Morgunblaðið - 30.04.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.04.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Samtök á almennum vinnumarkaði Tekjujöfmin ekki eini tilgangurinn með lækkun skatts FRUMTEIKNING af væntanlegu skólahúsnæði norræna skólasetursins sem rísa á á Hvalfjarðarströnd. Almenningshlutafélag stofnað í Borgarfjarðarsýslu TEKJUJÖFNUN er ekki eini tilgangurinn með lækkun virðisauka- skatts á matvælum að sögn Láru Júlíusdóttur, framkvæmdasljóra ASÍ, og Þórarins Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ. Þórarinn bendir í þessu sambandi á áhrif lækkunar skattsins á verðlagsþróun og samkeppni í ferðamannaiðnaðinum. Hann segist ennfremur hyggja að í engu Evrópulandi með tveimur virðisaukaskattþrepum sé matvælum ekki haldið í því lægra. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur BSRB, leiðir rök að því að lækkun matarskatts sé ómarkviss aðferð til tekjujöfnunar í grein í Morgunblaðinu nýlega. Norrænar skólabúðir á Hvalfjarðarströnd Lára sagði að hún væri í sjálfu sér ekki ósammála þeirri staðhæf- ingu að lækkun matarskatts væri ómarkviss aðferð til tekjujöfnunar. „Enda má kannski segja að við höf- um svo sem áður heyrt þessi sjónar- mið og þessa gagmýni frá BSRB. Þessi krafa um að lækka matarskatt- inn kemur að okkar mati einkum bamafólki og hinum lægst launuðu til góða. Það er ekki þar með sagt að þetta sé bein tekjujöfnunaraðgerð vegna þess að hún kemur öðrum líka til góða. Við lítum á þetta sem ákjós- anlega leið, undir þeim kringumstæð- um sem við búum við í dag, til þess að bæta kjör fólks og einkum þeirra tveggja hópa sem ég nefndi áðan,“ sagði Lára og minnti á að verkalýðs- hreyfíngin hefði staðið á móti matar- skattinurfi alveg frá því að hann var settur á. lækkun á matvælum eitt af því sem er til þess fallið að styrkja samkeppn- isstöðu okkar í þessari baráttu um ferðamenn. Það er nefnilega þannig að ísland sem ferðamannaland sker sig kannski mest frá öðrum þjóðum í því að matvara er hroðalega dýr. Þriðji þátturinn sem ég vildi nefna er sá að ég hygg að það sé ekkert Evrópuland sem er með tvö skattþrep í virðisaukaskattskerfi þar sem mat- væli eru ekki í lægra þrepinu," sagði Þórarinn. Hann minnti á að tillögumar kæmu fyrst og fremst frá ASÍ og sagði að sér sýndist hér fyrst og fremst um að ræða skæting milli þessara tveggja systursamtaka. Skorradal. STOFNAÐ var á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd almennings- hlutafélag til að byggja og reka norrænar skólabúðir á Hval- fjarðarströnd. Undirbúningur og staðarval hefur staðið yfir undanfarna mán- uði en aðalhvatamaður að þessari félagsstofnun er Sigurlín Svein- bjamadóttir. Búið er að gera frumteikningu að væntanlegu skólahúsnæði sem á að rísa í landi Saurbæjar á Hval- fjarðarströnd en arkitekt er Gestur Ólafsson, lögfræðilegur ráðunaut- ur. Á stofnfundinum var ákveðið að hlutafé skyldi vera 20.000.000 kr. sem skiptist í 50.000 kr. hluti og var þegar búið að skrifa sig fyrir hlutafé á milli 14 og 15 millj- ónir. Hluthafar eru flest sveitarfélög í Borgarfjarðarsýslu ásamt ein- staklingum og félögum í Borgar- nesi, á Akranesi og í nærsveitum. Hlutafjársöfnun stendur enn yfir og geta þeir sem vilja leggja fé í fyrirtækið snúið sér til stjórnarinn- ar en hún var þannig kjörin á fundinum: Sigurlín Sveinbjarnar- dóttir, formaður, Reykjavík, sr. Jón Einarsson, ritari, Saurbæ, Sæmundur Sigmundsson, með- stjórnandi, Borgarnesi, Eiríkur Ingólfsson, meðstjórnandi, Borg- arnesi, og Konráð Andrésson, meðstjórnandi, Borgamesi. Vara- menn í stjórn eru: Gísli Einarsson, Akranesi, og Reynir Ásgeirsson, Svarfhóli. Mikill áhugi og bjartsýni ríkti á fundinum og er stefnt að hefja framkvæmdir þegar í maímánuði. - D.P. Guðjón A. Kristjánsson tekur málefni Bolungarvíkur upp í þingflokknum Aðrar leiðir Rannveig vísar í grein sinni til þess að norsk rannsókn hafi leitt í ljós að með hækkun bamabóta mætti ná þrisvar sinnum meiri tekjujöfnun- aráhrifum en með lækkun matar- skatts. Lára segir að þessi aðferð hafí verið reynd. „Við höfum farið þá leið í tengslum við kjarasamninga að hækka bamabætur og það má vissulega taka undir að það er mark- vissari tekjujöfnunaraðgerð. En það hefur sýnt sig að sú aðgerð hefur ekki haldið." Áhrif á verðlagsþróun Þórarinn Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að tillögur um lægri skatt á matvæli horfðu til mun fleiri þátta en einungis tekju- jöfnunar. „Þær horfa m.a. að því að hafa áhrif á verðlagsþróunina og þar með á vístölumar sem mæia lánsfjár- kostnað meðal annars. Þannig að lækkun á matarskatti veldur lækkun á fjármagnskostnaði. Annað er að frá sjónarmiði ferðaþjónustunnar er Veríð að selja atvinnu- réttinn frá fólkinu GUÐJÓN A. Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vara- maður Matthíasar Bjarnasonar fyrsta þingmanns Vestfjarða, hefur óskað eftir umræðum um málefni Bolungarvíkur í þing- flokki sjálfstæðismanna. Hann segir að það fari eftir undirtekt- um þar hvert framhald málsins verði af sinni hálfu og til greina komi að taka það upp á Alþingi. Hann segir að hugsanleg sala á báðum togurum Bolvíkinga ásamt kvóta úr byggðarlaginu sýni ömurleika fiskveiðistefnunnar í sinni verstu mynd. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjör- dæmi, segir að Bolvíkingar eigi nú hiklaust að lýsa því yfir að nýttur verði forkaupsréttur bæjarsljórnar í bæði skipin, ekki einungis annað. LIGO kartöflu- stráin í rauðu dósunum Ligrc CRSSP POTATO STICKS | Sölt, stökk íog ótrúlega góð strá. NU flRU KARTOFLUSTRAIN I DOSUNUM KOMIN AFTUR Tilvalin með hvers kyns mat - með grillinu, sem snakk, í útileguna. Heildsöludreifing: Ó. Johnson & Kaaber hf. Sími 6 24 000 „Þetta mál sýnir ömurleika fisk- veiðistefnunnar í sinni verstu mynd, verið er að selja atvinnurétt- inn frá fólkinu," sagði Guðjón A. Kristjánsson þegar leitað var álits hans á stöðu mála í Bolungarvík eftir að þrotabúið Einars Guðfins- sonar hf. hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Grindvíkinga og Hafnfirðinga um sölu á Heiðrúnu og Dagrúnu, en þeir voru hæstbjóð- endur. „Kauptúnið Bolungarvík hefði aldrei orðið til nema vegna þess að þar er verstöð sem liggur vel við fiskimiðunum. Svo stendur fólkið sem unnið hefur fyrir sér með því að stunda fiskveiðar og vinnslu sjávarafla með góðum árangri í áratugi, frammi fyrir því að frumburðarréttur þess til at- vinnu og lífsafkomu og að vernda eignir sínar er gjörsamlega fyrir borð borinn. Til stendur að selja hann eitthvað út á land,“ sagði Guðjón. Guðjón sagði að þingmenn hlytu að ræða málefni Bolungarvíkur. „Við hljótum að fara fram á að þessi mál verði rædd innan ríkis- stjórnar og jafnvel hér á Alþingi. Ég sé ekki annað en að sams kon- ar dæmi geti verið að koma upp á fleiri stöðum eins og fréttir frá Hornafirði benda til. Það er alger- lega óviðundandi að atvinnuréttur fólks í sjávarþorpum út um land sé falur hverjum sem er og geti farið hvert sem er og fólk geti ekki haft neitt að segja um framtíð- ina í sinni hermabyggð," sagði Guðjón A. Kristjánsson. Nýttur verði forkaupsréttur að báðum togurunum Kristinn H. Gunnarsson sagðist ekki sjá margt nýtt í stöðu mála eftir fund kröfuhafa þrotabúsins þar sem ákveðið var að ganga til samninga við hæstbjóðendur í tog- arana. „Það eina sem er nýtt er fremur jákvætt, það verð sem mögulegt er að selja þessi skip og veiðiheimildir á er lægra en upphaf- lega var talið og verulega lægra en mér skilst að kröfuhafar hafi gert kröfu um. Hæstu tilboð í bæði skipin eru samtals um 720 milljón- ir kr. Mér skilst að áhvílandi veð- skuldir séu uppgefnar um 860 millj- ónir kr. Við höfum boðið 660 millj- ónir og munar því ekki nema 60 milljónum á okkar tilboði og hæst- bjóðendum. Mér sýnist að mögu- leikar okkar til að halda báðum togurunum með því að nýta for- kaupsrétt hafí vaxið,“ sagði Krist- inn. Hann sagðist telja að fjárhags- legur grundvöllur væri fyrir því að bæjarsjóður leysi skipin til sín. „Hafí menn talið fjárhagslegan grundvöll fyrir 660 milljóna kr. til- boði er ég ekki í vafa um að við getum þrúað bilið upp í 720 milljón- ir kr. Ég er ekki að segja að það sé nein skemmtisigling út úr þessu, en ég tel að við getum ráðið við það. Ég tel að heimamenn ættu að taka ákvörðun um að halda báðum skipunum. Nú vitum við að við þurfum ekki að borga hærra verð en þetta, að því gefnu að lán- ardrottnar fari ekíri að gera kröfur á síðari stigum um hærra verð. Landsbankinn og Byggðastofnun verða nú að svara því hvort þeir séu tilbúnir til að láta þetta verð standa," sagði Kristinn. Hann sagði að formlega séð ætti málið að ganga þannig fyrir sig að þrotabúið og kröfuhafar gerðu samning við hæstbjóðendur um söluna og alla greiðsluskilmála og bæjarstjórn fengi síðan þann samning til samþykktar eða synj- unar. Hins vegar væri betra fyrir Bolvíkinga að koma strax inn í málið til að geta haft eitthvað um efni samningsins að segja. „Liggi fyrir sú afstaða heimamanna að leysa til sín skipin væri eðlilegt að helstu veðkröfuhafar hleyptu okkur að málinu, að öðrum kosti væru þeir að vinna gegn okkar hagsmun- um,“ sagði Kristinn. f í: I i ► r » i > i i t i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.