Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 12
MÖftGtJNBLADIÐ’ FÖáTUtíÁáUii 7i' ító Í99á
ii
Hvað er að gerast á Ítalíu?
eftir Tómas
Gunnarsson
Um helgina 16. og 17. apríl, ákvað
ítalska þjóðin með þjóðaratkvæða-
greiðslu að breyta stjórnskipan
landsins. Stóðu fimm af hverjum sex
ítölum, sem þátt tóku í þjóðar-
atkvæðinu, að því. Þessi niðurstaða
er mannréttindasinnum um allan
heim fagnaðarefni. I henni fólst
valdatilfærsla frá stjórnmálamönn-
um, sem lengi höfðu setið að völd-
um, til almennings. Hún er tákn um
nýja tíma og byggir á nýju öflugu
tæki, sem á eftir að skila miklum
árangri að bættum stjómarháttum.
Lengi hefur Ítalía verið sú þjóða
Evrópu, sem spilling og alvarleg lög-
brot eru talin hafa grafið hvað dýpst
um sig í þjóðlífínu. Er jafnframt
talið að aðferðir ítalskra „mafíósa"
hafi verið svo illvígar, að ekki hafi
aðrir innflytjendur til Bandaríkjanna
reynst þjóðlífi þar skaðlegri. Þjóðar-
atkvæðagreiðslan á Ítalíu er ein af
fyrstu aðgerðum í uppgjöri almenn-
ings við spillt stjómvöld þjóðar, sem
lengi hefur verið talin lýðræðisþjóð.
Hringurinn valdhafar, upplýs-
ingamiðlun, skoðanamyndun al-
mennings og kjör þjóðkjörinna full-
trúa, er gjarnan lokaður hringur,
sem fátítt er að aðrir en valdhafam-
ir hafi mikil áhrif á.
Hin opinbera afstaða stjómvalda
á Ítalíu mun jafnan hafa verið sú,
að þau væra lítið sem ekkert tengd
mafíunni en hefðu uppi allar þær
aðgerðir sem þau gætu við komið
henni.
A síðustu áram hefur verið Ijóst,
að barátta opinberra rannsóknar-
manna og saksóknara við „mafíós-
ana“ var harðari en áður tíðkaðist,
jafnvel harðari en valdabarátta
þeirra innbyrðis.
Brynvarðar starfsstöðvar, heimili
og bifreiðar rannsóknarmannanna,
svo og fjöldi lífvarða dugði ekki til
verndar þeim.
Öflugum fjarstýrðum sprengjum
var fyrir komið við alfaraleiðir eða
heimili nákominna ættingja rann-
sóknarmannanna, og þær. sprengdar
þegar þeir áttu leið þar um.
Ymislegt bendir til, að nokkuð sé
síðan rannsóknarmönnum óx ás-
megin í aðgerðum sínum sem aftur
leiddi til þess að þeim var búin betri
aðstaða af stjórnvöldum. Það leiddi
síðan til frekari aðgerða og nú eru
margir helstu foringjar „mafíós-
anna“ á bak við lás og slá.
Undanfari þjóðaratkvæðisins voru
víðtækar aðgerðir ákæravaldsins
gegn stjómmála- og embættismönn-
um Ítalíu. Um fimmtán hundrað
opinberir starfsmenn og stjórnmála-
menn munu hafa sætt ákæram og
refsingum á síðustu misseram. Og
í vetur hefur æðsta stjórn landsins
beðið mikinn hnekki. Sex ráðherrar
munu hafa sagt af sér, sex háttsett-
ir embættismenn hafa framið sjálfs-
morð og ríkisstjómin hefur beðist
Iausnar.
Svo samofín hefur spillingin verið
æðstu stjóm ítala, að Andreotti, sem
verið hefur forsætisráðherra Ítalíu í
sjö ríkisstjórnum, hefur brugðist
þannig við kærum um lögbrot og
tengsl við mafíuna, að hann rígheld-
ur í þinghelgi sína í stað þess að
beijast fyrir sýknu.
Hvað olli öllum umskiptunum?
Tölvan er ódýrasta og virkasta
tækið til söfnunar upplýsinga og
með henni má tengja upplýsingar
saman á svo margvíslega vegu, að
AFSLATTUR!
Vió rýmum ffyrir nýjum vörum
Höganas stell + 40% I
Opa pottar + 20% !
Hackman hnífapör + 40% !
iittala glös sem hætt er að
framleiða + 40% !
o.fl. o.fl.
Byrjar á morgun á löngum laugadegi,
aóeins i eina viku.
O
iittala
FINLAND
Karel,
Laugavegi 13,
sími 624525.
þar virðist enginn endir á. Þá veitir
tölvan möguleika á miklum sam-
skiptum við aðra tölvunotendur.
