Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 37
allt tandurhreint og arfinn virtist hverfa úr garðinum af sjálfu sér. Allur matur varð að krásum í hönd- um hennar og var þó ekki verið að bruðla. Og þegar sólin skein á Akur- eyri var morgunverðurinn borðaður úti á tröppum og kaffið drukkið út undir vegg. Allt gerðist þetta fyrir- hafnarlaust að því er virtist, svo hægleg og þokkafull voru öll hennar störf. Bamabörnin nutu ríkulega allra hennar kosta, enda ófáar ferðimar farnar norður á sumrin og um páska og öll dvöldust þau hjá henni um lengri eða skemmri tíma. En innan í þessari prúðu og þokka- fullu konu leyndist held ég önnur, sem aidrei blómstraði. Þeirri konu verður e.t.v. helst lýst með því að hún hafi verið lífsglaður bóhem, með listrænu ívafi. Hún skaust stundum upp á yfirborðið, stundum í dálítið litskrúðugri og óhefðbundnari klæðnaði en maður átti að venjast hjá „vammlausri húsmóður á Akur- eyri“, stundum í dálítið óvenjulegum uppátækjum, en helst í frásögnum hennar, sem oft einkenndust af ein- hverri óskilgreindri þrá. Ekki veit ég hvort hugur hennar stóð til annarra hluta en fyrir henni áttu að liggja, um það ræddi hún aldrei og ég hafði kannski ekki vit á að spyija hinna réttu spurninga sjálf. Við sem yngri emm, höfum oft ekki þann áhuga sem til þarf til að kynnast okkur eldra fólki nógu vel. Ég held að Adda hafí verið margræðari kona en hún vildi vera láta. Kannski er þetta bara ímyndun hjá mér — og þó held ég ekki — en hitt veit ég að þar er góð kona gengin. Þórhildur Þorleifsdóttir. í dag kveðjum við Öddu ömmu og okkur langar til að minnast hennar í nokkrum orðum. Við frétt- um á sumardaginn fyrsta að amma væri farin. Úti skein sólin og okkur fannst það alveg í anda hennar að hafa beðið eftir sumrinu, það var alltaf hennar tími. Flestar minningar okkar um hana tengjast sólríkum dögum á Byggðaveginum með pönnukökuáti og randalínum. Á haustin voru það ferðirnar í beijamó og um páskana skíðaferðirnar í fjallið, ávallt klifj- aðar nesti sem amma útbjó. Allt fas ömmu var rólegt og ljúft, aldrei nein læti. Þessi friðsæld hafði þau áhrif að hvergi dundaði maður sér betur en í návist hennar. Amma helgaði líf sitt fjölskyldunni, var alltaf tilbúin að hjálpa og áttum við barnabörnin og barnabarnabörnin öruggt athvarf hjá henni. Sjálfs- elska og eigingirni voru ekki til í ömmu. Við kveðjum ömmu með þakk- læti í hjarta og sól í huga. Guðrún Helga og Sólveig Arnarsdætur. Mig langar til að minnst móður- systur minnar, Öddu, fyrst og fremst vegna þeirrar gæsku sem hún hafði til að bera, ástúðar og gjafmildi gagnvart öðru fólki. Frá því ég man eftir mér, lítill hnokki að skríða í garðinum á Byggðaveginum, þá birtist þessi fallega kona með krakkaskarann í kringum sig er öll heimtuðu at- hygli og fengu hana óskipta, því að enginn varð útundan af góðvild hennar. Það var eitthvað í návist Öddu sem hvorki verður sagt né túlkað, það geislaði einfaldlega af henni mannleg hlýja sem hver og einn skynjaði á sinn hátt. Oftast þegar ég hitti hana, gauk- aði hún einhverju að mér, svo að Sfrfræðingar í blóiiisiskrtiyliiifítiin við öll (irkilæri Skólavöi'dustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 -----------------------------neet j lítið bæri á, hvort sem hún saumaði tölu á jakkann, straujaði buxurnar fyrir ball, stakk á mann heimapijón- uðum vettlingum eða laumaði pen- ingum í vasann á leiðinni út. í köku- bakstri og matargerð var hún snill- ingur sem enginn fór varhluta af. Listhneigð Óddu birtist í mann- eskjunni sjálfri, í kærleikanum sem er það dýrmætasta sem nokkur á. Hún var gjöful, næm og skilnings- rík, stundum óákveðin og hikandi, en djúp og athugul á bak við. Hún var