Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 SJONARHORN Atvinnutækifærum fækkar í Evrópu Það er orðið mjög erfitt að sætta sig við þá þróun sem orðið hefur í atvinnumálum hér að und- anförnu. Úrræðaleysi í allri um- ræðu og aðgerðaleysi í uppbygg- ingu og eflingu nýrra atvinnu- tækifæra hefur aðeins orðið til að fylla þjóða vonleysi og uppgjöf og það á ótrúlega skömmum tíma. Þær hagfræðilegu töfralausnir sem notaðar hafa verið og öllu eiga að bjarga með hagræðingu á öllum sviðum, niðurskurði og endurskipulagningu, uppsögnum og frekari endurskipulagningu og enn meiri hagræðingu, hafa ekki leitt til þeirrar hagsældar sem að var stefnt, heldur blasir nú við stöðnun á flestum sviðum at- vinnulífsins. Hvernig hugsa menn sér framtíð afkomenda sinna hér á landi? Nauðsynlegt að undirbúa uppbyggingu atvinnuvega Ef taka má mið af ummælum stjórnarherra í íjölmiðlum virðist ekki annað framundan en áfram- haldandi aðhaldsaðgerðir og stöðnun. Nýmæli eða viðleitni til uppbyggingar og eflingar at- vinnuvega hafa ekki komið til umræðu. Nú á krepputímum ætti að vera tíminn til að skipuleggja á markvissari hátt atvinnulif hér í framtíðinni. Það mætti gera með því að ná saman í hópa fólki með atvinnuskapandi hugmyndir eða nýmæli í atvinnuuppbyggingu og meta síðan hvort og hvernig hægt sé nýta þær til verðmætasköpun- ar. Sviptingar í Evrópu Yfirlýsingar um að allt fari á betri veg þegar ísland sé komið í ESS, því að þá muni erlent fjár- magn flæða inn í landið og fiskur- inn verða fullunninn hér heima, eru ekki líklegar tii að verða að veruleika ef marka má þá umræðu sem fram fer í evrópskum blöðum um þessar mundir um þróun mála í Evrópulöndunum. í blaðinu The European 25.-28. febrúar síðastliðinn er atvinnuástand og efnahagsmál í Evrópulöndum tekið fyrir. í rit- stjórnargrein segir Jean Monnet að miklar sviptingar séu í stjórn- um evrópskra fyrirtækja, forstjór- ar séu í vaxandi mæli iátnir víkja úr starfi og það sé engin stétt óhult fyrir atvinnuleysisvofunni. Á meðan hæfileikaríku fólki tveggja kynslóða sé kastað til hliðar grafi stjórnmálamenn höf- uð sín í sand. Pólitíska stefnan sem mistókst Ef efnahagslífið eigi að ná að rétta við, þurfi fyrirtækin á sínum reyndu stjórnendum að halda, en það eru einmitt þeir sem fyrirtæk- in hafa kastað á dyr. Hann vekur athygli á því að atvinnuleysið hjá ungu skólagengnu fólki á aldrin- um 18-24 ára sé ekki síður áhyggjuefni. En það muni leiða til þess að næsta kynslóð stjórn- enda fái ekki nauðsynlega starfs- reynslu. Afleiðingin yrði sú að á næstu öld muni Evrópu skorta hæfa leiðtoga til forystu í við- skiptalífinu sem henni verða nauð- synlegir á enn harðari mörkuðum en þekkjast í dag. Hvernig hafa leiðtogar Evrópu brugðist við? spyr hann: Eins og sitjandi kanínur stjarfar í ljósum umferðar. Þeir bjóði ekki upp á neinar lausnir, jafnvel þó að ljóst sé að pólitíska stefna þeirra hafi mistekist. Sönnunargögnin þar um geta þeir þó fengið frá löndum sem fyrst urðu fyrir barðinu á þeirri kreppunni sem nú ríkir, Bandaríkjunum og Bretlandi. Vextir ráða efnahagslegri uppbyggingu Lækkun vaxta blés lífi í banda- ríska hagkerfið, skrifar