsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, Margrétu Elísabetu. Unnusti hennar er Ingvar Jónsson. Börn Elínar af fyrra hjónabandi eru þijú. Aðdáunarvert var að sjá, hve vel þeim hjónunum tókst að halda fjölskyldunni saman. Árið 1947 urðu þáttaskil í lífí Knúts með óvenjulegum hætti. Það er lítil en skemmtileg saga á bak við það, hvemig það atvikaðist að Knút- ur hóf störf hjá Hinu íslenska olíufé- lagi, síðar ESSO, á Keflavíkurflug- velli. Knútur var eitt sinn að aka um götur Reykjavíkur. Þá vom götur ekki eins góðar og í dag, pollar hér og þar. Þar kom akstri hans, að hann sletti vatni á vegfaranda. Hann var fljótur til að vanda og bað þann hinn sama afsökunar. Tóku þeir tal saman, en þetta var þá Bandaríkja- maður sunnan af Keflavíkurflugvelli. Þróaðist upp úr þessu góður vinskap- ur, sem leiddi síðar til þess að þessi vinur hans bauð honum starf á flug- vellinum við að afgreiða eldsneyti, sem íslenskir aðilar voru um þær mundir að taka við. Starfaði Knútur síðan óslitið sem stöðvarstjóri hjá ESSO á Keflavíkurflugvelli allt til dauðadags. Gjaman var hann nefnd- ur Knútur hjá ESSO, enda má segja að hann hafi verið ímynd félagsins hér syðra. Eins og að líkum lætur er það ekkert smáverkefni að sjá varnarlið- inu fyrir eldsneyti, ekki aðeins á tæki og vélar, þ.m.t. flugvélar þess, heldur einnig fyrir tilkomu Hitaveitu Suðurnesja 1978 til upphitunar húsa þess og ennfremur fyrir almennt far- þegaflug áður en Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar reis. Vitaskuld hefur þessi starfsemi skilað þjóðarbúinu dijúg- um tekjum á ýmsan hátt. Það er ekki ofsögum sagt að starf Knúts fyrir ESSO var honum köllun. Hann var alltaf tilbúinn, eða á bak- vakt eins og kalla mætti það. Þar var ekkert talið eftir. Hann var stjómsamur í bestu merkingu þess orðs. Þar segir sína sögu að menn vora ekkert að skipta um vinnu, ef þeir voru einu sinni byijaðir hjá ESSO. Það var æviráðning og starfs- aldur hár. Knútur hafði flölbreyttar gáfur, m.ö.o. hann var einstaklega ijölhæf- ur. Verklagni og útsjónarsemi við hvers konar störf var honum í blóð borin, ekki síst þau er lutu að vélum og bílum, en þar var hann í essinu sínu. Erlend tungumál voru honum einkar töm á tungu. Hann hafði af- burðatök á ensku og norðurlanda- málum. Þó naut hann sín augljóslega best við að ræða við danska vini sína. Þrátt fyrir annasamt starf tók Knútur virkan þátt í ýmsum félags- störfum í Keflavík, svo sem Rotary- Einars og Önnu, jafnvel dögum saman. Þær samverustundir verða seint fullþakkaðar né fullmetnar, en þeim mun sárar saknað nú, þeg- ar svo stórt skarð er fyrir skildi. Þótt kynni okkar Einars hafi ekki verið ýkja löng, kynntist ég mörgum mannkostum hans. Hann kom mér ætíð fyrir sjónir sem dag- farsprúður, vel gefinn maður, fum- laus og með afbrigðum verklaginn og úrræðagóður þegar á reyndi. Mér leið ætíð vel í návist Einars, ekki síst þegar haldið var til fjalla, þar sem hjarta hans sló hraðar af þeirri gleði sem ætíð fylgir náttúru- bömum og auðveldlega hrífur sam- ferðamenn. Skemmst er að minnast síðustu ferðar okkar saman, ásamt Jóni Helga, þegar við sóttum fund á Akureyri fyrir aðeins þrem vikum. Leiðinda færð hafði gert fyrir heim- ferðina, sem reyndist þó næsta létt- væg þar sem Einar var sjálfkjörinn bílstjóri á verstu köflunum og öku- færni hans kom okkur farsællega yfír allar hindranir. Ekki ætla ég mér þá dul að halda því fram að aldrei hafi hlaupið snurða á þráðinn hjá okkur frekar en öðrum mönnum í ófullkomleika sínum. Hitt vil ég þó fullyrða að slíkt var fátítt og gleymdist fljótt þegar málin voru rædd og varð í raun ekki til annars en að styrkja vináttuböndin og gagnkvæma virð- ingu þegar frá leið. Þessum fátæklegu og vanmátt- ugu