mikil fjölskyldukóna, hvort sem það var á heimili þeirra hjóna á Akureyri eða heima hjá bömunum í Reykjavík. Heimilið var hennar heimur og þar skapaði hún sína töfra. Nú er Adda horfin sjónum okkar sem nutum hennar svo ríkulega. Hún kvaddi þennan heim aðfara- nótt sumardagsins fyrsta sem er hátíðisdagur barna og er það vel við hæfi. Elsku frænka, ég sakna þín og mun ætíð minnast þín með birtu í huga nú þegar ég lít framan í vor- ið, gróður jarðar sem grænkar með hveijum deginum og fuglum sem kvaka á björtum nóttum framund- an. Og ég hugsa að þú sért ein af þeim. Megir þú hvíla í friði. Vorkvöld Hníga vötn af himinfjöllum skýja hjúfurregn í grasið mjúka nýja allt er nýtt og ungt á slíku kvöldi ekkert raunaþungt nema sporin burt frá bemskri jurt. (Snorri Hjartarson) Ég votta eftirlifandi eiginmanni, Jóni Kristinssyni, og börnum þeirra, .ilHA .úf; ifJOAqijTeo'.j >.»j. . !'"•/ ;i Arnari, Helgu Boggu og Öddu yngri, mína dýpstu samúð. Halldór Ásgeirsson. Sumardagurinn fyrsti rann upp, það andaði köldu, sem oftar á þessu vori. Fyrsta fregn þessa dags var andlát Óddu minnar, hún hafði and- ast aðfaranótt þessa fyrsta sumar- dags. Adda hafði barist fyrir lífinu um nokkurt skeið, en varð undir í baráttunni, dauðastundin rann upp, allt búið nema minningarnar, sem aldrei verða teknar svo lengi sem lifír. Hún hét fullu nafni Arnþrúður, ættuð frá Þórshöfn á Langanesi, dóttir þeirra sæmdarhjóna Oddnýj- ar Árnadóttur og Ingimars Bald- vinssonar. Voru þau hjón annáluð fyrir atorku og mannkosti. Eignuð- ust þau átta dætur og þijá syni, en einn drengjanna lést í bemsku. Þetta fjölmenna heimili var róm- að fyrir myndarskap. Adda fékk gott veganesi út í lífið er hún ung að árum fór úr föðurhúsum á Þórs- höfn og kom hingað til Akureyrar. Hér kynntist hún manni sínum, Jóni Kristinssyni rakara. Varð þeim tveggja barna auðið. Þau eru Amar og Helga, sem bæði eru vel þekkt fyrir leiklist sína. Þá ólu þau upp Árnþrúði, alnöfnu og frænku Öddu, en komung kom hún á þeirra heim- ili og gengu þau Adda og Jón henni í foreldrastað. Árið 1948 voru risin nokkur ný hús á syðri brekkunni. Þessi hús byggðu ungt fólk sem átti framtíð- ina. Eitt af þessum nýju húsum áttum við Halli og húsið við hliðina á okkur áttu þau Adda og Jón. Ég held að forsjónin hafi ekki getað gert betur en velja okkur þessa ágætu nágranna. I 40 ár bjuggum við saman, þá kynntist ég mann- kostum Öddu. Adda var falleg kona, allt sem hún gerði var frábært, hvemig hún hengdi þvottinn sinn á snúmrnar, q j i ) ‘i‘-------------------------- kleinurnar, partarnir og sveskju- tertan var lostæti sem og annar matur sem hún tilbjó. Það var stutt á milli húsanna okkar, enda voru þær óteljandi ferðirnar sem famar voru á milli, margur kaffisopinn drukkinn og rætt um allt milli him- ins og jarðar. Við Adda tókum þátt í gleði og áhyggjum hvor annarrar, mér finnst það alltaf hafa verið gleði. Börnin okkar léku sér saman, ef eitthvað vantaði á öðru hvoru heimilinu bættum við Adda úr því til skiptis. í kvenfélagið Framtíðina geng- um við Adda á sama fundi, en þá vann kvenfélagið fyrir nýju sjúkra- húsbygginguna, síðar fyrir dvalar- heimilin. Til fjáröflunar var merkja- sala, margskonar skemmtanir, þar á meðal Jónsmessuhátíðin, sem um árabil var haldin á túninu þar sem íþróttahöllin er nú, öllum bæjarbú- um til mikillar ánægju. Allar félags- konur vom í nefnd. Við Adda lent- um alltaf í sömu kaffinefndinni. Mörg voru sporin okkar við merkja- söluna, margt varð spaugilegt á þeirri göngu okkar. Við vorum saman í saumaklúbbi í mörg ár, þar var oft glatt á hjalla og margt bar á góma. Þar fór Ádda á kostum þegar hún sagði frá, og hvernig hún sagði frá, smáatvik urðu að skemmtiatriði. Þá var mik- ið hlegið. Mörg skemmtileg atvik á ég um Öddu sem eru ógleymanleg og fjársjóður í minningunni. Fyrir nokkrum árum seldu þau Jón og Adda húsið sitt við Byggða- veginn og fluttust ofar í brekkuna. Þó ekki sé langt frá Goðabyggðinni upp í Hjallalund varð samt „vík milli vina“. Nú er þessi elskulega kona okkur horfin, kona sem vildi öllum gott gera. Það var yndislegt þegar kallað var, ef ég var að hengja út þvott eða eitthvað að bjástra úti við: „Ninna mín, komdu og fáðu þér kaffisopa, elskan.