Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.04.1993, Blaðsíða 33
■ DR. prófessor Marek Pod- hajski kennari við Tónlistarskólann á Akureyri flytur fyrirlestur á sal skólans sem hann nefnir Andrzej Koszewski, meistari kórtónlistar. Kór Glerárkirkju mun flytja tón- dæmi með fyrirlestrinum, en hann verður fluttur á ensku og er öllum opinn. (Fréttatilkynning) -------» ♦ 4--------- ■ DR. Rögnvaldur Hannesson flytur fyrirlestur sem nefnist „Markaðsbúskapur og sjávarút- vegur“ í dag, laugardaginn 25. aprfl, en hann hefst kl. 14 og verð- ur haldinn í stofu 25 á 2. hæð í húsi Háskólans á Akureyri. Rögn- valdur er prófessor í fiskihagfræði við Verslunarháskólann í Björgvin í Noregi. Hann ólst upp á Höfn í Hornafirði og stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, Há- skóla íslands, Háskólann í Lundi í Svíþjóð og víðar um heim. (Fréttatilkynning) -------♦ ♦ ♦ ■ BLÁSARASVEIT æskunnar heldur tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri annað kvöld, sunnu- dagskvöldið 25. apríl kl. 20.30. Á efnisskránni er létt tónlist með djassívafí. Stjómandi er Roar Kvam. Með Blásarasveitinni leika Sigurður Flosason, saxófónn, Finnur Eydal, klarinett, Andri Már Þórarinsson, básúna, Jacqu- eline Simm, óbó og enskt hom, Richard Simm, hljómborð, Pálmi Sigurhjartarson, píanó og Ingvi Rafn Ingvason, trommur. í fyrrasumar varð Blásarasveit æskunnar í 3. sæti í alþjóðlegri keppni blásarasveita ungs fólks sem fram fór í Ziirich í Sviss. -------♦ ♦ ♦ ■ FILMUMENN í samvinnu við Kvikmyndafélag íslands efna til stuttmyndahátíðar á Akureyri á morgun, sunnudaginn 25. apríl, í skemmtistaðnum 1929. Sýndar verða 10 stuttmyndir, en flestar þeirra voru sýndar á stuttmynda- dögum sem haldnir voru í Reykja- vík í byijun aprfl. Aðeins verður um eina sýningu að ræða, en hún hefst kl. 20.30. -------♦ ♦-♦--------- ■ APRÍL hraðskákmótið á vegum TR verður haldið sunnudaginn 25. apríl klukkan 21. Þátttökugjald er krónur 500. 1. verðlaun verða 50% þátttökugjalda. Þijár medalíur verða einnig veittar. Mosfellskórinn verður með tvær söngskemmtanir í Hlégarði um næstu helgi. Mosfellskórinn með söngskemmtanir MOSFELLSKÓRINN verður með tvær söngskemmtarnir í Hlégarði. Hin fyrri verður föstudaginn 30. apríl nk. kl. 20.30, þar sem sérstak- ir gestir kórsins verða Vorboðar, söngfélag eldri borgara í Mos- fellsbæ, og kór félags eldri borgara í Reykjavík. Að venju er eldri borgurum í Mosfellsbæ boðið á þessa söng- skemmtun. Aðalsöngskemmtun Mosfellskórsins verður laugardag- inn 1. maí nk. kl. 20.30. Báða dag- ana verða kaffiveitingar í hléi og dansleikur að lokinni söngskemmt- un kórsins 1. maí. Einsöngvari með kórnum er Ann Andersen og hljómsveit kórsins skipa Páll Helgason (píanó), Jón Bjarni Jónsson (bassi) og Guðjón Haraldsson (trommur). Söngstjóri Mosfellskórsins er Páll Helgason. Málþing Barnaheilla um ofbeldi og áþján barna MÁLÞING Barnaheilla um of- beldi verður haldið í dag, 24. apríl, í Háskólabíó, kl. 10.00- 15.00. Fyrir nokkrum mánuðum ákvað Barnaheill að halda málþing um ofbeldi á og meðal barna. Frá þeim tíma hafa fréttir af ofbeldi barna og unglinga aukist talsvert. Ofbeldi sem snýr að börnum verður skipt í þijá meginflokka. í fyrsta lagi ofbeldi á börnum, í öðru Iagi of- beldi meðal barna og að síðustu ofbeldi í umhverfí bama. Almennt virðist ofbeldi verða orðið snar