Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.05.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ m QV3 IPROI llH FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 47 HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN FH og Valur þurfa að minnsta kosti að leika fjóra leiki um íslandsmeistaratitilinn Öryggi og ákveðni FH Skúli. Unnar Sveinsson skrifar FH sigraði Val íframlengdum leik þegar liðin mættust öðru sinni íúrslitum um íslands- meistaratitilinn. Hafnfirðingar voru mun sterkari íframleng- ingunni og gerðu þá tíu mörk gegn þremur mörkum Vals- manna og sigruðu 33:26. Eftir hræðilega útreið í fyrsta leik komu FH-ingar mjög ákveðnir til leiks. Varnarleikurinn var góður lengst af og þar fóru Kristján Arason og Alexej Trúfan í farar- broddi auk Hálf- dáns Þórðarsonar. Sóknarleikurinn var mun betri en hann hefur verið að undanförnu. Boltinn gekk vel og leikkerfin gengu upp, lítið um vandræðagang eins og oft hefur verið. Valsmenn komust aldrei á svip- að skrið og í fyrsta leiknum. Varnarleikurinn var allt í lagi en hefur þó oft verið betri en í sókn- inni vantaði eitthvað. Það munaði auðvitað mikið um Jón Kristjáns- son. FH hafði yfirhöndina allan leik- inn, mest þrjú mörk, 7:4, í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu 8:8 en síðan héldu heimamenn frumkvæð- inu allt fram í miðjan síðari hálf- leik. Staðan var 21:17 þegar Vals- menn tóku til sinna ráða. Með mikilli baráttu og krafti tókst þeim að jafna 23:23 og gerðu þeir fjög- ur síðustu mörkin á síðustu tíu mínútunum. Mikill kraftur fór greinilega hjá Val í að jafna og það sást í framlengingunni. Kristján var allt í öllu hjá FH og virðist kominn í sitt gamla form, nema hvað hann á greinilega enn- þá erfitt með að skjóta fyrir utan. Varnarleikurinn hjá honum og hvernig hann stjórnaði sóknar- leiknum var eins og í „gamla" daga. Trúfan gerði mikilvæg mörk en átti nokkur slök skot í fyrri hálfleik. Þorgils Óttar var traustur á línunni og Guðjón var „eitraður" í sókninni. Gunnar stóð að venju fyrir sínu og Bergsveinn var sterk- ur í markinu. Hjá Val var framtíðarlandsliðs- maðurinn Ólafur Stefánsson best- ur. Dagur átti þokkalegan dag og Geir var ðflugur á línunni en FH- ingar lokuðu leiðinni þangað eftir hlé enda hafði Geir gert fjögur mörk. Ingi Rafn átti einnig ágætan dag en markvarsla Vals brást að þessu sinni og munaði um minna. knattleik, 2. leikur f úrslitum 1. deildar karla, fimmtud. 6. maí 1993. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:2, 4:2, 6:3, 6:5, 8:8, 10:8, 10:9, 13:11, 13:12, 14:12, 14:13, 16:13, 18:16, 20:16, 23:19, 23:23, 24:23, 24:24, 28:24, 32:24, 32:26, Mörk FH: Guðjón Árnason 7, Alexej Trúfan 6/2, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Gunnar Bein- teinsson 4, Hálfdán Þórðarson 4, Sigurður Sveinsson 3. Utan vallar: 10 mínútur. MSrk Vals: Valdimar Grímsson 9/5, Ólafur Stefánsson 6, Geir Sveinsson 5, Dagur Sigurðsson 4, Jakob Sig- urðsson 1, Ingi R. Jónsson 1. Utan vall.ir: 4 mínútur. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Einar Sveinsson voru mjög gððir. Þeir dæmdu fyrri hálfleik nær áoað- finnanlega og þann síðari mjðg vel. Auðvitað gerðu þeir sfn mistök en voru sanngjarnir f öllum gerðum sfn- um. Gaman að sjá dómara valda erfiðu hlutverki sínu svona vel. Áhorfondur: Um 1.400. Morgunblaðið/Þorkell Harðákveðnir ívörninni Ólafur Stefánsson fékk ekki blíðar móttökur hjá varnarmönnum FH frekar en aðrir Valsmenn. Gunnar Beinteinsson og Kristján Arason til varnar. Þanníg vörðu þeir Markvarslan var með eftirfarandi hætti (skot aftur til mótherja inn- an sviga): Bergsveinn Bergsveinsson, FH, - 17 (3); 6 (2) langskot, 5 úr horni, 2 af lfnu, 2 eftir gegnumbrot, 2 (1) hraðaupphlaup. Sverrir Kristinsson, FH, - 0; kom aðeins einu sinni inná til að reyna að verja vítakast. Guðmundur Hrafnkelsson, Val, - 5 (2); 3 (1) langskot, 1 af lfnu, 1 (1) úr horni. Axel Stefánsson, Val, - 5 (2); 4 (1) langskot, 1 úr horni. FOLK- ¦ GUÐJÓN Árnason, fyrirliði FH, var fyrstur til að gera mark úr langskoti í leiknum í gærkvöldi, kom FH í 7:4, þegar 12 mín. og 30 sekúndur voru liðnar af viður- eigninni. ¦ GUÐJÓN gerði líka fyrsta mark leiksins eftir gegnumbrot. það kom eftir 17 mín. og 42 sek. og var áttunda mark FH, 8:6. ¦ GUÐJÓN kórónaði þrennuna með því að vera markahæstur FH-inga í gærkvöldi. ¦ ÓLAFUR