Morgunblaðið - 24.04.1993, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 24.04.1993, Qupperneq 53
M.QRGU,N8Um,IAy^DA,QU,R^lfA^A9,9?, A new prescription for terror. Larry Drake (L.A. Law) fer með aðalhlutverkið í þessum spennutrylli um Evan Rendell, sem þráði að verða læknir en endar sem sjúklingur á geðdeild. Eftir að hafa losað nokkra lækna við hvítu sloppana, svörtu pokana og Iffið, strýkur hann af geðdeildinni og hefur „lækningastörf". HÖRKUTRYLUR FYRIR FÓLK MEÐ STERKAR TAUGAR! Sýnd kl. 5,7,9 og 11. - Stranglega bönnuð innan 16 ára. NEMÓLITLI ★ ★★ AIMbl. Frábœr teiknimynd m/íslensku tall. Sýnd 5. Verð kr. 350 SVALA VERÖLD Mynd í svipuðum dúr og Roger Rabbit. Aðalhlv.: Kim Basinger. Sýnd kl. 7,9 og 11. Bönnuð innan 10 ára. HORKUTOL og leikstjórn Larry Ferugson sem færði okkur Beverly Hills Cop 2 og Highlander. kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. £^| LEIKFEL. AKUREYRAR s. 96-24073 • LEÐURBLAKAN óperetta eftir Johann Strauss Kl. 20.30: I kvöld uppselt, fös. 30/4, lau. l/5 örfá sæti laus, sun. 2/5, fös. 7/5, lau. 8/5 uppselt, fös. 14/5, lau. 15/5, mið. 19/5. Miðasala opin alla virka dapa kl. 14-18 og sýningardaga frá kl. 14 og fram að sýningu. HUGLEIKUR SÝNIR: STÚTUNGA SAGA - STRÍDSLEIKUR Höfundar: Félagar úr leik- hópnum. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Sýningar f Tjarnarbíói kl. 20.30. Sýn. í kvöld, þri. 27/4 aukasýn., fim. 29/4 aukasýn., fös. 30/4 uppselt, allra síðasta sýning. Miðasala opin daglega frá kl. 17-19, sími 12525. CHAPLII\ Aðalhlv.: ROBÉRT DOWNEY JR. DAN AYKROYD, ANTH- ONY HOPKINS, KEVIN KLINE. Tónlist: JOHN BARRY (Dansar við ulfa). Sýnd kl. 5 og 9. MEÐ ISLENSKU TALI SÍMI: 19000 DAMAGE - SIÐLEYSI SIÐLEYSI FJALLAR UM ATBURÐI SEM EIGA EKKI AÐ GERAST EN GERAST ÞÓ SAMT. MYNDIN SEM HNEYKSLAÐ HEFUR FÓLK UM ALLAN HEIM. Aðahlv. Jeremy Irons (Dead Ringers, Reversal of Fortune), Juliette Binoche (Óbæranleg- ur léttleiki tilverunnar) og Miranda Richardsson (The Crying Game). Leikstjóri: Louise Malle (Pretty Baby, Atlantic City o.fl). Myndin er byggð á metsölubók Josephine Hart sem var t.d. á toppnum í Bandaríkjunum í 19 vikur. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. MIÐJARÐARHAFIÐ MEDITERRANEO Stórkostleg Óskarsverðlaunamynd. Sýnd kl. 9 og 11. miftBw FERÐIN TIL VEGAS HONEYMOON IN VEGAS ★ ★★ MBL. Ein besta gamanmynd allra tíma sem gerði allt vitlaust í Bandaríkjunum. Nicolas Cage (Wild at Heart, Raising Arizona), James Caan (Guð- faðirinn og ótal fleiri) og Sara Jessica Parker (L.A. Story). Sýnd kl. 3, 5,7,9 og 11. ENGLASETRIÐ ★ ★ ★ Mbl. Mynd sem sló öll aðsóknarmet í Svíþjóð. - Sæbjörn Mbl. ★ ★ ★ „Englasetrið kemur hressilega á óvart.