Monnet. Ef háir vextir hefðu verið í Bret- landi hefði það eyðilegt það sem eftir var af bresku efnahagslífi. Bundesbank, hinn þýski sam- bandsbanki, hefur ekki skilið þetta. Þeir eru með sinni blindu gróðafíkn að draga þýskt efna- hagslíf lengra niður í íjárhagslega hnignun. Frakka segir hann halda uppi háum vöxtum á fölskum for- sendum, með oftrú á heilögum sameiginlegum evrópskum gjald- miðli og sem þeir þó leggja nú til að lagður verði til hliðar þar til kreppan er liðin hjá. Fyrirtæki verða að fá hjálp til að draga úr framleiðslukostnaði, segir Monnet, og stjórnir Evrópu- landa eiga að afnema lög og reglugerðir sem auka launakostn- að fyrirtækja. Félagsleg hlunnindi starfsmanna þýskra fyrirtækja séu t.d þrisvar sinnum hærri en þau eru í Japan og Bandaríkjun- um og tvisvar sinnum hærri. í Frakklandi. Nauðsynlegt sé að verja rétt starfsfólks en þung kostnaðarbyrði raski væginu. Iðnframleiðsla flutt til láglaunalanda í öðru eintaki blaðsins The European frá 4.-7. mars segir að Þjóðveijar hafí stysta vinnu- viku allra Evrópuþjóða, lengsta sumarleyfið og yngstu eftirlauna- þegana. En þrátt fyrir vaxandi kreppu ætli þarlend stjórnvöld ekki að draga úr félagslega kerf- inu heldur stefni þau að því að þýska kerfið gildi í öðrum löndum Evrópu. Þó hefur Kohl fært í tal launalækkun. Hinn hái kostnaður sem þýski iðnaðurinn býr við er sagður vera mun meiri en komið hafi fram. Iðnaðurinn hefur brugðist við háum framleiðslukostnaði með því að flytja framleiðslu sína til ann- arra landa þar sem launakostnað- ur er mun lægri. í Austur-Evrópu- löndum eru laun víða aðeins einn tíundi af því sem er í Þýskalandi. Fram kemur að 80 prósent er- lendra íj'árfestinga í Tékklandi eru á vegum þýskra fyrirtækja. Ávinningurinn er sagður vera minni kostnaður, ódýrt vel mennt- að vinnuafl og stutt á markaði bæði til austurs og vesturs. Það virðist vera að aukast að evrópsk fyrirtæki láta framleiða fatnað í Ásíu þar sem kaupið er mjög lágt og hlunnindi oft engin. Jafnvel frönsk tískuíyrirtæki eru farin að láta framleiða fyrir sig „franskar tískuvörur" í Kína. Slæmt atvinnuástand hjá ungu fólki í Evrópuiöndum Við lestur þessara blaða er ljóst að það er hæpið að halda því fram að íslendingum opnist auðveld atvinnutækifæri í Evrópulöndun- um við inngöngu í EES. Atvinnu- ástand virðist fara versnandi í Evrópulöndum. Atvinnuleysið er sagt alls staðar mikið, þó alvarleg- ast sé það í Grikklandi og á Ital- íu, en þar getur tekið nokkur ár að fá vinnu. Á Spáni og í Grikk- landi er meira en tíu prósent skólagengins fólks án atvinnu. Atvinnuleysi í Evrópulöndum á sér án efa margar ástæður, en það þarf ekki mikla visku til að sjá að flytji framleiðslufyrirtæki í iðnaði starfsemi sína úr landi, þá missa starfsmennirnir vinnu sína og áhrifin verða keðjuverk- andi. Atvinnuleysi dregur úr kaupmætti og afleiðingarnar verða samdráttur. Á þessari þróun virðist lítil breyting ætla að verða á næstunni. Evrópuþjóðir eru að færa framleiðsluna til láglauna- landanna og fara ekki dult með ávinninginn. Erfitt að finna starf utan síns eigin lands Jafnvel þó að af fréttum hér megi ætla að einskonar