Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 Óður til gleðinnar eftir Ragnar Agústsson Í síðasta tölublaði fyrir páska birti Morgunblaðið grein eftir Ingólf Guð- brandsson er hann nefndi: „Að kanna Kristján í New York.“ Greinin segir frá hópi íslendinga er tók sér ferð á hendur til New York til þess að hlýða á Kristján Jóhannsson syngja í Metropolitanóperunni 17. mars síð- astliðinn. Kristján var að þreyta frumraun sína í virðulegasta óperu- húsi heims. Ingólfur rifjar upp í greininni nokkur atriði úr listaferli jámsmiðsins frá Akureyri uns hann stendur fulimótaður listamaður í sviðsljósinu á Metropolitan með fagnaðarlæti áheyrenda í eyrum. Eftirvænting íslendinganna er mikil. Getur þetta raunverulega gerst? Um páskana fengum við, í sjónvarpinu, staðfestingu á glæsilegum sigri Kristjáns. Hjá fámennri þjóð vex einstakling- urinn úr þröngu persónubundnu umhverfi, tengdur ósýnilegum streng, sem hann losnar ekki við síð- ar þótt hann klífi á hæsta tind jarð- ar. Hann syngur fyrir okkur, en hann syngur líka í okkur. Við stöndum með honum á sviðinu og syngjum þar sem hann syngur. Með honum erum við þjóð og hvort sem okkur líkar betur eða verr þá verður Krist- ján alltaf Kristján hversu fjarri átt- högum sínum sem hann syng- ur... Já, jafnvel þótt hann komi til með að syngja betur en heimstenór- inn sjáifur — Caruso. Við lestur greinarinnar rifjaðist upp fyrir mér atvik frá þeim tíma er ég var að taka við innheimtu hijóð- rita fyrir Landsbókasafn íslands. Lög um skylduskil hljóðrita til safnsins eru frá árinu 1977. Jafnframt því sem safnið hefur veitt viðtöku hljóð- ritum þeim, sem síðan hafa komið út, og gert harða hríð að innköllun þeirra, hefur þess verið freistað að safna einnig eftir föngum eldra efni og orðið þar talsvert ágengt. Meðal fyrstu verka minna var að hafa samband við Ingólf Guðbrands- son, en hann hafði þá nýlega orðið að hætta stjóm Pólyfónkórsins, en hafði áður gefið út merkar hljóðritan- ir með kórnum. Jngólfur brást ljúf- mannlega við, lofaði að athuga er- indi mitt og sagði mér að hafa sam- band við sig síðar, sem ég gerði. Þá hafði Ingólfur tínt saman síðustu eintök hljóðritanna og var fús til að afhenda safninu þau til varðveislu. Ég fór á fund Ingólfs og veitti þeim viðtöku. En þegar ég stóð þar á gólfí með fangið fullt af söng og veglegt afmælisrit, sem kórinn hafði gefið út, varð mér ljóst að efnið var meira að vöxtum en ég hafði ætlað. Mér hafði láðst að taka með mér viðeig- andi umbúðir til flutningsins. Ég man að Ingólfur leit alvarlegur á mig þar sem ég stóð í vandræðum mínum um leið og hann mælti: „Er þér ljóst hversu mikil verðmæti þú ert með í höndunum?" Ég gat fáu svarað. Að vísu flugu mér í hug nokkrir tugir þúsunda en ég vissi að það voru ekki peningaupphæðir sem Ingólfur átti við. List er ekki mæld eftir fyrir- höfn eða fé. Önnur viðmiðun var þó ekki auðfundin, að minnsta kosti fyrir leikmann eins og mig. Á þessum tíma störfuðu hérlendis ýmsir efni- legir listamenn en samanburður er vandfundinn við hið óborganlega. Og þá var Kristján Jóhannsson enn óleyst, gáta og Sigrún Eðvaldsdóttir hafði ekki eignast fiðluna góðu. Tónlistarleg afrek eiga sér ekki langa hefð hér á landi. Segja má að saga íslenskrar tónlistar hefjist fyrst fyrir einni og hálfri öld með Pétri Guðjónssyni, organista, árið 1840. Og eins og flest nýmæli var hún talin létt í lófa og þróaðist hægt. Frá síðustu öld þekkjum við aðeins fáein nöfn: bræðuma Jónas og Helga Helgasyni, Sveinbjöm