“ Sýnd kl. 5,9 og 11.10. Sýnd kl. 3,5 og 7 (Sýnd í A-sal kl. 3) Flugkappinn sem gleymdist í frystinum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Ávallt ungur - Forever Young Leikstjóri Steve Miner. Tón- list Jerry Goldsmith. Aðalleik- endur Mel Gibson, Jamie Lee Curtis, Elijah Wood, Isabel Glasser, George Wendt. Bandarísk. Warner Bros 1992. Nýjasta mynd stórstjömunnar Mels Gibsons er samsuða vís- indaskáldskapar, gaman- og síð- ast en ekki síst hádramatískra ástarmála. Útkoman geðug della uppá eina þrjá vasaklúta og hugnast þeim trúlega vel sem þykir gott að snökta svolítið í myrkrinu í bíó. Ávallt ungur hefst árið 1939, þegar reynsluflugmaðurinn Gib- son er liðlega tvítugur og er að fara að biðla til æskuástarinnar sinnar (Glasser) er hún lendir í bílslysi og er talin af. í hörmung- um sínum og hjartasorgum ger- ist nú flugkappinn tilraunadýr hjá vini sínum, vísindamanninum Wendt. Verður fyrstur manna til að reyna hraðfrystimaskínu sem á að viðalda æskublóma þess sem í henni dvelur hvað svo sem sá tími er langur. En það verður slys, seinna stríðið skellur á og í öllu írafár- inu gleymist flugkappinn í fryst- inum. Segir nú fátt af kjöt- skrokknum djúpfrysta uns strák- hnokkum tveim verður á að af- tengja apparatið, þar sem það hefur rykfallið inní horni drunga- legrar vöruskemmu í hálfa öld. Og viti menn, garpurinn enda- sendist útí hringiðu tíunda ára- tugarins, ekki einu sinni mösul- beina af langlegunni. Og ómeð- vitaður um afleitar aukaverkan- ir. Tímaskekkjumyndir hafa ver- ið vinsælar á undanförnum árum og einar tvær gamanmyndir frá því í fyrra eru byggðar á hrað- frystihúmornum, Cajifornia Man og Late for Dinner. í Ávallt ung- ur er áherslan hinsvegar lögð á rómantíkina, Gibson ætlað greinilega að festa sig í sessi meðal kvenkynsáhorfenda frá stútungsaldri og uppúr. Það er sáralítið lagt uppúr skoplegu hliðinni sem skapast er söguhetj- an kemur aftur inní gang lífsins að hálfri öld liðinni. Alvarleikinn og dramatíkin kemur á óvart því myndin er frá upphafi slíkt létt- meti að það hvarflar tæpast nokkurntíman að neinum að taka hana alvarlega. Ávallt ungur hefði örugglega dáið drottni sín- um á fyrstu sýningarvikunni ef ekki kæmu til ofurvinsældir Gib- sons og sú staðreynd að hann er það geðugur og klókindalegur leikari og persóna að hann held- ur dellunni á floti. Sjálfsagt hef- ur hún verið honum kærkomið frí frá ofbeldismyndunum sem einkennt hafa feril hans að und- anfömu og ekki er áhorfand- anum síður nauðsyn á hvíld frá drápum og djöfulgangi. Og tón- listin hans Goldsmiths er í mun hærri gæðaflokki en myndin sjálf. Málþing um samviskuna SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla Islands gengst fyrir málþingi um samviskuna sunnudaginn 25. apríl nk. Á málþinginu verða flutt fjög- ur framsöguerindi. Atli Harðarson, heimspekingur, flytur erindi sem hann nefnir: Eigum við að taka samviskuna alvarlega og Þorgeir Þorgeirsson erindi sem nefn- ist: Samviska almennings í gerræðis- þjóðfélagi. Sigutjón Bjömsson, pró- fessor, ræður um samviskuna út frá sjónarhóli sálarfræðinnar og Pétur Pétursson, dósent í guðfræði, ræðir um samviskuna sem fyrirbæri á mörkum félagsfræði og guðfræði. Fundarstjóri á málþinginu verður Páll Skúlason, prófessor í heimspeki. Málþingið sem haldið verður í stofu 101 Odda hefst stundvíslega kl. 14 og öllum opið. Aðgangseyrir er 500 kr. og eru kaffiveitingar innifaldar í því verði. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.