Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993
Minning
Jón Jónsson bóndi,
Bjarnarstöðum
Fæddur 4. október 1899
Dáinn 27. apríl 1993
Jón Jónsson var fæddur á Bjarn-
arstöðum 4. október 1899, sonur
hjónanna Jóns Marteinssonar og
Vigdísar Jónsdóttur, er bjuggu á
Bjarnarstöðum frá 1897 til ævi-
loka. Jón var annar elstur níu
systkina. Hin voru drengur, fædd-
ur 3. júlí 1898, lést fimm daga;
Þorsteinn, bóndi á Bjarnarstöðum,
f. 1. maí 1901, dáinn 22. okt. 1989;
Friðrika er bjó með bræðrum sín-
um (og systrum) á Bjamarstöðum,
f. 5. sept. 1902, dáin 16. júlí 1989;
Marteinn, f. 3. febrúar 1904, dáinn
11. janúar 1935; Kristín, f 16.
marz 1908, giftist Jóni Tryggva-
syni bónda á Einbúa, þau fluttust
árið 1956 í Möðruvelli í Saurbæjar-
hreppi, Jón er látinn, en Kristín
býr á Akureyri; Gústaf, f. 20. ág-
úst 1910, dáinn 28. júlí 1969,
kvæntist Jónínu Guðrúnu Egils-
dóttur frá Reykjahjáleigu í Ölfusi,
þau bjuggu á Bjamarstöðum til
1959 að þau byggðu nýbýlið
iWskona*
kko^
EgSSrtML
AIIKLIG4RÐUR
MAHKAÐUR VIÐ SUND
Rauðafell í sama túni; Þuríður og
María, tvíburar, fæddar 2. ágúst
1915, búa enn heima á Bjarnar-
stöðum. Foreldrar hans tóku einnig
tvö fósturböm, Yngva Marinó
Gunnarsson, f. 23. júní 1915, er
kvæntist Astheiði I'jólu Guð-
mundsdóttur frá Akureyri, þau
skildu, Yngvi er nú búsettur í
Garðabæ; og Hjördísi Kristjáns-
dóttur, f. 28. febrúar 1930, sem
gift er Sigurgeir Sigurðssyni bónda
á Lundarbrekku.
Jón var í unglingaskóla á Stóm-
völlum nokkrar vikur eftir ferm-
ingu hjá Agli Þorlákssyni, sem síð-
ar varð kennari á Húsavík og Ak-
ureyri. Hann fór á bændaskólann
á Hvanneyri haustið 1919 og var
þar í tvo vetur, þá var Halldór
Vilhjálmsson skólastjóri þar og
Páll Zóphaníasson síðar búnaðar-
málastjóri meðal kennara. Oft vitn-
aði Jón í Hvanneyrardvöl sína og
batt tryggð við skólafélaga, sem
entist meðan hann gat einhvers
notið.
Til marks um hve breytingar em
miklar frá því að Jón var fulltíða
maður vil ég segja frá því, að
nokkrum ámm eftir að hann var
á Hvanneyri seldi hann skólabróð-
ur sínum, Hannesi Guðbrandssyni
bónda að Hækingsdal í Kjós, 8
ær og 2 hrúta til að kynbæta sína
hjörð. Reka þurfti kindumar til
Akureyrar og flytja þær þaðan
með skipi til Reykjavíkur. Nú er
sendur sæðisdropi með flugvél
milli landshluta til ræktunar á
búfé.
í æsku og á uppvaxtarárum
Jóns kom kaupafólk sunnan af
landi til starfa í Bárðardal, oft var
rætt um þau kynni. Minnist ég
þess að Helgi Haraldsson á Hrafn-
kelsstöðum og Jón Bjamason í
Skipholti komu í Bjarnarstaði og
rifjuðu upp liðna tíð. Þá var sumar-
vinnan heyskapur, sláttuvélin var
að koma, þótt mikið væri slegið
með orfi. Engjar vom rýrar og
heyið bundið í bagga og flutt heim
á hestum. Byijað á laufínum, end-
að í valllendinu, heyjað fram -að
göngum.
Eins og áður hefur komið fram
bjuggu systkinin fimm saman á
Bjamarstöðum. Þau studdu for-
eldra sína meðan þau bjuggu og
tóku að fullu við búinu þegar þrek
þeirra þraut. Vigdís dó 1953 og
Jón 1961, hafði þá verið alblindur
heima í 15 ár. Tvö fósturbörn tóku
systkinin Þuríður og Þorsteinn, 7
og 9 ára, árið 1960, Guðmund Þór
Ásmundsson, nú ftr. á Akureyri,
kvæntan Berghildi Valdemarsdótt-
ur, og Huldu Guðnýju Ásmunds-
dóttur, nú húsmóður í Hafnarfírði,
og á hún fimm böm. Mörg böm
og unglingar vom í sveit á Bjarnar-
stöðum, sumir allt að 10 sumur,
mynduðust þar varanleg vináttu-
tengsl.