“ Aldrei var einn tónn hærri en annar þessi 40 ár sem við vorum nágrannar. Við Halli vottum Jóni, bömum, barnabörnum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Adda mín, innilegustu þakkir fyrir allt og allt. Áslaug Einarsdóttir. Fleiri minningargreinar um Amþrúði Ingimarsdóttur bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Ljóðlínur féllu niður Nokkrar línur féllu niður úr ljóði Sigrúnar Gunnarsdóttur, Vinátta, sem birt var með minningargrein í Morgunblaðinu 28. mars síðastlið- inn. Beðist er afsökunar á mistök- unum. Ljóðið birtist hér á eftir í heild: Vinátta Vinátta, dýrmæt sem gull. Þú átt hana og gefur í senn. Vinátta, einstök sem demantur. Endist um aldur og ævi. Vinátta, verðmæti, ekki í krónum talin. Þú hvorki kaupir hana né selur. Vinátta, sterk sem stál. Þú getur ávallt leitað hennar hjá sönnum vini. Vinátta, Kærleikurinn í vinarmynd. Þakkaðu Guði fyrir, þá bestu gjöf sem þú færð og gefur. ■» t Útför ÓLAFS HELGA ÓLAFSSONAR bifreiðastjóra, Tangagötu 10, ísafirði, fer fram frá ísafjarðarkapellu, laugardaginn 1. maí kl. 11.00. Guðmundur Ólafsson, Guðbjörg Valgeirsdóttir, Halldór Ólafsson, Ingibjörg Gestsdóttir, Magnúsína Ólafsdóttir, Agnar Hallvarðsson, Eyjólfur Guðmundur Ólafsson, t Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORLÁKS EIRÍKSSONAR, Tómasarhaga 16, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Maria Guðjónsdóttir, Móeiður Þorláksdóttir, Árni Magnússon, Þorlákur Þorláksson, Elfn Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Við þökkum innilega öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð sína og hluttekningu við andlát og útför KIRSTENAR BRIEM félagsráðgjafa. Eggert Briem, Nanna Briem, Sverrir Briem. + Hjartanlegt þakklæti fyrir auðsýnda samúö og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS ÞÓRÐARSONAR, Grenimel 8. Þóra Þorkelsdóttir, Þorkell Guðmundsson, Jódís Normann, Hjalti Þorkelsson, Óskar Þorkelsson, Þorkell Þorkelsson, Marteinn Þorkelsson, Þóra Þorkelsdóttir, tengdabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýnt hafa mér samúð vegna fráfalls eiginmanns míns, JOHNV. CARROLL. Úlfhildur J. Carroll. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eig- inkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, VALGERÐAR MARGRÉTAR LÁRUSDÓTTUR frá Heiði á Langanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3. hæð hjúkrunarheimilisins Skjóls. Snorri H. Bergsson, Bergur Vilhjálmsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Edda Snorradóttir, Þorkell Guðfinnsson, Sæbjörg Snorradóttir, Þorgils Arason og barnabörn. + Fóstrufélag (slands þakkar veittan hlýhug og kveðjur sem félaginu hafa borist vegna fráfalls formanns félagsins, SELMU DÓRU ÞORSTEINSDÓTTUR. Jafnframt þakkar Fóstrufélag íslands framlög í Rannsóknasjóð leikskóla, sem stofnaður var í minningu hennar. Fóstrufélag íslands. + Við þökkum öllum þeim, sem heiðruðu minningu SELMUDÓRU ÞORSTEINSDÓTTUR formanns Fóstufélags íslands, og sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hennar og útför. Guðjón Agústsson, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, Hrefna Ýr Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.