Morgunblaðið - 25.04.1993, Page 6
GengsfalH
sæðisfmmanna
Danskar rannsóknir segja að
nú séu um helmingi færri
sóðfrumur í sæðisvökva karl-
manna en fyrir 50 árum.
Vilja þeir kenna mengun um
hvernig komið sé
Samantekt: Urður Gunnarsdóttir
Afleiðingar mengunar á mannskepnuna eru hreint ekki að
fullu ljósar, þó að mengun sé fyrst og siðast af mannavöld-
um. Margir vísindamenn telja að fleiri þætti megi rekja.til
mengunar en nú er gert og hafa Danir bent á ófrjósemi í
því sambandi. Telja þeir að innan skamms muni þeir geta
staðfest þann grun sinn en þeir vinna nú að rannsóknum í
Danmörku og Austur-Evrópu á áhrifum mengunar á frjó-
semi. Þetta kom nýlega fram í danska blaðinu Pðlitiken þar
sem fjallað var um rannsóknirnar.
síðustu 50 árum hefur gæðum sæð-
is í karlmönnum á Vesturlöndum
farið hrakandi, sæðisvökvinn inni-
heldur nú um helmingi færri sæðis-
frumur, segir í Politiken.
Þeir sem vinna að rannsóknum
á minna magni sæðis í sæðisvökva
segjast ekki geta sagt með vissu
hvort mengun sé aðalorsökin. Þó
er ýmislegt vitað um áhrif þeirra
eiturefna sem eru í andrúmsloftinu,
til dæmis PCB, kadmíums og blýs.
PCB hefur verið bannað hérlendis
frá árinu 1988 en það er enn notað
í Austur- Evrópu. PCB eru fjölklór-
uð tvífenýl, lífræn efnasambönd
sem leysast auðveldlega í fítu og
eyðast mjög hægt í náttúrunni. PCB
hefur fundist í sjó og er talið orsök
þess að kópar fæðast með vansköp-
uð kynfæri og að seyði klekjast út
sem hvorki eru karl- eða kvenkyns.
Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir
hjá Vinnueftirliti ríkisins segir að
rannsóknir á ófijóum selum í
Eystrasalti séu taldar staðfesta að
PCB sé orsök ófrjóseminnar, auk
þess sem margir kópar fæðist van-
skapaðir. PCB hafi líklega svipuð
áhrif á menn, berist það í of miklum
mæli í líkamann.
Full ástæða til að hafa áhyggjur?
Woody Allen í hlutverki kvíðinnar sæðisfrumu í mynd sinni „Everyt-
hing you always wanted to know about sex“.
Gífurleg mengun í
Austur-Evrópu
Meðal þeirra sem hafa unnið að
rannsóknum á þessu er dr. Niels
Erik Skakkebæk á Ríkisspítalanum
í Kaupmannahöfn. Rannsóknir hans
hafa hlotið viðurkenningu Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar og vinnur
Skakkebæk nú í samvinnu við
stofnunina.
Sjónir danskra vísindamanna
hafa einkum beinst að Austur-Evr-
ópu þar sem mengun hefur verið
gífurleg og kemur nú æ betur í ljós
hversu alvarleg áhrif hún hefur á
íbúa þeirra landa þar sem ástandið
er verst. Til dæmis í Armeníu, en
í höfuðborginni Jerevan er nærri
fjórði hver fullorðinn karlmaður
ófrjór og rannsóknir sem gerðar
hafa verið á svæðinu benda til þess
að rúmlega átta prósent barna séu
andvana fædd. Tölurnar eru svo
geigvænlegar að Politiken segir
lækna á Vesturlöndum veigra sér
við að taka þær trúanlegar. Líkleg-
asta orsökin er sögð efnaverksmiðja
í Jerevan sem framleiðir gúmmí en
við framleiðsluna eru notuð klór-
sambönd. Á svæðinu næst verk-
smiðjunni er ófijósemi óvenju út-
breidd.
Annað dæmi eru pólsk skólaböm
sem komu til Danmerkur í frí. Þau
áttu heima í iðnaðarborg og við
læknisskoðun í Danmörku kom í
ljós að kadmíum- og kvikasilfur-
magn í líkama þeirra var langt yfir
þeim mörkum sem talið er óhætt,
svo og blýmagnið, sem taldist hrein
og klár blýeitrun. Bömin, sem voru
lifandi dæmi um hina óhugnanlegu
þróun, komu hins vegar ekki í
heilsubótarferð, þau vom í fríi.
„Hér á landi getum við ekki
metið áhrif mengunar í Austur-Evr-
ópu en það er alveg ljóst að vegna
hennar eru þessi lönd hrein gulln-
áma fyrir vísindamenn. Þar geta
þeir fengið svör við mörgum spurn-
ingum um tengsl mengunar og
ýmissa sjúkdóma," segir Olafur Örn
Amarson, sérfræðingur í þvagfæ-
raskurðlækningum við Landakots-
spítala.
Vesturlönd sleppa ekki
Vandinn er inestur í Austur- og
Mið-Evrópu. Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin stefnir að því að koma á
fót miðstöðvum sem kanna og halda
yfirlit yfir tengslin milli mengunar
og minni fijósemi. Rannsaka á
viðmiðunarhópa i Danmörku og
Austur-Evrópu, m.a. Tékklandi,
Ungveijalandi og Litháen.
En jafnframt er lögð áhersla á
að vandinn sé ekki bundinn við
Austur-Evrópu. í Bandaríkjunum
og Vestur-Evrópu hefur einnig orð-
ið breyting í átt til hins verra. Virk-
um sæðisfrumum í sæðisvökvanum
fer fækkandi, ófijósemi eykst og
krabbamein í eistum eykst sífellt,
tíðnin hefur þrefaldast í Danmörku
á síðustu 40 árum. Vísindamenn
telja samhengi á milli þessara þátta.
Ólafur Örn segist ekki getað sagt
til um rannsóknir Dananna án þess
að sjá um þær itarlegri gögn. Það
sé hins vegar rétt að starfsemi
eistna sé viðkvæm fyrir utanaðkom-
andi áhrifum. „Ég þori ekkert að
fullyrða um hversu mikið sæðis-
frumum í sæði hefur fækkað en þó