Tuttugasta öldin hefur verið nefnd
upplýsingaöldin, einkum vegna
þeirra miklu áhrifa, sem fjölmiðlar
hafa haft. Meginókostur þeirra er
samsöfnun valds í hendur fárra,
venjulega valdhafa. Á Ítalíu hefur
sannast að tölvan er upplýsingamið-
ill, sem getur dreift valdi og aukið
lýðræði.
Tölvan hefur reynst spillingaröfl-
um Ítalíu afdrifarík. En hugstæðust
er án efa framganga þeirra, sem
hættu og fórnuðu lífi sínu í barátt-
unni fyrir breyttum stjórnarháttum.
Hver verða áhrifin?
Hver verða áhrif tölvunnar á
stjórnkerfí þjóðanna og möguleika
almennings til virkrar lýðræðislegrar
þátttöku? Þau verða mikil og góð.
Fram til þessa hafa einkum sést
möguleikar tölvunnar gagnvart
ýmiss konar skoðanakönnunum og
til miklu margvíslegri kannana í
þjóðaratkvæðagréiðslum, en áður
hefur tíðkast. Þetta hefur þó verið
meira í orði en á borði, vegna þess
að stjórnmálamenn hafa sjaldnast
verið fúsir að láta af völdum, sem
þeir hafa, en heyra til almenningi
réttilega.
Minna hefur borið á umræðunni
um tölvuna sem tæki til að vinna
gegn lögbrotum. En aðgerðir gegn
mafíunni á Ítalíu á síðustu árum og
þjóðaratkvæðið eru eins og áður
segir tímamótaviðburður, því stjórn-
málavöldum hafa oft fylgt alvarleg
lögbrot.
Kapphlaupið mikla
Helsta ógn mannkyns að mati
margra náttúruverndarmanna er
stórfelld mengun jarðar og eyðing
náttúruauðlinda. Eyðing regnskóga
og ósonlags í háloftunum svo og
margvísleg mengun, t.d. geisla-
mengun og koltvísýringsmengun.
Er þetta ásamt mörgu öðra talið
valda því að sjálfbær þróun mannlífs
í framtíðinni geti ekki orðið við
Tómas Gunnarsson
„Eina vonin um árang-
ur í umhverfismálum
er, að almenningur fái
lýðréttindi sín virk.“
óbreyttar aðstæður. Stórfelld áföll
mannkyns séu óhjákvæmileg nema
snarlega takist að ná tökum á um-
hverfís- og mengunarmálum.
Verulega bætt laga- og réttar-
framkvæmd, bæði innan þjóðríkja
og á alþjóðasvæðum og sviðum utan
þeirra er forsenda árangurs í um-
hverfismálum.
í þessu kapphlaupi um árangur í
umhverfismálum hefur fremur lítið
gerst á undanförnum árum og eru
þó allir sammála um nauðsynina.
Islensk stjórnvöld eru sennilega
hvorki betri eða verri en almennt
gerist. En tækifærismennska þeirra
er slík að vildi einhver aðili byggja
hér mengandi álver með þeim kjör-
um að greiða litla eða enga skatta
af rekstrinum og fá raforkuna langt
undir kostnaðarverði yrði um það
samið á stundinni.
Eina vonin um árangur í umhverf-
ismálum er, að almenningur fái lýð-
réttindi sín virk. Þess vegna er nýtt
öflugt tæki til stuðnings lýðréttind-
um dýrmætt.
Ná áhrif atburðanna á Ítalíu
til íslands?
Já, þau era þegar farin að hafa
áhrif. Meðal helstu átakaefna hér á
landi í vetur eru þjóðaratkvæðið sem
valdahafar höfnuðu og yfírráðin yfir
Ríkissjónvarpinu.
Raunar hefur það verið helsta
úrræði allra flokkanna, sem nú eiga
sæti á Alþingi, að hindra upplýsingu
mála eða sýna því skeytingarleysi.
Nægir að nefna að Alþingi sjálft
hafði um áratuga skeið keypt fast-
eignir umhverfis Alþingishúsið til
að stækka gamla þinghúsið eða
byggja nýtt. Þegar Reykjavíkurborg
tók að byggja ráðhús ofan í Tjörn-
inni í netlögum Alþingis kom fram
tillaga á Alþingi um að athuga laga-
legar forsendur þess. Þorri þing-
heims sinnti því engu.
Eins fór um tillögu á Alþingi á
síðasta kjörtímabili um könnun á því
hvernig Ríkisútvarpinu hefði tekist
að gæta óhlutdrægni í frásögn, túlk-
un og dagskrárgerð, sbr. 15. gr.
útvarpslaga nr. 68/1985. Æðstu
stjórnvöld virðast bijóta þær reglur
sem þeim sýnist og nægir að nefna
að forseti íslands virtist ganga ófús
til staðfestingar á EES-lögum.