Systkinin stóðu fyrir búi á
Bjamarstöðum til vorsins 1980 að
þangað fluttust hjónin Ólafur
Ólafsson úr Reykjavík og Friðrika
Sigurgeirsdóttir frá Lundar-
brekku, dóttir Hjördísar fóstur-
systur þeirra. Gerðust þau fljótt
meðeigendur í búinu og hafa nú
eignast jörðina og búið að öllu leyti.
Þau hafa byggt sér nýtt íbúðarhús
og era byrjuð að endurbæta útihús.
Nokkur verkaskipting var á
Bjamarstaðaheimilinu, milli
bræðranna Jóns og Þorsteins. Þor-
steinn sá um byggingar, allar vélar
og útréttingar. Jón fylgdist aftur
með fóðrum og ástandi á skepnum,
hann var fjármaður fram í fingur-
góma. Þorsteinn hirti oft fé í einu
/
HARÐVffiARVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
áýrir
dúh&r
stöku húsi, þar vora oft rúmfega
40 ær. Veiktist einhver ærin færði
hann Jóni hana til aðhlynningar.
Jón var laginn við að hjálpa ám
við burð og hafði ómælda þolin-
mæði við að venja undir ær og
hjálpa lömbum á spena. Meðan
útbeit var stunduð nýtti Jón hana
vel. Hann hafði mjög gott lag á
því að koma kindum vel fram á
litlu fóðri. Jón réð alveg hvaða
hrútar voru leiddir til einstakra áa,
einnig líflambavasi. Sérstakt
hrútahús var, lítið loftræst, þar var
einstök lykt. Oft fór Jón með gesti
í fjárhúsin, þar var hans ríki.
Jóni var mjög þungbært þegar
féð var skorið niður vegna mæði-
veiki haustið' 1945; en hann fékk
aftur kipdur úr Öxarfírði og af
Melrakkasléttu og byggði upp nýj-
an fjárstofn. Minnist ég þess að
öll fjárhúsin voru kölkuð innan til
sótthreinsunar og torfhúsin bræld
með brennisteini að auki. Ekki var
fjárlaust nema fáar vikur og nýju
lömbin komu með tréspjöld á hom-
um svo glumdi í hjörðinni. Bændur
úr framanverðum Bárðardal ráku
lömbin heim, farið var yfir Jökulsá
við Ásbyrgi, um Svínadal, Hlíðar-
haga og Mývatnssveit. Fjárkaupin
urðu ævintýri fyrir Jón á Bjarnar-
stöðum.
Þótt meira bæri á Þorsteini út
á við en Jóni, þá átti hann sitt
bakland í góðu búi á Bjarnarstöð-
um, sem ekki hefði verið, nema
systkina hans hefði notið við, þar
var Jón alltaf til staðar, fór nánast
aldrei að heiman, nema í þágu
búsins.
Jón eignaðist hund frá Hrana-
stöðum í Eyjafírði sem Hrani hét.
Hann hafði þá gáfu að segja til
kinda sem fóra í fönn. Oft vildi
það koma fyrir meðan fé var hald-
ið stíft til beitar fram eftir hausti
að það fennti. Gátu hundar þá oft
bjargað kindum og stytt leitir. Jón
naut þess mjög að fara með Hrana
og geta liðsinnt öðrum bændum.
Fór hann meðal annars í leit á
Mývatnsöræfi með frændum sínum
úr Mývatnssveit.
Jón hafði gaman af tónlist, en
ekki var sá akur ræktaður heima
á Bjamarstöðum. Eitt sinn var
stofnaður karlakór í Bárðardal sem
Baldur Jónsson frá Mýri stjómaði.
Jón varí kómum og átti alla tíð
sérstaka tóna og söngstellingar frá
þeim tíma.
Nonni, en svo var hann alltaf
kallaður heima, var fæddur á ann-
arri öld, hann var mótaður inn í
aðra lífshætti en við lifum við í
dag. Hann náði ekki að laga sig
að nýju umhverfí til þess að njóta
þess að fullu. Hann var trúr sínu
heimili og vann því meðan heilsan
entist. Hann bilaði í mjöðmum og
átti bágt með hreyfingar síðustu
árin. Orfínu sínu beitti hann þó
fram undir nírætt til þrifa á sínu
nánasta umhverfi. Hann var heima
hjá systram sínum meðan þær
gátu hjúkrað honum, en síðustu
þijú árin dvaldist hann á Sjúkra-
húsinu á Húsavík og naut þar góðr-
ar umönnunar þrotinn að heilsu
og kröftum.
Blessuð sé minning hans.
Egill Gústafsson.