Sveinbjörns- son, séra Bjarna Þorsteinsson, Brynj- ólf Þorláksson, Magnús Einarsson og nokkra fleiri. Tími þessara manna fór að miklum hluta í æfingar nýliða og að reyna að vekja skilning al- mennings og áhuga. Okkar öld má því teljast upphafsöld íslenskrar tón- sköpunar. Þá fara persónuleg áhrif fmmkvöðlanna að koma í ljós og ný nöfn að bætast við: Pétur Jónsson, Stefán íslandi, María Markan, Sigfús Einarsson, Árni Thorsteinsson, Jón Laxdal og Sigvaldi Kaldalóns svo nokkrir séu nefndir. Þróunin verður örari eftir að Ríkisútvarpið tekur til starfa um 1930. Við útvarpið hafa unnið af smekkvísi margir mætir menn gott starf. Ég nefni af handa- hófi nokkur nöfn: Pál ísólfsson, Árna Kristjánsson, Hallgrím Helgason, Jón Þórarinsson, Guðmund Jónsson, Þorstein Hannesson, Jón Múla og núverandi tónlistarstjóra Guðmund Emilsson. Þar hafa komið fram inn- lendir og erlendir listamenn og marg- þættir straumar hnigið með öldum ljósvakans út um ailt land. Árangur verður þá fyrst metinn þegar al- menningur hefur lært að njóta vand- aðrar listar og tónlistarskólar hafa þjálfað hóp nemenda í kunnáttu og leikni. Hvar ætli Kristján Jóhannsson stæði núna ef Sigurður Demets hefði ekki verið ráðinn að Tónlistarskóla Akureyrar á sínum tíma? í fámenni okkar skiptir það höf- uðmáli, ef horft er til stórra afreka, að hver einstaklingur, og þjóðin í heild, grafí ekki pund sitt í jörðu. En þegar best tekst til og áhugi og þor er fyrir hendi þá stendur fátt í vegi. Við eigum nú fjölmargt hæfi- leikafólk, á sviði tónlistar, sem stað- ið getur jafnfætis öðrum hvar sem leitað er meðal þjóða. Þetta er ekki síst að þakka vökumönnum, sem aldrei hafa látið deigan síga, heldur sameinað hæfileika og þrotlaust starf. Ferð íslendinganna í Metro- Ragnar Ágústsson „Ingólfur rifjar upp í greininni nokkur atriði úr listaferli járnsmiðs- ins frá Akureyri uns hann stendur fullmót- aður listamaður í sviðs- ljósinu á Metropolitan með fagnaðarlæti áheyrenda í eyrum.“ politanóperuna, til þess að hlusta á og styðja við Kristján Jóhannsson er aðeins gott dæmi um áhugastarf. Og aftur verður mér hugsað til orða Ingólfs Guðbrandssonar er hann af- henti mér hljóðritanir Pólyfónkórs- ins. Ætli okkur sé öllum ljóst hvaða verðmæti felast í höndum þjóðar okkar? Ef afl þeirra nýtt sem skyldi? Og ætli okkur sé öllum ljóst hve mikið og óeigingjarnt starf liggur að baki þeirra afreka sem við hömp- um mest? Þar hafa listamennirnir sjálfir lagt mest af mörkum. Við hin- ir, sem þó njótum afreka þeirra, höf- um oftar en skyldi gleymt háttvísi okkar að búa þeim starfsskilyrði og meta verk þeirra að verðleikum. Nýstofnað Tónlistarráð íslands á að verða meira en hrópandi í eyðimörk. í Þjóðarbókhlöðu þarf að búa vel að aðgengilegri tónlistardeild þar sem hljóðritanir verða varðveittar og skráðar og hlustun gerð auðveld fyr- ir almenning og fræðimenn. Sagna- ritarar komandi tíma þurfa að verða sér betur meðvitaðir um það, en ver- ið hefur, að fleira er söguefni en bókmenntir einar. íslensk tónverkamiðstöð og Menn- ingarmiðstöð Gerðubergs hafa und- anfarið séð um vandaða tónlistarút- gáfu auk hinna tveggja stóru útgáfu- fyrirtækja, Skífunnar og Steina, sem þrátt fyrir aðþrengda skattlagningu hafa unnið mikilvægt starf og gerst arftakar Fálkans, Hljóðfæraverslun- ar Sigríðar Helgadóttur og Svavars Gests. Og einhvers staðar í draumi framtíðar bíður óbyggt tónlistarhús úti við Sundin blá. Hér vantar ekki útréttar hendur er bíða eftir starfi. Það má gera draum að