Hæstiréttur stuðlar ekki að upp-
lýsingu mála, heldur gengur langt í
að hindra hana, sbr. dóm í máiinu
nr. 126/1993.
Fiskiveiðikvótar landsins hljóta að
verða á erlendum sölulistum innan
tíðar að óbreyttu og viðbúið er að
Rómarsáttmáli Evrópubandalagsins
gildir um auðnir og náttúra Islands
innan tíðar.
Ekkert af þessu hefði náð fram,
ef almenningur hefði ráðið. Enda
búa menn við aðra þróun hér en í
nágrannalöndunum. Minnkun þjóð-
artekna á mann er hér meiri en
annars staðar og hefur staðið lengur.
íslenskir stjórnmálamenn. Þið
vinnið ekki valdastríð ykkar við þjóð-
ina.
Síðasta vetrardag 1993.
Höfundur er lögmaður.
Seljakirkja
Þrír kvennakórar syngja
SELJUR, kór Kvenfélags Seljasóknar, efna til söngvagleði næstkom-
andi laugardag og bjóða til sín Freyjukórnum úr Borgarfirði og
Kvennakór Suðurnesja. Seljur byrjuðu kórstarf 1990. Aðalhvatamaður
að stofnun kórsins var þáverandi formaður kvenfélagsins, Guðríður
Guðbjartsdóttir. Er Kvenfélag Seljasóknar trúlega eina kvenfélagið á
landinu sem getur státað af eigin kór.
Félagar er um 20 og hefur starf-
semin verið nokkuð öflug þessi ár.
Kórinn var nú síðast með söng-
skemmtun í Seljakirkju í desember
eitir tonar ur
Hinir
frábæru
LOS
PARA6AYOS
skemmta matargestum
öll kvöld vikunnar og í
síðdegiskaffitímanum
laugardag og sunnudag.
Kynnum nýja
vor-matseöilinn
með girnilegum
suður-amerískum
réttum,
sem gæla við
bragðlaukana.
sl. ásamt Kór eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni; Stjórnandi er Kríst-
ín S. Pjétursdóttir og undirleikari
nú Sigurborg Hólmgrímsdóttir.
Freyjukórinn er einnig ungur að
árum og hefur oft komið fram ásamt
öðrum en nú í apríl var hann með
sjálfstæða tónleika i Logalandi.
,-J§ Stjómandi er Bjarni Guðráðsson og
j.g undirleikari Steinunn Ámadóttir.
\ jjfr Félagar er 45.
~~~~~~~~~~~
Seljur æfa á mánudagskvöldum í
Seljakirkju. Þar er aðstaða til söng-
æfinga góð enda óspart notuð. Þar
æfa auk Seljanna einu sinni í viku
kirkjukórinn að sjálfsögðu og einnig
barnakór og stúlknakór. Það má því
með sanni segja að kirkjan ómi öll
af söng.
Söngvagleðin verður sem fyrr
segir laugardaginn 8. maí kl. 15.
Það verður boðið upp á kaffi og
smákökur í hléi. Þess má geta að
kvenfélagið hefur gefið innréttingu
í eldhús kirkju og er rétt nýlokð við
að setja hana upp. Eldhúsið verður
opið svo unnt sé að skoða þessa
rausnarlegu gjöf.
(Fréttatilkynning)
HÓTEL ÖDK
HVERAGERÐI • SÍMI 98-34700
Fermingar úti á
landi nk. sunnudag
Ferming í Staðarbakkakirkju,
sunnudaginn 9. maí kl. 14. Prest-
ur sr. Guðni Þór Ólafsson. Fermd
verða:
Guðrún Petrea Ingimarsdóttir,
Uppsölum.
Perla Ósk Kjartansdóttir,
Búrfelli.
Þórarinn Óli Rafnsson,
Staðarbakka.
Ferming í Þingeyrarkirkju,
sunnudaginn 9. maí kl. 11. Prest-
ur sr. Arni Sigurðsson. Fermd
verða:
Guðrún Þóra Helgadóttir,
Steinnesi.
Ólafur Magnússon,
Sveinsstöðum.
Steindór Sighvatsson,
Holti II.
Þorbjörg Otta Jónsdóttir,
Helgavatni.
Ferming í Stokkseyrarkirkju,
sunnudaginn 9. maí kl. 11. Prest-
ur sr. Úlfar Guðmundsson.
Fermd verða:
Anita Harðardóttir,
Heiðarbrún 6.
Daníel Sindri Sigurðsson,
Bjargi.
Eggert Guðnason,
Hásteinsvegi 21.
Haukur Gunnar Guðnason,
Kóngsbakka 4.
Smári Björn Þorvaldsson,
Sólvöllum 1.