yfirþjóð- legt vald yfir stjórnum Evrópu- landa sé í Brussel virðist raunin önnur, ef marka má skrif evr- ópskra blaða. Þýskur aðstoðarfor- stjóri tölvufyrirtækis, Klaus Mull- er að nafni, sem misst hefur starf sitt, segist ekki trúa á sameigin- lega Evrópu ennþá. Erfitt sé að finna nýtt starf, fyrirtækin séu ófús að ráða til stjórnunarstarfa fólk utan síns eigin lands. Frönsk fyrirtæki velji fyrst og síðast Frakka og þýsk fyrirtæki Þjóð- veija til starfa í fyrirtækjum sín- um. Byggjum upp eigin iðnað á eigin forsendum Það er ljóst að við íslendingar verðum að styrkja framleiðslu okkar og byggja upp iðnað á eig- in forsendum. Á meðan vel stæð íslensk fyrirtæki leita með fjár- festingar til landa þar sem laun eru lág, eins og nokkur hafa þeg- ar gert, kemur það niður á ný- breytni og uppbyggingu atvinnu- vega hér innan lands. Við höfum hér allt sem til þarf, vel menntað fólk og fyrsta flokks hráefni til öflugrar framleiðslu í matvæla- iðnaði. Matvæli eru gulltrygg framleiðsla í framtíðinni. M. Þorv. Gestaboð Branaghs Húmorslaust hyski Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Háskólabíó Vinir Péturs - Peter’s Friends Leikstjóri Kenneth Branagh. Handrit Rita Rudner og Martin Bergman. Aðalleikendur Kenn- eth Branagh, Alphonsia Emm- anuel, Stephen Fry, Hugh Laurie, Phyllidia Law, Alex Lowe, Rita Rudner, Tony Slatt- ery, Melda Stanton, Emma Thompson. Bresk. Samuel Goldwyn - Film 4 1992. Undrabarn breska leikhússins, Kenneth Branagh, hóf feril sinn sem kvikmyndaleikstjóri með mikl- um krafti með Hinrik V (’89) og Dead Again (’91). Einkum var fyrri myndin eftirminnileg og sjálfsagt eitt besta byijendaverk í háa herr- ans tíð. Auk þess fór Branagh með aðalhlutverkið og vann handritið. Dead Again var litlu síðri þó efnið væri ólíkt þynnra, Enda á engum Shakespeare að byggja. í þriðja leikstjórnarverkefninu, Vinum Pét- urs, fer hinn liðlega þrítugi Norður- íri með eitt af mörgum aðalhlut- verkunum en kemur ekki nærri handritinu. Á mun minna í henni en þeim fyrri. Sú er kannski ástæð- an fyrir því að hún stenst hvorki samanburð við Hinrik V né Dead Again. Er leikstjórnin mun tilþrifa- minni (þó ekki hvað snertir leikar- ana) og handritið ófrumlegt þrátt fyrir marga, góða spretti. Vinir Péturs er e.k. bresk út- gáfa hinnar ágætu myndar Lawr- ence Kasdans, The Big Chill (’83), (sem hinsvegar skuldaði Return oí the Seacaucus 7 (’80) e. John Say- les, meira en lítið). Þessar myndir voru engin sláandi snilldarverk, en inntak þeirra - endnrfundir gamalla vina - er heillandi viðfangsefni og hefur hvatt ófáa listamenn til að tjá sig um það síðan. Með misjöfn- um árangri. Eitt síðasta verkið sem hér var sýnt af þessum toga var Queen’s Logic, sem var fyrir fátt eftirminnilegt. Það kom á óvart að Branagh yrði sporgöngumaður Kasdans og þeirra félaga allra, en einhversstaðar mátti lesa að hann hafi gert Vini Péturs fyrir vini sína, sem er svosem ekkert verri ástæða en hver önnur. Þótt margt af því sem fer fram sé klisjukennt og tuggið á myndin ófáa heillandi og afar vel skrifaða spretti, geislandi af hlýju og mann- legheitum. Efnið er vitaskuld hálf- dramatískt allt til enda