veruleika og búa tónlistarlífinu verðuga aðstöðu. Náttúrufegurð landsins, aldalöng gestrisni og listalíf ættu að geta orð- ið aðdráttarafl mönnum annarra þjóða er vildu sækja okkur heim eins og gróna vin utan frá hrjáðum heimi. Nú hefur frést að stórstjörnur á borð við Ashkenazy og Kristján Jóhanns- son ætli að láta til sín heyra á Lista- hátíð í Reykjavík. Þeir munu gera heimslist að heimalist. Það er vel og ég er þess fullviss að ferðaskrifstofur eru reiðubúnar til að greiða götu erlendra gesta er hingað vildu koma til þess að njóta með okkur þess sem við höfum best fram að bjóða. En hvar er stolt okkar og höfðingslund? Hvenær rís hér tónlistarhús sam- bærilegt við slík hús meðal þjóða? Hvað ætli sá dagur heiti er við mun- um sópa stéttir og opna dyr svo hægt verði að bjóða til stofu? Höfundur er starfsmaður Landsbókasafns íslands. Þegar Biblían varð almenningseign, II eftirFelix Ólafsson í Morgunblaðinu 27. mars sl. birtist eftir mig grein með sömu fyrirsögn og nú, þar sem vakin er athygli á nýútkominni bók um Ebenezer Henderson og Hið ís- lenska biblíufélag. í lokakafla greinarinnar get ég þess stuttlega, hvers vegna apokryfu ritin svo- nefndu hafi ekki verið að finna í Biblíu Hendersons og ég minnist í því sambandi á ummæli sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar í grein, sem nefnist Apokryfar bækur Gamla testamentisins í Ritröð guðfræði- deildarinnar 1990. Þar er um ritgerð að ræða, sem fyrst og fremst varðar biblíulega guðfræði, en við lestur hennar hafði ég sett spurningarmerki við fáein atriði sögulegs eðlis. Þetta hefur sr. Árna mislíkað (sjá Morgunblaðið 1. apríl sl.) þótt ég eigi erfitt með að skilja þau viðbrögð. Hélt ég satt að segja, að það væri ósk allra fræðimanna, að rit þeirra, stór eða — GÆÐAfLÍSARÁGÓÐUVEEÐI IJ _ V UL 1H ¥] IIS- 4 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 smá, vektu umtal eða umræður. Reyndar hafði ég aðeins þetta að segja um ritgerð sr. Áma: „Þar skrifar sr. Árni Bergur Sigurbjöms- son um apokryfu ritin og getur sér þess meðal annars til, að það hafi verið að kenna skoskum áhrifum, að Henderson hafði ekki rit þessi með. Rangt er það. Eins og fyrr segir hafði Henderson engin áhrif á gerð útgáfunnar og Skotar, Biblíufélagið í Edinborg, heldur ekki.“ Allir geta séð af þessu, að ég er ekki að ráðast að sr. Árna eða halda því fram, að hann fari með getgáL* ur og rangfærslur, eins og hann sjálfur orðar það. En nú neyðist ég til að hafa ofurlítið fleiri orð um þau atriði í ritgerð sr. Árna, sem ég hafði sett spurningarmerki við. 1. Á bls. 22 í guðfræðiritinu kemst hann þannig að orði: „Hafði Henderson umsjón með prentun og útgáfu þessarar íslensku Biblíu sem var miklum erfiðleikum háð vegna dýrtíðar og pappírsskorts sakir styijaldarinnar sem þá geisaði." Athugasemd: Henderson hafði umsjón með prentun Biblíunnar og frágangi á tímabilinu frá september 1812 og þar til verkinu lauk í febrú- ar 1814. — Biblíuféiagið hafði hins vegar þegar vorið 1807 samþykkt að gefa Biblíuna út á íslensku á kostnað félagsins með þeim skilyrð- um, sem lög félagsins settu fyrir starfsemi þess. — John Paterson sá um allan undirbúning verksins og annaðist allar bréfaskriftir í því sambandi uns hann hélt til Rúss- lands sumarið 1812 en Henderson til Danmerkur. Og þá var prentun Gamla testamentisins vel á veg komin._ 2. Á bls. 24 segir sr. Árni: „Breska og erlenda Biblíufélagið styrkti einfaldlega ekki útgáfu Biblíunnar með apokryfu ritunum. Það hafði þó ekki amast við þeim bókum fyrstu árin sem það starf- aði. En í félaginu áttu skosk biblíu- félög mikil ítök og þar voru kalv- ínsk áhrif að vonum mjög sterk.