Morgunblaðið - 30.04.1993, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL1993
9
Langar þig að búa í London?
Hugguleg íbúð í miðborg Lundúna stendur þér til
boða í sumar í skiptum fyrir íbúð í Reykjavík.Tilvalið
tækifæri til að breyta um umhverfi og lifa í stórborg.
Vinsamlegast sendið upplýsingar til auglýsingadeildar
Morgunblaðsins merktar: „London - 13746“.
Franskir kjólar og
dragtirfrá stcerb 34
iK K K V NEÐST VIÐ Opið virka daga
■ " 1:1 " \ DUNHAGA, kl. 9-18.
r _ \S. 622230.
Styrkur til rannsókna í ðldrunarmálum
Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs íslands
auglýsir styrk til rannsókna í öldrunarmálum á Islandi.
Umsóknir ásamt greinargerð um fyrirhugaó
rannsóknaverkefni sendist Óldrunarráói íslands,
Hrafnistu DAS, Hafnarfirði.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí 1993.
Stjórn Öldrunarráós Islands.
V__________________________________________________/
DRÁTTARYEXTIR
leggjast á lán með lánskjaravísitölu
DRÁTTARYEXTIR
leggjast á lán með byggingarvísitölu
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ LÁNADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24- 108 REYKJAVÍK • SÍMI91 -696900
f
Vesturveldin eru ekki til
lengur!
í forystugrein brezka tímaritsins Specta-
tor er því haldið fram að Vesturveldin, í
hefðbundinni merkingu þess orðs, séu
ekki til lengur og Vesturlönd skorti réttu
stofnanirnar til að bregðast við hættum
í umhverfi sínu, á borð við átökin í Bosn-
íu. Sameinuðu þjóðirnar séu þess ekki
megnugar að takast á við vandann og
tal um að „samfélag þjóðanna" eigi að
leysa hann sé út í loftið.
Hvað er
samfélag
þjóðanna?
Leiðarahöfundur The
Spectator gagnrýnir tal
um „samfélag þjóðanna"
og segir að engum hafi
tekizt að skilgreina hug-
takið. Yfírleitt þýði það
Bandarikjamenn og vin-
veitt ríki þeirra, en ekki
sé alltaf á hreinu hver
þau séu á hveijum tíma.
„Það er ekki hægt að
skilgreina samfélag þjóð-
aima. Hvemig tekur það
þá ákvarðanir og hvemig
fylgir það þeim eftir?
„Víðtæk samstaða“
(eonsensus) er yfirleitt
notað til að útskýra hvað
samfélagi þjóðanna
finnst um eitthvert
ákveðið mál. En í „við-
tækri samstöðu" felst
órætt, almennt sam-
komulag — andstætt
ákvörðun (consent), sem
felur í sér að fulltrúar
þjóða kjósa um málin í
pólitísku ferli. Yfirleitt
er gert ráð fyrir að sam-
félag þjóðanna nái við-
tækri samstöðu á vett-
vangi Sameinuðu þjóð-
anna og láta sameigin-
legan vi(ja sinn í Ijós með
friðargæzluleiðöngrum
og neyðaraðstoð. En
Samemuðu þjóðiruai' em
flókin stofnun með tugi
aðildarrílga og þjónar
aðeins tilgangi sínum
þegar ákvörðun — and-
stætt víðtækri samstöðu
— hefur verið tekin ann-
ars staðar.“
Vestrænar
stofnanir úr
takt við tím-
ann
Síðar í greininni segir:
„Fyrir ekki löngu síðan
var til hópur rikja, sem
þekktur var undir nafn-
inu Vesturveldin, sem
hafði ákveðna stefnu í
málefnum Evrópu og
framkvæmdi hana með
hjálp nokkurra stofnana,
sem nutu nægra Ijárveit-
inga, einkum NATO og
Evrópubandalagsins. En
Vesturveldin, sem efna-
hagsleg og hemaðarleg
eining, em ekki til leng-
ur. Þrátt fyrir að NATO
hafi misst óvin sinn, er
enn eftir að koma á um-
bótum innan bandalags-
ins og Vestur-Evrópu-
sambandið hefur ekki
komið í stað þess. Þrátt
fyrir að efnahagslegar
aðstæður hafi breytzt al-
gerlega, þjösnast Evrópu-
bandalagið áfram í átt til
I hins lieilaga kaleiks;
myntbandalags og pólití-
skrar samvinnu. Astæða
þess að hið veika og
sennilega merkingar-
lausa hugtak „samfélag
þjóðanna" hefur orðið til,
er að stofnanir Vestur-
landa hafa ekki þróazt í
takt við tímann.
Við búum í hættulegu
tómarúmi, eins og deil-
umar i Júgóslavíu sýna
vel. Óljóst tal um samfé-
lag hefur ekki orðið til
að leysa deiluna. Þvert á
móti hefur það orðið til
þess að vestrænir stjóm-
málamenn — einkum
brezkir — hafa setið að-
gerðalausir og trúað því
að einhver annar gripi til
aðgerða. „Við erum að
bíða eftir víðtækri sam-
stöðu samfélags þjóð- I
anna“ er pólitísk skrúð-
mælgi, sem þýðir: „Við
getum ekki gert upp hug
okkar.““
Friðkaup
eða ábyrgð
The Spectator líkir
stefnunni í málefnum
Bosniu við friðkaup
Chamberlains af Hitler
1938 og segir: „Eins og
við hefðum átt að hafa
lært 1938, em friðkaup
gagnleg til skamms tíma,
en koma mönnum oft í
koll síðar. Við höfum í
hljóði samþykkt að leyfa
Serbum að hertaka Aust-
ur-Bosníu — munum við
þá stöðva þá í Kosovo?
Ef við látum þá hafa
Kosovo — munum við
stöðva þá í Albaníu? I
Makedóníu? Verðum við
að bíða eftir því að stríðið
breiðist út, áður en ríkin,
sem tilheyrðu Vesturveld-
unum, gera sér Ijóst að
aðgerða er þörf?
Samfélag þjóðanna
getur ekki ákveðið að
vopna Bosníu-Múslima
eða veita þeim vemd úr
lofti. Samfélag þjóðanna
getur ekki tekið neinar
ákvarðanir, af þvi að það
er ekki til. Gamlar vest-
rænar stofnanir geta ekki
heldur tekið þessar
ákvarðanir, af því að þær
vom ekki hannaðar til
þess.
Kreppan á Balkan-
skaga leysist ekki fyrr en
eitt ríki tekur af skarið
og segist bera ábyrgð;
þar til eitt ríki tekur að
sér að leiða hin til að-
gerða. Það væri kærkom-
in tilbreyting að sjá Bret-
land taka að sér slíkt hlut-
verk.“
a<S l>íim valil
LIFEYRIR SNIÐINN AÐ
ÞÍNUM ÞÖRFUM!
Nýjung í
lífeyrismálum!
s /
I Oskalífeyri er m.a. val um:
Sameignar- eba séreignarfyrirkomulag lífeyrisréttinda
Lífeyrisaldur, þ.e.a.s. frá hva&a aldri lífeyrisgreibslur
hefjast
Á hve löngum tíma lífeyririnn er greiddur
Vibbótartryggingarþætti, m.a. líftryggingu og
afkomutryggingu
Þú færb allar nánari upplýsingar hjá tryggingarráb-
gjöfum Sameina&a líftryggingarfélagsins hf.
m,íf
Sameinaöa líftryggingarfélagiö hf.
Kringlunni 5, Reykjavík. Sími 91 - 692500
í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
r~