og er oft- ast stætt á því. Að undanskildum grátþrungnum lokaspretti þar sem Branagh og handritshöfundarnir fara offari. Stephen Fry er óborganlegur í titilhlutverkinu. Hann býður heim hópi gamalla vina og mökum þeirra á óðal sitt yfir áramótin. Vinirnir störfuðu með honum áratug áður við kabarett-sýningar vítt um Bret- landseyjar en eru nú dreifðir um allar jarðir og lífshlaup þeirra mis- jafnt. Ekki verður farið nánar útí þá sálma hér né aðalástæðuna fyr- ir gestaboði Péturs. Þessar marg- litu og ólíku persónur eru allar broslegar í aðra röndina, flestar forvitnilegar og vel dregnar, að undanskyldum hjónum harmislegn- um af sonarmissi en endurheimta lífslöngunina með ósleitilegum amorsbrögðum. Það verður hins- vegar ekki sagt um flesta aðra sem til sögunnar koma. Þetta er ljöl- skrúðugur hópur sem er undan- tekningarlaust yndislega vel leikinn af úrvalsmannskap. Og engin spurning að það verður áhugavert sem Branagh tekur sér næst fyrir hendur - þótt vínið sé misjafnt á gömlu belgjunum hans hér. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Flodder í Ameríku („Flodders Does Manhattan“). Leikstjórn: Dick Maas. Aðalhlutverk: Nelly Frijda, Huub Stapel, René van’t Hof, Tatjana Simic, Jon Polito og Lonny Price. Flodder í Ameríku er hryllilega ómerkileg og ófyndin gamanmynd hollendingsins Dick Maas og sjálf- stætt framhald annarrar ómerki- legrar myndar hans um hina hol- lensku Flodderfjölskyldu og athafn- ir hennar. I þetta sinn heldur heila slektið til Bandaríkjanna sem e.k. skiptifjölskylda - Bandaríkin senda fullkomna fjölskyldu til Hollands í þeirra stað - en skipulagið fer út um þúfur. Flodderarnir eru teknir fyrir rússneska sendinefnd og fá hinn besta viðurgjörning á Plaza hótelinu áður en þeim er hent út, þeir verða bjargvættir bareiganda og slást í lið með honum og um það er þessum vonda farsa líkur er for- seti Bandaríkjanna kominn í spilið. Flodder í Ameríku er alltof löng, langdregin og leiðinlega vitlaus. Það er sjálfsagt hellingur í mynd- inni af því sem Dick Maas, sem er einhver hallærislegasti húmorist Evrópu, kallar brandara, en þá fáu sem maður finnur getur maður ekki með nokkru móti hlegið að. Einhverstaðar í loftunum milli Hol- lands og Bandaríkjanna fer fjöl- skyldan að tala ensku fyrirvara- laust en hafði talað á móðurmálinu fram að því. Enskan kemur einkar klaufalega út úr munni hollensku leikaranna en er sjálfsagt partur af markaðssetningu myndarinnar vestra. Annar partur af þeirri mark- aðssetningu er sá að nú hefur dreg- ið mjög úr klúrum og dólgslegum bröndurum fjölskyldunnar slíkum sem einkenndu helst fyrri myndina. Við þetta bætist að leikurinn er allur mjög lélegur. Hollenska leik- arahópnum fersta það ekki vel úr hendi að leika á ensku og Dick Maas virðist veita þeim litla sem enga leikstjórn. Hann hefði líka mátt beita skærunum betur því myndin hans er næstum tveir tímar og sú lengd ber ekki uppi þunnildis- legan og fullkomlega innantóman söguþráðinn. Maður getur haft þol- inmæði fyrir margpi farsavitleys- unni á meðan hægt er að hlæja að henni. Því er ekki að heilsa hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.