“ Athugasemd: Hér erum við sr. Ámi Bergur a.m.k. alveg sammála til að byija með. Breska biblíufélag- ið styrkti ekki Biblíuútgáfur með apokryfu ritunum. Það var ófrávíkj- anleg stefna félagsins frá upphafi og hún var í samræmi við þá skoð- un kalvínista síðan um daga siða- skiptanna, að apokryfu ritin ættu ekki heima í Bibtfunni. Á fyrstu árum félagsins fóru öll viðskipti breska félagsins við erlend félög fram með mikilli vinsemd, enda var breska félaginu þá stjórnað af tveimur ágætismönnum, John Ow- en, anglikönskum presti, og Karl Fr. Steinkopf, þýskum presti í London. Hér verð ég að fá að skjóta því inn, að prentvillupúkinn hafði verið að verki, þegar fyrri greinin mín var prentuð. Hafði hann fellt úr hálfa setningu í síðasta kafla grein- arinnar, en þar átti að standa sam- kvæmt handriti því, sem ég sendi blaðinu: „Að vísu hafði breska fé- lagið sett það skilyrði frá upphafi, að fjármuni þess mætti aðeins nota Felix Ólafsson Hélt ég satt að segja, að það væri ósk allra fræðimanna, að rit þeirra, stór eða smá, vektu umtal eða um- ræður. til þess að prenta og dreifa reglurit- um Biblíunnar, hvort heldur var í Bretlandi eða erlendis. Það gilti einnig um þær útgáfur á íslensku, sem prentaðar voru á kostnað breska félagsins." Þar með erum við komin að síðasta atriðinu. 3. Á bls. 24 heldur sr. Árni áfram: „Það var vísast fyrir skosk áhrif að Biblían sem Henderson dreifði hér á landi 1814 og 1815 var án apokryfu bókanna.“ Athugasemd: „Rangt er það“, skrifaði ég í grein minni og verð ég að halda fast við þá staðhæf- ingu. Það var einfaldlega farið eftir gildandi reglum, hvað þetta snertir. Ekkert biblíufélag á Norðurlöndum fékk nokkru sinni styrk til þess að gefa út Biblíu með apokryfu ritun- um. En geta má þess til fróðleiks, að þegar breska og erlenda biblíufé- lagið var 50 ára 1854 hafði það látið prenta á sinn kostnað 20.848 Biblíur á dönsku (án apókryfu rit- anna) og 140.934 testamenti á dönsku. Sama ár varð danska félag- ið 40 ára, en það hafði þá náð að dreifa 230.256 helgum ritum, Biblí- um, testamentum og einstökum rit- um. Svipaða sögu mætti segja um annarra þjóða biblíufélög. Loks þykir mér vera gert of mik- ið úr hlut Skota með fyrmefndum ummælum sr. Árna. Skotar höfðu snemma sýnt málstað íslendinga áhuga og þeir studdu útgáfustarfið einnig með beinum fjárframlögum, sem þó voru ekki sérstaklega stór. Biblíufélagið í Edinborg var stofn- sett 31. júlí 1809, en það ár voru samtals stofnuð 4 skosk biblíufélög. Þetta voru deildarfélög, sem störf- uðu fyrir móðurfélagið í London. Seinna varð félagið í Edinborg þó sjálfstæðara. Þegar deilan um apokrýfu ritin hófst fyrir alvöru árið 1824 voru róttækir Skotar í fremstu röð, einkanlega Robert Haldane og þeir sem fylgdu honum að málum bæði í Skotlandi og á meginlandi Evrópu, einkum í Frakklandi. Þá hörðnuðu átökin fyrir alvöru og þá var ekki lengur verið að deila um fjárveitingar fé- lagsins eingöngu, heldur hvort fé- lagið gæti yfir höfuð haft samstarf við biblíufélög, sem krefðust þess að apokrýfu bækumar væm í Biblí- um þeirra. Læt ég hér staðar numið. En hér er um mikið og athyglisvert mál að ræða, sem hlýtur að vekja marg- ar og mikilvægar spurningar í huga þeirra, sem unna Biblíunni og vilja efla áhrif hennar. Höfundur er prestur í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.