Stefánsson gerði fyrsta mark Vals með langskoti — minnkaði muninn í eitt mark, 11:10, þegar fimm mín. voru til hálfleiks. ¦ HÁLFDÁN Þórðarson var fyrstur til að fá „kælingu"; var vik- ið af velli í tvær mínútur, þegar 97 sek. voru til hálfleiks. ¦ ÞAÐ vakti athygli hversu sam- stíga dómararnir voru þegar þeir hituðu upp fyrir leikinn. Meira að segja í hliðarhoppinu voru hendur í takt hjá þeim. ¦ FH-INGAR dreifðu spjöldum með merki félagsins til stuðnings- manna sinna fyrir leikinn og stund- i arfjórðungi fyrir leik var æfing í hrópum og í að mynda bylgjur. ¦ GEIR Sveinsson gerði fyrstu þrjú mörk Vals og næstu þrjú gerði Valdimar Grímsson. ¦ DÓMARARNIR létu leikinn ganga vel og fyrsta áminningin kom ekki fyrr en eftir 21 mínútu. Hana fékk Valdimar Grímsson. ¦ ÞAÐ var hraustlega tekið á í leiknum og í byrjun síðari hálfleiks rifnaði vinstri ermin á treyju Sig- urðar Sveinssonar. < ¦ ATHYGLI vakti hversu liðin notuðu mikið sömu mennina. Vals- menn notuðu aðeins sjö útispilara lengst af og sömu sögu er að segja um FH. ¦ MARGHt vildu fá vítakast á síðustu sekúndum leiksins þegar Gunnar Beinteinsson reyndi að fara innúr vinstra horninu. Valdi- mar var í baráttunni við hann og Gunnar fékk aukakast. Spiluðum með hjartanu Við sáum eftir fyrri leikinn að þetta hæfíst aldrei nema með baráttu og einbeitngu frá fyrstu mínútu. Við ætluðum að taka þetta eftir einhverjum handboltafræðileg- um leiðum í fyrsta leik en núna spiluðum við með hjartanu," sagði Kristján Arason þjálfari og leikmað- ur FH eftir sigurinn. „Vörnin hjá okkur var mjög góð lengst af og markvarslan einnig. í lok leiksins vorum við of bráðir og þeír keyrðu á okkur hraðaupphlaup- in. Valsmenn eru góðir og við verð- um að leika mjög vel ætlum við okkur að vinna þá. Þetta eru ungir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér, en við gömlu mennirnir erum ekki alveg hættir," sagði Kristján. Jónekki meira með? Jón Kristjánsson gat lítið beitt sér vegna bakmeiðsla í fyrsta úrslitaleiknum gegn FH og fór af velli í gærkvöldi, þegar um sex mínútur voru liðnar af Ieiknum og staðan 3:2 fyrir FIL Jón sagði við Morgunblaðið að hann hefði meiðst á Selfossi f síðustu viku, æft á laugardag, en síðan ekki söguna meir. Um væri að ræða álagsmeiðsl og hann þvrfti meiri hvfld til að ná sér. „Eg lagast með hverjum deginum og vonandi get ég ver- ið meira með, en það kemur í Uós." SPJÓTKAST / SMAÞJOÐALEIKARNIRAMOLTU Sigurður og Einar æfa í Portúgal Spjótkastararnir Sigurður Ein- arsson og Einar Vilhjálmsson verða í æfingabúðum í Portúgal til undirbúnings fyrir Smáþjóðaleik- ana, sem verða á Möltu síðustu viku mánaðarins. Það verður fyrsta mót þeirra á tímabilinu og leggja þeir áherslu á að byrja vel eins og reynd- ar aðrir íslenskir frjálsíþróttamenn, sem taka þátt í leikunum, en stefnt er að verðlaunasæti í öllum greinum og guiH f flestum. Sigurður, sem var kjörinn íþróttamaður ársins á síðasta ári, býr í Alabama í Bandaríkjunum og sagðist hafa æft vel í vetur. „Eg hef haldið miklu álagi síðustu þrjá mánuði, en þrátt fyrir það hef ég verið að kasta vel. Á þessu stigi er vonlaust að nefna metra, en markmiðið er að verja titilinn á Smáþjóðaleikunum og ég er bjart- sýnn." Hann sagði ennfremur að gott væri að komast í æfíngabúðir í Portúgal fyrir mótið, því nauðsyn- legt væri að skipta um umhverfi áður en keppni hæfist. Eftir Smá- þjóðaleikana fer hann á fjölmennt boðsmót í Helsingi í Finnlandi og 3. júní keppir hann í Lahti. Fyrsta stigamót Alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins verður í Sevilla á Spáni 5. júní og sagðist Sigurður ekki hafa ákveðið enn hvort hann yrði þar með, en stefnan væri sett á stigamót í Róm 9. júní. Aöstöðuleysi í Rey kjauík Einar sagðist ekki hafa náð 10 tækniæfingum vegna aðstöðuleysis. Ekki mæti kasta á Laugardalsvelli og netið í Baldurshaga hefði verið klippt niður. „Krafturinn er góður, en stýringin er ekki rétt. Ég hefði kosið að opna tímabilið seinna vegna þessa, en það verður gott fyrir okkur að fara til Portúgal, þar sem við fáum tækifæri til að æfa saman og stilla strengina fyrir Smáþjóðaleikana. Gullköstin koma síðar á árinu, en lágmarkið fyrir Evrópukeppniná í Stuttgart er 79 metrar og ég vil opna á 80 metrum." Félaganiir hittast í Algarve á miðvikudag, en fara þaðan til Möltu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.