Morgunblaðið - 30.04.1993, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
Leyfa 30
útlögnm að
snúa heim
ÍSRAELSK stjórnvöld tilkynntu
í fyrrakvöld að 30 af um 2.000
Palestínumönnum, sem sendir
hafa verið í útlegð frá hernumd-
um svæðum ísraela frá 1967,
fengju að snúa heim í dag. Er
ákvörðunin liður í tilslökunum,
sem ísraelsstjórn féllst á til að
laða Palestínumenn aftur að
samningaborði í Washington.
Útlagarnir 30 eru flestir félagar
í Frelsissamtökum Palestínu-
manna (PLO) og þeim var vísað
úr landi áður en uppreisn Pal-
estínumanna á hemumdu svæð-
unum hófst árið 1987. Margir
þeirra eru aldraðir og hafa ver-
ið í útlegð í 20 ár eða lengur.
Lloyd’s berst
fyrir lífinu
LLOYD’S of London, heimsins
elsta tryggingafélag, kynnti í
gær fyrstu eiginlegu viðskipta-
eða starfsáætlun sína í 305 ár.
Er litið á hana sem síBustu til-
raun til að bjarga félaginu en
það hefur tapað gífulegum upp-
hæðum á síðustu árum, um 600
milljörðum_ kr. á árunum
1988-91. í nýju áætluninni er
gert ráð fyrir, að mörgum,
gömlum hefðum verði kastað
fyrir róða, markaðsmálin end-
urskoðuð og áhættufé fyrir-
tækja hleypt að í fyrsta sinn.
Verður ýmislegt gert til að
hjálpa „nöfnunum", sem svo eru
kölluð, eintaklingum, sem eru í
ótakmarkaðri ábyrgð fyrir
tryggingum Lloyd’s. Aður voru
það mikil forréttindi að fá að
vera „nafn“ hjá Lloyd’s • enda
gróðavonin mikil en nú eru
margir þessara manna gjald-
þrota.
Skotárás á
N-írlandi
FIMM manns særðust, þar af
einn lífshættulega, þegar ráðist
var í gær með kúlnahríð á veð-
mangarastofu í Belfast. Er hún
í kaþólsku hverfi og eru hryðju-
verkamenn mótmælenda grun-
aðir um verknaðinn. Hafa þeir
oft áður ráðist á veðmangara-
stofur en þar er jafnan margt
um manninn á sumum tímum.
í febrúar í fyrra féllu fimm
menn í slikri árás.
Afsögn vegna
Waco?
BÚIST er við, að Stephen Higg-
ins, yfirmaður þeirrar stofnunar
FBI, bandarísku alríkislögregl-
unnar, sem stjórnaði atlögunni
að David Koresh og áhangend-
um hans, verði beðinn að segja
af sér. Kom þetta fram í The
New York Times í gær og vitn-
að í því sambandi í Lloyd Bents-
en fjármálaráðherra. Hann
sagði á miðvikudag, að hann
væri „afar óánægður með mis-
vísandi" yfirlýsingar um árás-
ina á Koresh og búgarð sértrú-
arsafnaðarins í Waco í Texas.
Fjölflokka-
kosningar í
Jórdaníu
HUSSEIN Jórdaníukonungur
sagði í gær að efnt yrði til fyrstu
fjölflokkakosninganna í Jórdan-
íu í meira en þrjá áratugi síðar
í árinu, líklega í nóvember.
Hann kvað ekki víst hvort hægt
yrði að breyta kosningalöggjöf-
inni, sem margir jórdanskir
stjórnmálamenn segja úrelta.
Díana Bretaprinsessa fær kvenmann sem lífvörð í fyrsta sinn
Reuter
Díana og valkyrjan
Carol Quirk liðþjálfi fylgist hér með þegar Díana yfirgefur bílinn á
leið til fundar í breska innanríkisráðuneytinu. Quirk þykir hörð í
horn að taka þegar það á við og hún er fyrsta konan í lífverði prins-
essunnar af Wales.
Kemur sér vel í
verslunarferðum
London. The Daily Telegraph.
DÍANA prinsessa fær á næstunni konu sem lífvörð í fyrsta sinn,
Carol Quirk, 36 ára gamlan liðþjálfa. Eru lífverðirnir alls fjórir en
Quirk kemur í staðinn fyrir Des Stout lögregluforingja, sem fékk
viðurnefnið „Robocop" þegar hann skaut sjálfan sig í lærið í fyrra.
