Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. MAI 1993 33 Guðrún Halldórs- dottir - Mmmng Fædd 14. júlí 1908 Dáin 29. apríl 1993 Með þakklæti og virðingu vil ég kveðja þig, stjúpa mín. Þú kvaddir þetta líf á þann veg er þú hafðir beðið þann sem öllu ræður í bænum þínum þegar þú varst lögst til svefns á kvöldin. Hann heyrði til þín, á einu augnabliki var allt búið. Engum til byrði og engin óþarfa fyrirhöfn. Þú varst sjálf ávallt til- búin að hjálpa. Guðrún Magdalena Margrét hét hún fullu nafni. Hún var dóttir Sigríðar Bjarnadóttur úr Reykjavík og Halldórs Þórðarsonar er ættað- ur var úr Biskupstungum. Fjögur voru systkinin, tveir bræður og tvær systur. Bræðurnir lifa systur sínar. Stjúpa ólst upp í Hafnarfirði hjá ömmu sinni Olafíu Þórarins- dóttur og manni hennar Henrik og Jóni er hún kallaði ávallt bróð- ur. Hún var alin upp í mikilli fá- tækt. Það var aldrei mikið á borð- um í því húsi. Stundum var ekkert til að borða, en amma var ákaflega trúuð kona og allt hafði þetta ein- hvern tilgang. Trúna fékk ég útí lífið hjá henni, sagði stjúpa. í Firð- inum kynntist hún góðu fólki, þó sérstaklega einni fjölskyldu, en þar kynntist hún æskuvinkonu sinni Huldu. Á því heimili fékk hún margan matarbitann og sopann. Þær Hulda bundust tryggðabönd- um og stóð vinátta þeirra allt frá því að þær voru litlar telpur í Firð- inum til síðasta dags. Stjúpa fór snemma að vinna og að hjálpa til heima. Hún var dug- leg og viljug og þegar á unglings- árin er komið ræður hún sig í kaupavinnu vestur í ísafjarðardjúp með aleiguna í einum kistli, gómul föt af öðrum. Hún er með það í huga að eftir sumarið þegar hún kemur til baka, þá ætlar hún að kaupa sér nýja kápu. En, margt fer öðruvísi en ætlað er, amma hennar deyr. Hún kemur heim um haustið með kaupið sitt, en kápan var ekki keypt. Hún var ekki bitur eða beisk út í þennan tíma, en uppúr þessu fer hún úr Firðinum og ræður sig í vist í Reykjavík hjá Jóni Hjartarsyni kaupmanni og fjölskyldu og við það fólk tók hún mikla tryggð. Frídagar stjúpu voru þannig að þá heimsótti hún Möllu frænku sína, sem var með stóran barnahóp, til að hjálpa henni. Þarna tekur hún strax ástfóstri við okkur systkinin. Árið 1930 deyr Magdalena móð- ir okkar og faðir okkar stendur uppi einn með hópinn sinn. Þá stóðu fyrir dyrum flutningar í hús sem búið var að byggja í Laugard- alnum og var skírt Bræðrapartur. Móðir okkar fluttist hins vegar á annað tilverustig, blessuð sé minn- ing hennar. Þá fer faðir okkar til stjúpu og spyr hana hvort hún geti hjálpað sér, en hún segist þurfa að tala við húsbónda sinn, þá nýráðin í vistina. Hún fær sig lausa og kem- ur til okkar. Það var okkar gæfa að halda saman þessum stóra hópi með pabba og það hefði enginn gert betur en þú, stjúpa mín. Til þess gátum við engan betri fengið. Þar með voru örlög stjúpu ráðin, hún giftist föður okkar, Ólafi G. Einarssyni bifreiðastjóra, og sam- an eignuðust þau fjögur börn, þrjár stúlkur og einn son sem þau misstu nýfæddan. Þegar ég lít til baka í minningunni kominn inn í Bræðra- part og sé fyrir mér allt betta fólk og alla þá vinnu er á þig var lögð, Drottinn minn. Aldrei var kvartað yfir þreytu, það var farið á fætur fyrir allar aldir á morgnana, í þvottalaugarnar, þveginn þvottur, eldaður matur, hvflík vinna. Við bræður vorum sendir í sveit á sumrin til að létta á heimilinu, en við komum fljótt aftur því að okkur leiddist. Þá sagði stjúpa: Ertu kominn? Svo mörg voru þau orð. Stjúpa mín, þú varst engum lík. Allt sem þú gerðir fyrir okkur hefði enginn gert nema þú. Það voru líka allir undrandi þegar þú tókst þessu öllu, en þú hafði svör við því sem öðru. Mér þótti svo vænt um krakkana! Þannig talaði hún alltaf, við vorum