þáttur í samfélagi okk- ar, en í þessu sem ýmsu öðru virð- ist tómlæti og afskiptaleysi ein- kenna viðbrögð okkar gagnvart börnunum. Þetta málþing Barnaheilla miðar að því að vekja alla til umhugsunar um vaxandi ofbeldi í lífi barna okk- ar og hvernig stofnanir, skólar og foreldrar ætla að bregaðst við því. í auglýsingu í Morgunblaðinu 22. apríl er birt dagskrá málþings- ins. Því miður misritaðist nafn eins fyrirlesarans. í auglýsingunni stendur að Dr. Helgi Gunnarsson, lektor flytji erindi um Borgarlíf og ofbeldi. Hið rétta er að Dr. Helgi Gunnlaugsson, lektor flytur þetta erindi. Er beðist Velvirðingar á þessum mistökum. Allir eru velkomnir á málþingið. ----------♦ ♦ ♦------ ■ HLJÓMSVEITIRNAR Todmobile og Jet Black Joe standa fyrir dansleik í Njálsbúð Vestur-Landeyjum. Þetta er í fýrsta skipti sem þessar hljómsveit- ir leika saman. Dansleikurinn hefst klukkan 23 og stendur fram eftir nóttu. Þess má geta að Todmobile er nú að hefja sumaryfirreið sína og verður á næstunni t.d. í Borgar- nesi og á Akureyri, en Jet Black Joe er að hverfa af landi brott og þetta er því eitt af síðustu skiptum sem þeir spila á landinu í bili. íslandsmeistaramót bar- þjóna á sunnudaginn ÍSLANDSMEISTARAMÓT barþjóna verður haldið sunnudaginn 25. aprU nk. á Hótel Sögu. Þijátíu og tveir barþjónar keppa á mótinu, en að þessu sinni verður keppt í fordrykkjum. Keppend- Dagskráin á sunnudaginn hefst með því að 14 umboðsaðilar munu kynna vörur sínar og að því loknu verður framreiddur kvöldverður. Að loknum kvöldverði hefst ís- landsmeistarakeppnin og einnig verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Að lokinni verð- launaafhendingu mun hljómsveitin Sambandið leika fyrir dansi til klukkan þijú eftir miðnætti. íslandsmeistarinn mun, ásamt Margréti Gunnarsdóttur og Þor- keli Ericssyni, en þau sigruðu á mótinu 1991 og 1992 taka þátt í Heimsmeistaramóti barþjóna sem haldið verður í Vín í Austurríki í nóvember nk. Keppnin á sunnu- daginn er öllum opin og verð miða er 3.900 með kvöldverði. Miðasala verður föstudaginn 23. aprfl og laugardaginn 24. apríl í söludeild Hótels Sögu. Barþjónaklúbbur íslands heldur upp á 30 afmæli um þessar mund- ir, en klúbburinn var stofnaður 29. maí 1963. Af þessu tilefni koma hingað formenn allra barþjóna- klúbba á Norðurlöndum og einnig varaformaður alþjóðabarþjóna- samtakanna. Þessir aðilar verða gestir klúbbsins á íslandsmeist- aramótinu. í tilefni af þessum tímamótum gefur klúbburinn út sitt fyrsta félagsblað og er það 44 síður að stærð. (Fréttatilkynning.) Bjöllukórinn Yortónleikar hjá bjöllu- og barnakórum Bústaðakirkju A VEGUM Bústaðakirkju starfa bjöliukór og tveir barnakórar. Kórarnir efna til sameiginlegra tónleika í lok vetrardagskrár sunnudaginn 25. apríl kl. 17.00. Yngri barnakórinn syngur nokkur lög. Bjöllukórinn bæði leik- ur og syngur. Eldri barnakórinn flytur söngleikinn Annie, sem seg- ir frá ungri stúlku á munaðarleys- ingjahæli sem býðst stutt dvöl hjá milljónamæringi sem síðan ætt- leiðir stúlkuna. Tónlist er eftir Martin Charnin og söngtextar eftir Aðalstein Ás- berg Sigurðsson. Lovísa Friðleifs- dóttir þýddi lesinn texta. Erla Þórólfsdóttir stjórnar barnakórum og Guðni Þ. Guð- mundsson stjórnar bjöllukór. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fréttatilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.