orðum fer nú að fækka og mun ljúka án þess að rekja sögu, ætt né uppruna þessara ágætu hjóna, Einars Gunnars Jónssonar og eftir- klúbbnum, var einn af stofnendum Björgunarsveitarinnar Stakks, enn fremur starfaði hann í Krabbameins- félaginu og Hjartavernd. Ugglaust kom hann víðar við. Dró hann ekki af sér í þessum störfum og var hvar- vetna í forystu, enda vel látinn og samvinnuþýður. Með okkur Knúti tókust góð kynni og vinátta, er hann kvæntist Elínuf mágkonu minni. Er fjölmargra ánægjulegra samverastunda að minnast, t,d, í sumarhúsi þeirra við Meðalfellsvatn. Knútur naut þess að taka á móti gestum. Þá var tíminn fljótur að líða, enda húsbóndinn fróð- ur og vel lesinn. Samræðulist var honum einkar lagin og ræðumaður var hann góður ef svo bar undir. Orðheppinn og spaugsamur var hann og kímnigáfa var honum meðfædd. Hann kunni svo sannarlega að gleðj- ast með glöðum. Hann var hrifnæm- ur og naut þess að vera til. Ferðalög og útivist voru Knúti mikið yndi. Á ferðalögum um landið og óbyggðir þess eignaðist hann marga sína bestu vini. Einn þeirra, Kristinn Reyr, kastaði fram þessari vísu: Vertu okkur vin og skjól, vapinn góður „Heims um ból“. Áfram snúast öll þín hjól eins og klukka í regni og sól.“ Knútur átti nefnilega stóran og mikinn fjallajeppa. Ö-82, eða með sama númeri og jólasálmurinn góði „Heims og ból“. Knútur var mikill göngugarpur, og mátti maður hafa sig allan við að fylgja honum eftir. Það var gam- an að njóta með honum náttúrannar við Meðalfellsvatn, hvort heldur á gönguferð með vatninu eða alla leið upp á Sandsfjall. Það rifjastupp löng og skemmtileg gönguferð í glaða sólskini á sl. sumri um Brekkuskóg í Biskupstungum. Naut hann þess í ríkum mæli þótt heilsan væri tekin að bila. Fyrst og fremst var það umhyggja fyrir fjölskyldunni, sem skipti Knút höfuðmáli. Hann gladdist innilega, þegar vel gekk og stappaði stáli í börnin, þegar uppörvunar var þörf. Hann var alltaf einhvers staðar ná- lægur með útbreidda hjálparhönd. Knútur var kirkjurækinn og trú- aður maður. Trúin á Guð og hand- leiðslu hans létti honum sárar og erfiðar sjúkdómsþrautir. Við kveðjum Knút hinstu kveðju og þökkum samfylgdina. Guð blessi hann. Útför Knúts fer fram á Keflavík- urkirkju kl. 13.30 í dag, laugardag- inn 24. apríl. Vilhjálmur Þórhallsson. lifandi konu hans Önnu Guðnýjar Halldórsdóttur. Nefna vil ég þó börn þeirra, hvert öðra mannvæn- legra, en þau eru í aldursröð: Elstur er Sigvarður Örn, þá Halldór Val- ur, Hrafnhildur Unnur og yngst tvíburarnir Einar Már og Drífa Dröfn, en þau tvö eiga að fermast nú í vor. Forsjóninni vil ég, fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, þakka að hafa fengið að njóta samfylgdar Einars á Brú. Þá verður Önnu og börnunum seint fullþökkuð ánægju- leg samskipti og vinátta, sem af heilum huga er vænst til að megi haldast og dafna enn frekar í fram- tíðinni. Ég veit að í þessum efnum tala ég einnig fyrir munn allra sem að bleikjuverkefninu standa. Sér- stakar samúðarkveðjur var ég beð- inn fyrir til ykkar frá Per Grotnes og einnig frá þeim Lis Hammer og Thomas Aræbo frá Færeyjum, með kærri þökk fyrir ógleymanlega heimsókn að Brú sumarið 1991. Við þig, Anna mín, vil ég segja þetta: Ég þykist vita að þú sért lít- ið gefín fyrir að menn beri tilfinn- ingar sínar á torg. Þú verður samt að þola mér og fjölskyldu minni það að láta í ljós þá heitu bæn að þú og börnin megið með guðs hjálp og góðra manna, Öðlast þann styrk sem þarf til að sigla lífsins fleyi með þeirri reisn, sem ykkur • er í blóð borin, í gegnum öldufalda sorg- arinnar. Megi blessun fylgja ykkur og öðrum, sem um sárt eiga að binda, og blessuð sé minning Einars á Brú. Þórarinn Lárusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.