Segist Díana vera mjög ánægð með þessa nýbreytni en hún hefur
margsinnis óskað eftir konu sér til halds og trausts.
Díana segir, að oft sé miklu þægi-
legra að hafa konu í lífverðinum,
sérstaklega í verslunarferðum, til
dæmis í Marks & Spencer eða Turn-
bull & Asser í Jermyn-stræti þar sem
hún náði sér í fallega peysu úr kasm-
írull í síðustu viku.
Frábær skytta
Quirk liðþjálfi verður vopnuð
Smith & Wesson-skammbyssu en
hún er frábær skytta og sérfræðing-
ur í júdó. Var hún valin lífvörður
Díönu vegna góðrar frammistöðu
sinnar í fyrra þegar hún gætti örygg-
is Játvarðar prins á hrossasýning-
unni í Windsor. Þegar ljósmyndari
nokkur ætlaði að gerast of nærgöng-
ull við prinsinn sýndi hún hvað í sér
bjó og sagði ljósmyndaranum að
hypja sig og endurtók það. „Hún
þurfti ekki að segja honum það í
þriðja sinn,“ sagði lögreglumaður,
sem fylgdist með.
I lögreglusveitinni, sem gætir
enska konungsfólksins og erlendra
hátigna, eru um 800 manns og er
venjan að kalla þá til þegar þörf er
á en sumir fá fast starf við gæslu
ákveðinna manna.
Guardian
festir kaup
á Observer
Lundúnum. Reuter.
EIGENDUR elsta sunnudags-
blaðs heims, Observer, sögðu
í gær að blaðið yrði selt út-
gefendum breska dagblaðs-
ins Guardian.
Breska útgáfufyrirtækið
Lonhro Plc, sem keypti Obser-
ver árið 1981, sagði í stuttri
yfirlýsingu að það hefði fengið
„ásættanlegt" tilboð frá eigend-
um Guardian. „Við höfum
handsalað samninginn við Gu-
ardian,“ sagði Nick Morrel, einn
af framkvæmdastjórum Lon-
hro, en hann vildi ekki upplýsa
hversu hátt kaupverðið væri.
Útgáfustjórn Observer myndi
taka lokaákvörðun um söluna á
fundi á þriðjudag.
Reuter
Hervirki í Bosníu
Breskir hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna fara framhjá mosku að 60 manns hafi beðið bana. Harðir bardagar hafa geisað milli
sem eyðilagðist I stórskotaárás Króata á bæinn Ahmici í Bosníu. Króata og múslima í Mið-Bosníu í rúma viku.
Hermennirnir eru að leita að fórnarlömbum árásanna, en talið er
Fulltrúasamkunda Bosníu-Serba verður við beiðni Milosevic
Friöaráætlun
Belgrad. Reuter.
FULLTRÚASAMKUNDA Bosníu-Serba kemur saman á miðvikudag
í næstu viku til að ræða á ný friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna sem
hún hafnaði fyrr í vikunni. Warren Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Douglas Hurd, starfsbróðir hans í Bretlandi,
ræddust við í síma og ákváðu að styðja tillögu Rússa um að efna
til ráðherrafundar um stríðið í Bosníu.
Christopher og Hurd töldu þó of landi, Bandaríkjunum, Bretlandi,
snemmt að halda fundinn á miðviku- Frakklandi og Spáni sitji fundinn.
dag eins og Rússar lögðu til. Gert Tanjug-fréttastofan í Belgrad
er ráð fyrir að ráðherrar frá Rúss- sagði að Radovan Karadzic, leiðtogi
SÞ rædd á ný
Bosníu-Serba, hefði fallist á tillögu
Slobodans Milosevic um að fulltrúa-
samkundan kæmi saman á miðviku-
dag til „að meta í smáatriðum allar
hliðar friðaráætlunarinnar, meðal
annars nýjar upplýsingar". Sam-
kundan hundsaði fyrr í vikunni til-
mæli Milosevic um að samþykkja
friðaráætlunina.
Talsmaður Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta sagði að hann myndi
taka ákvörðun í dag eða á morgun
um frekari aðgerðir í Bosníu. Að-
stoðarmenn hans sögðu að forsetinn
væri að íhuga takmarkaðar loftárás-
ir á serbnesk skotmörk í Bosníu,
afnám vopnasölubanns svo múslim-
ar gætu varið sig og hvort hægt
væri að koma á griðasvæði fyrir
múslima.