börnin henn- ar. Þrjú stjúpbarnanna eru nú lát- in. Stjúpa var stolt af fólkinu sínu, hún vildi alltaf vera í návist þess ef eitthvað var um að vera í fjöl- skyldunni og var mikil félagsvera. Á meðan hún hafði sjón las hún mikið og voru ljóð henni afar kær. Hún kunni feiknin öll af þeim. Elsku stjúpa mín, ég þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman og allt sem þú gerðir fyrir mig og öll hin. Heimkoman verður góð, það verður fljótt lokið upp. Hvíl þú í friði. Þórólfur. Minning Guðrún Jónsdóttír Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minnar, ömmu á Laugarnesveginum eins og við systkinin kölluðum hana. Marg- ar minningar koma upp í hugann: mjólk og kleinur í eldhúsinu hennar ömmu, amma með handavinnuna sína, fínu hattarnir hennar ömmu, ferðir með ömmu á Hreyfilsbasar- inn og nú seinni árin, heimsóknir til ömmu með fjölskyldu mína. Alltaf átti amma eitthvað góð- gæti fyrir litla munna, nú svo var dótakarfan hennar ömmu „löngu" walltaf vinsæl. Já, það var gott að vera nálægt henni ömmu minni, hún var þannig kona. Ég sat hjá dóttur minni Áslaugu 5 ára í kvöld þegar hún var að fara með kvöldbænina sína. Er hún hafði lökið við að fara með „Ó, Jesú bróð- ir besti" kom svolítil þögn, og síð- an, „góði guð, takk fyrir að taka ömmu löngutil þín". Axel Ólafsson, Álaborg. Hér fara á eftir nokkrar línur til að kveðja ömmu okkar, Guðrúnu Halldórsdóttur. Fyrir okkur systr- unum verður hún alltaf „amma á Laugarnesveginum", því að þar bjó hún öll okkar uppvaxtarár. Það eru svo margar hlýjar og skemmtilegar minningar sem koma upp í hugann. Það var alltaf gott að koma til ömmu og fá kringlur að bleyta upp í kaffi og svo kleinurnar hennar ógleymanlegu. Þegar við systurnar vorum litlar stelpur fórum við með foreldrum okkar að horfa á sjón- varpið hjá ömmu og afa. í þá daga var aðeins Kanasjónvarpið og topp- urinn á tilverunni var Bonanza. Það var mikið talað, því að sameiginlega settum við saman söguþráðinn, þar sem ekkert okkar skildi ensku í þá daga. Þetta kemur okkur alltaf spaugilega fyrir sjónir þegar okkur verður hugsað til gömlu góðu dag- anna. Lífið virtist svo ósköp einfalt séð með augum lítils barns. Þetta er aðeins fátæklegt brot af öllum þeim minningum sem við systurnar eigum frá ömmu. Hún vakti með okkur svo margar góðar tilfinningar og síðar meir börnum okkar, Stein- ari, Ásgeiri og Ross. Við systurnar fluttumst báðar til útlanda svo að við höfðum ekki tækífæri til að sjá ömmu eins mik- ið og við vildum. En minningarnar verða alltaf með okkur. Á síðari árum var erfítt að horfa upp á þá fjötra sem heilsubresturinn setti hana í. Hún var svo félagslynd og elskaði saumaskap. Það átti ekki við hana ömmu að sitja aðgerðar- laus. Minningin um ömmu verður alltaf með okkur hvert sem við för- um því hún var jú „amma mín". Hennar verður sárt saknað. Berlind, Eiríkur, Steinar, Ásgeir, Birna og Ross. Mig langar með fáeinum orðum að minnast elskulegrar ömmu minnar og nöfnu Guðrúnar Hall- Fædd 29. apríl 1904 Dáin 18. apríl 1993 Mig langar að minnast ömmu minnar og vinkonu með nokkrum orðum, og þakka henni allt sem hún var mér. Amma hafði alltaf tíma og var til staðar þegar ég þurfti á henni að halda. Góðsemi og hjálp- semi var henni í blóð borin. Mikið þakka ég þér fyrir gest- risni þína, gæsku og góð ráð, gjaf- mildi og hlýju. Ég þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman, elsku amma mín, og bið góðan Guð að blessa þig og varðveita. En minn- ingin um jafn yndislega manneskju og þú varst mun alltaf lifa í hjarta mínu. Megi Guð og englarnir vera með þér. Þín dótturdóttir, Sigrún Hansen. dórsdóttur, sem lést 29. apríl sl. Ég man fyrst eftir ömmu á Laug- arnesveginum. Alltaf var jafngam- an og gott að koma þangað. Mér fannst aldrei að ég væri í heimsókn þar, því að ég leit á heimili ömmu og afa sem mitt annað heimili. Á öllum hæðum hússins bjó skyldfólk og þar var alltaf tekið á móti mér opnum örmum, frændur og frænk- ur.^ Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór með ömmu að skúra, en hún vann við ræstingar í Laugalækja- skóla í mörg ár. Amma saumaði á mig mína eftir- minnilegustu kjóla, sumarkjóla með fíflamyndum og síðar meir diskó- galla sem bráðlá á að fá til þess að komast á ball. Þegar ég svo var orðin móðir sjálf fluttist ég til ömmu og bjó hjá henni sl. tvö ár. Frá þeim tíma er margs að minnast, en efst í huga er þakklæti til hennar fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og dóttur mína Dagnýju. Eg minnist þess er við sátum fram eftir nóttum við kerta- ljós í stofunni hjá henni og töluðum saman um lífið og tilveruna. Þær stundir geymi ég sem gullkorn í hjarta mínu og fæ aldrei fullþakkað né heldur hvað hún átti mikla þolin- mæði með Dagnýju, kenndi henni og lék við hana búðarleiki og spil- aði við hana á spil. Mig undraði oft æðruleysið sem hún átti. Mér finnst amma aldrei hafa orð- ið gömul, hún var svo jákvæð og ung í anda þótt árin liðu og líkam- inn væri orðinn lasinn. Þegar ég fór til að kveðja þig áður en ég fór til útlanda grunaði mig ekki að það yrði okkar síðasti fundur, því að ég ætlaði að segja þér ferðasöguna þegar ég kæmi aftur. Elsku amma, ég gæti skrifað heila bók um samskipti okkar og allt það sem þú miðlaðir mér af reynslu þinni, en það er bara fyrir mig og ég vona að ég beri þá gæfu að geta miðlað öðrum eins og þú. Minningin um þig mun veita mér gleði um ókomna tíð. Guðrún Kristinsdóttir. Seint að kvöldi fímmtudaginn 29. apríl 1993 lést amtna Gunna, sem hét fullu nafni Guðrún Margrét Halldórsdóttir. Okkur langar með fáeinum orðum að minnast hennar og þakka þær samverustundir er við systkinin áttum með henni, því að í tæp tuttugu ár bjuggum við í sama húsi og þau afí. Minningarnar eru því margar og verða ekki taldar upp hér nema að litlu leyti. Amma var ekki manneskja sem sat og lét sér leiðast og við munum hana sjaldnast öðruvísi en með ein- hverja handavinnu. Þótti okkur ótrúlegt hverju hún gat afkastað á skömmum tíma, en það var aðallega föndur og útsaumur, allt nema að prjóna. Hún sagði einu sinni: Ég kann ekki að prjóna. Ekki vitum við hvort það var rétt hjá henni, við höldum bara að allt annað hafi henni þótt skemmtilegra. Sjálfsagt hefur hún haft minni tíma fyrir þetta allt saman þegar hún, aðeins 22 ára gömul, tekur við heimili afa okkar sem þá stóð uppi ekkill með níu börn. Þykir okkur aðdáunarvert hvernig hún skilaði því hlutverki. Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann þegar við kveðjum ömmu. Okkur er það minnisstætt þegar hún ásamt afa tók undir sálmana sem sungnir voru í útvarpsmess- unni á sunnudögum svo að eitthvað sé nefnt. Blessuð sé minning ömmu okkar. Kveðja. Ragnheiður, Óli og Margrét Þórólfsbörn. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikio úrval af allskonar buxum Opio á laugardögum kl. 11-16 Q\j&& Nýbýlaveqi 12, sími 44433. MERKINGHf BRAUTARHOLT 24 SÍMI: 627044 ^W f Aöalfundur Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn þriðjudaginn 11. maí og hefst kl. 12.00. Fundarstaður: Hótel Saga, Súlnasalur. Stúdentasamband VI Aðalfundur Stúdentasambands VÍ verður haldinn í kennarastofu Verzlunarskólans við Ofanleiti mánudaginn 10. maí kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stúdentafagnaður yí sem haldinn verður föstudaginn 21. maí í Átthagasal Hótels Sögu. Stjórnin. almælisÉrganBS emérstaklw krattlrtil aúmæta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.